Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 2
MORGUTSBL AÐIÐ Sunnudagur 26. marz 1961 Lög um saksóknara FRUMVAHP ríkisstjórnarinn ar um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála var afgreitt sem lög frá Alþingi sl. fimmtudag. Meginefni frv. er það, að mælt er fyrir um skipun sak sóknara ríkisins, er fari með ákæruvaldið í stað dómsmála ráðherra. Þá er gert ráð fyrir nýrri skipan á sakadómaraem bættinu í Reykjavík. Verður sakadómur skipaður 3—5 dóm urum eftir ákvörðun dóms- málaráðherra, og verður einn þeirra yfirsakadómari. Um verksvið saksóknara segir svo í frv.: Saksóknari skal hafa gætur á afbrotum, sem framin eru. Hann kveður á um rannsókn opinberra mála og hefur yfir- stjórn hennar og eftirlit. Getur hann gefið lögreglu- mönnum fyrirmæli og leið- beiningar um framkvæmd rannsóknar og verið við hana staddur eða látið fulltrúa sinn vera það. Hann höfðar opinber mál, sbr. þó 112.— 14. gr., tekur ákvörðun um áfrýjun þeirra og gegnir að öðru Ieyti þeim störfum, sem honum eru falin í lögum. íslandsmófið í bridge hefst í dag f DAG, sunnudag, hefst ellefta íslandsmótið í bridge. Spilað verður í Tjarnarkaffi í Reykja- vík og taka tólf sveitir þátt í keppninni, þar á meðal sveit Halls Símonarsonar, Reykjavík, sem er núverandi Islandsmeist- ari í bridge. Keppnin í dag hefst kl. 1.30. Sveitirnar tólf, sem taka þátt 1 mótinu að þessu sinni, eru frá sex félögum. Frá Bridgefé- lagi Reykjavíkur eru fimm sveitir, það eru sveitir Halls Símonarsonar, Sigurhjartar Pét- urssonar, Einars Þorfinnssonar, Stefáns Guðjohnsen og Jakobs Bjarnasonar. Frá Tafl- og bridgeklúbbnum eru þrjár sveitir, Torfa Ásgeirssonar, Jóns Magnússonar og Ragnars Þorsteinssonar. 'Ein sveit er frá Bridgefélagi kvenna, sveit Guð- ríðar Guðmundsdóttur. Þá eru þrjár sveitir utan af landi, Ein- ars Bjarnasonar frá Selfossi, Halldórs Helgasonar, Akureyri, og Ólafs Guðmundssonar, Hafn- arfirði. í mótinu verður spilað eftir Monrad-kerfi, sjö umferðir. — Fyrsta umferðin hefst kl. 1.30 í dag, en önnur umferð verður spiluð í kvöld. Þriðja umferð verður spiluð á mánudagskvöld, en mótinu lýkur á skírdag, en þann dag verða spilaðar tvær umferðir. YFIR Graénlandshafi er nú SV-land til Breiðafjarðar alldjúp lægð, og veldur hún og miðin: Gengur í hvassa norðaustan stormi og hríðar- norðvestan og norðvestanátt veðri norðux undan. í Reykja með snjóéljum. vík var útsynningur í gær- Vestfirðir, Norðurland og morgun, milt þokuloft yfir miðin: NA átt, stormur eða Bretlandseyjum, en kalt og rok á djúpmiðum, snjókoma. bjart í Kanada NA-land og miðin: Gengur Veðurkort sunnudagsins í hvassa norðanátt með snjó- verður til sýnis í Málaraglugg komu. anum í dag, en í kvöld lýkur Austfirðir, SA-land og mið- ) þar sýningunni í tilefni af al- in: Breytileg átt, allhvasst og þjóðlega veðurdeginum. snjókoma með köflum fram á kvöldið en léttir til með Veðurhorfur á hádegi í gær: hvassri norðvestan átt í nótt. — SEATO-fundur Framh. af bls. 1 til Pathet Lao-uppreisnarmann- anna. • Barizt