Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 13
Fðstudagur 17. marz 1961 M ORClllSB L AÐ1 9 13 Sambúð íslendinga og Dana hefur aldrei verið betri en nú Norburlöndin geta ekki verið án íslands og ísland getur ekki verið án Norðurlanda Samtal við B/arne Paulson, sendiherra Dana á Islandi Bjarne Pairfson sendiherra vi* skrifborð sitt. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) — SAMBÚÐ Dana og ís- lendinga er ekki aðeins góð. Hún er ágæt, og mér virðist hún stöðugt verða betri og betri. Eftir hinn fullkomna pólitíska aðskilnað landanna hafa þjóðirnar með einlæg- um góðvilja og hyggindum treyst vináttubönd sín og byggt upp traustara sam- band en nokkru sinni fyrr. ■— Þannig komst Bjarne Paul- son, ambassadör Dana á Islandi, m. a. að orði, er Mbl. hitti hann nýlega að máli ,og ræddi við hann um samskipti þessara tveggja norrænu bræðraþjóða. Sendiherrann og kona hans eru j nýlega komin úr 2ja mánaða ,„'sumarfríi“ á megiinlandi Ev- rópu. Þau höfðu ekki tíma til þess á s. 1. sumri að taka sér frí, vegna hinna fjölmörgu norrænu ráðstefna, sem þá voru haldnar hér í Reykjavík. f þessu ferðalagi dvöldu þau 3 vikur í Sviss, 2 vikur í París, 2 í Kaup- mannahöfn og eina í Þýzkalandi. Nú eru þau að nýju setzt að í danska sendiherrabústaðnum við Hverfisgötu 29 ,elzta sendiráðs- hústaðnum í Reykjavík. Danir stofnuðu eins og kunnugt er, í samræmi við ákvæði sambands- lagasamningsins 1918 sendiráð á íslandi árið 1919. f þessu húsi hafa allir sendiherrar Dana á íslandi síðan búið. Mikill fjöldi íslendinga og Dana hefur s. 1. 40 ár heimsótt þetta hús og vin- áttuböndin hafa haldið áfram að styrkjast milli þjóðanna. Ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi — Á þessu vetrarferðalagi mínu varð mér oft hugsað til íslands, hélt sendiherrann á- (fram. Mér finnst Ssland vera gott land, og loftslagið þar heil- næmt. Þjóð þess er heilsteypt, menntuð og ber menningarsvip. 'Á þessum forsendum byggist það, að ísland hefur meiri þýð- Sngu, og ber meiri ábyrgð í al- þjóðlegu samstarfi á yfirstand- andi breytingatímum en mörg hinna nýju ríkja, sem að vísu eru flest miklu fjölmennari, en eru byggð þjóðum, sem eru ó- reyndari og hafa ekki átt kost almennrar menntunar. Ég álít að komandi kynslóð á íslandi muni lifa hamingjusömu og fjöl- ibreyttu menningarlífi, sem felur í sér mikil verkefni. Tækni nú- tímans skaoar möguleika örrar þróunar á fslandi, sem frá nátt- úrunnar hendi er erfitt land, þar sem auðlindirnar verða trauðla hagnýttar með frumstæðum tækjum og vinnubrögðum Mennt unin á öllum sviðum þjóðlífsins er sérstaklega þýðingarmikil á þessu mikla þróunartímabili í isögu landsins. Mér virðist is- lenzk æ.ska gera sér þetta ljóst, og mér finnst það aðdáunarvert að svo að segja allir ungir fs- lendingar vinna í skólafríunum sínum, ef þeir nota þau ekki til þess að afla sér frekari mennt- unar erlendis. Sameiginlegur uppruni — Hvað viljið þér segja um sambandið milli fslendinga og annarra Norðurlandabúa um þessar mundir? — Það er mín skoðun, að Norðurlönd geti ekki verið án fslands og að ísland geti ekki verið án Norðurlanda. Maður getur aldrei afneitað uppruna sínum og ætterni. Hinn sameig- inlegi uppruni norrænna manna hlýtur að sjálfsögðu að leiða til samstöðu og samvinnu. Milli þjóða Norðurlanda ríkir í dag