Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNt= Skagfirðingurinn rœddi við Kennedy SVERRIR Hólmarsson er nem andi í fimmta bekk MR. Hann er borin og barnfæddur á Sauðárkróki, sonur hjónanna Oddnýjar Þorvaldsdóttur og Hólmars Magnússonar, sem nú eru búsett í Reykjavík. Sverrir hefur siðan um ára- mót dvalizt 1 Bandaríkjunum og tekið þar þátt í æskulýðs- móti, sem til er stofnað af stór blaðinu New York Herald Xribune í samvinu við ýmsa skóla þar vestra og Pan Am. flugfélagið. Þátttakendur í mótinu eru frá 37 þjóðum og eru þeir valdir með ritgerða- samkeppni, sem menntamála- ráðuneyti viðkomandi landa auglýsa meðal æskufólks. Sverrir hefur sótt tíma i menntaskólum og sagt jafn- öldrum sínum frá íslandi. Einn ig hefur hann komið fram í sjónvarpi við góðan orðstír og tekið þátt í tilraun með sjón- varpskennslu. Sverrir hefur búið hjá handarískum fjöl- skyldum og þess á milli ferð- azt um, skoðað markverða hluti og heilsað upp á fyrir- fólk meðal innfæddr a . Fyrir skömmu voru þátttak- endur í mótinu á ferð í Wash- ington og virðist sem helztu stórmennl borgarinnar hafi heilsað upp á þá. Þannig snæddu Sverrir og félagar hans morgunverð með full- trúadeildarþingmönnum frá Kalifomíu og Pennsylvaníu hádegisverð með öldunga- deildarmönnum frá Haway, New York og Rode Island og síðan kvöldverð hjá sendiherra Pakistans, hr. Aziz Ahmed. Þeir skálmuðu um sali þingsins í fylgd með fulltrúa Kaliforniubúa, sem Miller heitir og loks var þeim boðið að hafa viðtal við blaðafull- trúa forsetans, Pierre Saling- er, sem hefur skrifstofu sína í Hvíta húsinu. Þegar hópurin kom til Hvíta hússins var Salinger ekki við- láitinn í bili og meðan þau biðu styttu þau sér stundir við að syngja sönginn um Klement- ínu, sem vinsæll er meðal menntskælinga um allan heim. Skyndilega birtist Kennedy forseti, sem sennilega hefur komið til að athuga hvaða ó- hljóð þetta væru. SIó þögn á hópinn, en Kennedy tók þeim ljúfmannlega og bauð þeim inn á einkaskrifstofu sína. Ræddi hann þar við þau og svaraði m. a. spurningum Sverris viðvíkjandi svokall- aða friðarsveit, sem Banda- ríkjastjórn hyggst koma á lagg irnar. Hinir marglitu mennta- skólanema spjölluðu við for- setann í tuttugu mínútur og færðu sumir lionum gjafir, sem þeir höfðu haft með sér, í von um að geta komið á framfæri. Sverrir Iætur vel af dvöl sinni vestra, sem vonlegt er. Honum finnst að bandarískir unglingar búi ekki við jafn mikið frelsi og íslenzkir ung- lingar á sama reki og að of fáir þeirra hafi áhuga á góð- um bókmenntum. Hann segir að þótt hann hafi séð full- komnustu söfn af nútímalist, sem til séu eins og t. d. Guggen ham safnið, þá séu húsgögn manna og híbýlasmekkur furðulega gamaldags. Hvergi hefur hann rekizt á góða „jazz músík“ og segir hann að fólk geri yfirleitt engan grcinar- mun á slíkri tónlist og venju- legu „rokkvæli“ Sverrir var mjög hrifinn af verzlunum, er þarlendir kalla „dug staares“. og segir hann að þar fáist flest milli him- ins og jarðar og opið sé mest- allan sólarhringinn. Slík búð er bæði apótek, skranbúð, sjoppa og bókabúð í einu og er Sverrir góður viðskipta- vinur í bókahorninu eins og sjá má á myndinni. Sverrir dvelst nú hjá fjöl- skyldu, sem býr í borginni East Orange í New Jersey- fylgi. Borg þessi er á stærð við Reykjavík og sækir hann tima í einum af menntaskólum bæj- arins. í lok marz mun hann taka þátt í ráðstefnu, sem hald in verður í Waldorf Astoria hótelinu í New York og Pan Am flugfélagið mun vænta- lega sjá um að koma honum heim áðuir en prófin byrja í MR. Árshátið Dagsbrúnar -ærður í Iðnó laugard. 