Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 22
22
MORCT’yBLAÐlÐ
Föstudagur 17. marz 1961
Heimsókn Heim til Vals
Heimsmeistarinn frá 1958
ver sænska markið
-- F/rsti leikurinn á miðvikudaginn
en hann hefur notaff í Þýzka-
landi.
*• LEIKIR LIÐSINS
í hópnum sem hingað kemur
verða 13 leikmenn og 2 farar-
stjórar. Liðið mun leika fyrsta
leik sinn hér á miðvikudaginn
kemur gegn Val. Styrkj a Vals-
menn lið sitt með Gunnl. Hjálm-
arssyni ÍR og Pétri Antonssyni
FH.
Síðan munu hinir sænsku gest
Kjell Jarlenius
19 landsleikir
Keflavíkurflugvelli, í stærsta
fimleikasal á íslandi.
* MJÖG GOTT LIÐ
Heim er eitt allra sterkasta
lið Svia á síðari árum. í ný
afstaðinni keppni þar í landi
urðu þeir í 2. sæti en lengi
áður hafði sigurinn blasað við
þeim. Af hálfgerðri slysni
urðu þeir af honum í þetta
sinn en hlutu silfurverðlaun.
Liðið Heim hefur verið í
fyrstu deild Svíþjóðar síðan
1949. Síðustu árin hc" r ár-
angur þess verið frábær. 1955
varð liðið Svíþjóðarmeistarar,
1956 í 6. sæti, 1957 í 3. sæti,
1958 í 3. sæti, 1959 hlaut það
Svíþjóðármeistaratign öðru
sinni og 1960 hafnaði það í
öðru sæti.
Þegar þess er gætt að óvíða
eða jafnvel hvergi stendutr hand
knattleikur með meiri blóma en
í Svíþjóð, þá sýnir þessi árangur
liðsins að hér eru miklir og góð-
ir handknattleiksmenn á ferð.
Keppnin um titilinn þair í landi
er gífurlega hörð og ekkert lið
skolast upp á toppinn af tilvilj-
un. Aðeins með samstæðum hóp
úrvalsmanna er hægt að ná svo
langt sem Heim hefur gert. Fé-
lagið er stofnað-1923 og stundaði
í upphafi frjálsar íþróttir og
handknattleik. Hin síðari árin
hefur félagið einbeitt ser að
handknattleiknum og hætt öðru.
A ÞRIÐ JUDAGSKV ÖLDIÐ
kemur hingað til lands
sænska handknattleiksliðið
Heim. Verða liðsmenn gestir
Valsmanna, en koma þeirra
hingað er til að halda upp
á 50 ára afmæli Vals, sem er
Gunnar Brusberg
heimsmeistari 1958 og
33 Iandsleikir
á þessu ári. Liðsmenn verða
hér í 8 daga og leika hér 4
leikkvöld, m.a. við landslið'
Islands, sem nýkomið er úr
hinni fræknu för til Þýzka-
lands. Verður sá leikur á
Árslping
ÍBR
ARSÞING íþróttabandalags R-
víkur hófst sl. miðvikudagskvöld
í Tjarnarcafé. Form., Gísli Hall-
dórsson, setti þingið og minntist
í upphafi Ólafs Sigurðssonar,
kaupmanns, sem lézt í ágúst sl.
Ólafur var formaður bandalags-
ins um þriggja ára skeið á fyrstu
árum þess, er starfsemi þess var
að mótast.
Forsetar voru kjörnir Jens Guð
björnsson og Ólafur Jónsson, og
ritarar Sveinn Björnsson og Ein-
ar Björnsson.
Framkv.stj. bandal. lagði fram
ársskýrslu og endurskoðaða reikn
inga síðasta starfsárs. Eru reikn-
ingar bandalagsins fjórþættir,
sérreikningar fyrir rekstur
íþróttahússins við Hálogaland,
Famkvæmdasjóðs, Slysatrygging
arsjóðs og skrifstofunnar. Á ár-
inu batnaði hagur bandalagsins
um 198 þús. kr.
Nokkrar umræður urðu um
ársskýrslu stjórnarinnar og sner
ust þær aðallega um byggingu
hins nýja íþrótta- og sýninga-
húss í Laugardal.
