Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; Guðþjúnustan Strákarnir að koma úr ljósum með liandklæöi og myndablöð. ÞEIR félagarnir Jón, Gunnar, Björgvin og Karl voru að koma út úr Breiðagerðisskól- anum einn daginn í vikunni. Og þar sem þetta var í miðri kennslustund og enginn annar krakki úti en hún Björg, sem sat á skólatröppunum, fórum við að grennslast fyrir um hvers vegna þeir væru þarna á ferð á þessum tíma. Svo höfum við með okkur myndablöð. Og þeir veifa framan í okkur dönskum blöð um um Andrés önd, og ensk- um um Porky Pig og persón- urnar hans Walt Disneys. — Vitið þið hvað hann Andrés er að segja á dönsku? -— Nei, við erum bara í 11 ára C, og lærum ekki dönsku fyrr en í gagnfræðaskóla. En _,t (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) hann Gunnar talar ensku. hann er fæddur í Kaliforníu. Svo flutti hann hingað. Ég fór einu sinni með honum í bíó og þá þýddi hann allt fyrir mig. — Eigið þið ekki erfitt með að komast úr bólinu á morgn- ana til að komast í skólann kl. 8, ef þið eruð ekki hraustir? — Jú, ég er nú stundum svolítið syfjaður. En hann SIÐASTA sunnudagsgreinin var um helgan dag. Þar var lítilega vikið að guðsþjónustunni í sam- bandi við hvíldardaginn. Hvað er um helgihaldið í dag, guðsþjónustuna? Svalar hún enn þeirri þrá, sem hún átti frá upp- hafi að svala? Eða er hún aðeins arfur frá liðnum öldum, sem lif- að hefir sitt fegursta og er til þess dæmdur, að gleymast og hverfa? Er það svo? Eða svalar hún enn þeirri þrá, sem Guð lagði manninum í brjóst og mun fylgja honum, meðan hann er maður? Á liðnu hausti sótti ég tvær óiíkar guðsþjónustur á sama degi. Sú fyrri var hámessa í Pét- urskirkjunni í Róm. Prelátar, klæddir pelli og gulli, og að- stoðarmenn þeirra sungu mess- una, hinn forna, gregóríanska söng. Mannfjöldinn horfði á og hlýddi á hið glæslega sjónarspil, líkt og í leikhúsi, nema hvað sum ir signdu sig og krossuðu, þar sem það átti við. Raunveruleg þátttaka var naumast önnur. Enginn sálmur sunginn. Síðla sama dags sótti ég aðra Þeir mjóu eru í Ijósum ■— Rak kennarinn ykkur út strákar? — Nei, við erum að koma úr Ijósum. Þeir sem eru mjóir og svoleiðis eru settir í ljós. Og líka þeir, sem vantar mikið í skólann. — Ég var mjó í fyrra og þá var ég í ljósum, kallar Björg nú og kemur á. vettvang. Ljós- in hafa sýniiega gefizt bara vel, því hún er ekkert mjó lengur. — Þið eruð ekki orðnir neitt brúnir, Björgvin bara svolítið freknóttur. Eruð þið búnir að vera lengi í Ijósum? — í svona 15 skipti og komn ir upp í 20 mínútur. Þá meg- um við ráða hvort við viljum vera 16 eða 20 mínútur í einu. — Getið þið legið kyrrir svona lengi? — Já, já, við eigum líka allt af að vera að snúa okkur. Hún Björg- lengur. er ekkert mjó pabbi sér um að ég fari fram úr, segir Björgvin. — Einu sinni þurfti ég allt- af að vakna fyrr til að koma nógu snemma til Gunnars og vekja hann, segir Jón. En nú er hann að koma til. Kannski eru ljósin farin að hafa áhrif. Snjórinn hverfur undir eins Dyravörðurinn stendur úti á tröppunum. Hann segir okkur að 1300—1400 börn séu nú í Breiðagerðisskólanum og Háa gerðisskólanum, sem eiginlega eru sami skólinn. Og það þarf meira að segja að leigja Vík- ingsheimilið, sem er þarna á næstu grösum, fyrir skóla- stofur. En nú er að rísa við- bygging við skólahúsið og þar fást 10 kennslustofur og sund- laug, svo að brátt ætti ekki að verða þörf fyrir Víkings- heimilið. Annars fjölgar svo í þessu hverfi, íbúðum fjölgar ört og þangað flyzt mikið ungt fólk með börn, svo erfitt er að haf a undan. — Við gerum stundum árás á krakkana í Víkingsheimil- inu og þeir á okkur, segja nú strákarnir. Þegar snjór er. En hann er bara alltaf horfinn um um leið og hann kemur. Það er svo pirrandi. En það er bann- að að gera árás á Háagerð- isskólakrakkana, því þau eru svo lítil, bætir hann við. — Verða mikil slagsmál hjá ykkur? — Já, stundum verðum við illir. Einu sinni i vetur vor- um við í illu inni í kennslu- stofu. Þá kom yfirkennarinn og skildi okkur. Hann hélt svaka þrumuræðu. Nú vorum við sennilega komin inn í innahskólamál og létum talið niður falla. og næsta ólíka guðsþjónustu l kirkju mótmælendasafnaðarins í Róm, hinni gömlu Valdesakirkju, setm lifir þar góðu lífi eftir alda- langar ofsóknir hins rómv. kirkjuvalds. Valdesakirkjan er falleg í sín- um einfaldleika, sem stingur mjög í stúf við æði misjafnlega smekklegt tildur í siðum og skrauti hinna rómversku kirkna. Þessi stóra kirkja var þéttsetin