Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 17. marz 196x
Furðuleg ályktun í
Képavogi um skipu-
lagssamkeppni
„Klýtur að vera byggð á misskilningi",
segir borgarstjóri
FURÐUL.EG áilyktan, frá bæj-
arstjórn Kópavogs í tilefni
af norrænu samkeppninni um
skipulag Fossvogsdalsins, kom
til umræðu á fundi bæjarstjóm-
ar Reykjavíkur síðdegis í gær.
Auk Reykjavíkurbæjar stendur
að samkeppni þessari Skipulags-
nefnd ríkisins, sem hefur með
höndum skipulag Kópavogs, þar
sem ekki er starfandi skipulags-
nefnd. Var að tilhlutan nefnd-
arinnar og með vitund bæjar-
stjóra Kópavogs ákveðið, að
samkeppnin skyldi einnig ná til
aðliggjandi svæðis, sem Kópa-
vogskaupstað tilheyrir, en hon-
nm J»ó að kostnaðarlausu, þar eð
ekki væru horfur á að svæði
þetta yrði byggt fyrr en að all-
mörgum árum liðnum. Þó að
margsinnis hafi verið haft sam-
ráð við bæjaryfirvöldin í Kópa-
vogi og þeim verð fullkunnugt
um þessi áform, er það fyrst nú
um það bil sem samkeppnin
er auglýst, að áðurnefnd ályktun
er gerð, en í henni er lýst mik-
illi óánægju með þessa ráðstöf-
un.
Það var Alfreð Gíslason, bæj-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins
sem á fundinum í gær vakti máls
á þessari ályktun bæjarstjórnar
Kópavogs, en þar er m. a. komist
svo að orði, að mótmælt sé „ein-
dregið því tiltæki bæjaryfirvalda
Reykjavíkur að efna til sam-
keppni utanlands og innan um
skipulagningu á stóru landssvæði
sem tilheyrir Kópavogskaupstað,
þ. e. ræktuðu landi nýbýlanna
norðan Nýbýlavegar, án samráðs
og samþykkis bæjaryfirvalda í
Kópavogi. Ennfremur segir, að
stjórnin telji „sig með öllu ó-
bundna af niðurstöðum þessarar
samkeppni og muni ekki taka
þátt í kostnaði við hana“. Innti
Alfreð Gíslason borgarstjóra eft-
ir nánari málavöxtum.
Algjör misskilningur
Borgarstjóri, Geir Hallgríms-
son, kvaðst ekki hafa gert álykt-
unina að umtalsefni, þar sem hún
virtist vera byggð á algjprum
misskilningi, sem æskilegast
hefði verið að eyða í vinsemd og
vináttu. Að gefnu tilefni kvaðst
hann hins vegair mundu rekja
gang málsins.
Skýrði borgarstjóri síðan frá
því, að Skipulagsnefnd ríkisins,
sem ásamt Rvíkurbæ stæði að
samk., hefði með að gera skipulag
Kópavogs, eins og annarra staða
úti um land, þar sem ekki eru
'starfandi skiplagsdeildir. Hefði
nefndin talið eðlilegt að nota það
taekifæri, sem samkeppnin gæfi,
til þess að fá fram tillögur að
skipulagi svæðisins, sem þá jafn
framt væru samræmdar þeim til
lögum, er gerðar yrðu fyrir
Reykjavík. Það væri því að und-
irlagi Skipulagsnefndarinnar, er
samkeppnin hefði verið látin ná
til landssvæðis Kópavogskaup-
staðar, en engar ákvarðanir um
slíkt verið teknar af bæjaryfir-
■v "’dum Reykjavíkur.
