Morgunblaðið - 22.02.1961, Síða 13
Miðvikudagur 22. febr. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
13
Við verðum að flytja inri
nýjan stofn holdanauta
dvöl í fullri sóttkví, og svo enn
á ný eftir árið — eftir aðra 6
mánuði undir sérstöku eftirliti
dýralæknis. Við þetta kom ekk-
ert grunsamlegt í ljós. Enn eru
hinir innfluttu gripir, sem þá
eru auðvitað orðnir fullorðnir,
rannsakaðir og reyndir síðastlið-
ið haust, 2% ári eftir komu
þeirra sem kálfa hingað til lands.
Þá reyndist illt í efni, á þremur
búum reynast Aberdeen-Angus
Eftir Árna G. Eylands
" Undanfarin ár hef ég nokkr-
um sinnum minnzt á holdanaut
og eldi slífcra gripa. Ég hefi
aldrei verið myrkur i máli um að
-rétt sé og nauðsynlegt að leyfa
bæhdum að vílkka verkahring
sinn og framleiðslu á búum sín-
um, með því að gera þeim kleift
að ala holdanaut, og framleiða
nautakjöt af kynblendingum til
sölu og neyzlu.
1 Samtímis hefi ég haldið því
fram og bent á það oftar en einu
Binni, að tiltækilegra sé og ráð
‘legra að flytja til landsins holda
naut af ensku kyni frá Noregi
Sieldur en frá Bretlandi. Rök mín
þar að lútandi hafa verið þessi:
Hér í Noregi hafa gripir af ensk-
um holdanautakynjum verið ald
•ir um þó nokkuð langt skeið,
allvel einangraðir, án þess að
það og undirstrika, að enn er ég
sama sinnis eins og fyrr, að ekki
megi lengur varna íslenzkum
bændum að eignast gripi af
holdakyni, það nær ekki nokk-
urri átt að girða þar svo þvert
um braut, að bændur eigi þess
engan kost að koma sér upp
nautum af holdakyni og að fram
leiða gott nautagjöt til sölu. —
Þetta tel ég vera augljóst og
klárt mál, hitt er svo vandinn
og framkvæmda atriði hvaða
kyn holdanauta verður valið til
innflutnings og hvaða gripir eru
fengnir .
í nóvember blaði Freys var
frá því sagt að garnaveiki hafi
borizt til Noregs með búfé frá
Skotlandi. Er nokkuð sagt frá
þessu í blaðinu, en fátt um upp-
lýsingar um hvað skeð hefir, og
síðar hefi ég ekki orðið var við
Gallowaytarfur % en % blandaður íslenzku kyni
sjúkdómarhafikomiðíljós.Grip|frekari upplýsingar þar að lút.
ir frá slíkum búum ættu að öll-
«m skynsamlegum líkum að vera
iiruggari um fulla heilbrigði held
iur en gripir fluttir beint frá
Bretlandi til fslands.
Þannig hefi ég talið gott úr-
ræði að taka holdanaut héðan
frá Rogalandi, flytja þau til ís-
lands og setja þar í fulla sóttkví,
eins lengi eins og þurfa þykir —
til frekara öryggis.
Nú hefir það gerzt sem veld-
ur að þessi trú mín og von hefir
Ibrostið að nokkru, — en sem
(betur fer þó enganveginn að
fullu og öllu. Skal ég nú gera
grein fyrir hvernig þessu víkur
við. — En fyrst vil ég samt segja
Hiyndin af
Soffíu Guð-
laugsdóttur
MBL. hefur verið beðið að koma
eftirfarandi leiðréttingu á fram-
færi:
í síðasta blaði „Vikunnar" eru
í einni opnunni myndir af gestum
á frumsýningu óperunnar Don
Pasquale í Þjóðleikhúsinu. Á
einni myndinni (bls. 6, neðsta
mynd til hægri) sést málverk af
Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu
í skautbúningi, og segir í lesningu
jieðan við myndina, að Ásgrímur
Jónsson hafi málað. Þetta er rang
hermi. Myndin af Soffíu er eftir
Sigríði Sigurðardóttur málara,
enda með hennar fangamarki.
Jmdi. Hinsvegar tel ég mikla
nauðsyn bem til þess, að ís-
lenzkir bændur , fái fulla
vitnedkju um hvað hér er á
seyði. Finn ég mér bera mesta
skyldu til þess að upplýsa mál-
ið eins og ég get, sökum fyrri
skrifa minna um holdanaut í
Noregi — og ekki skal ég á þessu
níðast
II.
