Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUTS BLAÐIL Föstudagur 17. marz 1961 Á Eigertindi hinn 12. marz. — Þrír félaganna setjast þreyttir niður á tindinn eftir ofur stranga, 6 daga fjallgöngu, og bíða hins fjórða, sem enn á nokkra metra ófarna í SL. VIKU tókst fjórum fífldjörfum fjallgöngu- köppum, þrem Þjóðverj- um og einum Austurrík- ismanni, að sigrast á bratt asta og illkleifasta fjalls- vegg Alpanna, norðurhlið Eiger-fjalls (rúmlega 4300 m), sem stundum er nefnt „Mannætan“ eða „Fjall dauðans“ vegna þess, hvc m a r g i r f jallgöngumenn hafa týnt lífi sími í helj- arhlíðum þess — ef hægt er að tala um * hlíð, þar sem hallinn frá lóðréttri stefnu er víða aðeins um eða jafnvel innan við 20 gráður. — i Þetta er í fyrsta sinn, sem tekizt hefur að klífa norðurhlið Eiger-fjalls að vetri til, og hefur afrek fullhuganna fjögurra vak- ið heimsathygli og mjög mikið verið um það skrif- að í erlendum blöðum. — Hið virðulega, brezka stór blað, „Daily Telegraph“, birti t.d. ekki aðeins langa og ýtarlega frétt af fjall- göngunni, heldur birtist þar einnig ritstjórnargrein um afrekið, sem sýnir vel, hve þetta er talinn mikill merkisatburður. — I þessari ritstjórnargrein segir m.a.: ★ Jafnokar Hillarys — Það er nsestum lygilegt, að þessir menn skuli hafa eytt sex nóttum — kaldir, saman- kýttir og í sífelldri, yfirvof- andi lífshættu — í fjallshlíð, sem virðist algerlega þver- hnípt á að l'íta, og þó átt næga orku aflögu til þess að brjót ast áfram upp á hátindinn. Nöfn þeirra skulu nú rituð við hlið Whympers, Mollorys, Hillarys, og margra annarra, sem hafa sigrazt á því sem virtist ósgrandi, og gert hið ómögulega mögulegt. Þessi nöfn eru: Hiebler, Almberger, Mannhardt og Kinshofer . . . — ★ — Foringi og ,,heili“ fullhug anna var hinn 31 árs gamli Anton (Toni) Hiebler, fæddur í Austurríki, en nú þýzkur borgari. Hann er ritstjóri fjallamannatímaritsins „Berg- kamerad" í Múnchen. Hinn ,,sterki“ maður leiðangursins og jafnframt sá yngsti (að- eins 22 ára) var hins vegar Andreas Mannhardt, starfs- maður í sögunarmyllu. Hafði hann forustu fyrir þeim félög um alla erfiðustu kaflana. Hin ir tveir voru Anton Kinshof er, 27 ára gamall trésmiður frá Múnchen og Austurríkis- maðurinn Walter Almberger, 28 ára gamall námamaður. ★ Síðasta nóttin. Hin sögulega ganga þeirra upp heljarvegg Eiger-fjalls tók þá sex daga og sex klst. Þeir hófu gönguna, skammt frá fjallahótelinu „Kleine Scheidegg", kl. rúmlega 4 að morgni mánudagsins 6. þ.m. — og náðu hátindinum kl. 10.30 fh. sl. sunnudag. Sex næt ur urðu þeir að leggjast til hvíldar á örmjóum hamrasyll um, samanhnipraðir og bundn ir með öryggisólum, sem þeir festu við bergið með traustum fleygum. Og kuldinn hefir verið óskaplegur. — Fjöldi manns dvaldist í Kleine Scheidegg hótelinu og fylgd ist með ferðum fjallagarp- anna. — Einn blaðamannanna, sem þar var, gaf eftirfarandi lýsingu af aðstæðunum, þegar þeir voru að búa sig undir sjöttu og síðustu nóttina á fjaliinu: — Það er svo kalt hér í Ijósskiptunum, að jafnvel þótt ég sé klæddur þykkfóðraðri úlpu, hríðskelf ég svo, að mér reynist ekki unnt að halda sjónaukanum stöðugum. Þá getur maður ímyndað sér, hvernig það er þarna hátt uppi í snarbröttum bergveggn um (þar hlýtur að vera 20 gráðu