Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 23. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjóreir: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. VEXTIR HVARVETNA HAIR í Morgunblaðinu voru ný-** lega birtar upplýsingar um vaxtakjör víða um heim. Kom þá í ljós, að almennir útlánsvextir eru víða svipað- ir og nú er hérlendis og sumsstaðar meira að segja mun hærri. En algengustu útlánsvextir eru milli 6 og 10%. Upplýsingar þessar birti blaðið m.a. vegna þess að sá misskilningur er almennur hér á landi, að vextir séu miklu lægri erlendis en raun ber vitni. Stafar þessi mis- skilningur sjálfsagt að mestu leyti af því að upplýsingar hafa verið birtar um for- vexti erlendra þjóðbanka, sem yfirleitt eru allmiklu lægri. Hinsvegar taka þeir vextir nær því einungis til viðskipta milli banka, en allt aðrir vextir eru ríkjandi í viðskiptalífinu. Ástæðurnar til hinna háu vaxta erlendis eru nokkuð mismunandi. Þar sem þeir eru hæstir, allt upp í 15%, eru þeir ef til vfil liður í ráðst.öfunum til að ná jafn- vægi á peningamarkaði og til að auka sparnað, en meg- inástæðan til þess að vextir eru yfirleitt allsstaðar með hæsta móti er auðvitað sú, að mikil þörf er fyrir láns- fjármagn og eftirspurn eftir því til uppbyggingar, eink- um í hinum vanþróuðu lönd- um. Allsstaðar er keppzt við að byggja upp ný at- vinnufyrirtæki og blómlegra þjóðlíf. Hinar fátækari þjóð- ir leita til þeirra, sem meira fjármagn hafa, bæði um lánsfé og eins að þau beini einkafjármagni til vanþró- aðra landa. Eykur þetta að sjálfsögðu mjög eftirspurn- ina eftir fjármagni, og hef- ur leitt til þess, að vextir hafa hækkað. Með hliðsjón af því að vextir hér á íslandi eru mjög svipaðir og í öðrum löndum, er vart hægt að gera ráð fyrir að hægt verði að lækka þá í náinni fram- tíð, því að íslenzku þjóðinni er brýn nauðsyn á að auka sparnað og tryggja verð- gildi krónunnar svo að ekki sé verra að eiga íslenzka mynt en erlenda. Á þann hátt er hægt að búast við því að fjármagn leiti landsins en ekki frá því. til OFSTÆKI EÐA ÍÞRÓTTAANDI ¥jjóðviljinn skýrir frá því í * gær, að nemendur í ein- um gagnfræðaskóla bæjarins hafi ætlað sér að „heim- sækja bandaríska jafnaldra sína á Keflavíkurflugvelli og keppa við þá í körfuknatt- leik“. Segist blaðið af þessu tilefni hafa snúið sér til skólastjórans og spurt, hvort þessi frétt væri rétt. Hefði þá upplýstst, að bandarískir unglingar hefðu heimsótt þennan skóla og keppt við nemendur hans áður og hefði því staðið til að endurgjalda þá heimsókn. Slíkt finnst Þjóðviljanum sýnilega nálg- ast landráð. Kommúnistablaðið lætur að því liggja að skólastjóri eða kennarafundur ætti að banna íslenzkum æskumönn- um að taka þátt í íþróttum með útlendum unglingum, sem hérlendis dveljast með foreldrum sínum, vegna samnings þess, sem íslend- ingar hafa gert um varnir landsins. Auðvitað geta menn deilt um það, hvort varnarsamn- ingurinn eigi að vera í gildi eða ekki. En það er fullkom- ið siðleysi að ætla að láta slíkan skoðanamun bitna á þeim æskumönnum, sem hér dvelja í framandi landi. íslenzkur æskulýður mundi heldur ekkx spillast, þótt hann keppti í íþróttum við útlendinga, sem hér dvelja, fremur en hann mundi gera það af því að fara til þeirra lands og taka þar þátt í íþróttaleikum. Verður a.m.k. að vona að kennarar lands- ins láti ekki erindreka Moskvuvaldsins ógna sér' til að ala upp skrílmennsku meðal æskulýðsins né hatur eða óvild til eins eða annars. Slíkt gæti aldrei samrýmzt sönnum íþróttaanda. FRAMKVÆMDIR