Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 12
12
' MORCVNBLAÐIÐ
Fostudagur 17. marz 1961
Utg.: H.f Arvakur. Reykjavik.
FraTnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aða'lstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ALÞJÓÐADÓMSSTÓL,LINN TRYGG-
IR RÉTT LÍTILMAGNANS
A LÞJÓÐADÓMSTÓLLINNf
** í Haag er til þess stofn-
aður að tryggja rétt lítil-
magnans, að lög og réttur sé
látinn tkera úr í viðskiptum
þjóða í milli en ekki skefja-
laus hnefaréttur og ofbeldi.
Á þessu vakti Gunnar Thor-
oddsen, fj ármálaráðherra m.
a. athygli í ræðu sinni um
vantrauststillögu stjórnarand
stöðunnar á Alþingi.
Þegar á þetta er litið, sætir
það eigi lítilli furðu, að
kommúnistar og Framsókn-
armenn skuli telja það „svik“
við íslenzku þjóðina, þegar
gert er ráð fyrir því í sam-
komulaginu við Breta um
lausn fiskveiðideilunnar, að
ágreiningur um frekari út-
færslu fiskveiðitakmarka á
Islandsmiðum, skuli borin
undir alþjóðadómsstól. ís-
lendingar byggðu lokun flóa
og fjarða og 4ra mílna fisk-
veiðitakmörkin árið 1952 á
niðurstöðum Haagdómsins í
deilu Norðmanna og Breta.
I baráttunni fyrir þeirri mik-
ilvægu útfærslu og vernd ís-
lenzkra fiskimiða sigruðu ís-
lendingar á örskömmum
tíma. Nú hafa þeir fengið
12 mílna fiskveiðitakmörkin
viðurkennd og halda öllum
dyrum opnum til áframhald-
andi útfærslu.
Framsóknarmenn ættu að
minnast þess, sem Gunnar
Thoroddsen benti einnig á í
ræðu sinni, að Alþingi ís-
lendinga samþykkti að Lög-
bergi árið 1930 þingsályktun
um milliríkjasamninga milli
íslands annars vegar og
hinna Norðurlandanna hins
vegar. Efni þessa samnings
var það, að alþjóðadómsstóll
inn í Haag skuli skera úr
öllum deilum, er rísa kynnu
milli íslands og einhvers
Norðurlandanna. Hið þúsund
ára gamla íslenzka löggjafar
þing óttaðist ekki að með
þessu væri íslenzka þjóðin
að afsala sér einhverjum
rétti.
Ummæli fyrsta forsætis-
ráðherra Framsóknarflokks-
ins, Tryggva heitins Þór-
hallssonar á Alþingi árið
1930 um leiðir til fyrirhug-
aðrar útfærslu fiskveiðitak-
markanna eru einnig hin at-
hyglisverðustu. Hann komst
þá m.a. að orði á þessa leið:
„Það vita allir að það yrði
okkur til mikillar heilla og
hagsbóta, ef hægt væri að
fá landhelgina rýmkaða, en
þetta er mál, sem einnig varð
ar aðrar þjóðir, svo við get-
um ekki mælzt þar einir við
og okkur er þýðingarlaust að
setja löggjöf um þetta efni,
nema aðrar þjóðir vilji viður
kenna hana. Því verður að
reyna samkomulagsleiðina“.
Ef Framsóknarmenn væru
ekki ærir orðnir og gersam-
lega gengnir í björg til
kommúnista, mundu þeir
minnast þessara orða nú, og
gera þau að einkunnarorðum
sínum, í stað þess að hafa í
frammi einstæðan fíflskap og
ábyrgðarlaust æsingaskraf,
að hætti Moskvumanna.
PER ARDUA
AD ASTRA
IT'YRIR nokkrum dögum
1 flaug maður að nafni
Robert White flugvél af gerð
inni X-15 með 2905 mílna
hraða á klukkustund. Svarar
það til þess að flugvélin
hafi náð hraða, sem er fimm
sinnum meiri en hraði hljóðs
ins!
Þegar á það er litið, að
hraðfleygustu farþegaþotur
fljúga nú með 600 mílna
hraða á klukkustund,. verður
það ljóst, með hvílíkum ógn-
arhraða flugvél Roberts
Whites hefur farið.
En þrátt fyrir þetta hraða-
met hans er þó talið að hann
hafi aðeins notað % hluta
af hámarksvélaafli flugvélar
sinnar. Má því gera ráð fyr-
ir að innan skamms muni
meti hans verða hnekkt. Það
er einnig óhikað ráðgert, að
innan 4ra ára muni menn
fara í geimskipum og gervi-
hnöttum kringum jörðina
með 18000 mílna hraða á
klukkustund.
Þannig verður hraði mann
legra farartækja stöðugt ofsa
legri og ævintýralegri. Þjóð-
sagan um töfrateppið, sem
fór eins hratt og hugur
manns yfir höf og hauður
er að nálgast raunveruleika.
Mannleg snilligáfa brýtur
niður hljóðmúrinn og sigrar
óravíddir himingeimsins. —
Fyrr en varir er hið róm-
verska spakmæli, per ardua
ad astra, leiðin til stjarnanna
mrMSML
Efnahagsnefnd Afríku
fœrir út kvíarnar
Frá fundum nefndarinnar í Addis Ababa
EFNAHAGSNEFND Samein-
uðu Þjóðanna fyrir Afríku
(ECA) samþykkti á nýafstöðn
um fundi sínum í Addis Ababa
ýmsar tillögur og tilmæli varð
andi efnahagsþróun álfunnar.
