Morgunblaðið - 22.02.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.02.1961, Qupperneq 20
íslendingafélagið í Bergen. — Sjá bls. 6. 43. tbl. — Miðvikudagur 22. febrúar 1961 íþróttir eru á bls. 18. Sabena býður ekkjunni til íslands FYRIR NOKKRUM dögum skýrði blaðið frá því að loftsigl ingafræðingurinn á belgísku þot unni, sem fórst við lendingu í Briissel 15. febr. s.l. hefði verið kvæntur íslenzkri konu, Huldu Ásbjörnsdóttur að nafni. Ætluðu til fslands. Þau hjónin höfðu ráðgert að koma til íslands eftir skamman tíma og nú hefir blaðið fregnað að Sabena flugfélagið hafi boðið Huldu flugfar til íslands með drengina sina tvo og munu þau koma hingað í páskafrí. Hulda Ásbjörnsdóttir á tvær systur og mágkonu hér í Reykja vík. Foreldrar hennar, Ásbjörn Pálsson sjómaður og Rannveig kona hans eru látin og einnig fjórir bræður hennar. Tveir fór ust með skipum á stríðsárunum. Kynntust í Reykjavík. Hulda og Lucien Eduwaere Spilakvöld HAFNARFIRÐI — f kvöld kl. 8,30 er félagsvist Sjálf- stæðisfélagnna. Spilað er eins og venjulega í Sjálfstæðis húsinu og verða verðlaun ve'tt og síðar heildarverðlaun. höfðu verið gift í liðlega 20 ár, kynntust hér á íslandi, er hann var loftskeytamaður á belgísk- um togara, sem kom hingað til viðgerðar, en þá var hún starfs stúlka á Hótel ísland. Giftust þau svo erlendis nokkrum árum síð ar. Þau hjón áttu tvo drengi, sem nú eru 17 og 18 ára og hafa ver ið í heimavistarskóla í Belgíu. Hagstæður um 40,7 miUj. kr. í JANÚARMÁNUÐI s.V varu fluttar út vörur fyrir rúmlega 188,3 millj. kr. Nam innflutning ur á sama tíma rúml. 147,6 millj. kr. Vöruskiptajöfnuður í janúar s.l. var því hagstæður um 40,7 milij. kr. — Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður óhagstæð ur um 80,2 millj. fc Frá því þingi Norðurlandaráðs lauk hér á landi á síðasta ári þar til næsta þing hófst í Kaup mannahöfn s.l. laugardag, var mikið um það ritað i dönsk blöð að gæta bæri meiri sparn aðar í sambandi við þingin. Var ákveðið að bjóða þing- fulltrúum til veizlu í Krist- jánsborgarhöll og þar veitt- ar heitar pylsur. í því sam- bandi birti Svenska Dag- bladet í Stokkhólmi meðfylgj- andi teikningu, sem sýnir for- sætisráðherrana, Kampmann, Erlander og Gerhardsen í pylsuveizlunni. Afli Patreksfjarð- arbáta P ATREKSF J ÖRÐUR, 21. febr. Afli Patreksfjarðar- og Tálkna- fjarðarbáta hefir verið sem hér segir frá 1. jan. til 15. febr. að telja. Á þessum tíma reru bátam ir ekki í eina viku vegna verk- falls: Andxi 23 veiðiferðir 228 tonn, Dofri 25 veiðiferðir 217 tonn, Sigurfari 21 veiðiferð 191 tonn, Sæborg 22 veiðiferðir 178 tonn, Orri 13 veiðiferðir 104 tonn, Pét ur Thorsteinsson 15 veiðiferðir 126 tonn. Allir þessir bátar eru frá Patreksfirði. Afli Tálknafjarðarbáta: Tálknfirðingur 24 veiðiferðir 214 tonn, Sæfari 23 veiðiferðir 205 tonn. Guðmundur á Sveins- eyri 18 veiðiferðir 126 tonn. — Trausti 30 tonna bátur strand- aði á Stokkseyri í SV-hvassviðrinu á Stokkseyri í fyrradag slitnaði vélbáturinn Hásteinn II af legunni þar og rak upp í stórgrýtta fjöruna. Er þetta nýlegur 30 tonna bátur. Hann virðist lítið brotinn. Hásteinn mun hafa strandað á háflóði og stendur á þurru um fjöru. — Hefir fyrirtækið Björg un h.f. í Reykjavík verið fengið til að ná bátnum út, og telur verkstjóri þess að takast muni að bjarga bátnum fljótlega ef veður spillist ekki til muna. Samið í R.vík og Hafnarfiröi Hernaðar og sfjórn- mál ekki rædd á þin^i Norburlandará&s í FYRRINÓTT tókust samning- ar um kaup og kjör bátasjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Voru Sigurður Bjarnaso". Málfundur verkalýðsráðs og Óðins í kvöld Fannst eftir klukkustundar leit BÚÐARDAL, 20. febr. — Fyrir nokkru skeði það vestur í Ljár skógum í Dalasýslu að dreng- hnokki á þriðja ári týndist að heiman frá sér. Ranglaði hann yf ir ána Fáskrúð á ísi og mun hafa farið rétt við brúna, en þar var vök á ísnum og munaði því litlu að þarna yrði slys. Drengurinn fannst eftir um klukkustundar leit á veginum. Utan vegar hefði verið erfitt að finna hann þar sem tekið var að halla degi er leitin stóð yfir. Litli drengurinn heitir .Tón Guð mundsson, sonur Guðmundar Jónssonar bónda í Ljárskógum og konu hans Ástr'^ar Hansdótt ur. — Fréttaritari. * NÆSTI MÁLFDNDUR verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagsins Óðins verður í Valhöll í kvöld og hefst kl. 8,30. Á þessum