Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 19. marz 1961
y
Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SAMBÚÐ ISLENDINGA OG DANA
tSLENDINGAR taka áreið-'
anlega undir þau um-
mæli Bjarne Paulsonar, sendi
herra Dana á íslandi, sem
hann viðhafði í samtali, er
Morgunblaðið birti sl. föstu-
dag, að sambúð íslendinga og
Dana hefur aldrei verið betri
en nú. Sambúð þessara
tveggja norrænu frændþjóða
hefur stöðugt verið að batna
síðan Islendingar hlutu full-
komið frelsi.
Þessi saga hefur ekki að-
eins gerzt hér á íslandi. Hún
hefur gerzt á hinum Norð-
urlöndunum einnig. Noregur
laut eitt sinn Danakonungi
og síðar Svíakonungi. Svíar
lutu einnig Danakonungi um
skeið. Loks lutu Finnar lengi
Svíakonungi. Á meðan Norð-
urlandaþjóðirnar voru yfir-
þjóðir hver annarra á víxl,
var samkomulag þeirra brös-
ótt. Þær áttu jafnvel í styrj-
öldum sín í milli. Síðan þær
urðu allar sjálfstæðar og ó-
háðar, hafa þær stöðugt ver-
ið að færast saman, sam-
vinna þeirra orðið nánari og
víðtækari.
íslendingar fagna innilega
hinni góðu sambúð við fyrr-
verandi sambandsþjóð sína,
dönsku þjóðina. Þeir gera sér
ljóst, að hún er ekki aðeins
náin frændþjóð þeirra, held-
ur og gagnmenntuð og merki
leg menningarþjóð, sem
stendur flestum þjóðum fram
ar á fjölmörgum sviðum.
Okkkur íslendingum verð-
ur eðlilega tíðrætt um hand-
ritamálið og óskir okkar um
að fá hina fornu þjóðardýr-
gripi til íslands að nýju. Dan
ir hafa sýnt, að þeir hafa
fullan skilning á óskum ís-
lenzku þjóðarinnar í þessum
efnum, og margt bendir til
þess, að lausn, sem báðar
þjóðirnar geti vel við unað,
sé ekki langt framundan.
ÍBÚÐARHÚSA-
BYGGINGAR OG
STJÓRNAk-
STUÐNINGUR
JÓNAS G. RAFNAR, alþing-
ismaður, ræddi nokkuð
um stuðning núverandi og
fyrrverandi ríkisstjórna við
íbúðarhúsabyggingar í land-
inu í ræðu þeirri, er hann
flutti í útvarpsumræðunum
um vantrausttillögu stjórnar-
andstöðunnar á Alþingi fyrir
skömmu. Hann minnti á það,
að árið 1955, er þáverandi
ríkisstjórn, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði forystu í,
beitti sér fyrir löggjöfinni
um húsnæðismálastjórn o. fl.,
voru lánaðar 27,4 milljónir
króna á vegum hins nýja veð
lánakerfis til bygginga nýrra
íbúðarhúsa í landinu. Á ár-
inu 1956, en á því ári
t r y g g ð u Sjálfstæðismenn
eínnig fjármagn í þessu
skyni, voru veitt 63,6 millj.
kr. lán á vegum húsnæðis-
málastjórnar.
Á fyrsta valdaári vinstri
stjórnarinnar, árinu 1957,
varð hins vegar verulegur
afturkippur í þessum lán-
veitingum. Á því ári voru að
eins lánaðar 45,6 millj. kr.
og árið 1958 48,7 millj. kr.
Þannig efndi vinstri stjórn
in þau fyrirheit sín að stór-
auka stuðning við íbúðar-
byggingar almennings í land
inu.
Á árinu 1960 eru Sjálf-
stæðismenn aftur komnir í
ríkisstjórn. Þá hafði stjórnin
forgöngu um það að útvega
aukið fjármagn í veðdeildina
og voru þá veittar 71,8 millj.
kr. til íbúðarhúsabygginga.