skilningur, sem nær langt út yfir pólitiska og efnahagslega hags- muni. Jafnvel á þeim sviðum, þar sem ekki er um að ræða samninga milli þessara þjóða á sér stað náin samvinna milli þeirra. Slík samvinna leiðir af Einlægur áhugi — En hvað viljið þér segja um sambúð íslands og Danmerkur í dag? — Sambúðin milli landanna er ekki aðeins góð, hún er ágæt. Og mér virðist hún verða betri og betri. Eftir hinn fullkomna pólitíska aðskilnað landanna hafa þjóðir þeirra með einlægum Igóðvilja og hyggindum treyst vináttuböndin og byggt upp traustari samvinnu en nokkru sinni fyrr. í Danmörku ríkir einlægur áhugi fyrir fslandi og Danir tala með ánægju um þær hjartanlegu móttökur, sem þeir mæti hér. | Vettvangsþættir Morgunblaðsins eru lofsverð nýjung. Óneitanlega er þörf umræðna um mörg svið þjóðfélags okkar, víða gætu þær leitt til úrbóta, annars staðar e. t. v. útrýmt misskilningi. Að- alatriðið er, að fylgt verði þeim leikreglum, sem í upphafi voru settar, að þarna setjj menn fram sjónarmið sín á eigin á- byrgð og umfram allt óbundnir af forskriftum og hleypidómum. Þetta taldi Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, sig gera, er hann fyrir nokkru minntist á fjölskyldubætur þær, sem voru þáttur í viðreisnarráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar. Fyrir þetta kveðst hann hins vegar hafa orðið fyrir skítkasti frá ritstjóra annars blaðs, og er það að sjálf- sögðu ómaklegt. Af því tilefni ritar hann enn um velferðarríki og fjölskyldubætur í Vettvangin- um fimmtudaginn 2. þ. m. Lang- ar mig að Víkja nokkuð að þessu tvennu. Ég vona einnig, að margir íslendingar muni halda áfram að heimsækja Danmörku og að margir Danir komi til íslands. Gagnkvæm þekking á lífskjör- unum eykur skilninginn og traustið. Sem betur fer er landfræðileg lega Danmerkur þannig, að eðlilegt er að margir íslending- ar komi þangað, ekki aðeins B Brenglun hugtaka hefur um langt skeið verið einkennandi í stjórnmálaumræðum, bæði hér og erlendis. Mörg hugtök, sem mönnum þykja fara vel í munni, hafa mismunandi merkingu eft- ir þvi, hver notar þau. Önnur missa upprunalega merkingu sína, annaðhvort vegna vísvitandi brenglunar áróðursmanna eða fyrir vanþekkingu og misskiln- ing. Slíks misskilnings gætir, þegar „velferð" og velferðarríki" er blandað saman við sósíalisma og þjóðnýtingu. Þar er verið að hengja bakara fyrir smið, en það hefur ýmsa hent og nú síðast Eyjólf Konráð Jónsson. Hugtakið „velferðarríki” er upprunnið í Bandaríkjunum og hefur verið notað af gagnrýn- endum efnahagsmálastefnu Roosevelts á fjórða tug þessarar aldar. Að stefna hans hafi verið sósíalistísk, mun fáum fslending- um detta í hug að halda fram, bandaríska þjóðin hefur ekki þegar jjeir hyggjast sérstaklega heimsækja landið, heldur einnig þegar þeir halda lengra út í heiminn. Á s. 1. sumri heimsótti fjöldi Dana ísland í sambandi við hina fjölmörgu norrænu fundi og ráð- stefnur, sem haldnar voru hér í Reykjavík. — Virðist yður að áhugi fyrir íslandi sé sérstaklega áberandi verið sökuð um að hneigjast til sósíalisma, og er þó stefna nú- verandi Bandarikjaforseta talin mun róttækari en stefna Roose- velts var. Raunverulega studdust kenn- ingar Adams Smith um yfirburði frjálsrar samkeppni við velferð- arsjónarmið. Það var beinlínis talið, að velmegun og velferð