Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. febrúar 1961 x Myrkraverk 2 eftir Beveriey Cross í þýðíngiL Bjarna Arngrímssonar Án þess að hugsa mig um, hljóp ég með þeim. Á hægri hönd mér hljóp dökkhærður maður í beltisfrakka, með fána- stöng, sem hann virtist hafa þrif- ið upp af götunni. Andlit hans var djöfullegt, afmyndað og ná- fölt af reiði. Hann hélt stál- bryddri fánastönginni eins og byssusting og stefndi beint á lög- reglusveitina, er barðist með hnefum og riffilskeftum með bakið upp við vagn sinn. Ég hljóp með bonum. Feitt, grátt andlit birtist fyrir framan mig. Undir svörtum stálhjálmi glitti í grísaraugu. Maðurinn sveiflaði rifflinum eins og sleggju til að keyra skeftið í andlit mér, en banjóið skall á vanga hans rétt neðan við hjálminn. Ég heyrði bresti í beini og strengirnir 'hljómuðu annarlega, þegar þeir strukust við hökuband hans. „Bravo, jeune homme“, æpti félagi minn með stinginn, um leið og hann rak hann illsku- lega ákaft í hálsinn á borða- skreyttum liðþjálfa og barði honum við vagninn. „Bravo, jeune homme“. Augnabliki síðar var öllu lok- ið. Litli hópurinn lá flatúr í götunni við hlið vagnsins. Þeir höfðu greitt fyrir heimsku hins unga félaga síns, sem hafði misst stjóm á sér við að sjá nokkra regnskelfda Alsírmenn 'hlaupá í skjól. Sundurlamihn líkami hans húkti milli drengs- ins og eins af mótorhjólalögregl- unni, er lá og stundi undir farar- tæki sínu, í polli af blóði og olíu. Öllu var lokið. Okkur svimaði og við stóðum á öndinni eins og hlauparar eftir langt hlaup. Við tókum ekki eftir vælinu í lög- regluflautum og sírenum bif- reiða þeirra. Önnur mínúta leið og allar göturnar að staðnum fylltust lögreglu og þjóðverði. Þrír fangavagnar lokuðu aðal- götunni og keðja af vopnuðum mönnum lokaði götunum þrem- ur er lágu til norðurs og vesturs. Alsírmennirnir biðu og drúptu höfði, eins og þeir skömmuðust sín. Ég fann að einhver togaði í ermi mína, leit við, og sá vopna bróður minn. „Viens, jeune homme“, sagði hann og benti á þrjá menn, vopn aða rifflum. sem stefndu að okk- ur yfir gatnamótin. Ég hikaði augnablik. Reiði mín var horfin og nú sá ég skyndi- lega, hversu viðbjóðslegur |Og heimskulegur atburðurinn var. Ég ættí að hafa verið kyrr, en ég var hræddur eins og barn við stóra lögreglumanninn með kylf- una. Ég ákvað að fylgja félaga mínum og elti hann um- leið og hann hljóp bak við lögreglubíl- inn og hentist upp einu mann- lausu götuna. Við fyrstu sýn virt ist hún óravegur af auðri stein- lagningu, glampandi í birtunni frá götuljósunum og hvergi skjól til hliðanna. En ég fylgdi. Úr því ég hafði ákveðið að hlaupa, sá ég enga aðra leið til að sleppa. Ein af riffilskyttunum sá okkur fara, en við vorum komn- ir um það bil 100 metra frá vagninum, áður en ég heyrði trampið í stígvélum þeirra og ópið „Arrétez!" LéttsaStað dilkðkjöt FYRIR SPRENGJUDAG Gulrófur — Gulrætur — Gular baunir Kjotbúðin Bræðraborg, Bræðraborgarstíg 16 Okkur vantar Vélsefjara og pressumann Talið við verkstjórana. ísafoldarprenlsmitlja h.f. Félagi minn fór nú að hlaupa í krókum og beygði sig. Ég hermdi eftir honum um leið og riffilskothríð mölvaði glugga til vinstri við okkúr og hvínandi kúla endurkastaðist af Ijósa- staur. Félagi minn henti frá sér stingnum og beygði skyndilega í átt að hálfföldum stíg. Ný skothríð gaus upp á bak við okkur, og ég fann skyndilega brennandi sársauka í fætinum. Ég reyndi að hlaupa áfram, en fóturinn neitaði að hlýða og ég datt á annað hnéð, bölvandi af sársauka. Maðurinn sneri sér við, hikaði, tók síðan í kraga mér og dró mig fyrir hornið og inn á stíginn. Lítill Renault stóð framan við fyrstu dyrnar. Öku- maðurinn, í stuttermaðri skyrtu og víðum stuttbuxum, hímdi taugaóstyrkur við vegginn. Fé- lagi minn fór að troða mér í aftursætið á bílnum. Eigandinn kallaði og ég fann mjúka hönd hans á öxl mér. Hann var sleg- inn aftur á bak inn í gegnum opnar dyrnar. Feitir leggir hans héngu yfir þröskuldinn. Ég heyrði fótatakið færast nær. En áður en þeir komust fyrir horn- ið fór bíllinn af stað og skauzt upp stíginn með miklum drun- um og var brátt horfinn. „Hafðu auga með þeim gegn- um afturgluggann“, hreytti björg unarmaður minn út úr sér. ,Kallaðu ef einhver eltir“. Hann skyrpti orðunum út úr sér. Reyndu að binda um fótinn á þér með þessu‘0, og hann rétti mér vasaklút. Ég gerði mitt bezta, starði gegnum gluggann og fálmaði urn fótinn til að reyna að stöðva blóðrásina. „Kennir þig til?