Morgunblaðið - 26.02.1961, Page 5

Morgunblaðið - 26.02.1961, Page 5
Sunnudagur 26. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 á.éTtr, MENN 06 = MALEFN/= EINS og sagrt var frá í blað- inu á dögunum, lék Elísabet Sigurðsson einleik á klarinett og píanó með Sinfóníuhljóm- sveit Kaupmannahafnar 20. febr. sl. í tilefni þess birtist viðtal við hana í Kaupmanna hafnarblaðinu Berlingske Tid- ende sama dag og fer það hér á eftir í lauslegri þýðingu: Þegar tónlistarunnendur flykkjast til Oddfellowhallar- innar í kvöld, til þess að hlusta á Elísabetu Sigurðsson leika einleik á klarinet og píanó, munu þeir áreiðanlega velta því fyrir sér hvernig þessi unga Iistakona hefur haft tíma til þess að ná slíku valdi yfir tveimur hljóðfærum. Og ef einhverjir gera ráð fyrir að sjá taugaveiklaðan hljómlista mann munu þeir verða undr- andi, þegar þessi rólega og brosandi unga kona birtist á sviðinu. Fyrstu píanótónleika sína hélt Elísabet Sigurðsson á íslandi 1947. Síðan hefur hún nokkrum sinnum glatt og heillað áheyrendur með leik á píanó og klarinett og hafa gagnrýnendur sagt að hún sé jafnvíg á bæði liljóðfærin. — Á hvort hljóðfærið þykir yður skemmtilegra að leika? — Ég get ekki gert upp á milli þeirra, segir Elísabet brosandi, þar sem hún situr við píanóið. Fyrir innan dyrn ar á næstu stofu eru tveir syn- ir hennar, Jesper 5 ára og Thor kild 4 ára, að leika sér með einkennilega útklippta hluti. Það eru myndir af sólmyrkv- um og tunglmyrkvum og er ekki undarlegt að drengirnir hafi gaman að þeim, þegar vit- að er að faðir þeirra er stjörnu fræðingurinn Peter Naur. — Hvort hafa drengirnir meira gaman að stjörnumynd- um eða tónlist? — Ég veit ekki hvort dreng irnir eru músíkalskir, en það verður gaman að sjá hvað tím inn leiðir í ljós. Ég byrjaði að spila á píanó, þegar ég var 6 ára gömul, en ég kærði mig alls ekki um það. Það varð næstum því að draga mig að pianóinu. Seinna, þegar pabbi fór að kenna mér, kom löng- unin og gleðin yfir tónlistinni af sjálfu sér. Oft fór ég mjög snemma á fætur, til þess að geta spilað áður en ég fór í skólann. — Hversvegna byrjuðu þér að spila á klarinett? — Það var tilviljun, sem réði því. Á tónleikum heyrði ég eitt sinn vln minn leika á óbó. Ég hrelfst af því hljóð- færi og langaði til að reyna að spila á það. En það er erfiðara að leika á óbó en klarinett og þessvegna valdi ég klarinett- ið. Þegar þetta gerðist var ég 14 ára og síðan hef ég haft jafn gaman af að spila á bæði hljóðfærin. — Þér komuð fyrst fram, sem einleikari á píanó? — Það var eðlilegt að ég byrjaði á píanóinu í fyrsta skipti, sem ég kom fram á tón leikum ,en það var á íslandi. í Kaupmannahöfn hélt ég fyrstu píanótónleika mína ár- ið 1953, en þá hafði ég leikið einleik í Tívolí bæði á píanó og klarinett. — Það var eftir að þér höfð uð stundað nám í París? — Já, þá hafði ég dvalið tvö dáisamleg ár í París, en þar lærði ég píanóleik hjá Marguerite Long og klarinett- leik hjá Louis Cahuzac, en þau eru bæði þekktir og virtir kennarar. — Þér eruð enn eina kon- an, sem leikur á klarinett hér í Danmörku? — Já, þótt einkennilegt megi virðast, eru engar aðrar konur hér, sem leika á blásturs hljóðfæri. í öðrum löndum eru margar, sem gera það, þó sér- staklega í Englandi. — í kvöld leikið þér konsert nr. 2 fyrir píanó og hljómsveit eftir Beethoven. Leikið þér helzt sigild verk? Já, helzt, þó leik ég lika verk eftir nútíma tónskáld t. d. Bartok. Því er víst þannig varið með list og listastefnur, hvort heldur er í málaralist