Morgunblaðið - 26.02.1961, Side 2

Morgunblaðið - 26.02.1961, Side 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 26. febr. 1961 Upplýst að E llisifjar-myndin var óþekkt í Noregi ÞAÐ er nú komið í Ijós við eftirgrennslan í Noregi, að myndin af Ellisif, drottningu Haralds harðráða, sem fannst i Sofíukirkju í Kænugarði fyrir meir en 20 árum, hefur ekki verið þekkt meðal norskra fræðimanna fyrr en nú nýlega. Þó eru nærri 10 ár síðan myndin birtist í Heims- kringluútgáfu Bjarna Aðal- bjarnarsonar og yfir 20 ár síðan Halldór Kiljan Lax- ness skrifaði um það í Gerzka ævintýrinu, að verið væri að hreinsa íkónaklíning ofan af myndinni af Ellisif. I>egar fregnirnar af hinni norsku „uppgötvun" birtust fyr ir nokkru hér í Mbl. töldu menn Blökkumaður * sendiherra WASHINGTON. — Hinn 20. þessa mánaðar skipaði Kennedy Bandaríkjaforseti blökkumann inn Clifton R. Wharton sendi- herra landsins í Noregi. Er Whaæton eini blökkumaðurinn, sem hefir unnið sig upp í svo háa stöðu í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, en þeir aðrir af kynflokki hans, sem gegnt hafa sendiherrastöðum, hafa verið stjórnmálamenn. Wharton hafði starfað 34 ár í utanríkisþjónustunni, þegar hann var skipaður sendifulltrúi Bandaríkjanna í Rúmeníu fyrir þrem árum. Áður hafði hann gegnt ýmsum störfum á vegum utanríkisráðuneytisins víðs veg- ar um heim. Og nú, 61 árs að aldri, hefir þessi duglegi blökku maður verið skipaður sendi- herra, sem fyrr segir. að norskir fræðimenn .hlytu aS hafa vitað lengj um þessa mynd og var talið að hér væri um að ræða misskilning einhvers blaða manns hjá Aftenposten. En í grein sem birtist fyrir nokkrum dögum í Aftenposten eftir Henrik Haugstol kemur það í Ijós svo ekki verður um villzt, að norskir sagnfræðíngar og listfræðingar hafa ekki vitað um þessa mynd fyrr en nú að Knut Berg skýrði frá „uppgötv un“ sinni. Að vísu er þess getið, að Norðmaður einn Ivar DigT- ens hafi fyrir þremur árum skýrt Oslóar-blaðinu Dagbladet frá myndum 1 Sofíakirkju, en þar hafði hann verið á ferða- lagi. Frásögn hans í blaðinu hef ur þó farið fyrir ofan garð og neðan hjá norskum fræðimönn- um. Fundur myndarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli í Noregi og rifjast það nú upp fyrir mönnum, að Haraldur harð ráði lagði grundvöllinn að borg ini Osló, sem nú er höfuðborg Noregs. Er mynd hans á hlið ráðhússins í Osló. Nú tala menn um það, að rétt væri að setja eftirlíkingu af mynd Ellisifjar á aðra hlið ráðhússins. Forðast þarf verðbólguna BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi bréf frá Alþýðusambandinu, sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafði sent því. Stjórn bandalagsins hefur mót tekið bréf yðar, dags. 7. þ.m., og í tilefni af því gert svofellda á- lyktun á fundi sínum 24. þ.m.: Þing B.S.R.B. hafa markað þá meginstefnu í launa- og kjara- málum: Kanadiskur píanóleikari leikur í Austurbœjarbíói HINGAÐ er kominn á vegumf* Tónlistarfélagsins kanadiski pí. anóleikarinn Ross Fratt og ætl- ar að halda tónleika í Austur- bæjarbíói, n.k. mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 7 fyrir styíktarfélaga TónlistarfélagB- ins. Á efnisskránni sem er mjög fjölbreytt eru þessi verk: són- ata í F-dúr eftir Haydn, Syn- fóniskar etýður eftir Schumann Barkarollo, Noktúrna í cis-moll og Seherzo í E-dúr eftir Chopin, Bruyéres og General Lavine- eccentric eftir Debussy og loks Menuet og Toccata (úr „Le Tom beau de Coupcrin") eftir Ravel. Frú Inger Larsen