Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUlSBLAÐlb Laugardagur 18. marz 1961 Samkvæmt fréttaskeyti Reut- ers hafði hann lýst því yfir, að „samtök verða ætíð sterk- ari við það að stíga skref fram á við“ og ennfremur: „Að brezka samveldið væri sterkara og andrúmsloftið hreinna eftir að Suður-Afríka er á brott gengin.“, eins og hann hafði komizt að orði í Lundúnum. Fréttir höfðu sem sagt verið á þá leið, að Diefenbaker hefði verið meðal ákveðnustu and- stæðinga Verwoerds á sam- veldisfundinum. Hann hefði gengið í lið með þeim þjóðum, sem krafizt höfðu breytinga á kynþáttastefnu Suður-Afríku i og raunar gerzt talsmaður * þeirra ásamt Ifkrumah frá 1 Ghana. \ Það var því mikill hugur í Íokkur að hitta þennan mið- depill heimsfréttanna suður á IKeflavíkiurflugvelli, en það er bezt að taka fram nú þeg- | ar, að sú von brást: forsætis- ráðherrann svaf í flugvél sinni allan tímann meðan hún stóð við. Þegar við hittum Deacey, einkaritara hans, í flugvallar- hótelinu og spurðum um ferð- ir ráðherrans, svaraði hann ofurrólega: „Herra Diefenbaker sefur. Hann er þreyttur. Hann borð- aði kvöldverð með drottning- lunni í Buckingham Palace skömmu áður en hann lagði af stað.“ Auðvitað vissum við. ekki, þegar við vorum á leiðinni suður á Völl, að við mundum fara erindisleysu. Starf blaða- mannsins ber oft og tíðum lítinn árangur og svo var í þetta skipti, Honum getur i því verið nauðsynlegt að gera úlfalda úr mýflugu og það er einmitt það sem við ætlum að reyna hér á eftir. Það var fátt um manninn í flugvallarhótelinu, þegar þangað kom. Einn eða tveir lögregluþjónar voru á stjái í farþegasalnum og virtust ráða þar húsum, en skyndilega fengu þeir harða samkeppni, því tveir tollverðir gengu inn með mikilli reisn og mátti ekki á milli sjá hverj- ir voru alvörugefnari framan í andlitinu, lögreglan eða þeir. En það var lika mikið í húfi, því ekki mátti láta það við- gangast að Kanadamönnum tækist að smygla þorskalýsi eða öðru verðmætu góssi úr landi. Við vorum ekki fyrr komin inn úr dyrunum en Edward Frederiksen gekk til okkar, heilsaði af mikilli kurteisi og bauð okkur heitt kaffi. Faðir hans, hann Ebbi Frederiksen setti fallegan svip á bæinn í gamla daga. Hann var ein- hver , allra skemmtilegasti maður sem ég hef kynnzt, fjölfróður og hnyttinn, bók- elskur og barnigóður. Hann hafði alla tíð sæmilega brenni vinsheilsu, eins og þeir segja í Mosfellssveitinni. Edward gaf okkur kaffi og við röbbuðum stundarlangt um föður hans. Hann sagði, að hann hefði átt afargott bóka- safn. Og svo fékkst hann við að yrkja dálítið „en þetta brann allt sáman, þegar íbúð- in hans á Skólavörðustíg fuðraði upp á sínum tíma,“ sagði hann. ,,Hann tók það mjög sárt, sagði ég, það mátti stundum finna.“ „Já, hann tók sér það nærri“ sagði Eðward. „Hann var kominn í vinnuna, þegar kviknaði í húsinu. Og eftir brunann átti hann ekki ann- að en bakarafötin sem hann stóð í“. „Og sitt hlýja hjarta," skaut ég inn. „En hann missti öll ljóðin og bækurnar sínar,“ sagði Edward. „Já, og hann sagði mér að hann hefði aldrei langað til að yrkja eftir það.“ Og ég bætti við: „Mikið eru sumir annars lánsamir: að haía aðeins ort fyrir eldinn. Beztu ijóðin eru þau sem aldrei koma út.“ „Vissirðu hvað hann sagði, þegar hann stóð og horfði á húsið brenna?" spurði Edward. „Nei,“ svaraði ég. „Hjá honiun stóð kona og benti á gardínuna sem fauk brennandi út um gluggann. „Hún brennur", hrópaði hún. „Já, og þykir þér ekki loga vel i henni?“ sagði gamli mað- urinn. „Þegar hann minntist síðar á brunann, sagði hann: „það brann allt nema eldfastur leir.“ Með þessari setningu ætlaði Ebbi Frederiksen að kveðja sársauka sinn. En tókst ekki. Nú hafði móttökunefndin slegizt í okkar hóp, fulltrúar íslenzku ríkisstjórnarinnar: fulltrúi lögreglustjóra og flug- vallarstjóri. Þeir léku á als oddi. Við sögðum það væri óviðeigandi, að þeir væru ekki í einkennisfötum þegar þeir tækju á móti stórhöfð- ingjum. Þeir mótmæltu ekki og voru líklega sammála í hjarta sínu, svo við bættum við fyrir kurteisis sakir: „Það er ekki svo að skilja að þið séuð ekki í nógu góð- um fötum, en ja ....