Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1961, Blaðsíða 24
/þrótfir Sjá bls. 22 63. tbl. — Föstudagur 17. marz 1961 Bœjjarsfjórn sjá bls. 14. Sýningar- og íþmttahúsiö fokheit 1962 Tekur í sæti jafnmarga og Háskólabíóið, Austurbæjarbíó, Þjóðleikhúsið og og Gamla bíó til samans FULLVÍST má nú telja, að hafizt verði handa uri bygg- ingu sýningar- og íþrótta- húss í Laugardal í vor. — Grunnurinn hefur verið grafinn og ríkisstjórnin hef- ur samþykkt fyrir sitt leyti óskir byggingarnefndar um 10 milljóna króna lán úr mót virðissjóði. Beðið er eftir samþykki bandarískra stjórn arvalda við lántöku þessari og allt bendir til þess að það fáist mjög bráðlega. Verður þá hægt að láta til skarar skríða. Áætlað er, að fullgerð kosti sýningar og íþróttahöllin í Laug- ardal um 25 millj. króna, en fok- beld um 15 millj. kr. Á þessu ári munu aðilar þeir, sem að fiam- kvæmdunum standa, leggja fram hátt á fjórðu millj, króna, a. m. k. — Er því reiknað með, að húsið verði fokhelt á næsta ári og síðan verður lagt kapp á að íullgera það eins fljótt og kost- ur er Verður þetta stórt átak. Hlutur Reykjavíkurbæjar í mannvirk- inu er 51%. Sýningarsamtök at- vinnuveganna leggja fram 41% og íþrótjtabandalag Reykjevík- ur og Bandalag æskulýðsfélag- anna 8%. ★ í fyrra voru lagðar fram til- lögur að byggingu sýningar- og íþróttahússins. Síðan hefur ver- ið unnið að ýmsum tæknilegum undirbúningi. Teikningar hafa verið sendar utan til frekari rann sókna og athugunar. í Svíþjóð hefur farið fram athugun á burð arþoli byggingarinnar, í Dan- mörku var hljóðburðurinn rann- sakaður. — Undirbúningsfram- kvæmdirnar hafa kostað á aðra millj. króna. ★ Rætt hefur verið um að gera einhverjar breytingar á frum- uppdráttum, en í þeirri mynd, sem stórhýsið verður byggt, mun það taka yfir 2.000 manns í sæti, þegar um íþróttaleiki á stærsta velli er að ræða, þ. e. a. s. 22x44 metrar. Annars er yfirleitt ekki notaður stærri völlur en 20x40 metrar í milliríkjaleikjum. — Annað meginhlutverkið með byggingu hússins er að skapa grundvöll fyrir stórar vörusýn- ingar hér í Reykjavík. ★ í sýningar- og íþróttasalnum verður einnig stórt leiksvið, sem notað verður við hljómleika, fyr- irlestra, fundahöld eða sýningar, sem ekki krefjast mikils gólf- rýmis. Við slík tækifæri mun þessi stóra höll taka 3.000 manns í sæti, eða jafnmarga og fjögur stærstu samkomuhús bæjarins til samans: Nýja Háskólabíóið, sem brátt er fullgert, Austurbæjar- bíó, Þjóðleikhúsið og Gamla Bíó. Þótt einhverjar breýtingar verði gerðar á upprunalegri bygg ingaráætlun, munu þær aldrei skerða gólfrými í sýningarhúsinu sem neinu nemur, enda hefur verið miðað við það m. a., að íþróttamenn fengju þarna góða aðstöðu og jafnstóran leikvöll og tíðkast í fullkomnustu og stærstu íþróttahúsum erlendis. Áhalda geymslur, böð, búningsklefar og allt slíkt verður að sjálfsögðu í húsinu og fordyrið, sem er stórt og rúmgott gæti orðið heppilegt til veitingasölu fyrst í stað. Hins vegar er hér aðeins um byrjunarframkvæmdir að ræða eins og áður hefur verið greint frá, því bæjarstjórn hefur heitið þvi að ráðstafa ekki fyrst um sinn svæðinu austur af bygging- unni þarna í Laugardalnum. Er hér um að ræða 10—12 hektara lands, sem ætlunin er að nota síðar undir sérstaka sýningar- skála og annað því um líkt. Svolítið Örari veiði hjá togurunum Frátafir vegna veðurs og iss MENN gera sér nú vonir um að fiskveiðar togaranna séu eitt- hvað að glæðast. Heildarútkom- an er ekkert betri en áður, vegna sífelldra frátafa við veiðarnar, en það er eins og það gangi eitt- hvað örar hjá sumum en verið hefur, þegar hægt er að vera við veiðar fyrir veðri eða ís, sagði Hallgrímur Guðmundsson hjá Togaraafgreiðslunni, er við innt- um hann eftir þessu. Maí frá Hafnarfirði er ný- kominn af Nýfundnalandsmiðum með 340 lestir. Áður voru þar Júpíter, Þorkell máni og Þor- móður goði og komu með sæmi- legan afla. En hjá þessum togur- um voru sífelldar frátafir vegna íss. Nokkrir togarar hafa verið við veiðar við Austur-Grænland. Þar voru Hvalfell, Haukur, Ask- ur og Þorsteinn Ingólfsson. Þar var líka sæmileg veiði, en skipin gátu lítið athafnað sig við veið- arnar vegna sífelldra