frost eða meira) — og mennirnir fjórir verða að bíða í 14 klst. áður en þeir geta hugsað sér til hreyfings á nýjan leik. — ★ — Þessi sama bergsylla, sem fullhugarnir fjórir dvöldust á síðustu nóttina á fjallinu, var vettvangur hörmulegs atburð ar árið 1057. Þá má segja, að augu alls heimsins hafi beinzt að þessari syllu, því að þaðan tókst þá að bjarga ítalanum Cludio Cordi, eftir að félagar hans þrír, landi hans Stefano Longhi og Þjóðverjarnir Noth durft og Mayer, höfðu hrapað og beðið mana. Héngu lík þeirra lengi utan í hamra- veggnum sem ægileg áminn- ing um það, hvílík lífshætta það er að takast á við „Mann- ætuna“. ★ Óvenjugóðar aðstæður Eins og fyrr segir, hefir engum fyrr tekizt að klífa norðurvegg Eiger-fjalls að vetri til. Það var sumarið 1938, sem mönnum tókst í fyijsta sinn að komast upp á tindinn frá norðri. Síðan hafa 13 leiðángrar náð alla leið upp — allir að sumri til. Og 18 fjallagarpar hafa orðið ,,Mannætunni“ að bráð, er þeir reyndu að klífa norður- vegginn. — Ekki er heldur víst, að þeir fjórmenningarn- ir, sem nú hafa sigrað þennan „bergjötun“ hefðu náð heilir til byggða, ef veðurskilyrði hefðu ekki verið alveg óvenju lega hagstæð. — Þeir, sem kunnugastir eru á þessum slóðum, telja það næstum því einsdæmi, að alla dagana sex, sem garparnir glímdu við fjallið, var bjart í lofti og hægviðri. Segja þeir sjald- gæft, að meira en einn til tveir sólarhringar liði svo, að ekki geri storm og hörkuveð- ur á fjallinu — enda hefir verið talað um það sem vegg, er öll norðanveður í Evrópu berji á. — Einnig næsta hálfa mánuðinn á undan hafði veð- ur verið tiítölulega stillt, en frost mikið, og hefir það orð- ið til þess að draga verulega úr annarri meginhættunni, sem mætir fjallgöngumönnum ★ Stórfenglegur viðburður Austurríkismaðurinn Hein- rich Harrer var einn þeirra fjögurra fjallagarpa, sem fyrstir klifu Eiger-tind, árið 1938. Hann var nú í þeim 10.000 manna hópi, sem kom til Kleine Scheidegg um helg- ina til þess að horfa á kapp- ana fjóra ganga síðasta spöl- inn, — og lét svo um mælt við einn blaðamannanna nokkrum mínútum eftir að þeir náðu tindinum, að þetta væri stórfenglegur viðburður. — Þeir hafa unnið glæsileg- asta afrek, sem hægt er að vinna hér í Alpafjöllunum að vetrinum, sagði hann, — og nú verðá ungir fullhugar, sem vinna vilja fágæt afrek sér til frægðar, að leita einhverra annarra miða. En ef þeir eru sannir fjallamenn, munu þeir ekki láta það á sig fá. — Blaðamaðurinn spurði Harr- er, hvort hajnn vildi gera nokkurn samanburð á þessu afreki og Eiger-göngu hans sjálfs og félaga hans. Hinn reyndi fjallagarpur svaraði: — Það, sem ég undraðist mest, var það, að þær hindranir, sem voru okkur erfiðastar, virtust ekki standa verulega í vegi fyrir þeim. — Til þessa hefir engri tilraun (til að klífa fjallið) verið lokið í svo góðu veðri, sagði Harrer enn fremur. — Enginn hefir áður náð tindinum, án þess að hafa lent í stormi eða einhvers konar óveðri á leiðinni, jafn- Framh á bls. 14. ' v „. .............. Fjallakapparnir fjórir klífa jökulvegg oian„ hættulegasta kafla leiðarinnar, þar sem veggurmn ris uær alveg glerhálu hjarninu, er lítil von um Iíf. -i eru þarna á einum looréttur. Ef fótur skrikar 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.