Morgunblaðið - 22.02.1961, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.02.1961, Qupperneq 19
Miðvik'udagur 22. febr. 1961 MORGVWBIAÐIÐ 19 Taska grömlu konunnar Háskólafyrir- lestur aniiað kvöld AMEBXSKI sendikennarinn við Háskóla Islands, prófessor David CLark, heldur fjórða fyxirlestur sinn um amerískar bókmenntir n.k. fimmtudag 23. febrúar kl. 8,30 e.h. í 1. kennslustofu Hó- skólans. Fyrirlesturinn mun fjalla um skáldlegt víSfeðmi og ágæti Walt Whitmans í Leaves of Grass, sem fyrst kom fyrir al menningssjónir árið 1855 og síð an hvað eftir annað í endurskoð uðum útgáfum allt til 1892. Whitman er hið mesta skáld lýðræðisins, frjáls í formi sínu og gerir allar hliðar amerísks lífs að yrkisefni sínu. Baeði óþving að formið og innihald þéss hneyksluðu marga, en Ralph Waldo Emamson fannst, að í honum vaeri holdi klædd hug- mynd hans um það, hvernig skáld hins nýja heims ætti að vera. C. BadmintonvöUur: Lengd: 13,40 m. Breidd: 6,10 m. D. Blak-völlur: Lengd: 18,30 m. Breidd: 9,1S m. E. Tennisvöllur: Lengd: 23,77 m. Breidd: 10,97 m. F. Borðtennis: Lengd: 12 m. Breidd: 6 m. Við lestur þessa yfirlits um stærðir valla má ljóst verða, að salur að gólffleti 16x32 m hýsir löglega æfinga- og keppnisvelli þessara íþrótta. Eru endimörk gólfflatar sliks salar utar en hámarks takmarka- línur keppnisvalla allra nefndra íþrótta, nema handknattleiks, en keppni þó lögmæt i þeim leik önnur en alþjóðleg. Framhald. Aðgerðarmenn 1—2 vana aðgerðarmenn vantar. Upplýsingar í síma 16519 og 35518. Taskon iundin peningarnir horfnir s í GÆR kom hingað á Mbl. Guðmundur Gunnlaugsson eigandi þvottaliússins „Eimir“ við Bröttugötu 3A, og hafði meðferðis tösku þá, sem um getur í frétt blaðsins í gær og var eign aldraðrar konu, Svein bjargar Ólafsdóttur. Tösku þessari hafði Sveinbjörg tapað snemma í síðustu viku og voru ellilaun henn ar, um 1100 kr., í töskunni ásamt fleiri persónulegum munum. Allt var í töskunni nema peningarnir, sem er mán- aðarframfæri gömlu kon- unnar. Bendir því allt til að úr töskunni hafi pen- ingunum verið stolið og henni síða hent, en Guð- mundur fann töskuna fyr- ir framan þvottahús sitt. Við birtum hér mynd af töskunni er tekin var hér á ritstjórn blaðsins í gær. Katalína kemst ekki á loft KATALÍNUBÁTUR Flugfélags- ins hefur nú verið tepptur á ísa- firði í þrjá sólarhringa, satt að segja í ágætu veðri. 1 gær var ekkert útlit fyrir að hann kæm ist suður í dag. Flugbáturinn er á nýja flug- vellinum á ísafirði og vegna þess hve fjöllin kreppa þar að er ekki talið óhætt að flugvélar af þess ari stærð hefji sig til flugs inn fjörðinn. Flugfélagið hefur sett sínum flugmönnum þær reglur, að þeir fari ekki á loft á ísafirði í meira en 5 stiga meðvind. þ.e.a. s. simnanátt. Undanfarna daga hefur verið allhvasst sunnan og í gær voru þar vestra 15 hnútar. Ef Katalína hefði lent á sjónum í umræddri ferð væri hún löngu farin frá Ísafirði, því veður hef ur að öðru leyti ekki hamlað flugi þaðan. — Áætlað er að lengja flugbrautina á næstunni, því lokatakmarkið er, að flug- vélar, a.m.k. af þessari stœrð, geti hafið sig til flugs bæði í norður og suður af brautinni. — Tshombe Framh. af bls. 1 xáðizt gegn honum. Sóknin hófst hinn 11. feb. sl. og sagði Tshombe þá að hún væri gerð í þeim til- gangi einum að halda opinni jám ibrautinni milli borganna Lubudi og Luena. En samkvæmt fréttum starfsmanna SÞ hefur her Thsombe sótt fram lengra norður eftir og útfyrir svæðið umhverf- is járnbrautina. Tshomfoe teflir þarna fram S00—400 manna her undir stjórn belgiskra liðsforingja og hafa þeir 60 flutningabifreiðir til um ráða. Nafnabrengl ÞAU LEIÐU mistök urðu í blað inu í gær að föðurnöfn tveggja manna misrituðust. í fregn um slys á Súðavíkurvegi átti nafn þess er fyrir slysinu varð að vera Ólafur Vilhjálmsson. í grein blaðsins á 3. síðu er afla ikóngur Vestmannaeyja ranglega italinn Bergsveinsson. Hann heit ir Helgi Bergvinsson. Athugasemd ÞESS SKAL getið að höfundur greinarinnar „Mat löggjafans á brautryðjendastarfi Jóns Þor- steinssonar", sem birtist hér í blaðinu í gær var Leifur Sveins »on lögfræðingur. Féll nafn hans niður af vangá. — Katanga Framh. af bls. 1 anga, hvort sem þeir væru svart ir eða hvítir. Hann sagði að frá og með deginum í dag mundi stjórn sín ekki þiggja