Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGV1SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 23. marz 1961 | DÆTURNAR VITA BETUR ; i SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN ' j ----------------- 14 ----------------i Philip hleypti brúnum. Hann laut fram og sló öskuna úr píp- unni sinni. Hvern skrattann var stelpan að fara? — Ég á við. hvort þú munir yfirgefa mömmu, þegar ég haetti að verá heima? Síminn hringdi rétt í þessu, svo að Pilip fékk ofurlitinn frest með svarið. En hann vissi samt ekki, hverju svara skyldi. Sjálf- Ur hafði hann ekki reiknað með því, að nein breyting yrði þó að Janet faeri að heiman. En þá hafði hann heldur ekki hu-gsað vandlega um breytinguna, sem það gæti valdið á heimilinu. Hann hafði varla enn haft tima til að hugsa um það. Yrði Janet heima myndi hann auðvitað ekki yfirgefa Margot. En nú.... Janet andvarpaði þegar bjall- an hringrfí aftur og nú ákafar en áður, að henni fannst. .— Æ, hver skrattinn. Ég verð vist að sjá, hver þetta er. Hvers- vegna þurfti nú einmitt að ónáða hann, þegar hann var mitt í svona áríðandi viðræðum? — Við getum haldið áfram eftir andartak, sagði Philip. — Svara þú í símann, meðan ég hugsa um svarið mitt. Ég skal játa, að þú hefur komið mér í bobba. Janet leit á hann um leið og hún gekk að símanum. — Þú verður, elsku pabbi, að gefa mér hughreystandi svar, svo að ég verði ekki ógæfusöm. Hún tók símann. — Halló, hver er þar? Philip horfði á hana og sá, að andlitið ljómaði, og röddin varð áköf. — Nei, Cynthia! En hvað það var gaman! Hvenær komstu? Hann hlustaði á helminginn af samtalinu, og spurði sjálfan sig hverskonar fantabragð örlag- anna það væri, að Cynthia skyldi einmitt þurfa að hringja á þess- ari stundu. Cynthia, sem Janet hafði sagt honum, að væri enn ógift og enn falleg. Janet sneri sér frá símanum. — Pabbi, þetta er Cynthia Lang- land. Vinkonan mín í París, sem ég sagði þér frá. Hún var rétt að koma til London. Ég ætla að drekka te með henni á morgun. Ef ég kem með hana hingað á eftir, verður þú ekki heima? Mig langar svo til, að þið hittist. Phlip hikaðj með svarið. Hann var nú ráðnn annarsstaðar á þeim tíma, og allra hluta vegna ætti hann líklega að standa við það. En hinsvegar.... — Já, ég s-kal verða heima. Segðu ungfrú Langland, að ég hlakki til að hitta hana. — Pabbi segir, að hann muni hafa ánægju af að hitta þig, Cynthia, endurtók Janet. — Allt í lagi. góða! Já, ég skal koma. Klukkan fjögur í hótelinu þínu. Já, við skulum svei mér skrafa saman og svo geturðu komið heim með mér á eftir. Hún lagði frá sér símann og gekk aftur til föður síns, settist á stólbríkina hjá honum og lagði handlegginn um axlir hans. — Guð minn góður, þetta var gaman. Ég er svo ósegjanlega fegin að Cynthia skuli vera í London. Hún rakst á Nigel á flug vellinum. Þessvegna var hún að hringja. H-ún sagðist vona, að hún væri ekki að ónáða okkur, svona síðla kvölds, en hann hafði sagt henni að samkomulagið væri ekki í frægasta lagi hjá okkur, og hún spurði, hvort hún gæti nokkuð hjálpað. Hún hallaði höfði upp að föður sínum. — Elsku pabbi, segðu mér að þetta sé vitleysa, sem ég held um ykk-ur mömmu, eða að jafnvel þó að það sé rétt, þá mun ir þú aldrei yfirgefa hana þó að ég fari að heiman. Philip vissi, að ef þe&si síma- hringing hefði ekki komið til sögunnar, hefði hann áreiðan- lega gefið henni svarið, sem hún óskaði eftir. Já, hversvegna hefði hann ekki átt að svara henni þannig, ef það gat gert hana hamingjusama? Ef út i það var farið hafði hann aldrei hugs- að sér í fullri alvöru að yfirgefa Margot. Að vísu hafði honum í seinni tíð dottið í hug, hvort skilnaður að borði og sæng, eða jafnvel fullkominn skilnaður, myndi ekki geta leyst vandann. En hann hafði bara enn ekki hugsað