Tillögurnar snerta fyrst og
fremst flutningavandamál,
gjaldeyris- og bankamál, við-
skipti, hráefnaframleiðslu,
verðjöfnun og svo sjálf störf
nefndarinnar.
er mörgum hindrunum háð,
úrelt orðið.
SUÐUR - AFRÍKA
ÚR BREZKA
SAMVELDINU
F\REGNIN um, að Verwoerd,
forsætisráðherra Suður-,
Afríku, hafi tilkynnt á ráð-
stefnu brezka samveldisins íi
London, að Suður-Afríka
mundi taka aftur umsókn'
sína um upptöku í samveld-
ið, hefur komið mjög á ó-
vart. Fyrirfram var að vísu
vitað, að kynþáttastefna
Suður-Afríkustjórnar myndi
verða harðlega fordæmd á
þessari ráðstefnu forsætisráð-
herra samveldisins. En menn
gerðu almennt ekki ráð fyrir,
að af því mundi leiða úr-
sögn landsins úr samveld-
inu. Eins og kunnugt er
hafði verið ákveðið að
breyta Suður-Afríku úr kon-
ungdæmi í lýðveldi. Kemur
sú ákvörðun til fram-
kvæmda, er lýðveldisstjórn-
arskráin gengur í gildi 31.
maí n.k.
Það eru fyrst og fremst
Indverjar og hinar þeldökku
þjóðir innan brezka samveld
isins sem snúizt hafa hart
gegn stefnu Suður-Afríku í
kynþáttamálunum. En hún
hefur einnig verið fordæmd
af Kanadamönnum og raun-
ar öllum meðlimaþjóðum
þess. Styrkur brezka sam-
veldisins hefur m.a. verið
fólginn í því að það hefur
verið byggt upp af þjóðum
af öllum litarháttum, sem
hafa notið þar jafnréttis, án
tillits til trúarbragða eða hör
undslitar.
Brottför Suður-Afríku úr
brezka samveldinu er óneit-
anlega áfall fyrir það. En
það sýnir þó jafnframt, að
þjóðir þess eru þess alráðn-
ar að halda grundvallarhug-
sjónum þess í heiðri.
Samkvæmt ályktunum, sem
hlutu einróma samþykki, er
ætlunin að framkvæma rann-
sókn á gjaldeyrismálum Af-
ríku og athuga jafnframt
möguleika á að koma upp
afrískum banka í sambandi
við efnahagsiþróunina. Enn-
fremur á að gera rannsókn á
möguleikum til kerfisbund-
innar nýtingar á orkulindum
álfunnar. Þá skal athuga
möguleika á því að kalla sam-
an sérstaka ráðstefnu um nátt-
úruauðlindir Afríku.
— ♦ —
Á fundinum í Addis Ababa
var lagt til, að flutningavanda
mál Vestur-Afríku yrðii rædd
á ráðstefnu hlutaðeigandi ráð
herra seinna á þessu ári. ECA
mælti með því, að þau ríki
Afríku, sem framleiða hráefni,
kæmu saman til ráðstefnu í
því skyni að ræða möguleik-
ana á samkomulagi um verð á
landbúnaðarvörum.
- ♦ —
Fulltrúarnir á fundinum
ræddu einnig spurninguna um
sameiginlegan markað Afríku
ríkja. Var starfsmönnum og
skrifstofu ECA falið að fylgj-
ast með áhrifum hins sameig-
inlega markaðs Evrópu á efna
hagslíf Afríku og skýra með-
limum nefndarinnar frá niður
stöðunum.
— ♦ -
Efnahagsnefnd Afríku fær-
ir nú út kvíarnar með því að
setja á ’ fót fastanefnd, sem
fjallar um viðskiptamál. For-
stjóri ECA, Mekki Abbas, á
að rannsaka möguleikana á
að opna svæðis-skrifstofur í
ýmsum hlutum Afríku, sem
vinni samhliða aðalskrifstof-
unni í Addis Ababa.
— ♦ —
Tillaga, sem kom fram um
að útiloka ríki utan Afríku,
sem stjórna svæðum í álfunni,
frá störfum nefndarinnar, var
felld með litlum atkvæðamun.
Þau ríki, sem greiddu tillög-
unni atkvæði, litu svo á, að
tími væri kominn til að
Evrópuríkin færu úr nefnd-
inni, þannig að hún yrði
„raunverulega afrísk“.
Næsta ársþing verður hald-
ið í Accra í Ghana í janúar
—febrúar 1962.
Sársoukalaus tannviðgerð
OKKUR er tjáð, að í Tékkó-
slóvakíu séu tannviðgerðir,
sem og önnur læknishjálp,
veittar almenningi ókeypis.
Þá er sagt, að þar hafi verið
hafin herferð til þess að
koma í veg fyrir tann-
skemmdir hjá börnum. — En
yfirvöldin í „alþýðulýðveld-
unum“ eru oft býsna fámál
og treg til að veita öðrum
upplýsingar um vísindatil-
raunir og afrek — og það
fylgir ekki fréttunum, á
hvern hátt þeir í Tékkósló-
vakíu ætla að hindra tann-
skemmdirnar.
Ekki eru heldur veittar
neinar upplýsingar um gerð
tannborsins, sem læknirinn á
myndinni er að nota — að-
eins sagt, að hann sé spánný
uppgötvun, og að tannviðgerð
ir með honum séu „algerlega
sársaukalausar“. Mundi að
líkindum æði marga fýsa að
kynnast slíku undratæki
frekar.