Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. marz 1961 MORGVNBLAÐlb 13 Boðskapur hans varð ómetanlegt leiðarljós þúsunda æskumanna Séra Ftfiðrik Friðriksson dr. theol kvaddur ÍSLENZK þjóð kveður í dag einn sinna stærstu og beztu sona, æskulýðsleiðtogann, kirkjuhöfð- ingjann og rithöfundinn séra Friðrik Friðriksson dr. theol. Með honum er horfinn af svið- inu stórbrotinn persónuleiki fjölhæfur gáfumaður, mikill boð- andi orðsins og framar öllu öðru hjartahreint og óeigingjarnt göfugmenni. Þetta er í stórum dráttum, sú mynd af séra Friðrik Friðrikssyni, sem þjóð hans geymir af honum. Um hana mun leika hugþekkur bjarmi langt fram um komandi tíma. Sú kynslóð, og þá fyrst og fremst sú æska, sem hann starfaði með og fyrir naut mikilla forréttinda. Hún hlýddi á spekimál hans af vörum hans sjálfs, nam kenningu hans og fann hita þess fölskva- lausa mannkærleika, sem var hin þunga undiralda boðskapar hans. Hann flutti þennan boð- skap glaður og fagnandi. Þess vegna féll hann í svo góðan jarð- veg hjá börnum og unglingum. í munni hans varð hin djúpa alvara kristins trúar- og siða- lærdóms að björtu og fögru sevintýri, sem hreif huga æsk- unnar og varð ómetanlegt leið- arljós þúsunda æskumanna út í' lífið. Það var skáldið í séra Friðrik, ekki síður en trúarhiti hans og mælska, sem greiddu götu hans að hjörtum ungling- anna. Mikill fjöldi íslenöinga á dýrmætar persónulegar minn- angar um samvistir sínar við hann. Og því fór víðsfjarri að hann notaði hvert tækifæri til þess að raeða trúmál og boða trúarhugsjónir sínar. Þvert á móti. Honum var ekkert mann- legt óviðkomandi. Hann var ótæmandi brunnur fróðleiks og þekkingar, sem hann miðlaði áheyrendum sínum, hvort sem þeir voru margir eða fáir, af mildi sérstæðrar og heillandi frásagnargleði. fflé Æviatriði séra Friðriks verða ekki rakin hér, enda gerist þess naumast þörf. Þau eru alþjóð kunn. Hitt er nærtækara að flytja honum þakkir fyrir líf hans og stórbrotið starf, fagurt fordæmi og ógleymanlegar persónulegar samverustundir. Hann trúði fyrst og fremst á hið góða 1 mannssálinni, var sjálfur öllum mönnum góður og holl- ráður, og varði lífi sínu til þess eð flytja boðskap hins fórnandi kærleika, Hann varð mikilmenni sf auðmýkt og lítillæti hjarta eíns og elskaður og virtur af verkum sínum. Séra Friðrik ól upp tvo fóstur- syni. Árið 1897 var honum gefinn danskur drengur, Hans að nafni. Dvaldi hann hjá honum til full- orðins ára en fluttist síðan til Canada, þar sem hann hetfur verið búsettur síðan. Árið 1923 tók séra Friðrik einnig sex ára gamlan frænda fyrir páskana í fyrra barst rit Cato Majors, De Senectute, m. a. í tal. En Cato segir þar á einum stað, að enginn maður telji sig svo gamlan að hann hyggi sig ekki getað lifað eitt ár enn. Séra Friðrik var þá nær 92 ja ára og hafði verið nær blindur í nokkur ár. En nú reis Hann svaf fyrstu nóttina í höfuð- staðnum milli leiða í kirkjugarð- inum, því að hann átti þar ekkert athvarf og var þar öllum ókunn- ugur, en var seinna sæmdur æðsta heiðursmerki þjóðar sinn- ar fyrir störf sín í þágu almenn- ings. Hann fyrirleit flestar heil- brigðisreglur og braut margar Séra Friðrik Friðriksson níræður. sinn til fósturs, Adolf Guðmunds- son síðar yfirkennara. Ólst hann að öllu leyti upp á heimili hans að Amtmannstíg 2, þar sem eru höfuðstöðvar Kristilegs félags ungra manna. Þessum fóstursonum sínum reyndist séra Friðrik umhyggju- samasti og bezti faðir. Eftir síðari heimstyrjöldina tók hann einnig að sér að kosta um skeið uppeldi drengs úti í Finnlandi, sem mist hafði ástvini sína í stríðinu. Séra Friðrik elskaði æskuna ■og æskan elskaði hann. — í brjósti hans sjálfs lifði eldur æsku og fegurðar til hinztu stundar. pri?! Þegar ég heimsótti séra Friðrik MEÐ ANDLÁTI síra Friðriks Friðrikssonar er lokið langri og óvanalegri ævi. Eins vel mætti segja ævintýri, undarlegu, þeg- ar horft er á það af heimahlaði búmennskunnar, yfirnáttúrulegu, þegar það er skoðað frá æðri sjónarhæð. Hann var norðlenzk- ur sveitadrengur, sem á barns- aldri missti föður sinn, átti heilsu litla og blásnauða móður, ólst upp á hálfgerðum hrakningi á mestu harðindaárum, sem yfir Norðurland gengu á 19. öld, átti framan af ævi sinni oft ekki mál ungi matar og síðar aldrei svo mikið, að svaraði kúgildi, þegar hann upp úr stólnum sínum, gekk að einum bókaskápnum, tók De Senectute, ofan úr hillu og fletti hiklaust upp á þessari setningu: Nemo eirim est tam senex qui se annum non putet posse vivere. Nú er ég ekki sammála Cato vini mínum, sagði séra