HÁSKÓLANS OG HAPPDRÆTTIÐ TVylega var skýrt frá hverj- x ’ ar hafa verið helztu verk UfZ YMMM Sígarettureykingar og hjartasjúkdómar Niðurstöður rannsóknar norsks læknis VIÐ höfum á undanförn- um árum fengið mikið um legar framkvæmdir á vegum Háskólans sl. þrjú ár. Byggt hefur verið fyrir kennslu í eðlis- og efnafræði, komið hefur verið upp rannsóknar- stofum í lyfjafræði og líf- efnafræði, Náttúrugripasafn- ið hefur fengið rúmgott vinnuhúsnæði og mjög hef- ur verið rýmkað um þá, sem vinna að hinni stónx, ís- lenzku orðabók. í kjallara aðalbyggingarinnar hefur verið innréttað fyrir kaffi- stofu stúdenta, bóksölu þeirra og tvö lítil herbergi fyrir deildarfélög. Allar þessar framkvæmdir hafa verið kostaðar af fé Happdrættis Háskólans. Þó greiðir það happdrætti hlut- fallslega meira í vinninga en nokkurt annað happdrætti. Og það er eina happdrættið, sem gert er að greiða einka- leyfisgjald, en það nemur 20% af nettótekjum. í umræðum manna um happdrættin og framtíð þeirra hefur einstaka sinn- um komið fram það sjónar- mið, að Happdrætti Háskól- ans hafi lokið hlutverki sínu og einhverjir aðrir að'ilar ættu að fá að njóta góðs af tekjum þess. Það er mikill misskilning- ur að hlutverkinu sé lokið. Hitt væri sanni nær að segja, að svo lengi sem menningarþjóð býr í þessu landi, hafi Háskólinn þörf fyrir þennan tekjustofn og reyndar enn meiri tekjur. Háskóli er miklu meira en skóli í venjulegri merkingu þess orðs, það er vísinda- og kennslustofnun, sem nær eða á að ná yfir flest svið hug- og raunvísinda. — Framtíð íslenzku þjóðarinnar er ekki að óverulegu leyti undir því komin hvort háskóli hennar getur rækt hlutverk sitt sem skyldi. Háskóli Islands verður hálfrar aldar gamall á þessu ári. Nú er því tímabært að leggja grundvöllinn að mikl- um vexti hans næsta aldar- helminginn. það að heyra og úr mörg- um áttum, að sígarettu- reykingar lei&i til lungna- krabba — og séu jafnvel ein aðalskaðvaldurinn á því sviði. En ekki nóg með það, því að upp á síðkastið hafa ýmsir lækn ar og sérfræðingar leitt líkur að því, að sígarettan hafi fleiri glæpi á sam- vizkunni — m.a., að sígar- ettureykingar leiði til eða auki a.m.k. hættuna á hj artasj úkdómum. Rannsóknir í Bretlandi og Noregi Hið nýjasta í þessum efn- um er athyglisverð rannsókn, sem dr. Hans Jacob Ustvedt, læknir við Ullevál-sjúkrahúsið í Osló, hefir unnið að undan- farið. — Hinn norski læknir kemst að svipuðum niðurstöð- um og brezkir læknar, sem gerðu svipaðar athuganir eigi alls fyrir löngu. Sú rannsókn fór eingöngu fram í hópi lækna — og niðurstaðan varð sú, að þeir, sem reyktu 25 síga- Sígarettan — skaðvaldur á margan hátt . . . rettur á dag, eða þaðan af meira, ættu á hættu að deyja úr hjartasjúkdómi. Var talið, að hættan væri allt að tvisvar sinnum meiri fyrir þessa menn en þá, sem ekki reyktu. í 1,4 sinnum meiri hættu Dr. Ustvedt skýrir frá rann- sóknum sínum í læknaritinu Framh. á bls. 23. STÓRVERZLUN ein i borg- inni Bremen í Vestur-Þýzka- landi býður viðskiptavinum sínum mjög fjölbreytta þjón- ustu og í auglýsingum verzl- unarinnar segir að þar sé ailt fáanlegt. Meðal varnings sem kawp- endum stendur til boða er fiugvélin, sem sést á meðfylgj andi mynd. Vélin er smiðuð í Belgíu og nefnist Tipsy Nipp- er. Flughraði hennar er 145 km á klukkustund, en aðeins er rúm fyrir einn mann í vél- inni. Þótt flestir áhugaflug- menn vilji helzt geta tekið kunningja með í flugferðir, hefur töluvert selzt af þess- um vélum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.