“ Og þar með féll talið niður. Við vorum búnir að svolgra í okkur kaffið og í þann mund sem við gengum fram var til- kynnt, að kómet-flugvél kanadíska hersins væri komin til Keflavíkur. Einhver virðu- legasta móttökunefnd, sem sést hefur hér á landi, tveir fulltrúar ríkisstjórnarinnar og einn auðnuleysislegur blaða- maður norpuðu út að flugvél- inni, alls óvissir um þau á- hrif sem þessi kurteisi mundi hafa á Kanadamennina. Þeir voru farnir að tínast út úr flugvélinni og yfirvöld stað- arins tóku fallega á móti þeim og buðu þeim inn í hótel. Þá kom líka þessi skemmtilega frétt: Að Diefenbaker svæfi og mundi ekki koma út úr flugvélinni, meðan hún stæði við. Þetta urðu mikil vonbrigði og er ástæðan til þess, að engin mynd af Diefenbaker fylgir þessu greinarkorni. Og það var ekki nóg með að hann svæfi í rúmi sínu, heldur þurfti Fulton dómsmálaráð- herra einnig að sofa. Svo við verðum að gera ráð fyrir að honum hafi verið boðið í Buckingham Palace með for- sætisráðherranum. Við gengum nú í einni hala- rófu upp í svítuna sem þeir kalla svo fallega, þeir sem ráða tungutaki flugvallarins og þar voru gestum bornar veitingar. nokkrar tegundir af vindlum 10 tegundir af sígarettum og vínföng, svo að til sóma var. Flugvallarstjóri afhenti einum af riturum for- sætisráðherrans gjöf frá for- seta íslands: „Hvað er í þessum pakka?“ spurðum við flugvallarstjóra. ,,Ég veit það ekki,“ svaraði hann. „Mér láðist að opna hann. Én ætli það sé ekki Ísland í myndum.“ Kanada- mennirnir urðu stórhrifnir af þessari óvæntu gjöf. (Á þessu sést að það er rétt sem Kennedy Bandaríkjafor- seti heldur fram, að vænleg- ast er að fara eftir venjuleg- um diplomatiskum leiðum, ef maður ætlar að ná einhverj- um árangri í því sem kallað er „að bæta sambúð milli ríkja.“) Nú vorum við kynntir fyrir þeim sem ekki sváfu: dr. Rynard þingmanni, herra Robinson, sérfræðingi í margs konar stórmálum , Deacey einkaritara forsætisráðherr- ans, Noel Dorion innanríkis- ráðherra. Herra Dorion er lítill mað- ur vexti og mjög feitlaginn, j gráhærður með svört spanga- gleraugu. En hann er viðfeld- • inn og þægilegur og franskt gáskafullt andlitið lýsir af prakkaraskap, sem augun geta ekki leynt. Hann og doktorinn fóru að tala um heita vatnið á íslandi og þorskalýsið og lögregluyfir- valdið gekk kurteislega fram í að, greiða úr flóknum spurn- ingum þeirra. Síðan fóru Kanadamennirnir að tala sín á milli um hneykslismál í Bretlandi, við hinir hlustuðum á. Það mátti ekki á milli sjá, | hverjum þótti mest gam- an. Innanríkisráðherrann lýsti skoðunum sínurn á máli þessu ; í dálitlu erindi, sem tók einar 20 mínútur eða svo og á með- an vöppuðu tollverðirnir fyr- ir framan herbergið og töldu vískí-sjússana, sem hurfu of- ( an í þennan glaðværa, fransk- ættaða Kanadamann. Ég vatt mér að Deacey einkaritara og spurði: „Hvernig líður honum?“ „Hverjum?" sagði einkarit- arinn. „Forsætisráðherranum.“ „Honum líður vel. Hann sefur. Hann var í kvöldverð- arboði í Buckingham Palace og . . .“ „Það er sagt að Diefenbak- er forsætisráðherra hafi gen,g ið manna bezt fram í því að koma Suður-Afríku úr sam- veldinu. Hvað vilduð þér segja um það?“ Það var eins og einkaritar- inn hefði brennt sig á raf- Framh. á bls. 15. Hr. Dorion verzlar með konu sinní. Einnig á myndinni einkaritari. Diefenbakers. Við héldum að við gætum kannski hitt Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, að máli vegna þess að flugvél hans var væntanleg til Kefla- víkur. Hann var á heimleið af ráðherrafundi aamveldisi- landanna í Lundúnum og við höfðum í höndum skeyti frá Reuter, sem var einskonar staðfesting á því, að ráðherr- ann hefði haft meiri áhrif á heimsmálin þá um daginn en flestir menn aðrir. Hann hefði sem sagt átt mikinn þátt í því að Verwoerd, forsætisráð- herra Suður-Afríku, hefði sagt land sitt úr brezka sam- veldinu. Og eftir því sem fregnir hermdu var forsætis- ráðherra Kanada ekkert að leyna því að hann væri á- nægður með 'þennan árangur. VIÐ vorum a leið suður á Keflavíkurflugvöll. Það var komið fram yfir mið- nætti, nóttin svöl en ekki fjandsamleg. Við vorum fjögur í bílnum, auk okk- ar Morgunblaðsmannanna einbeittur bílstjóri og flug freyja, sem hafði slegizt í förina af einskserri tilvilj- un. — Hatfiir forsætisráðherrans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.