neina tæknihjálp frá Belgíu, heldur sjálf greiða öll laun belg iskra tæknifræðinga í landinu. Sagði Tshombe að samþykkt ör- yggisráðsins væri frekleg af- skipti af innanrikismálum Kat- anga. Vandamál Kongó yrðu Afríkubúar einir að leysa, sagði hann og lét þá von sína í ljós að vinveitt ríki í Afríku kæmu í veg fyrir að samþykkt örygg- isráðsins kæmist í framkvæmd. Hermenn SÞ ó v i n i r Á blaðamannafundi í dag skýrði Tshombe frá því að ef þörf krefði mundi landamærum Katanga lokað, og að í rauninni yrði litið á hermenn þá úr liði SÞ, sem í landinu eru, sem ó- vini. Aðspurður hvort hann hefði í hyggju að afvopna her- menn SÞ, svaraði Tshombe að hann yrði fyrst að sjá orðalag samþykktar öryggisráðsins áður en hann gæfi ákveðið svar. Aframhaldand’ a f t ö k u r í Reutersfrétt frá Leopold- ville er sagt að óttazt sé að tveir kongóskir dómarar hafi verið teknir af lífi í gær og að sennilegt þyki að sjöundi Lum- umba-sinninn, Jacques Lumba- la, hafi verið líflátinn í • Bak- wanga í Suður-Kasai eftir að hafa verið fluttur þangað frá Leopoldville. Sex aðrir stuðn- ingsmenn Lumumba voru tekn- ir af lífi þar í gær. Dóminn, sem dæmdi þá til dauða, skip- uðu höfðingjar úr Baluba-ætt- flokkinum. Þá segir í fréttum frá Haag, að hollenzkur Jesúíta-trúboði hafi verið myrtur í Orientale- héraði og annar trúboði hand- tekinn. : Londssauining- ui gerður ú Akranesi BLAÐIÐ ÁTTI í gærkvöldi tal við Sturlaug Böðvarsson út- gerðarmann á Akranesi og spurðist fyrir um samningana við sjómenn þar. Sagði hann að samið hefði verið að lang mestu í samræmi við lands- samning þann er gerður hefði verið í flestum verstöðvum. Lítilsháttar frávik hefðu verið látin gilda vegna staðhátta á Akranesi. Verkfali hefir verið á línu bátum á Akranesi frá ára- mótum og nú er svo komið að einungis helmingur bátanna getur hafið róðra vegna þess að menn hafa haldið á brott, sem þangað voru ráðnir. AIls róa 23 bátar frá Akra nesi í vetur en 10 bátar geta hafið róðra þegar í stað. Á aðra vantar nokkra menn á hvern bát. Alls mun vanta 50 sjómenn svo allir bátamir geti byrjað. • Piacenza, Italíu, 21. febr. — Reuter. — Gassprenging varð dag í 600 ára gömlu munka- klaustri nálægt Piacenza. Tveir munkar fórust og talsverðar skemmdir urðu á klaustrinu. — „Furðulcgt ráðslag" Framh. af bts. 18. Þetta spor K.R. og samþykkt íþróttanefndar ríkisins markað- ist af því, sem kveðið er á um stærðir leikvalla í leikreglum hinna helztu innanhúss-íþrótta: A. Handknattleikur: Lengd: 30—50 m. Br.: 15—25 m. Vegna alþjóðakeppni: Lengd: 38—44 m. Br.: 18—22 m. B. Körfuknattleikur: Lengd: 26 m. Breidd: 14 m. Meðalstærð. Lengd: 28 m. Breidd: 15 m. Hámarksstærð. Lengd: 24 m. Breidd: 13 m. Lágmarksstærð. Kærar kveðjur og þakkir til allra, sem glöddu mig á margvíslegan hátt, á, 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Sesselja Loftsdóttir, Lækjarbrekku Hjartanlega þakka ég öllum nær og fjær, sem glöddu mig á sjötíu ára afmæli mínu 14. þ.m. með heimsókn- um, höfðinglegum gjöfum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug 1. Guðjónsdóttir, Framnesi, Keflavík Öllum vinum mínum, er heiðruðu mig með heimsókn- um, gjöfum og skeytum á 90 ára afmælinu 16. febrúar og gjörðu mér daginn ógleymanlegan, færi ég mínar inni- legustu hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. Magnús Pálsson, Frakkastíg 17 SETJARI OSKAST NU ÞEGAR TIL STARFA í PRENTSMIÐJU Fósturmóðir mín RÓSA FINNBOGADÓTTIR kennari, Birkimel 8 A andaðist að Bæjarspítalanum 21. þ.m. Ágúst Atli Guðmundsson Hjartkær eiginmaður minn og elskulegur bróðir okkar SIGHVATUR I. BLÖNDAHL cand. ji sem andaðist 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 23. febrúar. kl. 3 e.h. — Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Inger Blöndahl, Kristjana Blöndahl Sigríður Fjeldsted, Sigfús Blöndahl Innilegasta þakklæti til allra sýndu mér samúð vi8 andlát og jarðarför konu minnar ÞÓRDlSAR M. JÓNSDÓTTUR Sérstaklega vil ég færa Eggerti Einarssyni héraðslækni þakkir fyrir hans góðu hjálp í veikindum hennar. Jón Eyjólfsson, Borgarnesi Við þökkum innilega öllum, sem sýnt hafa samúð við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GRlMS KR. JÓSEFSSONAR járnsmiðs Börn, tengdabörn og barnaböm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.