Friðrik. Ég held að ég muni kveðja ykk- ur innan eins árs. Séra Friðrik var forvitri. Hann var allur áður en eitt ár var liðið frá þessum degi. Hann átti góða heimvon og kvaddi lífið sáttur við guð og menn. íslenzka þjóðin blessar minn- ingu hans. frá eru teknar bækur hans, þó var í höfuðstaðnum reist af hon- um í lifanda lífi vegleg mynda- stytta á almannafæri. Hann réðst illa undirbúinn til skólagöngu, frekar af kappi en forsjá og gegn ráði frænda og vina, átti slitrótt- an námsferil vegna fátæktar og náði aldrei þeim námsafrekum í skóla, sem gáfur stóðu til, því að hann varð að vinna fyrir sér jafn- hliða með kennslu, var síðar á ævinni í algerðri andstöðu við þá lífsskoðun, sem ríkti meðal flestra menntamanna þjóðarinnar, en var þó að lokum gerður að heið- ursdoktor við Háskóla íslands. þeirra áratugum saman, en komst þó á tíræðisaldur og lá aldrei einn dag á spítala. Aðeins óvenjulegur maður getur átt svo óvenjulegan feril. Öll þessi undarlegu og ólíku atvik á lífsleið síra Friðriks voru honum eins og óveruleg veðra- brigði, sem hann lét engin áhrif hafa á ferðaáætlun sína eða á- fangaval. Ferðin var heldur ekki farin til að leita auðs eða met- orða, heldur til þess að reka er- indi Guðs. Hann var hraðboði, sem lét engar hindranir eða glap- sýnir sveigja sig af leið, því að örlög margra meðbræðra hans voru undir því komim, að erindi hans bærist í tæka tíð, og síra Friðrik elskaði meðbræður sína. má Sannarlega var kirkju Krists á íslandi þörf á slíkum erindreka um aldamótin síðustu, þegar síra Friðrik hóf starf sitt í þjónustu hennar. Hún var umsetin borg, með skörðótta múra og ryðgaðar fallbyssur, en að henni sóttu þung búnar hersveitir efnishyggjunnar með vísindi þátímans í farar- broddi og léttvopnaðar sveitir Brandesarstefnunnar og realism- ans í fylkingarörmum. Innan borg armúranna ríkti glundroði og ráðaleysi, eldri mennirnir skiln- ingslausir á nýja baráttutækni, þeir yngri áfjáðir í að komast að sem skárstum friðarskilmálum, svo að borg þeirra yrði ekki með öllu jöfnuð við jörðu. Þá hljómaði allt í einu rödd mikils hertoga og hvatningarskálds, sem brýndi bit í ryðgaðar eggjar cg deiga hugi, manns, sem ekki átti það Sigurður Bjarnason frá Vigur. Elskaði meðbræður sina í eðli sínu að hörfa í varnarstöðu, heldur að sækja á og sækja fram. f sálmabók þjóðkirkjunnar er gömul þýðing á frægum sálmi eftir Grundtvig og hefst hún svo: „Kirkja vors Guðs er gamalt hús, Guðs mun þó bygging ei hrynja“. Síra Friðrik gerði nýja þýðingu á þessum sálmi og hún byrjar svona: „Kirkja vors Guðs æ stend ur sterk, stendur, er hávígin falla“. Hér er engin þreyta, eng- inn uppgjafarhreimur, heldur sigurhljómur, hærri og skærari en hjá höfundinum sjálfum. Síra Friðrik var öflugt trúar- skáld og orti mikið, þótt það sé að vonum nokkuð misjafnt að list rænu gildi, því að oftast var ekki nostrað lengi við það, sem gert var í eldmóði augnabliksins. Ýmsa sálma sína og ljóð qrti hann á nóttunni, fór með í prentsmiðj- una að morgni og lét syngja á samkomu næsta kvöld. Hann gat leikið á marga strengi, hvatning- arljóð, eins og: „Þú æskuskari á íslandsströnd“, episk ljóð eins og hrynhenda ljóðabálkinn Úti og inni, innileg trúarljóð eins og: „Við kross þinn, Jesú, jafn- an“ sem minnir á tvö önnur skag- firzk trúarskáld, Kolbein Tuma- son og Hallgrím Pétursson. Hann var yrkjandi fram á síðustu ár. Um nírætt orti hann ljóðabálk um sögu íslands, 456 ljóðlínur, og lagði hann allan á minnið, því að þá var sjónin biluð. Hjá síra Friðriki fór saman eld- móður skáldsins og framsýni glöggs foringja. Á fyrstu árum K.F.U.M. lét hann félagið ráðast í að kaupa Melstedshús, þar sem nú er Útvegsbankinn, því að hann sá framtíðarþýðingu þess að eiga svo góða lóð í Miðbænum, eink- um í samband við starfið meðal sjómanna, sem honum var þá mjög hjartfólgið. Hann var að eðlisfari ráðríkur og harmaði það oft að hafa látið undan stjórn élagsins, sem þóttist skynbærari honum á fjármál, er hún seldi Melstedslóðina undir bankann og flutti heimili félagsins í hliðar- götu við Amtmannsstíg. Lengi vel skoðaði hann þann stað að- eins sem bráðabirgðaáfanga, þótt þar yrði heimili hans meira en hálfa ævina. Keppikefli hans var einatt, að félagið eignaðist bæki- stöð á betri stað og nær höfninni. Þá hafði hann vakandi skilning T“’'mlespa fertuír” á þýðingu íþróttanna, beitti sér fyrir stofnun knattspyrnufélags- ins Valur, sem lengi var deild í K.F.U.M., og Væringjafélagsins, sem var í anda skátahreyfingar- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.