Ósk bæjarstjóra
Las borgarstjóri upp bréf frá
skipulagsstjóra ríkisins, Zophóní
asi Pálssyni, í tilefni ályktunar-
innar, þar sem greint var frá
ýmsu samráði um málið við bæj-
arstjórann í Kópav., Huldu Jak-
obsdóttur, allt síðan samkeppnin
var fyrst á döfinni, auk þess
sem skipulagsstjóri rifjaði upp
bréflega ósk bæjarstjórans firá í
maí 1958 um að gerðar yrðu
skipulagstillögur á hluta þess
svæðis úr landi Kópavogs, sem
samkeppnin nær nú til, en þar
sagði m. a. svo „ . . . vil ég hér
með leyfa mér að óska eftir því
að skipulagningu austasta hluta
þess svæðis, Digranesland að
Fífuhvammslæk og að austur-
takmörkum bæjarlandsíns, verði
hraðað eins og unnt er, og í því
sambandi sérstaklega að óska
tillagna um samræmingu þess
bæjarhluta við skipulag Reykja-
víkurmegin, sem nú mun vera
unnið að, a. m. k. með tilliti til
aðalumíerðaræða“. Með hliðsj. af
því, að bæjarstjóri Kópavogs
hefði í viðræðum um málið ekkL
talið samkeppni um skipulag
spildunnar milli Fossvogslækjar
ög Nýbýlavegs tímabæra, sagði
í bréfi skipulagsstjóra, að ákveð-
ið hefði verið að samkeppnin
skyldi vera án nokkurs kostnað-
ar fyrir bæjarstjórn Kópavogs
og það verið tilkynnt bæjarstjóra
þegar í haust.
Var máliff vel kunnugt
f framhaldi af tilvitnun þessari
I bréf skipulagsstjóra skýrði borg
arstjóri frá því, m.a., að í sam-
bandi við undirbúning samkeppn
innar hefði af hálfu Reykjavíkur-
bæjar oftsinnis verið haft sam-
band við yfirvöldin í Kópavogi.
Og þann 23. nóv., skömmu eftir
að bæjarráð hefði samþykkt af-
mörkun fyrirhugaðs samkeppnis
svæðis fyrir sitt leyti að því er
tók til Reykjavíkur, hefði samrit
af tillöguuppdrættinum yfir svæð
ið í heild verið sent bæjarstjórn
Kópavogs, og jafnframt greint
frá gangi málsins. Þar sem ekk-
ert hefði heyrzt frá bæjarstjórn
Framh. á bls. 23
— SamveldiB
Frh. af bls. 1
Ég tel að það sem gerðist
í gær tákni grundvallarbreyt
ingu. Merkin eru nógu skýr,
— héðan í frá mun enginn
geta haldið því fram, að kyn
þáttamisrétti geti farið sam-
an við aðild að samveldinu.
Diefenbaker var meðal
ákveðnustu andstæðinga Ver-
woerds á samveldisfundin-
um. Hann gekk óskorað í lið
með svertingjaþjóðum sam-
veldisins, sem kröfðust af-
náms og breytinga á kyn-
þáttastefnu Suður-Afríku. —
Hann bar m. a. fram tillögur
um að samin yrði skorin-
orð mannréttindayfirlýsing
brezka samveldisins.
Diefenbaker hafði meðal
annars í hyggju að bera
fram tillögur um að samin
yrði skorinorð mannréttinda-
yfirlýsing brezka samveldis-
ins. En á blaðamannafund-
inum í gær sagði hann: —
Nú, eftir að Suður-Afríka er
farin úr, er kannski óþarfi
að semja nokkra slíka yfir-
lýsingu.
Enga eftirsjá var að heyra
hjá Diefenbaker, þótt Suður-
Afríka gengi úr samveldinu.
Sagði hann að úrsögnin
hefði ekki komið sér á óvart
og verið fullkomlega eðlileg,
kynþáttastefna Suður-Afríku
hefði ekki getað samrýmzt
grundvallarreglum samveldis
ins. —■
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
LÆGÐIN fyrir sunnan land
var á hreyfingu NA í gær, og
ný lægð yfir Labrador fylgdi
á eftir. Veður var allillt á
Norðurlandi í gær, snjókoma
og víða strekkingur, en vægt
frost. Á Austfjörðum var. all-
hvasst og slydda.
Veffurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi.
