Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 1
24 siður og Lesbok
0fM$#]telri^í
18. árgangur
65. tbl. — Sunnudagur 19. marz 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Æska Reykjavíkur viö útför sr. Friðriks Friðrikssonar dr. theol. Ljósm. Mbl. Ol. K. M.
Ritskoðun aflétt
BONN og Washington, 18.
marz (Reuter). — Dregið
hefir verið úr ritskoðun bæði
í Bandarikjunum og Sovét-
ríkjunum. Samkvæmt upp-
lýsingum rússneska sendi-
ráðsins í Bonn þurfa frétta-
ritarar erlendra blaða í Sovét
rikjunum nú ekki lengur að
afhenda fréttaskeyti sín til
athug&nar áður en þau eru
send út úr landi. Þá til-
kynnti K e n n e d y forseti
Bandaríkjanna í gær að af-
numið væri allt eftirlit með
hlaðapósti — dagblöðum,
tímaritum, bókum o. fl. —
frá kommúnistaríkjunum.
TÆKNILEG UMBÖT
í tilkynningu rússneska sendi-
ráðsins í Bonn er hvergi minnzt
á ritskoðun, enda hafa kommún-
istar aldrei viðurkennt að hún
væri viðhöfð í Sovétríkjunum.
Breytingiunni er lýst þannig að
hér sé um „tæknilega umbót" að
ræða vegna fjölda erlendra
íréttamanna í landinu. Starfs-
maður sendiráðsins bætti því við
að „ef fréttamaður níðir Sovét-
ríkin munum við að sjálfsögðu
biðja hann viasamlega að fara
úr landi."
f 12 ÁR
í Bandaríkjunum hefur sl. 12
ár verið eftirlit með öllum
blaðapósti frá kommúnistaríkj-
unum. í tilkynningu Kennedys
um aifnám þessa eftirlits segir
að það komi ekki lengur að
neinu gagni ag sé til bess eins
að draga úr menningarlegum
samskiptum Sovétríkjanna ag
Bandar ík j anna.
Forustumenn póstmála í Banda
ríkjunium skýrðu frá því í sam-
bandi við afnám ritskoðunar að
hingað til hafi memn fengið af-
hent áróðursrit frá kommúnista-
ríkjunum gegn því að undirrita
yfirlýsin.gu þess efnis að þeir
óski eftir því.
Hann var jafnoki þeirra
sem helgir voru kallaðir
Geysifjölmenn útför séra Friðriks
Friðrikssonar dr. theol.
¦B
GEYSILEGTJR mannfjöldi fylgdi í gær séra Friðrik Friðrikssyni,
dr. theol, til grafar. Mátti af því marka, hve sterk ítök hinn látni
aeskulýðsleiðtogi átti í hugum Reykvíkinga. Aldrei hefur annar
eins fjöldi barna og unglinga sézt við nokkra jarðarför hér í
bænum og við jarðarför séra Friðriks. Allt frá því að útför hans
hófst í húsi K.F.TJ.M. við Amtmannsstíg og þar til henni lauk í
gamla kirkjugarðinum, tók mikill fjöldi barna og unglinga þátt
í henni.
Veður var hið fegursta í gærmorgun og voru allar götur, sem
líkfylgdin fór um fullar af fólki.
Athöfnin í húsi K.F.U.M.
Athöfnin hófst með húskveðju
í húsi K.F.U.M. og K. kl. 9.45
fyrir hádegi. í»ar flutti séra
Magnús Runólfsson húskveðju
en blandaður kór K.F.U.M. og K.
söng. Orgelleikari var Gústaf Jó
hannesson. Salir K.F.U.M. voru
-§>f.ullir aí fólki, ungum og göml-
um, og úti fyrir húsinu stóð
fjöldi fólks.
Síðan var kistan borin niður
Amtmannsstíg, um Lækjargötu
og Skólabrú í Dómkirkjuna. Var
hún sveipuð íslenzkum fána og
blómum skrýdd. Sjö flo.kkar
manna báru frá K.F.U.M. til
Dómkirkjunnar. Voru það starfs
Spánverjar
mótmœla
MADRID, 18. marz (Reuter).
— Spánn hefur sent Samein-
uðu þjóðunum og Marokkó
mótmælaorðsendingar þ a r
sem því er haldið fram að
Marokkó sé að draga saman
h e r 1 i ð við landamæri
spönsku nýlendunnar Rio de
Oro.
Talsmaður spánska utan-
ríkisráðuneytisins sagði að'
stjómin hefði gert nauðsyn-
legar ráðstafanir til að mæta
áiasum.
menn kristniboðssambandsins,
félagar úr eldri og yngri deild-
um K.F.U.M. og bæjarstjórn
Akraness, en séra Friðrik var
eins og kunnugt er heiðursborg-
ari Akranesskaupstaðar.
f Dómkirkjunni
Við Dómkirkjuna stóðu skát-
ar heiðursvörð. Var kirkjan orð-
in nær full af fólki, þegar lík-
fylgdin kom þangað. Stóð mikill
fjöldi fyrir utan kirkjuna meðan
á athöfninni þar stóð og fylgdist
með því sem þar fór fram, þar
sem gjallarhornum hafði verið
komið þar fyrir. Inn í kirkjuna
báru forsætisráðherra og stjórn-
ir K.F.U.M. í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Fyrst var sunginn sálmurinn
„Enn í trausti elsku þinnar",
eftir séra Pál Jónsson og síðan
Frh. á bls. 2.
Herlið til
Kongö
COLOMBO, Ceylon, 18.
marz (Reuter). — Fjár-
málaráðherra Ceylon til-
kynnti í dag að ríkisstjórn
in hefði ákveðið að senda
herfylki til Kongó til
starfa undir stjórn SÞ.
Ráðherrann benti á að
Ceylon hafi fyrir nokkru
ákveðið að kalla heim her
lið sitt frá Kongó. En
með dauða Patrice Lum-
umba h e f ð i ástandið
breytzt í landinu. Teldi
stjórn Ceylons nú að ef
SÞ fengju nægilega öflugt
herlið til Kongó, væri enn
unt að koma á friði í land
inu.
Forsætisráðherra og stjórnir KFUM i Reykjavik og Hafnarfirði bera kistun*