Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUTSBL AÐIÐ Laugardagur 18. marz 1961 — Sr. Fridrik Fribriksson Framh. af bls. 13. fnnar og rann síðan inn í hana. Hann hvatti til stofnunar Karla- kórs K.F.U.M., sem síðar varð að Fóstbræðrum, og Lúðrasveitar K.F.U.M., sem hann gaf hljóðfær in að miklu leyti úr sínum eigin vasa. Þá. voru laun hans hjá K.F.U.M. sex hundruð krónur á ári, en aðrar tekjur fengnar með kennslu, einkum í latínu, en hann var einhver bezti latínumaður sinnar samtíðar hér á landi, sem kunnugt er, hafði hinar mestu mætur á Horazi og þuldi kvæði hans oft sér til skemmtunar, eftir að hann var blindur orðinn á bók. Fyrir margar kennslustundir hans kom lítil eða engin greiðsla, enda tekin af þörf, ef þegin var, en ekki fús'.».m huga. Heillaríkast og haldbezt af þeim fyrirtækjum, sem síra Frið- rik stofnaði til utan sjálfs starfs- ins í félagsheimilinu var sumar- búðastarfið, sem hann átti öll upptök að, bæði í Kaldárseli og Vatnaskógi, en öllum er nú Ijós orðin uppeldisleg þýðing þess. Þjóðkirkjan hefur nú með hönd- um vaxandi starf á þessu sviði og hefur í því sem ýmsu öðru fylgt hugsjón síra Friðriks á síð- ari árum. ffié Eiginlega var síra Friðrik alla ævi nokkuð nýungagjarn og kunni ekki vel að sitja lengi í náðum á sama stað, enda tók hann sér nokkrum sinnum frí frá störfum sínum í K.F.U.M. hér. Hann fór til Danmerkur 1907, varð þá framkvæmdarstjóri ung- lingadeildar K.F.U.M. í Álaborg í eitt ár, og eignaðist þar fjölda vina, einkum meðal skólapilta, sem báru tryggð til hans og héldu sambandi við hann æ síðan. f Vesturheimi var hann árin 1913— 16, ferðaðist þar mikið um, en stundaði líka prestþjónustu um tíma í íslendingabyggðunum í Minnesota. Þá varð hann tepptur í Danmörku um sex ára skeið í síðpri heimsstyrjöldinni. Alstað- ar fann han verkefni, sem heill- uðu hann og héldu honum föst- um um hríð. Auk þess gegndi hann prestsstörfum öðru hvoru hér heima ásamt starfi sínu í K.F.U.M., var prestur Holds- veikraspítalans um nokkra ára skeið eftir aldamótin, þjónaði öðru prestsembættinu við dóm- kirkjuna um tíma og var settur sóknarprestur á Akranesi, þar sem hann vann einnig mikið starf fyrir K.F.U.M. og hafði sitt annað heimili í nokkur ár. Löngu áður, eða 1911, hafði hann tekið að sér K.F.U.M. í Hafnarfirði og fór hann þangað árum saman fót- gangandi til fundahalda 1—2 daga í viku hverri. Hann var á þeim árum mjög fóthvatur og kom það sér vel í spænsku veik- inni 1918, þegar han var á ferð- inni dag og nótt til þess að vitja sjúkra, liðsinna þeim og telja í þá kjark. Þá fór han ekki af föt- um dögum saman, en tók sér blund við og við í ruggustóli sín- um, oft blautur í fætur og matar- laus. Á þeim árum virtist ekkert bíta á heilsu hans og engan hef ég vitað komast af með minni svefn. Hann notaði nóttina mjög til vinnu á fyrri árum, til að yrkja og undirbúa ræður sínar, því að lítið næði gafst oft á daginn, svo umkringdur sem hann var jafn- an af hópum unglinga og eldri vina, sem aldrei urðu þess varir, að hann hefði ekki nægan tíma til að sinna þeim. Líkaminn var honum þjált tæki, segulmagnað