Morgunblaðið - 12.03.1961, Page 6

Morgunblaðið - 12.03.1961, Page 6
6 MORGUN*llAÐ't> Sunnudagur 12. marz 1961 Bærrdahöllin. Hornsieinn lagöur ad Bændahöllinni 1 G Æ R var lagður horn- steinn að hinu mikla húsi bændasamtakanna við Haga- torg. Athöfnin hófst klukkan 2.15 að viðsiöddum fjölda gesta. Lúðrasveit Reykjav. lék nokk- ur lög í upphafi, en síðan bauð Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags íslands, gesti vel komna. Því næst flutti forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarp. Þessu næst las Stein- grímur Steinþórsson, búnaðar- málastjóri, skrautritað skjal, sem lagt var í hornstein hússins, en hann lagði forseti íslands. Að því búnu flutti Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, ávarp. Næst lýsti Sæmundur Friðriks- son, framkvæmdastjóri, húsinu og Halldór Jónsson, arkitekt, sýndi gestum bygginguna. Athöfnin fór fram í svokallaðri bogabyggingu, þ. e. a. s. andyri hússins, en þar var komið fyrir sætum fyrir gestina. Síðan voru gestunum bornar veitingar á þriðju hæð hússins, sem er vænt- anleg skrifstofubæð bændasam- takanna Forsaga Búnaðarþing gerði árið 1941 ályktun um að reisa bændahús í Reykjavík fyrir búnaðarsam- tökin í landinu, skrifstofur og gistiheimili. Búnaðarþing kaus árið 1947 fyrstu byggingarnefnd til forgöngu í málinu. Árið 1958, hinn 26. október, veitti borgar- stjóri Reykjavíkur, Gunnar Thor- oddsen, lóðarleyfi við Hagatorg fyrir hús bænda. Árið 1953 gerð- ist Stéttarsamband bænda aðili að byggingu hússins. Árið 1956, hinn 11. júlí, hófst svo undirbún- ingur að byggingu hússins. Búnaðarfélag fslands og Stétt- arsamband bænda standa að bygg ingu hússins. Byggingarnefnd skipa: Þor- steinn Sigurðsson, bóndi á Vatns- leysu; Pétur Ottesen, fyrr alþm., bóndi á Ytra-Hólmi; Gunnar Þórðarson, Grænumýrartungu; Ólafur Bjarnason, bóndi Brautar holti; Bjarni Bjarnason, fyrr. skólastjóri og Sæmundur Frið- riksson, framkv.stj. Stéttarsamb. bænda. Húsameistari er Halldór H. Jónsson. Verkfræðingar eru: Gunnar Sigurðsson, Páll Hannes son, Sigurður Halldórsson, Rafn Jensson, Pétur Pálsson og Krist- ján Flygenring. Trésmíðameistari er Guðbjörn Guðmundsson og múrarameistari Ragnar Finns- son. Rafvirkjameistari er Árni Brynjólfsson og pípulagninga- meistarar Guðmundur Finnboga- son og Sighvatur Einarsson. Árið 1960 var fullráðið, að efstu hæðir hússins yrðu gerðar fyrir gistihús, og réð þá bygging- arnefnd Þorvald Guðmundsson, forstjóra til að vera ráðunautur um það. Lýsing hússins Þegar hornsteinn er lagður að húsinu, er lokið að steypa kjall- ara og sjö hæðir hússins, en verið er að reisa stálgrind að áttundu og efstu hæð þess. Hér fer á eftir lýsing á húsinu eins og | það verður uppkomið: Grunn- flötur þess er um 1400 fermetrar, en rúmmál 42000 rúmmetrar. Það er 73 metrar að lengd og 14 metra breitt. Hliðarbyggingin eða bogabyggingin er um 4000 fer metrar, en hún er kjallari og tvær hæðir. 8 verzlanir og banki Byggingin stendur á stein- steyptum súlum og bitum og er eitt stærsta hús landsins Umhverf is anddyri bogabyggingarinnar eiga að vera 5 verzl. og auk þess ferðaskrifstofa og bankaútibú. Inn af anddyri er gert ráð fyrir setustofu fyrir hótelgesti. í mið- hluta 1. hæðar verður sjálfsaf- greiðslumatsala og syðst í henni er gert ráð fyrir þremur smá- verzlunum. Inngangur er á 1. hæð, bæði að norðan og sunnan. Hægt er að ganga frá 1. hæð upp á aðra hæð af tveimur stöðum að norðan. Framh. á bls. 23 • í»ekkja ekki þorskinn Á starfsfræðsludegi sjávar- útvegsins í Sjómannaskólan- um um síðustu helgi kom í ljós, að stór hópur stálpaðra stráka þekkir ekki þorskinn, að því er Ólafur Gunnarsson tjáir okkur. Nú höfum við skólaskyldu, sem kunnugt er, svo hver einasti þessarra drengja hefur verið í náttúru. fræðitímum. Oft er talað um að kennarar hafi slæma að- stöðu til að gera kennsluna lifandi, og er það víst ekki ofsögum sagt. Hvernig væri nú að fisksalar, sjómenn eða útgerðarmenn sendi hverjum kennara í barnaskólanum einn þorsk, eina