Þá voru lagðar fram tillögur
milliþinganefndar um breytingar
á Jögum bandalagsins, sem af-
greiddar verða á síðari fundi,
sem verður þriðjudaginn 21. marz
í Tjarnarcafé.
★ VÍÐFRÆGIR LEIKMENN
Af liðsmönnum félagsins
voru tveir valdir til að verja
heimsmeistaratitil Svía í hand
knattleik í Þýzkalandi á dög-
unum. Það tókst ekki að
þessu sinni að verja titilinn
en Svíar hlutu bronsverðlaun
í keppninni. Þeir unnu m. a.
íslendinga 18—10. Heimmenn
irnir tveir voru markvörður
liðsins, Gunnar Brusberg og
S. L. Olsson. Markvörðurinn
hefur leikið 35 landsleiki fyr-
ir Svía og m. a. orðið heims-
meistari með landsliði sínu
1958. Af öðrum liðsmönnum
má nefna Kjell Larsson,
Bengt Hellgren, Agne Svens-
son, Kjell Jarlenius og S.
Akerstedt en þeir léku nú ný-
lega i B-landsliði Svía gegn
Finnum. Hinn frægi mark-
vörður verður með í förinni
hingað, en S. L. Olsson fær
ekki frekara leyfi frá vinnu
ir mæta íslandsmeisturum FH,
Reykjavíkurmeisturum Fram, ís-
lenzka landsliðinu og auk þess.
taka þátt í hraðkeppni ásamt
með ÍR, KR, Þrótti, Ármanni og
Aftureldingu.
Á DÝR HEIMSÓKN
Valsmenn hafa undirbúið
komu Iiðsins mjög vel. Gefin
hefur verið út sérlega vönduð
leikskrá þar sem eru góðar upp-
lýsingar um leikmenn, leiki liðs-
ins o. fl. f viðt. við móttökunefnd
ina i gær kom það fram að heim
sókn sem þessi væri mjög dýr
og vona Valsmenn að fólk meti
vilja félagsins til að kynna hér
það bezta sem bezta handknatt-
leiksþjóð heims um langan tíma
á í þessari skemmtilegu grein
sem við íslendingar höfum náð
hvað lengst í af öllum greinum.
Verður allt gert tU að greiða
fyrir áhorfendum, forsala höfð
á miðum o. fl.
Enska knatfspyrnan
UNDANÚRSLIT ensku bikar-
keppninnar fara fram á morgun
og keppa þar þessi lið:
Tottenham — Burnley
Leichester — Sheffield U.
Leikur Tottenham og Burnley
fer fram á Villa-Park í Birming-
ham, en hinn leikurinn fer fram
á Elland Road í Leeds. Án efa
verða báðir leikirnir skemmtileg
ir og spennandi og verður erfitt
að spá um úrslit. Reiknað er þó
með að Tottenham og Leichester
leiki úrslitaleikinn, sem fram fer
6. maí.
Markhæstu leikmennirnir í
ensku knattspyrnunni eru nú
þessir:
1. deild:
Hitchens (Aston Villa) ....... 35
Greaves (Chelsea) ............ 33
Robson (Burnley) ........... 30
White (Newcastle)............ 29
Charnley (Blackpool) ........ 26
Herd (Arsenal) ...............25
2. deild:
Crawford (Ipswich) .......... 33
Clough (Middlesbrough) .... 28
Thomas (Scunthorpe) ..........27
Turner (Luton) ...............27
3. deild
Bedford (Q.P.R.) ............ 31
Wheeler (Reading) ............27
Holton (Watford) ............ 26
Richards (Walsall) ...........26
4. deild
Bly (Peterborough) .......... 35
Burridge (Millwall) ..........31
Byrne (Chrystal Palace) .... 30
Hudson (Assrington).......... 26
70 ungiingar fá ókeyp
is kennsíu hjá T B R
Spennandi firmakeppni lýkur um
helgina
M J Ö G skemmtileg firma-
keppni hefur að undanförnu
staðið hjá Tennis- og bad-
mintonfélagi Reykjavíkur. —
Af 104 firmum, sem þátt |
tóku í keppninni, eru nú 16
eftir og leika þau til úrslita
um helgina. Hefst úrslita-
keppnin kl. 3.30 á morgun.