“ spurði hann. Ca va, v — ekki alvarlegt, ég held rétt komið við mig“. J li. alefli að vera jr og félagi minn, en C _ki dulið skjálftann í ; mi. Satt að segja var ég s._ ar nú, þegar æðið var horfið. Árás er eðlishvöt. Eins og Norður-Afríkumennirnir skammaðist ég mín og var hræddui; við það, sem hafði ver- ið gert, og ennþá hræddari en þeir við afleiðingarnar. Dreng- urinn í rennusteininum skipti ekki máli lengur. Ég vildi að- eins komast burtu. „Hvað varst þú að gera í bar- daganum?“ spurði hann. Við þræddum hliðargöturnar suð- vestur á bóginn, í áttina að Pont Mirabeau. Ég sagði frá drengn- um og hann virtist mér sam- þykkur. „Varst þú í kröfugöngunni? “ spurði ég og mundi eftir fánan- um. „Nei, nei, áhorfandi1*. „Hvers vegna gerðist þú þátt- takandi?“ Hann yppti öxlum: „Je n’aime pas les flics. Og ég hata heimsku og ofbeldi í öllum myndum", var það eina sem ég gat fengið út úr honum, en ég dáðist að hon- um fyrir það á sama hátt og ég dáðist að rósemi hans nú. Hefði dauði drengsins ekki komið við mig, hefði ég látið mér nægja að horfa á og lýsa yfir vanþókn- un minni. En þessi maður virtist hafa gerzt þátttakandi vegna réttlætishugsjónar sinnar. Ég dáðist að því. Okkur tókst að komast yfir brúna og héldum góðan spöl til vesturs áður en við beygðum framhjá Neuilly og héldum til baka í áttina til Champerret gegnum norðvestur úthverfin. Rólegra var á götunum og lög- reglumenn færri. Við stönzuðum framan við þokkalega íbúðarbyggingu milli Levallois og Avenue des Ternes. „Ég ætla að skilja hér við þig og aka bílnum til baka niður götuna, unz ég finn mannþröng. Þá skil ég við hann og kem beint til baka. Hringdu bjöllunni ofan- frá og einhver kemur og hjálpar þér innfyrir. Segðu að Lucien komi aftur eftir fimm mínútur". Ég mótmælti ekki. Á sama hátt og ég hafði hlýtt fyrstu skipun hans að hlaupa, hlýddi ég honum nú. Ég taldi sjálfum mér trú um, að ég væri forvitinn en í raun og veru var ég tilneyddur. Auk þess var ég illa á mig kom- inn og þarfnaðist hjálpar. „Geturðu gengið?“ spurði hann. „Það tekst", svaraði ég og dróst yfir gangstéttina í átt til dyranna. Um leið og hann ók burtu, lyfti hann hendinni í kveðju- skyni: „Bonne, chance, jeune homme“ kallaði hann og ég reyndi að veifa í svarskyni með blóði drifinni hendi. Skugga bar á ándlit hans, en hann brosti eins og hann vildi uppörva mig. ,Bonne, ohance .... vel af sér vikið!“ 3 Ég hallaði mér upp að stein- veggnum og leitaði að þriðja bjölluhnappnum eins og hann hafði sagt mér. Neðan við hnapp- inn var spjald með snoturri á- letrun, en svo smágerð var skrift in að ég varð að kveikja á eld spýtu til að geta lesið hana. Á því voru tvö nöfn. Lucien Carnac og Francoise Ducis. Eft- ir seinna nafninu var punktalína og orðin: artiste peintre. Eg hringdi aftur og dyrnar opnuðúst. Úr skugganum heyrði ég kvenrödd, er hvíslaði lágt: „Hvað viltu?" ,Hann sagði, að hann kæmi eftir 5 mínútur . . . Lucien sagði það . . . Eg hef meitt mig í fótinn". Eg sýndi henni blóðið á hönd um mínum og hún dró mig inn í steinlagðan húsagarð. Hún leit ekki á mig en hélt beint fram hjá myrkvuðum dyrum hús varðarins og upp dauft lýstan stigann. Hún var grönn vexti og var í víðu pilsi og stífum undirpilsum, sem þaut og skrjáf aði í, þegar hún hreyfði sig. Hælar hennar glumdu á berum stigaþrepunum og ég staulaðist á eftir. Banjóið barðist við mig í hverju skrefi. „Réttu mér höndina", hvisl- aði hún og greip svalri hendi um heita, blóðuga fingur mína. Hár hennar snerti andlit mitt og ilmurinn af henni var ferskur og hreinn. Á skörinni voru dyrnar opn- ar og við gengum inn í kyrrláta, L COME ON, ANDY... LET'S SEE WHAT THOSE WOLVES ' ARE FIGHTING A OVER/ AS MARK AND ANDY MOVE SILENTLY TOWARD THE WINDFALL, THE WOLVES RUSH MA-HEEN-GUN