Morgunblaðið - 26.02.1961, Side 22

Morgunblaðið - 26.02.1961, Side 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. febr. 1961 ! AÐALORUSTAN ER GEGN SVISS ' Á MIÐVIKUDAGINN hegst úrslitakeppni um heimsmeist- aratitilinn í bandknattleik. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undankeppni og hafa nú tólf lönd ýmist tryggt sér rétt til úrslitakeppninnar með sigrum, eða þau hafa vegna sérstakrar aðstöðu kom izt í úrslitin. fsland fær að taka þátt í úr- slitakeppninni og er í fyrsta riðli ásamt Danmörku og Sviss. Sigur Dana í þessum riðli má tela öruggan. íslend- ingar keppá því fyrst og fremst við Svisslendinga um annað sætið og er þeirrar keppni beðið með talsverðri eftirvæntingu meðal hand- knattleiksmanna bæði á ís- landi og í Sviss, vegna þess líka, að tvö lið úr hverjum riðli halda áfram til loka- keppninnar. Mbl. hefur borizt samtal við þjálfara svissneska liðsins um útlit og horfur í keppninni, og fer það hér á eftir: — Þjálfari svissneska hand- knattleiksliðsins heitir Karl Schmid. Hann var áður Evrópumeistari í róðri og er kunnur íþróttamaður, nú kom inn á miðjan aldur. Hann er ekki bjartsýnn á að Sviss komist í gegnum und ankeppnina. Allt er undir því komið, segir hann, hvort okkur tekst að sigra íslendinga í undan- keppninni. Ef við sigrum, þá komumst við í lokakeppnina, ef við töpum, þá getum við strax stigið upp í járnbrautar lestina heim. Þetti vita íslend- ingar líka. Við gerum okkur engar vonir um að geta unnið Dani, sem eru meðal hinna fjögurra stóru í keppninni. Við ætlum þó ekki að leggja upp laupana í keppninni við Dani. Nei, við munum berjast unz yfir lýkur. Hvernig gekk ykkur að kom ast upp i úrslitakeppnina? — Okkur tókst að vinna Austurríki en það þurfti lán og lagni til þess. Við uniium annan leikinn, sem haldinn var í Vínarborg, en töpuðum hinum leiknum gegn þeim, er hann var haldinn í Basel. Þannig stóð sigur gegn sigri, en við höfðum tvö mörk yfir í samanlagðri markatölu, og það fieytti okkur upp í úrslita- keppnina. — Það ætlaði annars að ganga illa í Vínarborg. Við komust að því á síðustu stundu, að gólfið í salnum var hált eins og ís. Leikmennirn- ir féllu unnvörpum um koll. Brugðum við'nú skjótt við og spöruðum ekkert til að fá nýja skó handa liðinu, sem verkuðu eins og snjódekk, svo að okkar menn stóðu líkt og þeir væru jarðfastir klettar út allan leik inn, og duttu ekki hvað sem á bjátaði. ' -K Næst sigruðum við lið Saar- búa og loks unnum við franska liðið með 13 mörkum gegn 11. Teljum við að þessir leikir hafi orðið okkur mjög góð æfing. Við leggjum ríka áherzlu á það að fá tækifæri til að keppa við sterk lið, öðru vísi teljum við litla von Yngsti leikmaður Svisslendinga, Hansrudei Diirrenberger sýnir kast í falli. að geta haldið leikhæfninni við. og Ungverjalandi. Við vitum það einnig, að íslendingarnir unnu Rúmena örugglega og hinir áttu fullt í fangi með að vinna þá. í Wiesbaden er ekki um neina miskunn að ræða hjá Magnúsi. Þar leggja bæði liðin allt í veð. Nú er aðeins að sjá, hver úrslitin verða. Við erum ekki bjartsýnir, — en heldur ekki vonlausir. Hér sjást nokkrir svissnesku leikmannanna í féiagakeppni: Vinstramegin er Christian Kiihn- er og hægra megin við þann sem heldytf á boltanum Niggi Fricker. — Já, það er mikil örlaga- stund fyrir hanknattleiks- íþróttina í Svisslandi, þegar við mætum íslenzka liðinu í Rínar-Main höllinni í Wies- baden 2. marz n.k. Við söfn- um öllum okkar krafti og vilja þreki saman á þeirri stundu. Við vitum að vísu ekki mikið um ísland. Þó vitum við það, að þetta litla fsland barðist í síðustu heimsmeistarakeppni gegn svo sterkum löndum sem Tékkóslóvakíu, Rúmeníu Tveir svissnesku markmenn irnir: Kurt Wettstein og Fritz Karli fyrir aftan hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.