af andlegri orku hans. Tóbak var það eina, sem hann var honum eftirlátur með. Það var tízka um og eftir alda- mótin síðustu að brígsla þeim mönnum um þröngsýni og of- stæki, sem ekki vildu varpa fyr- ir borð ýmsum meginatriðum úr kenningum kristinnar kirkju, og fór síra Frðrik ekki alveg var- hluta af því. Allir, sem ekki voru ríghaldnir þeim sáiarmeinum sjálfir, viðurkenndu þó trúarein- Séra Friðrik með KFUM-drengjum í Vatnaskógi. lægni hans og mannkærleika, og þeir sem þekktu han nánar, vissu það vel, að hann var víðsýnn maður, miklu víðsýnni og um- burðarlyndari en flestir þeir, sern brugðu honum um afturhalds- semi í trúarefnum. Hann vissi af eigin reynd, hvað það var að eiga í sálarstríði, því að ástar- sorg og trúarlegar efasemdir höfðu á stúdentsárum hans hrak- ið hann út á þá yztu nöf örvænt- ingar, sem þrír aðrir ungir og gáfaðir menntamenn úr fóstur- héraði hans höfðu hrapað fram af. Neyð hrelldrar sálar, sem leit- aði athvarfs hjá honum ókunnug- um, vakti ábyrgðartilfinningu hans og hjálpfýsi, og það varð honum sjálfum til bjargar. Ó- þekktur farandpredikari í erl. höfn varð sá boðberi, sem flutti honum kvaðninguna til lífsstarfs hans og — þúsundir manna, hér lehdis og erlendis, standa því í þakkarskuld við. Á stúdentsárum sínum í Kaupmannahöfn gerð- ist síra Friðrik sjálfboðaliði í K.F.U.M., sem þá var tiltölulega nýstofnað, og vann einkum í versta „slum“-hverfi borgarinn- ar, meðal þeirra vandræðaung- linga, sem nú á tímum eru m.a. kallaðir „beatniks", en Danir kölluðu „böller". í Álaborg var starf hans aftur á móti aðallega helgað ungum menntamönnum og hér heima mönnum af öllum stétt um og lífsstefnum. Hann varð skriftafaðir fleiri manna en nokkur annar íslendingur, sem um er vitað, og öll þessi marg- háttaða reynsla gæddi hann skiln ingi á vandamálum mannssálar- innar, sem samfara mannkær- leika hans og trúarþroska gerði hann að þeim mikla æskulýðs- leiðtoga, sem ávann sér þakklæti og virðingu þúsunda manna, austan hafs og vestan. irá Sira Friðrik var í eðli sínu „mystiker“ og hafði orðið aðnjót- andi ýmis konar dulrænnar reynslu, enda stóð hann allnærri kaþólskum sjónarmiðum. Hann unni mjög heilögum Aloysiusi, sem hafði birst honum til hjálpar' í draumi og sagt ho.ium nafn sitt, áður en hann hafði heyrt þess getið í vöku svo hann vissi til. Hann skoðaði þennan æskulýðs- leiðtoga frá miðöldum sem vernd ardýrling sinn og hafði litla styttu af honum standandi í her- bergi sínu. Enda þótt hann væri eindreginn fylgjandi trúfræði vestrænnar kirkju, eins og hún hefur verið mótuð af mestu and- ans mönnum kirkjunnar í ald- anna rás, var hann hafinn yfir I lýsa honum með þessum orðum. allan smásmuglegan skoðanamun, sem oft hefur hindrað samstarf kristinna manna. Hann var band- ingi Krists, en ekki neins jarð- nesks fangavarðar, og því frels- ingi hans, eins og þeir einir geta orðið, sem ekki lifa sjálfum sér. Hann hafði engar áhyggjur fyrir líkamlegum þörfum næsta dags, en varði a. m. k. síðustu árin, meiru en klukkustund á hverju kvöldi, áður en hann tók á sig náðir, til þess að biðja fyrir sin- um mörgu