SV-land til Breiðafjarðar og
miðin: Norðan átt, sumsstað- s
ar stinningskaldi í kvöld, i
skýjað með köflum, þykknar ^
sennilega upp með SA átt ann s
að kvöld. b
Vestfirðir til NA-lands og J
miðin: Norðan og NA átt, víða \
stinningskaldi í nótt en hæg- S
ari á morgun, snjókoma með |
köflum. \
Austfirðir, SA-land og mið- S
in: Léttir til með NV stinnings •
kalda. \
Rauðigaldur
á Islandi
ÞJÓÐVILJINN heldur í gær
áfram hinum hrottalegu ár-
ásum á eistneska flótta-
manninn, sem fengið hefur
íslenzkan ríkisborgararétt og
býr hér með fjölskyldu
sinni. Kommúnistamálgagnið
krefst þess nú blygðunar-
laust, að hann verði fram-
seldur í hendur hinna rúss-
nesku kúgara, svo að þeir
geti pyndað hann og líflátið.
Með þessari afstöðu hafa
íslenzkir kommúnistar und-
irstrikað að siðferði þeirra
sé hið sama og skoðana-
bræðra þeirra fyrir austan
járntjald. Þeir krefjast þess
að einn samborgara þeirra
verði myrtur, án þess að
nokkuð, sem siðaðir menn
geta talið sannanir fyrir af-
brotum, hafi verið lagt fram.
Það eru svo sem engin stór-
tíðindi, þó að rússneskir
ráðamenn hefji „réttarhöld“
yfir andstæðingum sínum
fjarverandi. Slík „réttar-
höld“ hafa ritstjórar Þjóð-
viljans alltaf lofsungið, og
minnast menn í því sam-
bandi læknamálsins svo-
Dómnefnd skipuð
við Háskólann
SKIPUÐ hefir verið dómnefnd til
þass að dæma um hæfni umsækj-
enda um prófessorsembættið í
sögu við heimspekideild Háskóla
íslands. í nefndinni eiga sæti
dr. Steingrímur J. Þorsteinsson,
prófessor, af hálfu heimsspeki-
deildar, og er hann jafnframt
formaður nefndarinnar, dr.
Kristján Eldjám, þjóðminjavörð-
ur, af hálfu Háskólaráðs, og Finn-
ur Sigmundsson, landsbókavörð-
ur, skipaður af Menntamálaráðu-
neytinu.
Sex umsóknir bárust um em-
bættið en einn umsækjenda Gunn
ar Finnbogason cand. mag., hefir
tekið umsókn sína aftur.
nefnda og annarra slíkra
réttarhneyksla, sem leiða
hugann að galdrabrennun-
um. En sem betur fer hefur
rauðigaldur aldrei áður verið
framinn hér á landi gegn ís-
lenzkum ríkisborgara, en
það sýnir okkur nú betur en
flest annað hvað hér tæki
við, ef þessir herrar kæmu
sínum áformum í fram-
kvæmd. Siðferðið er hið
sama alls staðar.
Yfirboðarar Þjóðviljarit-
stjórnarinnar, rússneska
sendiráðið, virðist líka hafa
undirbúið árásina vel, því að
í gær dregur Þjóðviljinn upp
úr pússi sínu tvær myndir
frá þessum svokölluðu rétt-
arhöldum og sjálfsagt verð-
ur þeim útvegað eitthvað
meira af „sönnunargöngum“.
Um mál þetta er annars
rætt í Staksteinum í dag.
Togarasölur
f FYRRADAG seldi togarinn Vík
ingur frá Akranesi í Bremerhav-
en 190,1 lest fyrir 106.886 mörk.
f dag selur Hárðbakur í Cuxhav-
en.
Skellinöðru stolið
MILLI kl. átta og hálf-ellefu á
miðvikudagskvöldið var skelli-
nöðru stolið frá húsinu nr. 20 við
Stóragerði. Hjólið var rautt að
lit, af tegundinni H. M. V., og
skrásetningarnúmer þess R-536.
Þeir, sem kynnu að geta veitt
einhverjar upplýsingar um stuld
inn, eru beðnir að hafa sam-
band við Rannsóknarlögregluna.
Vorboða-bazar
HAFNARFIRÐI: — Þaff er i
bvöld kl. 8,30, sem Sjálfstæff-
iskvennafélagið Vorboffinn
heldur bazar í Sjálfstæffishús-
inu. Eru Vorboffakonur beðnar
að koma munum eftir kl. eitt.