Firmun 16 sem eftir eru í keppn-
inni eru SAVA, Offsetprent,
Herradeild P.Ó., Harpa, Sjává,
Kjötbúðin Bræðraborg, Heild-
verzl. Berg, Þ. Jónsson & Co, Öl-
gerð Egils, Einar J. Skúlason,
Verðandi, S. Árnason & Co., Gefj
un, Skóverzl. Péturs Guðmunds-
sonar, Radiostofa Vilbergs og Þor
steins og Trésmiðja Birgis Ág-
ústssonar.
Skemmtileg keppni
Keppnisformið er tvíkeppni
karla og er forgjöf veitt, svo að
allir leikmenn standa sem jafn-
astir að vígi og firmun hljóta því
vart sigur á því einu að þeim sé
dreginn góður leikmaður til að
verja heiður þeirra. Hefur keppn
in verið mjög skemmtileg og tví
sýn.
Bikarhafi nú er Kjötbúðin
Bræðraborg.
+ Aukinn áhugi.
Að því er forráðamenn TBR
tjáðu fréttamönnum í gær er
mjög aukinn áhugi fyrir bad-
minton hér á síðari árum. Fél
agið telur nú um 360 félags-
menn og þar af gengu 142 í
félagið í haust. Er sú fjölgun
einstæð.
Félagið hefur 116 vallartíma
hjá Val og KR. Hafa þessi tvö
hús skapað möguleika til bad-
mintoniðkana hér í svo stórum
stíl sem raun er á orðin.
★ 70 unglingar í fríkennslu
Það fé sem félaginu hefur á-
skotnazt með firmakeppninni,
hefur það m.a. notað til að greiða
kostnað við kynningu á íþrótt-
inni meðal unglinga. Hefur félag
ið haft opna tíma á laugardögum
sem unglingum er heimilt aff
sækja án endurgjalds og hefur
félagið keypt spaða og önnur
áhöld svo að unglingarnir hafa
ekki þurft að kosta til einum
eyri. Hafa um 70 unglingar stund
að tímana í vetur og er áhugi
þeirra geysilegur fyrir íþróttinni
og mörg góð efnin felast í þeim
hópi að sögn forráðamannanna.
•ár Tvíliðakeppni
Nýlokið er hjá TBR tvíliða-
keppni sem staðið hefur frá ára-
mótum. Hefur hvert par keppt
við öll önnur og öfugt. Hefur
keppni þessi skapað mikinn á-
huga og miklar framfarir en um-
fram allt góða kynningu, þar
sem allir hittast í góðum leik.
Sigurvegarar í karlaflokki urðu
Óskar Guðmundsson og Einar
Jónsson, en í kvennaflokki Jón-
ína Nihljóníusdóttir og Sigríður
Guðmundsdóttir.
Næsta verkefni er svo Reykja-
víkurmót sem hefst 8. apríl.
75. uppboð
Sigurðar
í DAG kl. 5 hefst í Sjálfstæðis-
húsinu fyrsta málverkauppboð
ið á árinu, sem jafnframt er 75.
uppboðið, sem Sigurður Bene-
diktsson heldur.
Á uppboðinu eru 32 myndir og
auk þess 12 manna matarstell úr
dönsku Royal postulíni, Hjarta-
grasamunstur og 8 bollapör sam-
stæð því tvö austurlenzk skraut-
sverð í útskornum beinslíðrum,
kínversk skraut ripaaskja úr
rafi, kínverskur vasi og borð-
klukka.
Meðal málverkanna eru 8
myndir eftir Kjarval, m. a. falleg
hraunmynd, um 20 ára gömul
mynd eftir Þorvald Skúlason,
Blómamynd eftir Kristínu Jóns-
dóttur, mynd frá Hornafirði eftir
Ásgrím Jónsson og 5 myndir eft-
ir Gunnlaug Blöndal, þar á með-
al meðfylgjandi stúlkumynd frá
1928. Myndirnar eru til sýnis kl.
10—4 í dag.