Það er vissulega rétt, sem
Jónas G. Rafnar einnig benti
á, að brýna nauðsyn ber til
þess að efla veðdeildina og
gera hana færari um að
mæta hinni brýnu þörf, sem
ávallt er fyrir hendi á aukn-
ingu íbúðarhúsnæðis í land-
inu. Þjóðinni fjölgar, nýjar
fjölskyldur eru stofnaðar og
almenningur í landinu gerir
stöðugt vaxandi kröfur um
rýmra og heilsusamlegra hús
næði. Það er skoðun Sjálf-
stæðismanna að stefna beri
að því að sem flestar fjöl-
skyldur í landinu eignist
sína eigin íbúð. I þá átt hef-
ur sem betur fer þokazt á
síðustu árum. Merkilegasta
nýmælið, sem upp hefur ver-
ið tekið í þessum efnum, er
stofnun veðdeildarinnar fyrir
forgöngu Sjálfstæðisflokksins
á árinu 1955.
KENNEDYS-
STJÓRNIN OG
AFRÍKUMÁLIN
CÁ HLUTI Norður-Ameríku,
^ sem nú myndar Banda-
„Flauelseinræði"
— að þrotum komið?
Ákveðnar fregnir
berast um vaxandi
skipulagða and-
stöðu gegn Salazai
og stjórn hans,
bæði heima fyrir
og í nýlendunni,
Angola....
„SANTA MARIA“-málið —
hvort menn vilja nú tala um
uppreisn eða sjórán, — sem
fyrir skemmstu var aðalefni
heimsblaðanna, er nú horfið
’á vit minninganna — sem
ríkin, var einu sinni brezk-
frönsk nýlenda, en hinar
þróttmiklu þjóðir Vestur-
heims undu ekki nýlendu-
skipulaginu til lengdar. Þær
gerðu uppreisn og mynduðu
hin sjálfstæðu sambandsríki,
sem nú er öflugasta lýðræðis
ríki veraldarinnar. Ekkert er
því eðlilegra en að nýlendu-
stefnan eigi ekki upp á pall-
borðið meðal Bandaríkja-
manna. Það hefur ekki sízt
komið greinilega í ljós, síð-
an John F. Kennedy settist
á forsetastól. Sl. fimmtudag
gerðist það á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóð>anna, að sam
þykkt var með samhljóða at-
kvæðum ályktunartillaga,
þar sem Suður-Afríkustjórn
var vítt fyrir framkomu sína
gagnvart gæzluverndarsvæði
Suðvestur-Afríku. Greiddi
fulltrúi Bandaríkjanna Adlai
Stevenson einnig atkvæði
með þeirri tillögu.
I svipaðan mund gerðist
það í öryggisráðinu, að Stev-
enson greiddi atkvæði með
tillögu um, að rannsóknar-
nefnd Sameinuðu þjóðanna
yrði send til portúgölsku ný-
lendunnar Angola á vestur-
strönd Afríku til þess að
kynna sér ástaridið þar.
Portúgal er, eins og kunnugt
er, í Atlantshafsbandalaginu
og hefur haft nána hernaðar
lega og pólitíska samvinnu
við Bandaríkin. En Kennedy-
stjórnin er þess alráðin. að
hafa náið og vinsamlegt sam-
band við hin nýju Afríkuríki,
en þeim er eins og kunnugt
er kynþáttastefna Suður-Af-
ríkustjórnar og nýlendu-
stefnu Portúgala hinn mesti
þyrnir í augum.
skringilegt og hálft í hvoru
grátbroslegt atvik. En öldu-
leiðingar þær, sem vöknuðu
í kjölfari „Santa Maria“, virð
ast halda áfram að falla yfir
Portúgal með tálsverðum
þunga. Þar eru nú að verki
allsterk öfl, sem berjast op-
inskátt gegn Salazar.
1 samræmi við þá kenningu
sína, að það sé ávallt betra að
„hleypa út gufu“ heldur en að
láta þrýstinginn inni í katlin-
um verða svo mikinn, að hann
springi, leyfði Salazar nýlega
þekktum stjórnarandstæðingum
óvænt að birta ávarp til al-
mennings, þar sem krafizt er
nýrra kosninga og jafnvel skip-
unar nýs forsætisráðherra hið
fyrsta — þ. e. a. s. krafan er
raunverulega sú, að bundinn
verði endir á „flauelshanzka-ein
ræði“ Salazars, sem svo hefir
verið nefnt. Þetta óvænta „frjáls
lyndi“ einræðisherrans hefir
sennilega átt að vera sá biti, er
styngi upp í andróðursmennina,
þannig að þeir hefðu sig ekki
frekar í frammi í bili — en svo
virðist sem þeir hyggist ekki
gera sig ánægða með neitt mála
mynda-f rj álsræði.