safn- ar sjónvarpsefni hér Kaupmannahöfn, 24. febr. Einkaskeyti til Mbl. — FRÚ Inger Larsen (kona Martins Larsens, fyrrum sendikennara við Háskóla íslands) fer flugleið is til íslands nk. sunnudag til þess að viða þar að sér sjónvarpsefni, en 14. marz n.k. halda þeir Poul Hansen, sjónvarps-ljósmyndari, og Peetz-Chou, hljóðupptökumað ur til Reykjavíkur til þess að taka upp efnið. Um næstu helgí verður þorri Reykjuvíkurbútu byrjuður AFLI Reykjavíkurbáta, sem byrjaðir eru á línu, hefur yfir- leitt verið tregur, enda virðist fiskgengdin hér við suðvestan- vert landið enn sem komið er lítil. Ýsan er horfin af grunn- slóðinni Bátar, sem verið hafa á ýsuveiðum með nót og gengið ágætlega, komu í fyrrakvöld fisklausir og höfðu hvergi orðið varir við ýsu á mælitæki. Línubátamir hafa sótt alla leið vestur í Jökuldjúp. Bjöm Jónsson var að landa í gær. Það var fyrsti róðurinn og var afl- inn um 15 lestir af slægðum fiski úr þrem lögnum. Auður og Hafþór eru fyrstu Reykjavíkurbátarnir, sem byrj- aðir eru á netum Þeir sækja vestur undir Jökul. Byrjuðu þessir bátar hinn 18. þ. m. Er Hafþór búinn að vitja um fjór- um sinnum á þessu tímabili og er með um 30 lestir af óslægð- um fiski. Auður er á sama tíma með um 12 lestir af slægðum fiski. Heldur hefur aflinn farið vaxandL Þegar útilegúbáturinn Helga, landaði síðast, í byrjun vikunn- ar er leið, var aflinn um 15 lestir af slægðum fiski. Síðan Helga hóf róðra undir lok janú- ar, hefur hún alls landað um 126 lestum og er um helmingur aflans þorskur. Pétur Sigurðsson, sem er á útilegu, hefur í þrem sjóferð- um, landað um 82 lestum. Búizt er við að allur þorri 'SmiShnihr S V 50 hnúhr H Snjifomo • oamet ú, Shirír K Þrumur WZS, KuUaokH Hihski! HiHali LWLaiai Reykjavíkurbáta, sem þátt taka í vetrarvertíðinni, verði komnir á sjó um næstu helgi. Fyrsta verk frúarinnar verður í sambandi við sjónvarpssending- ar í tilefni hins svonefnda ,nor- ræna dags“, hinn 12. apríl n.k., þar sem hinir norrænu þjóðhöfð ingjeu munu flytja ávörp. Auk þess mun hún safna efni til eins eða tveggja langra sjónvarps- þátta og nokkurra styttrL ★ "** Frúin mun leggja áherzlu S að lýsa aðstæðum á íslandi hins nýja tíma. Ef veðurskilyrði leyfa, mun hún og lýsa náttúru öræf- anna, hinum heitu lindum, fisk- veiðum landsmanna o.s.frv. — Fyrirhuguð er heimsókn til Nó- belsverðlaunaskáldsins, Laxness. — Frú Inger Larsen er vel kunn ug á íslandi, því að hún var bú- sett þar um sex ára skeið, er mað- ur hennar stundaði kennslu við Háskóla íslands. DJUP lægð er á kortinu um Veðurspáin í gærdag: 1000 km. SV af íslandi. Hún SV-mið: Austan gola og síð- veldur þar hvassviðri og ar stinningskaldi, skúrir SV- stormi á stóru svæði. land til Vestfjarða, Faxaflóa- Klukkan 8 var togarinn Maí mið og Breiðafj.mið: Austan um 450 km. SA af Hvarfi i 50 gola og síðar kaldi, skýjað en hnúta vindi af norðvestri, en það eru 10 vindstig eða rok. Og á kortinu sem er frá kl. 5 er fárviðri í Kristjánssundi við Hvarf, þ.e. 12 vindstig, 65 hnútar. Lægðin þokast hægt NA, svo að útlit er fyrir SA- eða A- átt og frostlausu veðri í dag. úrkomulítið. Vestfjarðamið: NA stinn- ingskaldi, dálítil rigning eða slydda. Norðurland, NA-land og miðin: SA gola eða kaldi, bjart veður. Austfirðir, SA-land og mið- in: SA kaldi, skúrir. Myndabrengl MINNINGARGREIN um Sigur- veigu Runólfsdóttur sem birtist í blaðinu í gær, fylgdi skökk mynd. Var myndin af Signýju Böðvars dóttur, en minningarorð um hana birtast í blaðinu í dag. — Myndin