fundi talar Sigurður Bjarnason ritstjóri um fundar- stjóm og fundarreelur. Þátttak- endur em beðnir að mæta stund víslega. gerðir nokkrir viðaukar við lands samningana frá 24. janúar s.l., en helztir þeirra eru, að útgerðar menn tryggi áhöfn fyrir upphæð, sem nemi 200 þús. kr. á hvern skipverja, auk lögboðinna trygg inga. Þá kaupi útgerðarmaður á- byrgðartryggingu allt að 1,250,000 kr. fyrir hvert einstakt tjón með hámarksgreiðslu til hvers ein- staklings að upphæð 500 þús. kr. Er hér um að ræða tryggingu á greiðslu skaðabóta, er skipverj um yrðu dæmdar fyrir meiðsli eða annað tjón. Bráðabirgðauppgjör fari fram 20 marz. — Þá skal vélstjóra, ef hann er ráðinn áfram á skinið, trygsrður 8 klst. vinnudagur milli vertíða. Kau'pmannahöfn, 21. febr. (NTB). - ÞINGFUNDUM Norðurlanda ráðs var haldið áfram í dag og urðu mmiklar umræður um tillögur finnsku komm- únistafulltrúanna um að banna kjarnorkuvopn á Norð urlöndum. Var meirihluti þingfulltrúa sammála um að ekki bæri að ræða mál hern- aðarlegs og stjórnmálalegs eðlis á þinginu. og vildu því ekki taka afstöðu til sjálfrar tillögunnar. í umræðum lagði Axel Larsen frá Danmörku til að málinu yrði frestað þar sem það væri ekki nægilega vel undirhúið, en það var fellt með 6 mótatkvæðum. Síðan var gengið til atkvæða um tillöguna og hún felld með 56 atkvæðum gegn 6. Fimm fulltrúar sátu hjá. Þeir sem greiddu tillögunni atkvæði voru fjórir fulltrúar finnskra kommúnista, einn fulltrúi kommúnista frá íslandi og Axel Larsen frá Danmörku. Hægri akstur Síðdegis í dag var rætt um hægri akstur í Svíþjóð. Sænski þingmaðurinn Gustafson sagði að tillaga um hægri akstur í Svíþjóð væri mjög athyglisverð þegar tekið væri tillit til ferða- manna til landsins og umferðar- öryggis. Var hann því fylgjandi að tekinn yrði upp hægri akst- Verkfœrum og sœfgœti fyrir tugþúsundir stotið STÓRÞJÓFNADUR á verfofær- um var framinn í fyrrinótt í vinnustofu trésmiðjunnar Byggir h.f. við Miklubraut. Verkfærum allskonar fyrir fleiri þúsundir króna var stolið, t. d. rakamæli sem kostar um 7000 krónur. Það var stolið tveim langhefl- um, einum stutthefli, — allt stál heflar, tveim falsheflum og svo nefndu „skrall“ skrúfujárni, raf- magns borbyssu svissnesk gerð, annari Black & Secker, slípivél án poka,— Profer & Cable-gerð. Þessa sömu nótt var einnig stol ið miklu af vörum úr sælgætis- búð að Brekkulæk 1. T. d. var stolið 900 pökkum af sígarett- um, mjög miklu af reyktóbaki, og einnig verulegu magni af sæl gæti og Ioks 50 pörum af nælon sokkum Einnig í þessum þjófn- aði skiptir verðmæti þess sem stolið var tugum þúsunda. Loks var svo innbrot framið í Stálhúsgögn við Skúlagötu og stolið þar litlu Phillips útvarps- tæki. ur í heimalandi sínu. En að áliti Svía ætti þetta *nál að vera innanríkismál þeirra. Bókmenntaverðlaun Næsta mál, sem tekið var fyr- ir var samþykkt menningarmála nefndar ráðsins um að stofna til bókmenntaverðlauna, sem nemi 50.000,00 dönskum krónum. Sam þykkti ráðið að verðlaunin yrðu nefnd „Bókmenntaverðlaun Norð urlandaráðs" og veitt árlega ein hverjum rithöfundi á Norður- löndum, sem til þeirra vinnur. Menningarnefndinni verður fal ið að ganga frá reglum fyrir sjóðinn, en ætlunin er að veita verðlaunin í fyrsta sinn árið 1962. Þá var samþykkt *ð skipa nor ræna ráðherranefnd til að sam- ræma aðstoðina við vanþróuð ríki. Á ráðherranefndin að hafa náið samband við fjárhagsnefnd Norðurlandaráðs. Á fundi ráðsins var einnig all- mikið rætt um samræmingu á utanríkisverzlun Norðurlanda. Elisabet Si^urðs- son fær góða dóma í Höfn KAUPMANNAHÖFN, 21. febr. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni: Sinfóníuhljómsveit Kaup- mannahafnar hélt í gærkvöldi hljómleika í Oddfellowhöllinni og lék Elísabet Sigurðsson ein- leik með hljómsveitinni bæði á! píanó og klarinettu. Kaupmanna hafnarblaðið Berlingske Tidende segir í dag um hljómleikana: — Það er mjög sjaldgæft að lista- maður leiki einleik á tvö hljóð- fseri, en Elísabet Sigurðsson hef ur iðkað þetta í mörg ár og i hvert skipti sem hún kemur fram vekur hún aðdáun á full komnun sinni, jafnt hvort hún leikur á píanó eða klarinettu. Með leik sínum á bæði hljóð- færin sýnir hún undravert hljómskyn, innlifunanhæfileiki hennar er aðdáunarverður. tækn in hrein og glæsileg. Þetta var góð list, mótuð miklum yndis- þokka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.