Holdanaut hafa tvívegis ver-
ið flutt frá Skotlandi hingað til
Rogalands. Hið fyrra skiptið var
1950. Það voru gripir af Aber-
deen-Angus-kyni. Næst voru
flutt hingað Hereford holdanaut
frá búi hins kunna holdanauta-
ræktunarmanns major Sandberg
á Heiðmörk í Austur-Noregi.
Síðari innflutningurinn frá Skot
landi var 1957, Voru þá fluttir
inn kálfar — Aberdeen-Angus.
Mjög var til þess innflutnings
vandað, þannig, að auk bænda
og búfjárræktarráðunauts, sem
fóru til Skotlands til þess að
kaupa kálfana og velja, var dýra
læknir með í förinni til trausts
og aðstoðar, meðal annars við
að krefjast og fá öll vottorð í
fullu lagi, og frá réttum „autorí-
tetum“ á Skotlandi. Vottorð voru
um garnaveiki, berkla og smit-
andi kálfslát. Þegar kálfarnir
voru hingað komnir voru þeir
„reyndir" á ný eftir 6 mánaða
Kaupstefnan í Leip-
zig hefst 5.
marz
Er ab jbessu sinni sfærri en
nokkru sinni fyrr
kýr vera með garnaveiki, sin
kýrin á hverjum stað. Þessar kýr
voru allar fluttar inn frá Skot-
landi, sem kálfar, 1957.
Þetta var mi'kið áfall fyrir þá
bændur sem hafa haft hér for-
göngu um ræktun holdanauta. —
Og ég get vel ímyndað mér að
menn heima á íslandi sem eru
á móti öllum innflutningi búfjár,
en hafa fylgzt með því sem ég
hefi skrifað um málið, hafi hugs-
að sem svo, er þeir lásu fregnina
um garnaveikina í Frey: ætli það
sljákki nú ekki í Árna um inn-
flutning holdanauta til fslands
frá Noregi? Það er sannarlega
að vonum þótt þeir hugsi á þá
leið.
Nú þessa dagana er enn verið
að reyna heilbrigði holdanauta
hjá bændum þeim hér í fylkinu,
sem hafa slí’ka gripi á búi. Sala
•gripa frá hinum sýktu búum
hefir auðvitað verið stöðvuð með
öllu.
Málinu — ræktun holdanauta
— er með þessu móti þanmg
komið: Hér eru þrjú bú þar sem
garnaveiki hefir orðið vart i
Aberdeen-Angus gripum — inn-
fluttum 1957. Sámkvæmt því má
ekki treysta neinu búi sem hef-
ir gripi af stofni þeim sem inn
var fluttur 1957.
Hér eru bú — sérstaklega c.í
sem ég hefi í huga — sem hafa
Aberdeen-Angus gripi af þeim
stofni sem inn var fluttur 1950.
Á þessum búum hefir ekki orð-
ið vart við neina smitandi sjúk-
dóma, þar er því fengin meir en
10 ára reynsla um heilbrigði
þeirra. Ef slík reynsla á ekki að
gilda, þá fer að vandast málið.
Þá eru hér bú, einnig sérstak-
lega eitt, sem ég hefi í huga,
það er Statens veterinære for-
sökegárd for sau, á Horni
(Hodne) sem hafa Hereford
gripi, sem alltaf hafa reynzt heil
brigðir. Gripirnir eru ættaðir frá
Austur-Noregi eins og allir Here
ford gripir hér á slóðum, svo sem
fyrr er sagt, en á Horni hafa
þeir verið mikið meira einangr-
aðir heldur en annarsstaðar, og
það til fleiri ára, söikum að-
stæðna þar um búrekstur allan.
Sé ég því eigi annan stað lík-
legri til þess að tryggilegt sé að
fá þangað gripi af þessu kyni.
Og án þess að ég telji mig hafa
vit á því, kæmi mér ekki á óvart
þótt Hereford sé, þegar öll kurl
koma til grafar, það kyn holda-
nauta, sem Uklegast er til rækt-
unar við íslenzk skilyrði, en auð-
vitað er það fagmannanna að
afgera það.