Sanistarfsnefndir
launþega og
vinnuveitenda
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óffinn
efnir til fundar í Sjálfstæffishús-
inu n.k. sunnudag kl. 2. Þar verff
ur rætt um sam-
starfsnefndir
launþega og
vinnuveitenda,
og hefur Pétur
Sigurðsson, al-
þingism., frami-
sögu um máliff.
Mál þetta hef-
ur borið mjög á
góma aff undan-
förnu, enda er þaff álit margra,
aff slíkar nefndir myndu ger-
breyta samskiptum fyrrgreindra
affila, báðum til hagræðis og hags
bóta.
— Suður-Afríka
Framh. af bls. 1
að hún væri stöðugt svívirða og
móðgun í garð mikils meirihluta
íbúa brezka samveldisins. — Við
hefðum óskað þess af alhug, að
Suður Afríka breytti kynþátta-
stefnunni. Fyrst hún var ófáan-
• eg til þesss, var það heppilegast
að hún hyrfi úr samtökunum.
(
Verwoerd sár og reiður
Verwoerd forsætisráðherra situr
áfram Samveldisráðstefnuna, þar
sem Suður-Afríka gengur ekki
úr samtökunum fyrr en lýðveldi
er lýst yfir 31. maí n.k. Af við-
tölum Verwoerds við blaðamenn
kemur það í ljós, hve sár hann er
yfir meðferðinni á sér á ráð-
stefnunni. Hann staðhæfir að úr-
sögn Suður-Afríku, sé ekkert
annað en byrjun endaloka sam-
veldisins. Það muni hhynja til
grunna við slíkar starfsaðferðir.
Verwoerd bendir á það, að i
nokkrum ríkjanna sem harðast
hafa ráðizt á Suður-Afríku við-
gangist skæð mismunun milli
þjóðflokka, t. d. í Ghana, Ind-
landi, Malaja og Ceylon.
Gagnrýni í S-Afríku
Verwoerd ætlar að fljúga af stað
heimleiðis á mánudaginn. Þegar
heim kemur bíða hans án efa heit
ar umræður. Stjórnarandstaðan
hinn svonefndi Sambandsflokkur,
sem er aðallega studdur af ensku
mælandi mönnum hefur þegar
gagnrýnt harðlega skyndiákvörð
un Verwoerds um úrgöngu úr
samvelrinu.
Foringi Sambandsflokksins
Villers Graaf bar í dag fram
þingsályktun, þar sem hin skyndi
lega ákvörðun Verwoerds er vítt
og er þar sagt, að Verwoerd hafi
brugðizt trausti yfirgnæfandi
meirihUjta kjósendanna. Graal
krafðist þess í þinginu, að málin
yrði þegar tekið til umræðu, en
þingforseti neitaði því. Var mik-
ill hiti í þingmönnum. Hefur Sam
bandsflokkurinn lýst því yfir, að
þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að
fara fram um svo alvarlega á-
kvörðun sem úrsögn úr sam-
bandinu. Er nú almennt talið,
að Verwoerd myndi tapa slíkri
atkvæðagreiðslu. Ef málið veldur
miklum æsingum er talið skyn—
samlegra fyrir hann að rjúfa þing
og efna til nýrra þingkosninga,
því engin hætta sé á að stjórn-
arflokkurinn tapi þingkosning-
um.
Dagskrá Alþingís
DAGSKRÁ efri deildar kl. 1,30 í dagj
1. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, frv,
1. umr. 2. Lögreglumenn, 1 umr. 3»
Minnispeningur Jóns Sigurðssonar, U
umr. 4. Fjáröflun til íþróttasjóös, 1.
umr. 5. Jarðgöng á þjóðvegum, 3. umr,
6. Heimild til að veita Guðjóni Ár-
manni Eyjólfssyni stýrimannsskírteinl
2. umr. 7. Sala Þingeyjar 1 Skjálfanda
fljóti, 2. umr.
Dagskrá neðri deildar 1 dag: 1. Með
ferö opinberra mála, 2. umr. 2- Raf-
orkulög, 2. umr.