Morgunblaðið - 26.02.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 26.02.1961, Síða 15
Sunnudagur 26. feb'r. 1961 ^ MORGUNBLAÐIÐ 15 ___________—-----X---------- Signý Böðvarsdóttir frá Helgavatni — Minningarorð ÞETTA á ekki að verða nein æviminning Signýjar á Helga- vatni, til þess brestur mig kunn- ugleik. En þegar ég frétti lát hennar á dögunum langaði mig til að minnast góðrar konu og þakka henni gamla vináttu og tryggð. Fyrir mörgum árum gerðist J>að æfintýri að ég fékk að fara með föður mínum og glöðum vina hóp landveg frá Reykjavík til Akureyrar.. Ferðin gekk greitt norður yfir fjöllin, því margir góðhestar voru með í förinni. Var riðið í einum áfanga frá Forna- hvammi og norður að Þingeyr- um, því 'þar var ákveðið að gista. Ég hafði aldrei fyrr komið í Húnavatnssýslu, svo ég gerði mig ekki ánægðan með að fara svo um héraðið að koma ekki við á Helgavatni í Vatnsdal, þar sem móðir mín var fædd og uppalin. — Það var því lögð lykkja á leið- ina og skroppið fram að Helga- vatni. ’ Þegar þangað kom var íólk á engjum. Gömul kona sat á varpanum og börn léku sér þar hjá henni. Hún tók okkur hlý- lega, sagði að húsfreyja væri á engjum, en ekki væri annar vandi en breiða á, þá mundi hún (koma heim. Svo var breitt á hól- inn, og að vörmu spori sást til ferða konunnar. En á meðan lit- aðist ég um á hlaðinu og virti fyr- ir mér fallegu tjörnina suður við bæinn, þar sem svanirnir hennar mömmu sálugu sugu svo unaðslega. Sá lindina, sem aldrei fraus, úr henni spratt bezta og tærasta vatnið, sem mammá hafði bragðað, en „Ponta“ var horfin lautin þar sem systurnar léku sér og áttu búið sitt. — En nú var Signý að koma upp hól- inn, mér varð strax starsýnt á hana, hún var svo væn yfirlit- um. Signý tók okkur hlýlega, bauð okkur inn, þó hún hefði adrei séð okkur áður, og erindið væri ekki annað en að fá að sjá gamlan torfbæ, æskuheimili móð ur minnar. Mörgum hefði vafa- laust þótt slíkt óþarfi að kalla húsfreyju frá vinnu um hábjarg- ræðistímann til þess að sýna ung- lingsstúlku úr öðru byggðarlagi gamlan torfbæ. En Signý tók erindi minu vel. Hún leiddi mig inn göngin til baðstofu og svo fórum við í hvern ’krók og kima, ég vildi geta sagt mömmu, þegar heim kom, hvern- ig allt var umhorfs í gamla bæn- um hennar. Og þarna var þá igamla stofan, sem amma lét byggja, svo að pabbi gæti lesið utanskóla undir stúdentspróf (á Helgavatni), þegar mikið lá við. *— Bærinn hennar Signýjar var ekki háreistur, en ég varð hrifin af honum. Hvar sem komið var, þá var mjög þrifalegt um að lit- ast, og hver hlutur var á sínum stað. Þessi fyrsta heimsókn mín að Helgavatni er mér mjög minn- isstæð, og mér varð strax hlýtt til •konunnar, sem tók mér unglingn um, eins og hún hefði þekkt mig lengi. Líklega hefur það tengt okkur saman, að okkur þótti báðum vænt um bæinn og jörð- ina, þar sem við stóðum. Nokkrum árum síðar, er ég futtist vestur í Húnavatnssýslu, urðum við Signý sveitungar. Tók hún mér þá eins og gömlum kunningja og reyndist mér holl- vinur. Mér er ekki nægilega kunnug saga Signýjar frá fyrstu bernsku, en fædd var hún að Geithóli í Hrútafirði 27. maí 1879. Voru for eldrar hennar Elinborg Tómas- dóttir og Böðvar Guðmundsson, atorkusamt dugnaðarfólk. En Signý missti föður smn snemma, dó hann frá stórum barnahóp, þegar elzta barnið var á 14. ári og það yngsta kornbarn. Heim- ilið tvístraðist og ólst Signý upp hjá vandalausu fó'lki að Fjarð- arhorni í Hrútafirði. Batt hún tryggð við það heimili alla tíð. — Þegar Signý var að alast upp, var ekki mulið undir unglingana. Það varð að duga eða drepast, því engin miskunn var hjá Magnúsi. Bændur höfðu þá ekki úr miklu að moða, al'lir urðu að spara mat og klæði, hvað þá annað. Það var talið ómennska að sýna sér- hlífni. Strax og börnin komust á legg urðu þau að vinna hörðum höndum, eins og þeir fullorðnu. Ung brauzt Signý að heiman í leit að menntun og frama. Geta má nærri að malur hennar hefur verið léttur, er hún lagði af stað úr heimahúsum, en hún átti þann heimanmund, er reyndist henni drjúgur, heilsteypta skapgerð og sterkan vilja til að verða að manni. Hún lagði leið sína austur í sýslu og settist 1 kvennaskólann á Blönduósi rúmlega tvítug. Festi hún dvöl sína 1 austursýsl- unni eftir það. Árið 1908 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Eðvarði Hall- grímssyni frá Hvammi í Vatns- dal, mesta myndar- og merkis- manni er reyndist henni