um samgönguleiðir í Vientiane-fréttum segir, að herflokkar vinstri-manna geri nú harða hríð að tveim mikilvægum þjóðvegum, er tengja saman stöðv ar stjórnarhersins. — Það er nú talið Ijóst, að réttar hafi verið fréttir þær, sem komust á kreik í gærkvöldi, að vinstri-herinn, með aðstoð nýrra sveita frá Norð- ur-Vietnam, hafi náð á sitt vald bænum Kam Keut, en stjórnar- herinn mun nú hafa grafið sér skotgrafir í grenndinni til þess að reyna að verja hinn mikil- væga veg, sem liggur frá Vienti- ane til Savannakhet, einnar af aðalstöðvum stjórnarhersins, sem er sunnarlega í landinu, við landa mæri Thailands. — Norðar munu herflokkar stjórnarinnar, að því fréttir herma, hafa gert gagn- árásir til þess að verja veginn frá Vientiane norður til konungs- borgarinnar Luang Prabang. Einnig hafa borizt fréttir um bardaga suður af Xieng Khouang, einu öflugasta vígi vinstri-manna á hinni miklvægu ,,Krukkusléttu“ í Mið-Laos. Vietianestjórnin hef- ir sagt, að sex herflokkar frá Norður-Vietnam ógni nú armi stjórnarhersins fyrir sunnan Xi- eng Khouang. —•— Ekki hefir enn verið upp- lýst neitt um boðskap þann frá Kennedy Bandaríkjafor- seta, sem Harriman, sérlegur sendiherra hans, afhenti Nehrú, forsætisráðherra Ind- lands í gær. Hins vegar virð- ist sem orðsending forsetans hafi þegar borið ávöxt, því að tilkynnt var í Nýju-Delhi, síðdegis að indverska stjórnin heði sent sovétstjórninni orð- sendingu um Laosmálið. Ekkert er enn vitað um efni hennar. _ Blindhríð og sólskin VETRARRÍKI var hér í bænum í gærmorgim, framundir hádegi, en þá skipaðist veður í lofti, mjög skyndilega. Klukkan 11 var hvasst af norð- austri með allmikilli snjókomu og skafrenningi. Var svo dimmt að skyggni mun vart hafa verið meira en um 100 m. Frost var fjögur stig. Á hádegi var komin sunnan átt, frostlaust orðið, sól- in braust fram úr snjóskýjun- um, hið fegursta veður var. — En það átti ekki lengi að standa. Veðurfræðingamir bjuggust við að nokkru eftir hádegi myndi vindur verða gengin til norðvest- an áttar og spáðu hríðarhagl- anda. Þessum snöggu veðraskipf- um olli lægð sem var yfir bæn- um, um hádegisbilið. Stórhrið var á Vestfjörðum í gær, af norðaustri með vægu frosti. Fyiirspuin Gísln Jónssonor f FRÁSÖGN blaðsins í fyrradag af fyrirspurn Gísla Jónssonar varðandi nefndarálit um frum- varp Péturs Sigurðssonar um breytingar á áfengislöggjöfinni og breytingartillögur Gísla sjálfs við frv. Péturs kom það ekki alveg nógu skýrt fram, hver til- gangur Gísla var með fyrirspurn- inni, og mátti jafnvel skilja hana svo, að Gísli væri bjórfrv. fylgj- andi. Gísla .Tónssyni fórust orð á þessa leið: , Þann 10. febrúar var vísað til allshn. 