þegnanna væri bezt borgið með því, að ríkisvaldið hefði engin afskipti af efnahagslífinu, eign- arréttur einstaklinga á fram- leiðslutækjunum og frjáls sam- keppni tryggðu þetta bezt. Raun- in varð líka sú, að þessi nýja efnahagsstefna jók velmegun alls almennings víða um lönd meira en dæmi höfðu áður verið til. Kenningar sósíalismans um stéttabaráttu og afnám eignar- réttarins áttu hins vegar ekki skylt við neinar velferðarhug- myndir. V Aðstæður hafa breytzt frá meðal einhverra einstakra hópa í Danmörku? — Nei, maður verður var vifl þennan áhuga í öllum stéttum. Nefna mætti hin nánu sam- skipti danskra og íslenzkra stjórnmálamanna, danskra og ís- lenzkra lækna, lögfræðinga og iðnaðarmanna. Aukin verzlunarviðskipti — Teljið þér vaxandi mögu- leika vera á víðtækari verzlun- arviðskiptum . milli Danmerkur og íslands? — Ég vona að slíkir mögu- leikar séu fyrir hendi. Þegar ég var nýlega í Danmörku töluðu fulltrúar frá yfir 30 dönskum fyrirtækjum og félögum við mig um áhuga sinn fyrir verzlunar- viðskiptum við ísland. Ég_ hef siðan ég kom hingað til íslands aftur framkvæmt ýmsar athugunar í því skyni, að skapa skilyrði fyrir því að hinir dönsku verzlunar- og iðn- aðarmenn fengju sem greiðust svör við fyrirspurnum sínum. Verzlunarmennirnir verða auð- vitað sjálfir að selja vörur sín- ar. En við diplómatarnir eigum að geta veitt aðstoð við að afla upplýsinga um markaðshorfur í þeim löndum, gem við erum 'sendir ti/1, og láta í té hina staðarlegu þekkingu, þannig að verzlunarfólkinu sé gert auð- veldara um vik í að meta mögu- leikana á auknum viðskiptum. Horfur í handritamálinu — Það hefur mikið verið skrl#- að í vetur í dönsk og íslenzk blöð um handritamálið. Hvað viljið þér segja um horfurnar í því máli? Þetta er spurning, sem héfir fengið mikla pólitíska þýðingu milli landainna. Fyrir mig er skynsamlegast að svara henni með því að vitna í gamalt mál- tæki, sem er á þá leið ,að „sjá 'ekkert, heyra ekkert og vita ekkert". Hin persónulega afstaða mín, sem ég lét þegar í ljós við komu mína til ísland í fyrra er sú, að ég vona að málið fái á sínum tíma þá lausn, að ánægja ríki með hana bæði í Danmörku I pg á íslandi, þannig að hún Frh. á bls. 23 dögum Adams Smith, og þjóð- félag í þeirri mynd, sem hann hugsaði sér það, er nú hvergi til lengur. í staðinn er komið velferðarríki nútímans með öll- um þeim samtökum stétta og margvíslegra annarra hagsmuna- hópa, sem jafnan fylgir lýðræðis- skipulagi. En grundvöllurinn er hinn sami, eignarréttur einstakl- inga, frjáls verðmyndun og frjálst neyzluval. Þetta er sá aflgjafi, sem ekki má hefta, en innan þess ramma, sem hann set- ur, koma átök hagsmunahópanna fram í afskiptum ríkisvaldsins. Þessi hagsmunaátök eru oftast mjög flókin, og það dugar skammt að ætla að skipta mönn- um í andstæðar fylkingar, svo sem öreiga og eignamenn eða vinnustéttir og aðrar stéttir. Hagsmunir hvers einstaklings eru margs konar, og fara t. d. eftir atvinnuvegi, atvinnustétt, aðsetursstað og fjölskylduástæð- um. Framh. á bls. 14. Guðjón Hansen tryggingafræðingur skrifar Vett- vanginn í dag — Um velferðarríki og f jölskyldubætur — Hugtakabrengl og misskilningur — Sósíalism- inn á ekkert skylt við velferðarhugmyndir — Fjölskyldubæturnar til að skipta byrðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.