storma. Aðrir togarar hafa verið á heimamiðum, þar er sama sagan; veður hamlar oft veiðum, en veiðin svolítið örari hjá sumum en verið hefur undanfarið. Síðan þriðja þessa mánaðar hafa þessi skip komið með afla: Freyr með 270 lestir, Askur 127 lestir, Karlsefni 123 lastir, Ing- ólfur Amarson með 181 lest, Marz 170 lestir, Júpiter 123 lestir, Pétur Halldórsson 122 lestir, Skúli Magnússon 111 lest- ir, Hvalfell 140 lestir og í gær landaði Geir 140 lestum. Dreng dæmdar 400 þús. kr. í skaðabætur vegna sfyss Dómendur Hæstaréttar skoðuðu slysstaðinn HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gærdag 14 ára dreng nær 400,000,00 krónur í skaða- bætur, en drengurinn heitir Jóhannes Tryggvason, ólög- ráða sonur Tryggva Sigurðs- sonar, sjómanns, Melgerði 15, hér í bæ. Drengurinn var í vinnu í hraðfrystihúsi Júpiters & Marz hf. á Kirkjusandi sumarið 1957. Lenti hann þá með vinstri hönd milli rúllu og reimar á flutningsbandi með þeim afleiðingum að hann missti vinstri handlegg. Drengurinn var 11 ára, er þetta gerðist. 1 héraði voru bæt- ur þær sem Tryggvi Sigurðsson fór fram á vegna sonar síns alls rúmlega 550 þúsund krónur. Lögð óskoruð á frystihúsið í forsendum dóms undirréttar Bæjarstjórn Akraness sam- þykk lansninni Akranesi, 16. marz. TÍU stunda bæjarstjórnarfundur var haldinn hér í gær með klukku stundar kvöldverðarhléi. Hann hófst kl. fimm og stóð til kl. 3 um nóttina. Á fundinum var bor- in upp svohljóðandi tillaga: „Bæjarstjórn Akranesskaup- staðar Iýsir samþykki sínu við lausn landhelgismálsins og þakk ar ríkisstjórn, Alþingi og öðrum aðilum, sem leyst hafa málið til farsælla Iykta“. Þessi tillaga var samþykkt með 7 atkv. gegn tveimui. segir m. a. á þessa leið: „Eins og gögnum málsins er háttað er ekki fulljóst hver nákvæm til- slyssins voru. Þó er sýnt að drengurinn var að sýsla við fisk á neðra borði efra færibandsins, sem þó var þarflaust og hættu- legt í grend við keflið á enda þess. Vegna hins imga aldurs drengsins og annarra atvika, sem rakin hafa verið, þykir þó ekki, Framh. á bls. 23. ÞAR fór eins og Bjöm Guð- jónsson sagði í samtali við blaðið í fyrradag að rauð- magakarlarnir fengu rauð- maga í fyrsta róðri og komu með hann að landi í gær. Hann fékk 30 rauðmaga í fyrstu lögninni og félagi hans svipað. Ljósmyndari blðsins tók þessa mynd í gær vestur við Ægissíðu. Pilturinn lyftir upp tveimur föngulegum rauðmög um. Hann er matarlegur á svipinn. Það erum við líka. Bœjarsljórn Isafjarðar fagnar lausnínni ÍSAFIRÐI, 16. marz. — Á fundi bæjarstjórnar ísafjarðar í gær var eftirfarandi tillaga um land- helgismálið samþykkt með 7 atkv. gegn tveimur: „Bæjarstjórn ísafjarðar telur, að með samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu, er ríkis- stjórnin lagði fram til lausnar landhelgisdeilunni við Breta, sé á farsælan hátt bundinn endi á þessa viðsjárverðu deilu. Bæjarstjórnin telur, að meS samþykkt þessarar tillögu só full viðurkenning fengin fyrir 12 mílna fiskveiðilögsögu íslend- ina, samfara nýrri útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, grundvallaðrl á mikilsverðum breytingum á grunnlínum án óeðlilegra skuld- bindinga af hálfu íslendinga varS andi frekari útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í framtíðinni“. Flutningsmenn tillögunnar voru Matthías Bjarnason og Jón H. Guðmundsson. Nafnakall var viðhaft við atkvæðagreiðsluna. Hinir 4 fulltrúar Sjálfstæðis- manna og 3 fulltr. Alþýðuflokks manna greiddu tillögunni atkv., en fltr. framsóknarmanna og fltr. kommúnista greiddu atkv. gegn henni. — G K. Drengur drukknar í á ÞAÐ sviplega slys varð vestur í Reykhólasveit á þriðjudaginn, að tveggja ára drengur drukknaði í Bæjará við Bæ í Króksfirði. Drengurinn, Þorgrímur Arnar, var sonur eins bóndans á Bæ, Hákonar Magnússonar, og konu hans, Unnar Jónsdóttur. Drengurinn hafði verið að leika sér með þriggja ára bræðrungi sínum og hlupu þeir út að ánni, sem er tæpan kílómetra frá Bæ. Þar mun hann hafa runnið á hjarni fram af árbakka og ofan í á. Faðir hans kom að honum látnum skömmu síðar, og tókst ekki að lífga hann við þrátt fyr- ir tilraunir til þess í tæpa fjóra tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.