18. marz og hefst kl. 7,45. DAGSKRA: Borðhald íslenzkur matur á borðum. Stutt ávarp. I.eikþátiur Gunnar Eyjólfsson o. fl. D a n s . Góð hljómsveit. Söngvari með hljómsveitinni Sigurður Ólafsson. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofunni í dag. Sími 13724. Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur félagsins verður sunnud. 19. marz n.k. í Alþýðuhúsinu kl. 2,30 s.d. Fundarefni: Venjuleg aðalfunúarstöri. Konur fjölmennið á fundinn. Sýnið skírteini við innganginn. STJÓRNIN. Aða/fundur Garðyrkjufélags Islands verður haldinn í Tjarnar- café laugard. 15. apríl kl. 2 e.h. Fundarefni: Lagabreytingar. Aðalfundarstörf og önnur mál. STJÓRNIN. Verz'unarhúsnœði Um 80 ferm. á I. hæð á hitaveitusvæði í Austur- bænum ti lsölu. Er nú verzlun í fullum gangi Nýja Fasleignas lan Bankastræti 7 — Sími 24300 kl. 7,30—8,30 e.h. sími 18546. K jö aðnaðar maðu r eða maður vanur kjötvinnslustörfum, óskast nú þegar. Upplýsingar hjá Kjötver h.f. Laugavegi 32. — Ég hefði bara átt að vita þetta, þegar þú bauðst mér í mat. Jón: — Ég held að það sé ekk ert varið í nýju skrifstofustúlk- una. Jónas: — Nei, áreiðanlega ekki. Hún virðist ekkert taka eftir mér heldur. Veðurfræðingurinn: — Skrif- aðu að það rigni með kvöldinu. Aðstoðarmaðurinn: — Ertu viss um að það rigni? Veðurfræðingurinn: — Já, ég er alveg viss um það. í fyrsta lagi hefi ég týnt regnhlífinni minni, í öðru lági var mér boð- ið að taka þátt í golfkeppni í kvöld, og í þriðja lagi er kon- unni minni boðið á útisamkomu. Eimskipafélag Reykjavíkur hf. — Katla fer frá Reykjavík í kvöld til Póllands. Askja er í Napoli. Skipadeild SÍS: — HvassafelT er í Odda. Arnarfell losar á Vestfjöiðum. Jökulfell er á leið til Keyðarfjarðar. Dísarfell er á leið til Huil Litlafell er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Heígafell er í Reykjavík. Hamrafell er á leíð til Reykjavíkur. Eimskipafélag íslands hf. — Brú- arfoss er í Reykjavík. Dettifoss er á leið til NY. Fjallfoss er á leið til Reykjavíkur. Goðafoss er í Hamborg. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 06.00 í fyrramálið til Hafnarfjarðar og Hamborgar. Lagarfoss er á leið til Hamborgar. Reykjafoss fer frá Eski- firði í dag til Norðfjarðar. Seifoss er á leið til Reykjavíkur, Tröllafoss er í NY. Tungufoss fer frá Ölafstirði í dag til Reykjavíkur. H.f. Jöklar: — Langjökuíl er á leið til Reykjavíkur. Vatnajökuil er í Amsterdam. Hafskip hf. — Laxá er i Santiago á Kúbu. Loftleiðir: — Leifur Eiríkssson er væntanlegur frá Glasgow og London kl. 21,30. Fer til NY kl. 23.00. Laugardaginn 4. marz voru geíin sam an í hjónaband af séra Oskari J. Þor- lákssyni, ungfrú Guðrún Oddsdóttir, Flatatungu, Skagafirði og Knútur H. Olafsson, Ránargötu 21. Heimili ungu hjónanna verður að Flatartungu í Skagafirði. í dag verða gefin saman í hjónaband í Frogner Kapellet í Osló, ungfrú Ragnhildur Péturs- dóttir og Ian Paus, stud. jur. AHEIT og GJAFIR Sóllieimadrengurinn: — Þakklát móðir 25; Þórunn Vilh.iálmsdóttir 100; Vilborg 100. BIBEÍAN og SAMBANDIÐ við dána menn nefnist er- indi sem Júlíus Guðmnndsson flytur í Aðventkirkjunni í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. Oeorg Gustafsson trúboði FRA SVÍÞJÓÐ talar í Fíladelfíu í kvöld og næstu kvöld kl. 8,30. Gústaf son er óvenjulega góður ræðumaður, enda kunnur á Norðurlöndum, sem Orðsins þjónn. Hann biður einnig fyrir sjúkum á samkomun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.