Búnaðniháskóli
rÁ SÍÐASTA þingi flutti land
búnaðarnefnd samkvæmt ósk
iandbúnaðarráðherra frumv.
til laga um búnaðarháskóla
á íslandi. Varð það þá ekki
útrætt, og flytur Benedikt
Gröndal frv. nú að nýju. I
'1. gr. frv. segir, að búnaðar-
háskóli skuli starfræktur á
Hvanneyri í Borgarfirði. Og í
greinargerð segir flutnings-
maður, að málið sé nú flutt
öðru sinni í þeirri von, að
Alþingi vilji gefa gaum að
einu veigamesta framtíðar-
máli íslenzks landbúnaðar.
Sigurður Ólason
hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
héraðsdómslögmaður
Málflutningsskrifstofa.
Austurstræti 14 — Sími 1-55-35.
NU í ár mun vorkaupstefnan í
Leipzig standa yfir frá 5.—14.
;marz. Vorkaupstefnan er einsi
og verrjulegt er mun yfirgrips-
meiri en haustkaupstefnan og
eru þar sýndar bæði iðnaðar- og
neyzluvörur.
9000 framleiðendur
Að þessu sinni mun sýningin
verða stærri en nokkru sinni
fyrr og er það vegna aukinnar
þátttöiku vestrænna ríkja. Bret-
land hefur t. d. aukið þátttöku
sína um 100%. Austur-Þýzka-
land er eins og áður stærsti
þátttakandinn næst koma Sovét-
ríkin og síðan Tékkóslóvakía.
Bandaríkin hafa að þessu sinni
miikla sýningu á málmiðnaðar-
framleiðslu. Flest öll Evrópu-
ríkin taka þátt í sýningunni. 7
Afríku ríki, Kanada og flest
S.-Ameríkuríkin, en alls eru
sýningar frá 55 löndum heims.
Framleiðendur er sýna á
kaupstefnunni að þessu sinni
eru alls 9000 og þar eru 3000
verzlunarfyrirtæki frá vestræn-
um löndum.
Fjölbreytt skemmtiskrá
30 þjóðir sýna matvæli, en ís-
Iand er eikki meðal þeirra að
þessu sinni. ísland hefur þrisvar
tekið þátt í 'kaupstefnu í Leipzig
í fyrra voru t. d. sýndar niður-
suðuvörur og í sambandi við
það gerður samningur upp á 25
þús. dollara.
11 þjóðir hafa bókasýningu
þar á meðal Bandaríkin, en
vefnaðarvörur sýna 15 þjóðir.
Samkvæmt venju mun Leipzig
bjóða gestum á kaupstefnunni
mjög fjölbreytta skemmtiskrá í
tónlist og leiklist og í byrjun
sýningarinnar fer fram vígsla
hinnar nýju óperu og þeir, sem
hafa áhuga geta pantað aðgöngu
miða að hinum ýmsu skemmt-
unum hjá umboðsmönnum sýn-
ingarinnar hér og hjá ferða-
skrifstofunum.
Þau lönd, sem á annað borð
sýna vefnaðarvöru munu gang-
as ftyrir alþjóðlegum tízkusýn.
ingum daglega nú sem endra-
nær og þer Frakka þar oftast
hæst.
Kaupsýslumenn og iðnrekendur
frá 80 löndum
Gert er ráð fyrir að kaup-
sýslumenn og iðnrekendur frá
80 löndum munu heimsækja
sýninguna í Frankfurt, sem
verður um líkt leyti.
Ferðir til Leipzig eru mjög
hentugar. Verða sér ferðir dag-
lega með félaginu Interflug frá
Kaupmannahöfn beint til Leip-
zig og einnig hafa hollenzka og
belgíska flugfélagið sérstakar
ferðir þangað. Sýningargestum
er einnig veittur ríflegur af-
sláttur á járnbrautarferðum
víðasthvar á meginlandinu. Upp
lýsingar um kaupstefnuna í
Leipzig veita allar ferðaskrif-
stofur hér á landi og einnig um-
boðsmenn hennar hér, Kaup-
stefnan.
— Utan úr heimi
Framhald af ols. 10.
Mao Tse-tung — og kínverski
fulltrúinn í Moskvu, Teng Hsiao.
ping, svaraði Krúsjeff í sömu
mynt.