eða tónlist, að líta verður á nýj ar stefnur sem nýtt mál, er þarf að læra, og smám saman fer maður að skilja meiningu þeirra og sérkenni. Á veggjunum hjá Elisabetu hanga málverk eftir Albert Naur og aðra málara, en mynd ir Naurs hafa sérlega sterk áhrif vegna sumarlitanna, sem í þeim eru. — Börn yðar alast upp í mjög listrænu umhverfi, frú Sigurðsson? — Já, það gerðum við syst- kinin líka heima hjá pabba og mömmu, og þó höfum við ekki öll tónlistarhæfileika. Börn Alberts Naur hafa ekki heldur fetað í fótspor hans, svo maður getur ekki gert ráð fyrir . . . Hún lítur brosandi á drengina, sem eru einmitt í þessu að þrátta um nokkrar sólmyrkva myndir og endar þrætan með því að sá yngri fer að gráta. Móðir hans tekur hann í fang ið og huggar hann. XJti I garðinum stendur barnavagn, en í honum sefur 10 mánaða telpa. — Elísabet hefur í mörgu öðru að snúast, en leika á píanó og klarinett. Trillueigendur Til sölu 16 Ha Kelvin diesel vél. — Nánari uppl. að Laugateig 50, kjallara, frá kl. 5—7. Peningaveski bláleitt, tapaðist síðastlið- inn fimmtudag, á leiðinni frá Bankastræti 9 niður að Aðalstræti. Finnandi vin- samlegast skili því á lög- reglustöðina. Vélritunarnámskeið Sigríöur Þórðardóttir. Sími 33292. H£MVi£S x Tvíofnar buxur Vil kaupa 2ja herbergja íbúð á hæð. Útb. 150.000,00. Tilb. send- ist afgr. blaðsins merkt: „Kaup — 1243“. 3ja—4ra herbergja íbúð óskast til kaups. Þyrfti að vera laus innan 2ja mán. Tilboð merkt: ,,Góð út- borgun — 1296“. Sendist afgr. Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld. Tapað Kvenúr tapaðist sl. fimmtud. Vinsamlega hringið í síma 19273. Stærðir 1—4 Kjörgarði. BifvéHavirkjar Nokkra bifvélavirkja, eða menn vana bifreiðavið- gerðum vantar okkur nú þegar. FORD-umboðið KR. KRISTJÁNSSON H.F. Suðurlandsbr. 2 — Sími: 35-300. Vélbátur 'óskast — Og svo tilkynnti ég skatt- stofunni, að það megi strika barnafrádráttinn út af skatt- skýrslunni þinni. — Hvert ertu að halda, maður minn, á þessum tíma nætur? — Ha? Ég? Á íyrirlestur. Fer her ei fótspar, fokkum vér blokkum með stokkum undir grund og yfir grund á eykjum, svo feykjum vér reykjum, vindur blindar vogs sund, vökum vér tökum við rökum, hryllir villir hríð göll, hreppum vér sleppum ei greppum, gull er grams múta, geymdu það Rúta, svo kváðu meyjar undir Skjaldbreið- arskúta. ' Lögregluþjónn mætti dauða- drukknum manni kl. 3 um nótt og spurði: (Fimmtíu í flokki saman frömdu þetta gaman). Tröllaslagur, ekki yngri en frá miðri 16. öld. Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1.30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurhæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavikur sími: 12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið alk? virka daga frá 17.30—19.30. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—19, nema laugardaga kl. 1.30—4 e.h. í dag eiga silfurbrúðkaup, hjón in, Camilla Þorgeirsdóttir og Hannes Óskar Sampsted, Vífils-' götu 7 Höfum kaupanda að góðum 7—8 lesta vélbát, dekk- uðum eða hálfdekkuðum. Mikil útborgun og fast- eignaveð fyrir eftirstöðvum. Höfum kaupendur að vélbátum af ýmsum stærðum. Austurstræti 10 5. hæð símar 13428 — 24850. Iðnaðar og verzlunarhúsnæði til sölu, á I. hæð á miklum umferðarstað nálægt mið- bænum. Einnig hentugt fyrir skrifstofur og félags- starfsemi. Gólfflötur um 300 fermetrar. Upplýsingar (ekki í síma) á skrifstofunni. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl., Laufásvegi 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.