málið til hlítiar. En nú varð hann að hugsa um það; það varð æ meir aðkallandi. Janet beið í ofvæni eftir svari föður síns. Allt í einu var hún farin að óska, að hún hefði aldrei borið upp spurninguna. Svo hrædd var hún við svarið, sem hún gæti átt von á. Setjum nú svo, að hann hefði þegar tek- ið ákvörðun sina, og ótti hennar um skilnað foreldranna, þegar hún sjálf væri farin að heiman, væri á rökum reistur? Eða þá hitt ,að honum hefði aldrei dottið það í hug, fyrr en nú, að hún kom með spurninguna? Hún leit niður til þess að sjá svipinn á honum og henni hnykkt við, er hún sá, hve ein kennilegur hann var. Ef hún ekki vissi það gagnstæða hefði hún getað haldið, að þessi hring ing Cynthiu hefði gert hann svona óvissan um svarið. — Segðu mér það, pabbi! — Hvað kemur þér til að halda, að ég ætli að yfirgefa hana mömmu þína, barn? — Þð getur ekki farið fram- hjá mér, að ykkur kemur ekki vel saman. Og hitt veit ég, að þú myndir ekki fara, meðan ég er heima. Okkur kemur alltaf svo vel saman. elsku pabbi! — Já, það gerir okkur, guði sé lof. En við skulum nú rétt sem snöggvast líta raunsæjum augum á málið. Mamma þín gæti orðið miklu hamingjusamari ef hún losnaði við mig. Janet hristi höfuðið. — Nei, ég veit, að þá yrði hún fyrst óham- ingjusöm fyrir alvöru. — Það er ég ekki viss um. — En það er ég. Hún stóð upp og settist í sinn stól aftur. — Ég held, að fyrir konu sé það beinlínis auðmýkjandi ef maðurinn fer frá henni. — En margar konur verða nú fyrir þessu. Og karlmenn líka. — Það er allt annað fyrir karl mann. Philip brosti. — Það er rétt eins og þú sért alveg útfarin í þessum málum. En heyrðu nú, Poppa mín, hversvegna ættir þú að vera gera þér rellu út úr þvi, hvað verður um þessa gömlu, vonsviknu og leiðinlegu foreldra þína? Ef við skiljum, þá verður það ekki fyrr en þú ert lu-kku- lega gift og komin langt burt. • Janet greip andann á lofti. — Hvernig geturðu talað svona? Ég verð alveg hneyksluð. Þið eruð hvorki leiðinleg né von- svikin. Mig langar ekki til að hugsa mér ykkur þannig — og að minnsta kosti er hvorugt ykk- ar gamalt. — Mér finnst ég oft vera það. — Og ég mundi heldur alls ekki fara burt, ef ég vissi, að mamma tæki sér það mjög nærri. — Ég skil. Þú hugsar þér það svona. En hefurðu nokkuð fært þettta í tal við mömmu þína? — Nei. Mér finnst miklu erf- iðaya að tala um það við hana en þig. Hún laut fram og horfði í augu hans með áhyggjusvip. — Ég held ekki, að það sé neinn ásetningur hjá henni að gera okkur erfitt fyrir, pabbi. Ég er viss um, að oft getur hún ekki að þessu gert. — Trúlega er það líka mikið mér að kenna. En ef tvær mann- eskjur geta ekki búið og unnið saman .... — Ég vildi bara óska, að þið gætuð það. Hún horfði á hann þar sem hann sat andspænis henni og óskaði sér, að foreldrar hennar væru eins og foreldrar Nigels. Nú sætu þau í vistlegu stofunni sinni og væru vafalaust að ræða viðburði dagsins. Von- andi voru þau að tala um, að þeim hefði litizt vel á hana og væru ánægð með hana fyrir konu handa Nigel. Og, hvað það væri leiðinlegt, að móðir hennar skyldi vera ráðahagnum svona andvig. „Það er ósanngjarn-t gagnvart Nigel. En náttúrlega kemur foreldrum hennar illa saman, að því er Nigel segir. Og það er oft svo meinlegt, þegar svona stendur á“. Heimili Nigels var fullt ánægju Skáldið og mamma litla 1) Lotta mín. Ég hef víst týnt ein- 2) .............. 