vinum, mjög breysk- um og dálítið minna breyskum, lífs og liðnum. Margir voru því andlegir skjólstæðingar hans, einnig eftir að ellin hafði þrengt verkahring hans, og það jafnvel án þess að vita það sjálfir. Þeir munu njóta fyrirbæna hans í enn ríkara mæli nú, þegar sál hans hefur losnað við föruneyti þess líkama, sem orðinn var henni til byrði og hún þráði að losna við. Gleðin og bjartsýnin voru þeir eiginleikar í fari síra Friðriks, sem einna mest bar á, en mörg sár vonbrigði hafa þó mætt hon- um eins og öðrum, sem vinna fyrir meðbræður sína gegn öfl- um dauðans. Hann var sigursæll leiðtogi, en af þeim mikla fjölda ungra manna í tveimur heimsálf- um, sem hann kallaði undir merki konungs síns, sá hann þó marga falla, aðra flýja úr orrustunni og enn aðra gerast liðhlaupa yfir í raðir fjandmannanna. Þetta hlaut að vera honum sár raun. Þó ná áhrif hans langt út. fyrir raðir þess félagskapar, sem hann helgaði mest krafta sína. Á fyrstu árum hans var kirkja Krists skoð uð af mörgum sem úrelt og ömur- leg fortíðarleif, en nú er æ fleir- um að skiljast sá sögulegi og sál- fræðilegi sannleikur, að hún hef- ur verið og er, þrátt fyrir allt, burðarás vestrænnar menningar, sem án áhrifavalds hennar er of- urseld ringulreið og upplausn í lífsskoðun-, siðum og félagshátt- um. Þann skilning hér á landi skapaði síra Friðrik öllum öðrum mönnum fremur og því hófst nýtt tímabil í kirkjusögu fslands með starfi hans. Að sönggleði og skipu lagsgáfu líktist hann Jóni biskupi Ögmundssyni, sem hann mat mest allra íslenzkra kirkjuhöfðingja, en sjálfur átti hann nokkuð af spámannlegum krafti meistara Jóns Vídalíns og auðmýkt Hall- gríms Péturssonar. Sú er spá mín, að Sagan muni skipa honum á bekk með þessum þremur af- bragðsmönnum íslenzkrar kirkju. P. V. G. Kolka. Só, sem kveikir eld ókugons ÞESS gerist ekki þörf, að lýsa fyrir fslendingum sólbjörtum sumardegi og áhrifum hans. Þess gerist ekki heldur þörf, að lýsa séra Friðrik Friðrikssyni fyrir þeim, sem höfðu kynni af allir átt þess kost. Þeirra vegna og eftirkomendanna er það rétt og skylt, að honum verði lýst rækilega og saga hans sögð, og svo verður að sjálfsögðu gert. Það er ekki ætlun mín og ég Ég ætla aðeins að bregða stutt- lega upp þeirri mynd, sem ég geymi af honum, um leið og ég j læt í ljós þakklæti mitt og j virðingu fyrir þessum látna vini mínum. Fundum okkar bar fyrst sam- an hér í Reykjavík. Ég var þá tólf ára gamall og nærri öllu ókunnugur. Þá víkur sér að mér maður glaðlegur og ástúðlegur og ávarpar mig nokkrum vingjarn- legum orðum, en ég stóð eftir forviða. Þá vildi svo til, að þar bar að konu, eina af þeim örfáu, sem ég þekkti í Reykjavík. Ég spurði hana, hvaða maður þetta væri. Það er hann Friðrik Frið- riksson, sagði líún, og mér virtist , son hún undrast vanþekkingu mína. Næstu kynhin voru í Mýrarhúsa- skóla. Þangað kom han og hélt þar barnaguðsþjónustur. Fyrir atbeina skólastjórans, míns góða kennara Sigurðar Sigurðssonar, héldu kynni okkar áfram og hann varð minn mikli velgjörðarmað- ur. Hann kom mér út á mennta- brautina, sem að öðrum kosti hefði orðið mér