144. máli um breytingu á áfengislögum nr. 58 24. apríl 1954 ásamt brtt. frá mér á þskj. 277, sem er þess efnis, að í staðinn fyrir meginmálsgreinina í 1., komi inn sérstök grein, sem hljóðar svo með leyfi hæstv. forseta: „Áfengisráð lætur gera kvik- myndir um öll þau atriði, sem talin eru upp í 1. mgr. þessarar greinar. Skal fræðslumálastjórn skylt að sjá um, að skólárnir eigi jafnan kost á að sýna kvik- myndir þessar í heild eða kafla úr þeim eftir því, sem við á í hverju skólastigi, og þeir eigi ennfremur aðgang að hentugum kennslubókum og öðrum kennslu kvikmyndum til fræðslu um áhrif áfengisnautnar, enda sé hér haft fullt eftirlit með því, að haldið sé uppi slíkri fræðslu í öllum skólum landsins. Kostnaðurinn við kvilkmyndagerðina greiðist úr gæzluvistarsjóði". Af þeim umr., sem fóru franf Cóð skemmíun hjá hljómsveit Svavars Cests HLJÓMSVEIT Svavars Gests og Ragnar Bjarnason héldu hljóm- leika í Austurbæjarbíó sl. mið- vikudagskvöld fyrir fullu húsi. Er ég ákvað að fara á þessa hljóm- leika þá bjóst ég við því að vera eina „gamalmennið" innan um unglingana. Það fór nú á annan veg. Þama var mætt fólk á öll- um aldri, og ber það eitt vott um þær miklu vinsældir, sem hljóm- sveitin hefur aflað sér meðal alls almennings í höfuðstaðnum. Til þess að gefa þér, lesandi góður, rétta lýsingu á hljómleik- unum, þá skaltu stigbreyta öll þau lýsingarorð, sem verið hafa í ritdómum um hljómleika eða aðrar miðnætursýningar á und- anförnum árum. Það verður of langt mál að fara út í að skýra frá einstökum at- riðum sýningarinnar. Sýningir í heild sinni er sú heilsteyptasta sem ég hef séð. Þó má minnast sérstaklega á einleik harmoniku- leikarans Reynis Jónssonar, pían- istans Magnúsar Ingimarssonar í „Exodus", munnhörputríó Ing- þórs Haraldssonar og söng og leik Ragnars Bjarnasonar, sem skil- uðu sínum hlutverkum með mik- illi prýði. Svavar Gests kom öll- um til að hlæja í þeim atriðum sem hann lék í og beztur var hann í að þýða „dönskuna", sem Ragnar söng. Hljómsveitin er sú fjölhæfasta hér á landi og myndi skemmtun þeirra félaga sóma sér í hvaða skemmtistað borgarinnar ;,em væri í stað kabaretta, revía og erlendra skemmtikrafta. Ól. Jenss. P.S. f tilefni að degi Veðurstof unnar vil ég benda henni á, að ef jarðskjálftamælarnir hafa sýnt „hræringu* á tímabilinu kl. 23,15 til 01,30 aðfaranótt fimmtudags sl., þá eiga „hræringarnar" upp- tök sín á svæðinu Austurbæjar- bíó við Snorrabraut frá norðri til suður og austri til vesturs. ___ um málið hér á Alþingi varð ljóst, að málið sjálft hafði ekki þingfylgi. Hins vegar mátti gera ráð fyrir. að þessi brtt. hefði fuilt fylgi í þinginu og hefði því átt að vera búið að afgreiða málið. Nú er sýnilegt, að málið fær tæplega afgreiðslu á þessu þingi. Bráttu fyrir breytingu á löggjöfinni til þess að varna því böli, sem það veldur í landinu, verður ekki sleppt. Ég vil því mælast til þess af hæstv. forseta, að hann knýi hv. allshn. til þess að gefa a. m. k. út nefndarálit um þetta mál, áður en þingi lýk- ur. Það liggja þó fyrir gögn, til þess að hægt sé að taka málið upp þegar í byrjun næsta þings og knýja fram umbætur á lög- gjöfinni. Kimnir prófes- sorar á fyrir- lestrarferð N ÆSTKOM ANDI mánudag munu þau enski leikstjórinn og prófessorinn E. Martin Brownei og frú hans leikkonan og próf- essorinn Raeburn lesa upp í Þjóð leikhúsinu