ýsu og einn kola, til notkunar í náttúrufræðikennslustund. E. t. v. gæti það orðið byrj- unin á meiri sýnikennslu. Nú eða þá að kennararnir fari hópferð með bekkinn sinn í AÐ VINNA er skylda og hún oft skemmtileg. Að vinna mikið og meira en krafizt er, er dyggð. Að vinna of mikið, er hættulegur löstur. Hver sem ör- þreytir sjálfan sig, veríur brátt alls ófær til vinnu. Með of mikilli vinnu fjarlægist maður þar að auki fjölskyldu sína og vini. „Nei“, segir konan hans. „Þú getur ekki hitt hann. Hann hefur aldrei svo mikið sem eina mínútu fyrir sjálfan sig“. Miklir menn hegða sér ekki þannig. Þeir vita hvernig og hvenær á að hvílast. Og það er stund- um á hvíldartímum þeirra, sem þeir finna lausnina á mörgum sínum mestu vandamálum. Vinnið kapp- 7 samlega, já, en vinnið ekki of mikið. Það er skylda að segja sannleikann — stund- 1 um sár og erfið skylda, t. d. ef við verðum að opna 1 augu óhamingjusamrar stúlku, sem ætlar að eyði- I leggja líf sitt og framtíð vegna ungs manns, sem er L þess alls óverðugur. En það kemur fyrir, að sann- l leikur, sem særir einhvern djúpu sári, verður ekki 7 heldur neinum til góðs. Er það skylda að segja lé- * legum rithöfundi að bók hans sé misheppnuð? Það kann að vera, ef þú ert ritdómari að atvinnu. Að öðrum kosti hefur þú fyllsta rétt til að þegja yfir skoðun þinni. Hverjum er það til góðs, að segja leiðinlegum manni, að hann sé leiðinlegur, eða ófríðri stúlku að hún sé ófríð? Vertu hreinskilinn; vertu ekki of hreinskilinn! Dyggð getur farið út í öfgar. Maður getur ver- ið of dyggðugur og fundið að lítilfjörlegum ávirð- ingum í fari annarra, sem ekki hafa mikla þýðingu. Við ættum öll að varast svo öfgafulla dyggð. Upp- runi hennar er ekki ávallt hreinn eða sannur. Við skulum breyta vel og ekki masa um dyggð. Við lifum á tímum, þegar hóf og mát eiga sér formælendur fáa. Tízka eykur öfgar. Þess er krafizt að rithöfundar séu „engagés“, skuldbundnir. Skuld- bundnir til hvers? Til að dæma um það, sem þeir þekkja ekki, staðhæfa það sem er óvisst og fyrir- líta hvern þann, sem ekki lagar sig eftir hégiljum þeirra og hleypidómum. Ég mun aldrei taka að mér að gera slíkt. Ég finn mig skuldbundinn til þess að vera hreinskilinn, dæma menn og málefni frjáls- lega, en ég neita afdráttarlaust að sætta mig við harðstjórn andlegrar tízku. Ekkert er auðveldara en að gagnrýna þjóðfélag okkar. Hitt er þýðingar- rneira, að lifa í því ^g hata það. Ég neita að bera grímu dyggðarinnar. Ég vildi fremur reyna, hógværlega og með erfiðismunum, að iðka hana, meðan ég héldi áfram að vera mildur í dómum mínum um ávirðingar annarra — og jafn- vel mínar eigin. góðu verðri niður að höfn, þegar bátarnir koma eða í fiskbúð, ef ekki vill betur. • Hvert tækifæri þarf að nota í blaðinu í gær var í við- tali við Ósvald Knudsen minnst á kvikmynd, sem hann hefur tekið, og safnað þar saman 70—80 íslenzkum jurt- um. Slík mynd væri þvílíkur fengur fyrir hvern náttúru- fræðikennara, að sjálfsagt virðist að athuga hvort ekki er hægt að fá kopíur af henni keyptar fyrir skólana. ☆ Aðstæður til kennslu eru hér að mörgu leyti mjög erf- iðar, en helztu nytjafiska okkar er ekki erfitt að útvega til að sýna krökkunum. E. t. v. reikna kennararnir með að foreldrar barnanna hljóti að vera búin að sýna þeim þorsk í eldhúsinu heima. En það virðist ekki vera al- mennt, úr því krakkarnir þekkja hann ekki. • Krummi skrifar Krummi skrifar: „Má ég biðja þig að koma á framfæri þökkum fyrir þætt- ina frá Afríku, sem nýlega voru fluttir í útvarpið. Þetta voru stutt, en fróðleg erindi, samin á skemmtilegan hátt og fléttuð frumstæðri músile frá hinni „kolsvörtu" Afríku. Margir fögnuðu því er þeim var útvarpað aftur sem end- urteknu efni. Gæti útvarpið nú ekki boð- ið okkur fleiri þætti í þess- um stíl, t. d. frá Suður- Ameríku, Asíu eða Ástralíu? Af nógu er að taka, því að víðar en í Afríku búa fram- andi þjóðflokkar og lítt þekkt- ir,.sem gaman væri að heyra um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.