3) Mamma, nú á ég nóga peninga hverjum peningum hérna. Leitaðu fyrir reiðhjólinu, sem mig langar að þeim — og þú mátt eiga þá, ef svo mikið til að fá, þú finnur. L ú ó YOU SEE VNHAT HE OID TO ME FIFTEEN YEARS AGO?... THAT'S WHAT HE'S GOING TO DO TO YOU IF YOU LET HIM GET A BEAR a V , HUG ON YOU / ,7 I'O HELP YOU ESCAPE IF I COULþ MR. TRAIL, BUT McCLUNE WOULD KILL ME... HE'LL SQUEEZE TILL HE CRACKS YOUR BACK/ — Ég skyldi hjálpa þér ef ég gæti, Markús, en MeClune dræpi mig .... Þú sérð hvað hann gerði við mig fyrir fimmtán ár- um? .... Þetta sama mun hann gera þér ef þú lætur hann ná hryggspennutaki á þér! Hann kreistir þar til hann brýtur á þér bakið! og eind-rægni. Og þarna var há- tíðisdagur að enda. Fyrsta trúiof unin í fjölskyldunni. Að minnsta kosti vonuðu þau, að það yrði alvara úr henni. En sem betur fór, þyrftu þau ekki að vera lengi í vafa, þar sem Nigel átti rétt bráðum að fara til Was- hington. — Farðu að hátta, góða mín, sagði Philip. — Það er orðið framorðið, og þú hefur átt óró- legan dag. Hún hneigði höfuðið fram á hnén og hárið féll fram yfir and- lit hennar. Henni var nú ljóst, að faðir hennar var að hliðra sér hjá að svara spurnin-gunni. — Já, það hefur verið indæll dagur. En þó hefði hann getað verið ennþá indælli, ef ég vissi, 3JUtvarpiö Fimmtudagur 23. marz 8.00 Morgunútv. — Bæn. Morgunleik* fimi: Valdimar Örnólfsson, leik- fimikennari og Magnús Péturs- son pfanóleikari. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —• 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. gi (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Á frívaktinni": Sjómannaþáttuff í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.00 Þáttur bændavikunnar: Vélar og verkfæri. — Þórir Baldvinsson flytur erindi og Agnar Guðnason stjórnar umræðum. Þátttakendur: Guðmundur Jónsson, Haralduf Árnason og Ölafur Guðmundsson. 14.40 „Við sem heima sitjum" (Vigdía Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. i 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaka bændavikunnanr (tek in saman af Agnari Guðnasyni og Lárusi Jónssyni): a) Rætt við tvenn bændahjón. b) Rætt við frumbýling. b) Brynjólfur Melsteð bóndi I Framnesi á Skeiðum talar um gömlu bændanámskeiðin. d) Ölafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi í Hegranesi fer með bændanámskeiðsvísur úr Skaga firði. e) Steinþór Þórðarson bóndi á Hala í Suðursveit flytur erindi um vandamál sveitanna. f) Heimsóttir tveir húsmæðraskól ar. g) Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaðarfélags Islands flytur lokaorð. 21.20 Lestur fornrita: Hungurvaka; III (Andrés Björnsson). 21.45 islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (43). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar- an leikari). 22.40 Kammertónleikar: Strengjakvart- ett nr. 2 op. 12 eftir Einojohani Rautawaara (Helsinki-kvartettinn leikur). 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 24. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.05 Lesin dagskrá næstu viku. 1315 Erindi bændavikunnar: a) Jarðeigna- og ábúðarskipulag eftir Jón Gauta Péturss.on — (Gísli Kristjánsson flytur). b) TJtflutningur landbúnaðaraf- urða (Helgi Pétursson). c) Skipulag eggjaframleiðslunnar (Einar Eiríksson). 14.15 ,,Við vinnuna**: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá ferð á heimsenda. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 20.00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 „Spænsk ljóðabók": Andlegir söngvar eftir Hugo Wolf (Irmgard Seefrid og Eberhard Wáchter syngja). 21.00 „Tannfé handa nýjum heimi‘*f Þorsteinn Jónsson frá Hamri lei úr nýlegri ljóðabók sinni. 21.10 íslenzkir píanóleikarar kynna sónötu Mozarts; II: Ketill Ingólfs son leikur sónötu í F-dúr (K280). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin" eftir Guðmund G. Hagalín; XII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (44). 22.20 Frásöguþáttur: Togarataka við Vestmannaeyjar 23. marz 1914 (Jónas St. Lúðvíksson). 22.40 A léttum strengjum: Útvarps- hljómsveitin í Leipzig leikur* Heinz Rögner og Leo Spies stj. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.