algerlega lokuð, því silfur og gull áttum við ekki, og hann kom mér í sam- band við K F U M, sem var mikil gæfa ungum skólapilti á hinum dimmu árum efnishyggj-i unnar um aldamótin. Sem betur fer hef ég ekki einn þá sögu að segja, því að K.F.U.M reyndist þá þegar eins og síðar mörgum ungum mönnum blessunarríkur félagsskapur. Séra Friðrik, stofn- andi félagsins, setti auðvitað all- an svip á það. Þar voru öllum opnar dyr, trúuðum sem vantrú- uðum, og leitandi efasemda- mönnum. „Hvern, sem til mín kemur, hann mun ég alls ekki burt reka.“ Það var vissulega regla hans. Og hann hafði sér- stakt lag á að laða til sín unga menn og vinna traust þeirra, hvað sem lífsskoðun þeirra leið. Það fundu allir hlýjuna og skiln- inginn, sem var samfara gleðinni og fjörinu. Þegar þar við bætt- ust óvenjulega fjölhæfar gáfur, þá var þetta allt meira en nóg til að gjöra samvistirnar við hann ánægjulegar og lærdóms- ríkar. Séra Friðrik var í sann- leika óvenjulegur maður, og hann hefir unnið óvenjulegt starf,- stórvirki-, um ævina .Sá, sem ryður nýjar brautir með þjóð sinni í andlegum efnum, sá, sem kveikir með hennj þann eld á- hugans, sem reynist endingargóð- ur, og ber mikilvægt málefni, málefni Guðs, fram til sigurs, þarf að vera óvenjulegur maður. Hann þarf að vera mikilmenni. Hann þarf að vera Guðs útvalið verkfæri. Þetta var séra Friðrik Friðriks- Blessuð sé minning hans. — Árnri Árnason. Sr. Frlðrik Friðriksson dr. theol Fæddur 25. maí 1868. Dáinn 9. marz 1961. IN MEMORIAM Merkið það stendur. — Drottins hetja er hnigin. Hundraða máki, stóð hann lengi á veröi, kallar þig, sveinn, að verja helgu vígin vélöndum gegn, og bregða andans sverði. Æskunnar skari, á þinn styrk hann heitir, öllu að góðu og sönnu liö þú veitir. Málefni Krists og menning sinnar þjóðar morgni á lífs hann vígði œvidaginn, volduga trúin, vœttir állar góðar veittu honum fylgd og leiddu állt í haginn. — Birtan af hœðum umlék tiginn anda. Um áldir munu hetjuverkin standa. Sístæðra mennta bergði hann af brunni, bragamál þuldi Hellasar og Rómar, Hórazi og Virgli öðrum fremur unni, aldregi þagna fornra tíða hljómar. — Hugljúf var dvöl meö Hallgrími og Snorra, heiðríkja og andans snilli feðra vorra. Alvœpni búinn, hjálpræðisins hjálmi, hélt hann til stríðs, og gyrtur andans sverði, heróp hans gáll % œskusöng og sálmi, síungur, djarfur, slóð hann fast á verði, trúarskjöld hóf, réttlætisbrynju bar hann. — Barnið í senn og Drottins hetja var hann. Erindi Krists, i orði bœði og verki, ótrauður rák viö spilltan tíðaranda, leiðtogi villtum, veikum œ hinn sterki, vegbróðir þeim, sem kvíði og skuggar granda. — Fylgja honum héðan þakkir fslands þjóðar, og þeirra állra, er meta dáðir góðar. Foringinn glæsti genginn er til náða, gróöurinn fylgdi hverju einu spori, andi hans lifir, lyftir enn til dáða lýðanna œsku, spáir sól og vori. — „Skógurinn“ váknar, Ijómar Lindarrjóður. Lýsir þitt merki, séra Friörik góður. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON. honum, en því miður hafa ekki tel mér það ekki heldur fært, að 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.