Morgunblaðið - 12.03.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.03.1961, Qupperneq 3
Sunnudagur 12. marz 1961 MORGVNRLAÐIÐ Sr. Jön Auðuns, dómpröfastur; Heilagur dagur t (Iallur Þorleifsson í hópi fóststystra, sem syligj a með kórnum á kvöldskemmtunum hans. — Blygðunarieysi að halda svona lengi áfram að syngja VIÐ brugðum okkúr undir miðnsettið inn í Austurbæjar bíó til þess að vera á kabarett æfingu hjá Karlakórnum Fóstbræður. Þar var margt um manninn þ. e. a. s. uppi á sviðinu. Verið var að æfa af kappi lög úr Oklahoma. Carl Billich stjórnaði blönduðum kór og kvartett æfði á milli, en Jón Sigurbjörnsson gaf mönnum bendingar um hegð- un á sviðinu. ★ En meðan Fóstbræður og systur æfa af kappi skulum við taka Hall Þorleifsson tali, en hann er nú elzti starfandi félagi í kórnum, 67 ára gam- all. — Ég hef eiginlega ekkert urp þetta að segja nema þá helzt að það á nú að fara að halda upp á 45 ára afmæli kórs, sem er orðinn fimmtug- ur. — Jæja. Það var fróðlegt. Þið getið þá bara haldið fimmtugsafmælið tvisvar með fimm ára millibili. — Það eru nefnilega marg- ir, sem miSa afmæli Fóst- bræðra við það er Jón Hall- dórsson tók við stjórn hans og raunar fór kórinn ekki fyrr að halda opinberar sjálf- stæðar söngskemmtanir. — En Karlakór K.F.U.M. var stofnaður 1911 eins og fleiri félög á vegum K.F.U.M. til dægradvalar fyrir unga menn \ þeim félagsskap, svo sem Knattspyrnufélagið Val- segir elzti söngmaður Fóstbræðra ur, Taflfélagið Týr og skáta- félagið Væringjar. — Söngstjórar Karlakórs K.F.U.M. voru t. d. þrír á fyrstu fimm starfsárum kórs- ins. Fyrst Halldór Jónasson þá Hallgrímur Þorsteinsson, síðan Jón Snædal og loks Hallgrímur aftur, en síðan tók Jón Halldórsson við stjórn kórsins haustið 1916. Það markar vissulega tíma- mót í sögu kórsins, því hann hélt fyrstu opinberu hljóm- leikana í marz 1917. Áður hafði kórinn haldið söng- skemmtanir á vegum félags- samtaka og líknarstofnana og man ég eftir söngför á 2. dag páska 1916 inn að Laugarnesi og Klappi og var Ríkarður Jónsson myndhöggvari ein- söngvari í þeirri för. ★ — Hvað hefirðu annars verið í mörgum kórum um dagana Hallur? — Auk Fóstbræðra hef ég verið í 17-júníkórnum, Dóm. kirkjukórnum, Heimi og Kát- um félögum. — Og hvað kemur til að þú hefir haldið svona lengi út? — Það heyrir nú raunar undir blygðunarleysi. — Er röddin ekkert farin að bila? Bassar endast kannske svo lengi? Hefirðu ekki próf- að þig á segulbandi? — Nei, ég hef aldrei heyrt í mér. En bössum hættir til að fara að arga, þegar þeir ger- ast gamlir. — Stundaðirðu söngnám á yngri árum? — Já, ég tók söngtíma í þrjá vetur hjá frú Láru Fin- sen konu Vilhjálms Finsens. — Ég hef svo oft heyrt tal- að um fjörugt sönglíf á heim- ili þínu Hallur. Hvernig var það? .— Það voru alloft aukaæf- ingar heima hjá okkur hjón- unum ekki hvað sízt þegar við áttum heima í Lækjargötu 12 og Fóstbræður æfðu í Miðbæj- arskólanum. Þá var oft sung- ið dátt heima hjá okkur nokk- uð fram eftir. Ekki voru allt- af karlmenn í allar raddirnar en þá sungu þær konan mín, Guðrún Ágústsdóttir og vin- kona hennar Ingibjörg Jónas- dóttir tenórinn. — Það er ekki að undra þótt tveir synir ykkar séu í kórn- um, skjótum við inn í. — Ef það nægði ekki til voru sungnir gluntar og þá lék konan undir á hljóðfærið. ★ — Hverjar eru