af Sigurveigu sem fylgja átti minningargreininni í gær, birtist nú hér. Allir hlutaðelgandi eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. að forðast beri hvers konar að- gerðir, sem óhjákvæmilega leiða til verðbólgu; þannig að launabætur tapist jafnharðan aftur, að engin laun mega vera svo lág að ekki verði af þeim lifað, að launþegum ber jafnan hlut- deild í auknum þjóðartekjum. Bandalagsstjórn skorar því ein dregið á stjórnarvöld landsins að leita nú þegar samráðs við laun- þegasamtökin um raunhæfar ráðstafanir til kjarabóta, er verða mættu til þess að leysa vinnudeilur þær, sem nú standa yfir, og koma í veg fyrir nýjar. Hins vegar er ástandið nú þann- ig, að í Vestmannaeyjum er hóð langvinn kaupdeila og lítur bandalagsstjórn svo á, — enda í samræmi við fyrri stefnu B.S. R.B., — að skylt sé að bægja neyð frá dyrum þess fólks, er stendur 1 slíkum deilum. / Fyrir því skorar bandalags- stjóm á stjórnir félaganna a9 hefjast þegar handa um fjársÖfn un til styrktar því fólki í Vest- mannaeyjum, sem býr við fjár- hagsörðugleika vegna verkfalls- ins þar. Jafnframt ákveður stjórnin að lcgfija fram úr sjóði bandalags- ins kr. 7.000.—. / Hefur stjórnum bandalagsfé- laganna verið tilkynnt um álykt un þessa og þær hvattar til a3 bregðast skjótt við um fjársöfn- unina. Teitur Þorleifsson, kennari, var kjörinn til þess að hafa yfir umsjón með fjársöfnuninni, á- samt þeim Einari Ólafssyni, út- sölustjóra, og Haraldi Steihþórs- syni, kennara. Með stéttarkveðju F.h. B.S.R.B. Kristján Thorlacius (sign) RÓMABORG, 24. febr. — Hinn 28. maí nk. verður opnuð með mikilli viðhöfn járnbrautarleið milli Rómar og Moskvu, að þvl er ítalska samgöngumálaráðu- neytið upplýsti í dag. — Ferðin milli hinna tveggja höfuðborga mun taka 62 klukkustundir. Yfir 20 milljónir komn í Búnaðarbyggínguna Skýrsla búnaðarmálastjóra á búnaðaþingi 1 GÆR var haldinn annar fund- ur Búnaðarþings og voru þá kjömir varaforsetar. Hlutu kosn- ingu þeir Pétur Ottesen og Gunn ar Þórðarson. Ritarar voru kosn ir Jóhannes Davíðsson og Sveinn Jónsson. Skrifstofustjóri þingsins er Ásgeir L. Jónsson. Þá var kosið í nefndir og síðan vísað til þeirra 28 málum, sem þegar hafa verið lögð fyrir þing ið. Þeirra á meðal eru reikning- ar B. í., en niðurstöðutölur þeirra eru 4,85 milljónir. Handknaftleikur íslandsmótið £ handknattleik heldur áfram í dag. Leikimir kl. 2 e.h. fara fram í KR húsinu en kvöldleikirnir verða að Háloga- landL Þá flutti Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastj. skýrslu um gang mála er siðasta Búnað- arþing afgreiddi. Þá ræddi hann og mannaskipti hjá B. í. og út- gáfustarfsemi þess. Einnig sagði hann nokkuð frá því hvernig liði framkvæmdum við búnaðar- bygginguna, en í hana hefir nú þegar verið varið yfir 20 milljón um króna. Loks lét búnaðar- málastjóri þess getið að allmörg erindi myndu verða flutt á fundum þingsins að þessu sinnL Nokkrar umræður urðu um skýrslu búnaðarmálastjóra. — Gerði Sveinn Jónsson fyrirspum um afdrif tryggingarmála, er af- greidd voru á síðasta þingL Urðu búnaðarmálastjóíTÍ og Gunnax Þórðarson fyrir svörum. Næsti fundur búnaðarþings er boðaður á mánudag og hefst kL 9.30 Lh. Verða þá flutt erindL Kosnúigoskrifstofo B-Iistnns KOSNINGASKRIFSTOFA lýðræðissinna í Trésmiðafélagi Reykjavíkur er að Bergstaðastræti 61. — Simar 10650 ©g 18566. — Trésmiðir! Hafið samband við kosningaskrifstofuna og veitið aðstoð í kosningunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.