Kjarni deilunnar er það, hvort
ný heimsstyrjöld sé óhjákvæmi-
leg og — að áliti Kínverja — í
rauninni allt að því eftirsóknar..
verð. — Þar sem hin hatramm
ari orðaskipti hófust, þegar Krús
jeff var að undirbúa sig undir
að sækja þjóðaleiðtogafund með
Eisenhower- Bandaríkjaforseta,
er augljóst, að það hve fús Krús-
jeff var að eiga samningaviðræð-
ur við vesturveldin, hefir orðið
til þess, að upp úr sauð. — Beint
liggur við að ætla, að Mao Tse-
tung og aðrir leiðtogar Kínverja
séu nú engu síður sótvondir yf-
ir áköfum tilraunum Krúsjeffs
til þess að koma á fundi sínum
og Kennedys sem fyrst.
— O —
Eftir Moskvuráðstefnuna var
gefin út lítt sannfærandi yfir-
lýsing, í því skyni að breiða
yfir deilurnar, þar sem bað var
látið koma fram, að Krúsjeff
væri í öllu frjáls gerða sinna. —
En það má vera lýðum ijóst,
,að í þeslsu framkvæmdafrelsi
hans felst ekki frelsi til að tala
fyrir munn Kínverja eins og
sá, sem valdið hefir.
• KJARNAVOPNA-
TILRAUNIR
Lítum nú t.d. á, hver áhrif
þetta hefir á ei»u af þeim fáu
sviðum, þar sem Bandaríkin og
Sovétríkin hafa greinilega og ó-
umdeilanlega sameiginlegra hags
muna að gæta. Báðum ríkjunum
yrði hinn mesti ávinningur að
því, ef þau gætu náð samkömu
lagi um að binda endi á tilraunir
með kjarnorkuvepn. Með al-
mennu banni við slíkum tilraun
um yrði fullkomlega skotið loku
fyrir inngöngu fleiri aðila í
„kj arnorkuklúbbin»“ svonefnda
Þannig næðu hin tvö riasveldi
raunverulega einokunaraðstöðu,
að því er kjarnorkuvopn varðar
— og drægju mjög úr þeirri
hættu, sem báðir aðilar óttast,
að kjarnorkustyrjöld hefjist a£
tilviljun eða slysni. — En i hin-
um nýju skjölum kemur það
fram, að ein af ástæðunum til
ósamkomulags Kínvarja og Rússa
er sú hve hinir síðarnefndu hafa
reynzt tregir að leggja til kjarna
vopn í vopnabúr kínverskra
kommúnista. — Og nú hafa kín-
verskir vísindamenn, sem eru
hinir færustu, snúið sér að því
af einbeitni að framleiða þau
vopn, sem Kreml hefir neitað
að útvega.
• EKKI EINTRJÁNINGUR
— HELDUR TVÍHÖFDA
ÓFRESKJA
Við hverju má þá búast
í Genf 20. marz? >á munu Art-
hur Dean, hinn nýi og færi samn
ingamaður um afvopnunarmál,
sem Kennedy forseti hefir valið,
og aðalráðgjafi ha»s, John J.
McCloy, hefja að nýju viðræður
við Rússa um bann við tilraun-
um með kjarnavop*. — En jafn-
vel þótt Dean og fulltrúi Sovét-
ríkjanna kynnu að geta komið
sér saman um fullnægjandi eft-
irlitskerfi til þess að tryggja
framkvæmd slíks banns, yrði það
lítils virði, ef eftirlitskerfið næði
ekki til Kína. Og menn mega
ganga út frá því sem vísu, að
Kínverjar hafna eindregið öllu
slíku eftirliti — jafnvel þótt
Rússar fallist á þ«ð.
í stuttu máli: Vestrænir leið-
togar verða nú að horfast í augu
við þá staðreynd, að kommúnista
blokkin er ekki lengur eintrján-
i.ngur þar sem Kreml situr við
stjórnvöl — heldur er hún nú,
í stað þess, orði* tvfhöfða ó-
freskja. Og með höfðunum tveim
ríkir fullkomin sundurþykkja
um það, hvaða stefnu ófrrskjan
skuli taka.
— O —
Þeir, sem móta stefnu Banda-
ríkjanna, munu enn hallast að
því að reyna, hvaða árangri megi
ná í viðræðum við Rússa — og
vona jafnframt, að ef einhver
árangur náist þan»ig, muni Rúss
um takast að snúa Kínverjum til
réttrar áttar. Eigi að síður verð-
ur ekki fram hjá því gengið, að
ihin nýtilkomnu Wö höfuð ó-
íreskjunnar marka mjög alvar-
legt, nýtt vandamál.