eftirminni- legustu raddirnar, sem þú hef- ir heyrt? — Sennilega rödd Péturs heitins Halldórssonar borgar- stjóra. Hann hafði svo fádæma blæfagran bassabarriton. Og rödd Símonar Þórðarsonar frá Hól, föður Guðrúnar Á. Símon ar að ógleymdum Gísla Guð- mundssyni bókbindara. — Þú varst faðir og fóstri karlakórsins Kátir félagar, var það ekki? — Ég stjórnaði honum með- an hann starfaði. Hann var stofnaður 1932 og hélt lífi þar til 1945 að mig minnir. Þetta var fyrst einskonar æfingakór fyrir unga menn sem fýsti að gerast söngfélagar í Fóstbræðr um, en þóttu ekki nægilega þjálfaðir. f kórnum voru menn Og sonurinn Kristinn kann ekki ver við sig í hópnum. — ÉG hafði einu sinni undir hönd-l um eintak Gröndals af hinum frægu „Höfuðstraumum*. Brand- esar. Á forsíðu hafði Gröndal skrifað stórum stöfum: EXCELS IOR — HÆRRA! f þessari bók var mannvitið nóg, en mannvit aðeins hinnar „vonarsnauðu vizku“ efnishyggj unnar. í þeim Surtshelli gat hinn arnfleygi andi skáldsins ekki þrifizt. Þessi útsýn yfir til- veruna var honum allsendis ónóg. Hér voru engir töfrar, ekkert ævintýr. Hér var himin- inn grár, heimurinn hversdags- legur, enginn Guð, engin bæn, ekkert undur, ekkert svigrúm fyrir sál til æðra flugs, ekkert helgihald, — enginn heilagur dagur. Maðurinn er ekki mold. Hann er andi, sem íklæðist moldinni um sinn, til þess að læra af jarðneskri reynslu, safna vizku og þekkingu í skóla jarðneskrar gleði og sorga. En samtímis á hann sér æðri markmið, æðri heimkynni, sem toga í hann og minna hann á hluti, sem hann má ekki gleyma. Þessvegna býr í honum rödd, sem yfir allt hið jarðneska strit, allar jarðneskar ekki eldri en 18—25 ára. Loks var svo kórinn sameinaður Fóstbræðrum. ★ — Einhverjir minnisstæðir atburðir í sambandi við söng- lífið, sem eru ekki of alvar- legir? — Ég veit nú ekki hvort við eigandi er að segja frá þeim. Ég man eftir atvikum við jarð arfarir, sem eru of hátíðlegar stundir til að spauga með þær. — Það gerir ekkert. Það hneykslast enginn á græsku- lausu gamni. Láttu þær koma. — Það var einu sinni að við vorum fengnir til að syngja við jarðarför uppi á Akranesi nokkrir saman. Þegar upp eft- ir kom varð dráttur á að at- höfnin hæfist og talið óhætt að einn félaga okkar skryppi frá til þess að heilsa upp á kunningja sína. Svo brá þó við að athöfnin hófst skömmu eftir að hann var farinn. Sím- on á Hól, sem var 1. bassi, brá þá við og söng 1. tenor í stað þess sem brá sér frá. Þetta var vel af sér vikið, því enginn varð var við misfellur. — Einu sinni vorum við líka við jarðarför uppí í sveit. Úti í garði var sungið „Allt eins og blómstrið eina“. Það var siður í þá daga að sálmurinn var sunginn allur og á meðan mokuðu grafarar ofan í gröf- ina. Stóð þá á endum að gröfin var fyllt er sálminum lauk. Hér í Reykjavík var þessi sið- ur þá lagður niður. Var þá að- eins sungið fyrsta og síðasta versið. Við tókum nú til að syngja fyrsta versið og graf- ararni fóu sé engu óðslega að moka ofan í göfina. En þegar við tókum til við síðasta vers- ið strax á eftir litu þeir felmts fullir hver á annan og tóku nú að moka sem óðir væru. Mér er ekki grunlaust um að nokkr um þarna við jarðarförina hafi þótt þetta broslegt. — Árið 1931 fórum við í söngför til Norðurlanda. Eitt sinn vorum við á ferð með ferju yfir til Svíþjóðar. Með’í förinni