And THOUGH THE GREAT DOG'S TEETH SELDOM MISS THEIR TARGET, THE OVER- WHELMING STRENGTH OF THE PACK SOON BRINGS HIM TO EARTH — Komdu Andy, við skulum gá út af hveriu úlfarnir eru að bít- Og meðan Markús og Andy læðast varlega að fallna tréinu, Og þótt vígtennur hundsins missi sjaldan marks, fær úlfahÓDurinn ast. ráðast úlfarnir gegn hundinum. fljótt yfirtökin. hlýja, vel-upplýsta vinnustofu listamanns. Hún studdi mig í armstól með háu baki, lagði fót inn á mér upp á málarastól og byrjaði að skoða sárið. SHUtvarpiö Sunnudagur 12. febrúai 8,30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 ^réttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Kóral nr. 1 í Es-dúr eftir Césai* Franck (Fernando Germani leikur á orgel). b) Dietrich Fischer-Dieskau syng ur lög eftir Schumann við ljóð eftir Heine, þ. á. m. Lieder- kress op. 24. c) Píanókonsert nr. 1 í e-moll op. 11 eftir Chopin (Friedrich Gulda og Fílharmoníusveitin í Lundúnum leika; Sir Adrian Boult stjórnar). 11.00 Messa í Fossvogskirkju (Prestur: Séra Gunnar Árnason. Organleik ari: Jón G. Þórarinsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Vísindin og Guð (Séra Pétur Magnússon). 14.00 Miðdegistónleikar: a) Slavnesk messa fyrir einsöngv* ara, kór, orgel og hljómsveit eftir Leos Janácek (Tékkneskif listamenn flytja; Bretislav BalC ala stjórnar). b) Sinfónía nr. 5 í d-moll op. 47 eftir Sjostakovitsj (Sinfóníu hljómsveitin í Leningrad leik« ur; Evgenij Mravinskij stj.). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.). a) Magnús Pétursson og félagar hans leika^ b) Öperettulög eftir Paul Abra« ham og Nico Dostal. 16.35 Endurtekið leikrit: „Gestir herra Birowskis'* eftir Gúnther Eich. (Áður útv. 8. ókt. sl.). Þýðandi: Ingibjörg Stephensen. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val« týsdætur): a) Leikrit: ..Hraðfrysti sjóræn- inginn“ eftir Brendal og Krist- ensen. — Leikstj.: Klemena Jónsson. b) Sagan ..Klifurmús og hin dýr- in í Hálsaskógi"; VII. (Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona). c) Upplestur og tónleikar. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Kristján Sæ- mundsson velur sér hljómplötu. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Hugleiðing um Gunnlaug Blön- dal og list hans (Eggert Stefáns- son söngvari). 20.20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi Bohdan Wodiczko. a) Lítil svíta eftir Árna Björns- son. b) „Shylock", svíta eftir Gabriel Fauré. 20.50 Spurt og spjallað í útvarpssal. — Flytjendur: Kristmann Guð- mundsson skáld, Páll Kolka lækn ir, Ragnar Jónsson forstjóri og Sigurður Reynir Pétursson hrl. — Sigurður Magnússon fulltrúl stjórnar umræðum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög, valin og kynnt af Heið- ari Ástvaldssyni. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 13. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómpróifastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. -- 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. r (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Séð og heyrt t vesturför. (Jón Guðmundsson bóndi á Reykjum í Mosfellssveit) 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil bernskuminningar listakonunnar Eileen Joyce; XV. — (Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Andréa Kristjánsson ritstjóri). 20.20 Einsöngur: Sigurður Björnsson syngur; Jón Nordal leikur undir á píanó: a) „Kirkjuhvoll" eftir Árna Thor- steinsson. b) „Vögguljóð'* eftir Jón Leifs, c) „Sáuð þið hana systur mína** eftir Pál Isólfsson. d) „Mamma" eftir Sigurð Þórðar- son. e) Fjögur lög eftir Schubert: „Silungurinn", „Mynd hennar'*. „Unaður" og „Heiðarrósin". 20.40 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur.) 21.00 Tónleikar: Tríó í d-moll op. 4ð eftir Mendelssohn (Artur Rubin- stein leikur á píanó, Jascha Hei- fetz á fiðlu og Gregor Piatigorsky á knéfiðlu). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur veröld in“ eftir Guðmund G. Hagalín; IIf (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (13). 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.