Veðramót
Nú undanfarið hafa nefni-
lega gerzt þrír eftirtektarverðir
atburðir í Portúgal, sem benda
ákveðið til þess, að andstæð-
ingar Salazars séu sem óðast að
þjappa sér saman og hyggist
nú brátt láta að marki til skar-
ar skríða gegn honum og hans
nótum.
GALVAO. _ Ölduleiðingar frá
„Santa Maria“ ganga yfir
Portúgal
Fyrir um hálfum mánuði var
gefið út ávarp til þjóðarinnar
(sem ritskoðunin bannaði þó að
birta í blöðum) sem var undir-
ritað af 160 nafnkunnum and-
stæðingum stjórnarinnar, með
fyrrverandi frambjóðenda til for
setaembættisins, Arlindo Vic-
ente. efstan á blaði. í ávarpi
Salazars
SALAZAR. — Andstæðingarnir
fylkja sér saman.
þessu var krafizt, að ritskoðun
verði afnumin í landinu og alxir
pólitískir fangar látnir lausir.
Fáum dögum síðar fékk Tom-
az forseti í hendur áskorun,
undirritaða af rúmlega 100
þekktum rithöfundum, blaða-
mönnum, lögfræðingum, liðs-
foringjum og kaupsýslumönn-
um, þar sem skorað var á for-
setann að beita áhrifum sínum
til þess, að ný ríkisstjóm taki
við völdum í Portúgal hið
fyrsta. — Sú staðreynd, að svo
margir voga sér að leggja nafn
sitt opinberlega við slík ávörp,
sem beint er gegn ríkisstjórn-
inni, er ákveðin vísbending um
það, að nokkur veðramót séu
nú’ í stjórnmálum Portúgals.
Samtök andstæðinga
Loks ber svo að geta þess,
að hin ýmsu sundurleitu öfl,
sem andvíg eru stjórn Salazars,
virðast nú vera að sameinast
gegn henni, þar sem þau hafa
stofnað til óformlegra samtaka,
er nefnast „Þjóðarbandalagið“
eða „Þjóðar-samtökin“ (National
front eru þau nefnd á ensku).
.—. Við væntanlegar þingkosn-
ingar, sem fram eiga að fara í
Portúgal, einhvern tíma á tíma-
bilinu maí — nóvember í ár,
hyggjast samtök þessi bjóða
fram gegn flokki Salazars, „Uni
ao Nacional", sem nú hefir haft
öll völd í þinginu um 30 ára
skeið, án nokkurrar raunveru-
legrar andstöðu. — Umræddir
stjórnarandstöðuhópar (þeir geta
ekki kallað sig „flokka", þar
sem starfsemi stjómmálaflokka
— utan þess eina — er raun-
verulega bönnuð í Portúgal) eru
sagðir hafa komið sér saman
um eins konar stefnuskrá eða
málefnagrundvöll, sem þeir
munu byggja kosningabarátt-
una á.
★ Helztu hóparnir
Sá hópurinn, sem helztur
er talinn, lýtur forustu dr. Arl-
indo Vicente, hins kunna mál-
færslumanns, sem fyrst bauð sig
fram gegn fulltrúa Salazars við
forsetakosningamar 1958, en dró
sig síðan I hlé fyrir Humberto
Delgado hershöfðingja, sem nú
er landflótta eftir „ósigur“ sinn
við kjörið og talinn var aðal-
maðurinn í „Santa Maria“-æv-
intýrinu. — Þessi „flokkur" hef-
ir róttækustu stefnuskrána af
þeim, sem mynda fyrrnefnd sam
tök. — Annar mikilvægur hóp-
ur, sem nefnist „Directorio Repu
blikcano“, er imdir forustu hins
76 ára gamla prófessors, Mario
de Azevedo Gomes, sem var
landbúnaðarráðherra í stjórn
Portúgals, þegar Salazar komst
til valda fyrir 33 árum. Þessi
„flokkur" túlkar fyrst og fremst
Framhald á bls. 22.