var þá Ingimundur Árnason söngstjóri Geysis á Akureyri, en hann var annál- aður tenórsöngmaður. Við tók- um til við að syngja „Sanger- hilsen“ eftir Grieg þar um borð. Ekki var tónninn tek- Framh. á bls. 23 þarfir, kallar hið mikla varnað- arorð: EXCELSIOR — HÆRRA. Þeir orðuðu þetta með sínum hætti Hebrear og þeir sögðu: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan“. Maðurinn, hin stritandi, starf- andi vera, þarfnast hvíldardags, og fyrir þeirri þörf vill löggjöf þjóðfélagsins sjá. En jafnvel hvíld sinni þarf þreyttur maður að gefa æðra innihald. Tómstundir verða böl, ef vér kunnum ekki að gæða þær lífi. Frábæran skilning á þessu sýndi löggjöf Hebrea fyr- ir þúsundum ára og gaf hið mikla boðorð: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan“. Eins og líkamann þarf að byggja upp og endurnæra á hvíldardegi, svo þarf sálina að byggja upp og endurnæra á heilögum degi. Hvíldardagur missir að hálfu marks, ef hann er ekkj jafn- framt helgidagur. Guðsþjónustan er héilög heilsulind, gefur lífi þínu æðra innihald, færir sálu þinni and- blæ hins heilaga, sem hjarta þitt innst inni þráir. Hún tengir sál þína landinu fyrir handan jarðneskan sjónarhring, land- inu, sem sál þín mænir ósjálfrátt eftir í striti virku daganna, — eins og strokuhesturinn, sem gat eigi gleymt átthögunum og lagði yfir heiðar og fjöll á óra- leiðir aftur heim. „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna en maðurinn ekki hvíldardagsins vegna“, sagði Kristur, til þess að and- mæla hinu hræsnisfulla og ein- strengingslega helgihaldi Gyð- inga á hvíldardögunum. Nú er þetta orðið breytt, gjör breytt. Nú væri út í bláinn að þruma gegn hræsninni i helgi- haldinu. En nú er þess þörf, að þruma gegn því hirðuleysi um helgihaldið, sem er á góðum vegi með að þurrka þessi verðmæti út úr þjóðlífinu og gera þær stundir fátæklegar, hversdags- legar, snauðar, sem trúarlíf fyrri kynslóða íklæddi töfrum og feg- urð. Helgihald-hátíð-heilagur dag- ur. Tungan geymir enn þessi orð, eri innihald þeirra er að verða fátæklegt. En þegar trú- arlífið fölnar, helgidómarnir gerast fásóttir og guðræknin með siðum sínum og athöfnum dofnar, verður lífið snauðara, lífsfögnuðurinn minnkar og há- tíðin í hjarta mannsins missir ljóma og lit. Vér stöndum andspænis þess- um sorglegu staðreyndum nú. Þær eru fylgifiskar þeirrar allsherjar upplausnar, sem orðið hefir á síðari tímum. Og ég hygg að fáir séu þeir hugsandi menn, sem telja, að svo sé vel farið. Vera má, að aðferðir kirkj. unnar til þesg að gera hvíldar- daginn að heilögum degi séu orðnar úreltar. Þær sýnast ekki ná til nútímamannsins eins og þörf væri á. Öll hin ytri form eru mannaverk, og formin breytast, þurfa að breytast og eiga að breytast. Lífið sjálft sér um það. „Líf sér haminn prjón- ar“, sagði spekingurinn Björn Gunnlaugsson. En það eru hin ytri form ein, sem breytast. Hitt er óbreytt, að hversdags- stritið nægir manninum ekki til frambúðar. Hvað sem hann kann að ávinna sér á þeim leið- um, er innsta þrá hans þyrst og krefst sinnar svölunar. Öllum þínum veraldarumsvif- um. allri þinni síhungruðu sókn eftir því, sem af jörðnni einni er fætt, setur hún sömu yfir- skriff og Gröndal gaf „Höfuð- straumum" Brandesar forð- um: EXCELSIOR — HÆRRA'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.