og einfalda altarinsþjónstu önnuð- ust prestar í óbrotnum messu- klæðum. En hér var þátttakan almenn. Þarna var lifandi söfnuð ur, ekki til þess kominn, að hlusta og horfa á viðhafnarmikið kirkju-drama og glæstan búnað, heldur til þess að leita trúarlífi sínu, bænarþörf, lotningu og til— beiðslu útrás í safnaðarsöng, sem frá öndverðu hefir verið annar meginiþáttur lúterskrar og refor- meraðrar guðsþjónustu. Sálma- söngurinn svall í hvolfbogum kirkjunnar, lög Bachs og annarra meistara hins lúterskra kirkju- söngs. Ég rifja þetta upp, er ég minn- ist á guðsþjónustuna, vegna þess að enginn veit, hvað guðsþjón- ustan er, fyrr en hann temur sér að taka lifandi þátt í henni. Af lindum hennar bergir enginn lífsins vatn nema sá, sem lifir samfélagið um guðsdýrkunina, syngur sálmana alla og messu- svörin, sem prentuð eru í sálma- bókinni, og fylgir föstum huga eftir helgum textum, bænum og predikun. Sá, sem aðeins horfir á og hlustar, lifir ekki guðsþjón- ustuna. Til þess þarf sérhver bæði að þiggja og gefa. Guðsþjónustan er samfélags- athöfn safnaðarins og hún er sam félag við yfirjarðneskan veru- leika og kemur mannssálunni í snertingu við hann. Að þessu verðmæti hefir e.t.v. engin guðs þjónustan verið auðugri en hin grísk-kaþólska En með Rússum var þessi perla ekki greypt í gull baug, heldur svikinn málm hind- urvitna, hjátrúar og þjónkunar við valdhafana, keisaradæmið. Því fór sem fór. En sál Rússlands, með sinni djúpu, dulræðu hneigð, sem auðsæ er hjá mestu speking- um þeirra, skáldum og listamönn um, kallar enn á þessi verðmæti hins kirkjulega helgihalds. Og svo hygg ég hvarvetna vera, að kynslóð sem verður viðskila helgi haldinu, guðsþjónustunni, finni að innsta þráin er svikin um svölun, sem hún á heimtingu á. Tryggingarfélag bindind ismanna tekið til staria ÁBYRGÐ h. {., tryggingarfélag bindindismanna, sem stofnað var fyrr í vetur, er tekið til starfa og eru skrifstofur þess að Lauga- vegi 133. Ábyrgð h. f. er umboðs- félag Ansvar International Ltd. í Svíþjóð, sem er eitt öflugasta tryggingarfélag á Norðurlöndum. Forráðamenn Ábyrgðar h. f. stefna að því að gera fyrirtækið alíslenzkt og eru vongóðir um að það takist innan 5 ára. 15% lægri iðgjöld Hið nýja tryggingarfélag tryggir fyrst í stað eingöngu bifreiðir bindindismanna, en fleiri tegundir trygginga munu fylgja í kjölfarið, svo ■ sem bruna- og heimilistryggingar. í tryggingarbeiðninni skuldbindur umsækjandi sig til algjörs bind- indis á áfenga drykki, en auk þess skulu fylgja beiðninni vott- orð frá umboðs- eða stjórnar- mannj í bindindissamtökum eða öðrum ábyrgum aðilum. Tryggingariðgjaldið er 15% lægra en hjá öðrum tryggingar- fyrirtækjum hérlendum, Auk þess hefur félagið tekið upp þá ný- breytni að lækka iðgjöldin við hækkandi aldur bifreiðanna. □ □ □ Stjórn Ábyrgðar h. f. skipa eft- irtaldir menn: Benedikt Bjark- lind, formaður, Helgj Hannesson, Ásbjörn Stefánsson, Sveinbjörn Jónsson og Óðinn Geirdal. Fram- kvæmdastjóri félagsins er sænsk- ur, Bent Nilsson. Nýir litir af pólyt ex-málningu Á MARKAÐ eru nú komnir sjö nýir litir af Pólytex-plastmáln- ingu, sem framleidd er í verk- smiðjunni Sjöfn á Akureyri. Sl. haust var getið lítillega um málningarframleiðslu Sjafnar á Akureyri, en nú er komin reynsla á málningu þessa. Aðalútsölustað ur Pólytexmálningu hér í Reykja vík er Járnvörubúð KRON við Hverfisgötu, Stjórn Ábyrgðar hf. og framkvæmdastjóri. Talið frá vinstri: Sveinbjöm Jónsson, Helgi Hann esson, Asbjörn Stefánsson, Benedikt Bjarklind 0g Bent Nilsson (Óðin Geirdal vantar). Allir hinir óteljandi helgidóm- ar, sem kynslóðir hafa frá önd- verðu reist, frá fátæklegum, hlöðnum steinhörg hins frum- stæða manns og til himingnæf- andi mustera, sem snillingar ald anna hafa reist, þeir eru allir reistir til þess að svala þrá, sem er lifandi í mannssálunni enn. Sú þrá býr einnig þér í brjósti. Á hverjum helgum degi kallar þig ómur hins vígða málms til helgrar iðju. Líf þitt verður fá- tæklegra ef þú vanrækir helgi- haldið og andblær þess fær ekki að leika um sál þína á helgum dögum. Af hversdagsieikanum hefir þú nóg. Af heilagri hátíð hefir hjarta þitt of lítið. Eitt af skáldunum (Jak. Jóh. Smári) segir: „Ég sakna einhvers, sem aldrei var en átti að lifa ^ í sálu mér“, — Finnur þú ekki einhversstaðar innra með þér þennan söknuð, þennan tómleika, ef þú lætur gras gróa á götunum að helgi- dómunum vegna þess, að þú gengur þær aldrei?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.