traust- ur förunautur. — Að Helgavatni fluttust þau hjónin 1910 og bjuggu þar sæmdarbúi í 37 ár, en þá fluttu þau til Reykjavíkur, því sonur þeirra Hallgrímur var tekinn þar við búi. Þegar ég kom að Blönduósskóla haustið 1953 fannst mér ég sakna svo margs úr sveitinni, og í skól- anum var öllu snúið við, því þar fór fram mikil viðgerð. Gömlu bæirnir voru að hverfa, eða voru horfnir og með þeim aldagömul menning. Nýr svipur var kominn á sveitina, sem ég kannaðist ekki við. Til þess að bæta mér þetta ögn upp og slitna ekki alveg úr tengslum við gamla tímann — fortíðina, langaði mig ti að koma upp stofu í skólan- um, sem minnti á forna tíð. Ég kallaði hana baðstofu, þar ætlaði ég að safna saman gömlum mun um og halda til haga. Þóttist ég fullviss, að slíkt gæti orðið ungu námsmeyjunum ti þroskaauka. Mér varð lítið ágengt, enda þótt ég gerði ítrekaðar tilraunir ti'l að fá gamla hluti í baðstofuna mína. En þá kom einn góðan veður- dag böggull til mín frá Signýju á Helgavatni. Þetta var henni líkt að kasta ekki á glæ gömlu mununum sínum þótt flutt væri í höfuðstaðinn. Hún skrifaði mér hlýlegt bréf og sagðist hafa frétt að ég væri að safna gömlum gripum í ,,baðstofuna“ í skólan- um. Vildi hún lofa mér að njóta þessara gömlu muna sinna, taldi að þeir væru bezt komnir í gömlu átthögunum fyrir norðan. Ég varð ósegjanlega glöð, þegar ég tók gamla tínu, engjafötu og margt fleira upp úr bögglinum, en mest gladdist ég þó yfir þeim skilningi og vináttu er Signý blessuð sýndi mér, og að baki stóð gjöf þessari. Signý á Helgavatni var um margt hamingjusöm kona. Hún átti góðan mann, sá bú sitt bless- ast og vann þann sigur að hopa aldrei af hólmi. Til hennar leituðu margir, er þurftu hjálpar við og hygg ég, að enginn hafi farið bónleiður frá hennar búð. Störf hennar fóru fram í kyrrþey eins og störf húsmæðra yfirleitt. En hjá henni var vakandi hugur yfir velferð heimilisins. Þar voru verkin unnin á réttri stundu og ekki dregið til morguns það sem gera átt í dag. Þau hjón eignuðust 5 börn. Fjögur eru á lífi, vel gift og mesta myndarfólk, sonurinn Albert dó á bezta skeiði, nýlega kvæntur, vair það þung raun að sjá honum á bak. En Signý sýndi þá eins og áður hetjulund. Hún lét sér mjög annt um upp- eldi barna sinna, enda átti hún barnaláni að fagna. Göggt vitni þess er það, hvernig elzta dótt- irin Stefanía hefur annazt móð- ur sína í löngum og erfiðum veik- indum. Slík umhyggja hefur verið til fyrirmyndar. í félags- málum okkar sveitakvenna var Signý góður liðsmaður, vildi rétta hjálparhönd, hvenær sem færi gafst, og hún sá að þörf var á liðveizlu. Ég saknaði hjónanna frá Helga vatni, þegar þau fluttu burtu úr sveitinni okkar. Og þó að fund- um okkar hafi ekki oft borið saman í seinni tíð, þá hef ég margoft hugsað hlýtt til þeirra og fundið til með Signýju eftir að heilsan þraut. Nú er þjáning- unum lokið. Æðri heimur stend- ur þér nú opinn Signý mín, er ég þess fu'llviss, að þar munir þú öðlast nýja lífssýn, nýja ham- ingju. H. Á. S. LONDON, 24. febr. — Þjón- usta Pan American-flugfélagsins bandaríska á Lundúnaflugvelli tók að færast í eðlilegt horf í dag, en flugsamgöngur félagsins höfðu legið niðri að mestu nokkra daga, vegna verkfalls um 3000 bandarískra vélamanna. Það Ieystist Ioks í gærkvöldi, eft- ir að Kennedy forseti hafði lát- ið málið til sín taka. — Er þetta mesta verkfall flugliða, sem orð- ið hefir í Bandaríkjunum. Ath. Húsráðendur Önnumst hreingerningar á íbúðum, skrifstofum og verzlunum með hinni þægilegu og fljótvirku kem- isku vélhreingerningu, sem er í alla staði til hag- ræðis fyrir yður. Þér þurfið ekki að óttast skemmdir á húsmunum yðar. Skapar yður á engan hátt erfiði. — Sérstakar blöndur á allar tegundir málningar. — Kappkostum að veita yður sem bezta þjónustu. 'EGGJAHREINSUNIN \/ Sími 19715. UTSflLA á alls konar fatnaði fyrir börn og fullorðna Manch. skyrtur frá kr. 60,— Vinnubuxur khaki frk. 65,— Vinnubuxur khaki kr. 65,— Samfestingar khaki kr. 150,— Vinnusloppar kr. 130,— Ytrabyrði á kuldaúlpur kr. 395,— Orlon peysur með V hálsmáli kr. 150,— T-boIir kr. 17,— og margt fleira á % 'ótrúlega lágu verði Barnasamfestingar kr. 120,— Barnaúlpur frá kr. 210,— Telpuúlpur frá kr. 180,— Drengjabuxur frá kr. 110,— Gallabuxur nr. 12 kr. 35,— Drengjabuxur frá kr. 110,— Kven-léreftssloppar hvítir kr. 90,- Kven-kuldaúlpur kr. 750,— Wl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.