og hefst upplesturinn kl. 8,30. Síðar í vikunni mun prófessor Browne svo halda tvo fyrirlestra í Háskólanum um enska trúar- leiki, miðalda leikbókmenntir og nútíma leikbókmenntir og mun kona hans aðstoða hann. Verða fyrirlestrar opnir öllum almenningi, þótt þeir séu haldnir á vegum guðfræðideildarinnar, Verkfall í Keflavík? UM klukkan 2 í gærdag hófst hér í Reykjavík sáttafundur í vinnudeilu verkakvenna í Kefla vík og atvinnurekenda þar. Stóð sá fundur yfir er blaðið var full- búið til prentunar. í Keflavík voru í gærmorgun ekki taldar vænlegar horfur urn lausn deil'Unnar. Þar var um það talað manna á milli að ef sam- komulag tækist ekki á þess. um síðasta sáttafundi fyrir verkfallið, myndu frystihúeig- endur loka húsum sínum, en taka fiskinn af bátunum tii saltfisk- og skreiðarverkunnar. Veðurdagurinn- gluggasýning í TILLEFNI af „Veðurdeginum", hefur staðið yfir í glugga Málarans í Bankastræti dálítij sýning til að minna vegfarenduj á daginn. Er þar til dæmis sýnt hvar veðurathugunarstöðv- ar eru starfræktar og eru þær samkvæmt kotinu 90. Sýnd eru ýmis mælitæki, og senditækí veðurþjónustunnar, en yfir öllu snýst með 12 stiga vindhraða eða þar um bil vindmælir. Glugga- sýningunni lýkur í kvöld. Vikukaupsgreiöslur — góðar i áróbri en alls ekki i framkvæmd MORGUNBLAÐH) hefur líka, annars hefðu þelr árelð- margbent á, að meðal þeirra anlega ekiki flutt hana. úrræða, sem launþegasamtök- Afstaða kommúnista til in ættu að neyta til að afla vikukaupgreiðslanna er enn raunverulegra kjarabóta, væri ein sönnunin fyrir því, að þeir að koma á vikukaupsgreiðsl- vilja ekki raunhæfar kjara- um sem víðast. Hin kommún- bætur. Öll barátta þeirra í istíska forysta Dagsbrúnar hef verkalýðsfélögunum er póli- ur aldrði viljað fmmifylgja, tísk og miðar að því að end- slíkum úrbótum. urlífga þá kjaraskerðinga- í samningunum 1955 mun stefnu, sem hér hafi ríkt í þetta að vísu aðeins hafa ver- hálfan annan áratug í mis- ið nefnt, en kommúnistar munandi ríkum mæli, þann- vildu þó ekki framfylgja þess- ig að landsmenn fengu litlar um kjarabótum, heldur lögðu eða engar kjarabætur. Á sama megináherzlu á miblar kaup- tíma hefur þótt eðlilegt að hækkanir, sem örugglega launakjör bötnuðu um 2—S% mundu kollvarpa þeim árangri á ári I öllum nágrannaríkjun- sem þá hafði náðst í efna- um, þar sem vel hefur verið hagsmálum. Aldrei áður hafði stjórnað. Ef svipuð stjórnar- þeim einu sinni hugkvæmzt stefna hefði ríkt hér, hefðu að nefna þessa æskilegu kjara- kjörin án efa getað batnað um bót verkamanna, sem þó hefði a. m. k. 2% á ári og það án efa verið hægt að koma svaraði til 35% á þessu tíma- fram í vinsamlegu samstarfi bili. Þannig væru verkamanna vinnuveitenda og launþega. laun nú nálægt 28 kr. á tím- Nú flytja þeir hinsvegar ann í staðinn fyrir rúmar 20 sýndartillögu í bæjarstjórn kr. Reykjavíkur um að Reykja- Nú er gerð tilraun til að víkurbær einn greiði verka- koma á svipuðum stjórnar- mönnum sínum fullt kaup í háttum hér, og þá ærast komm páskavikunni. Auðvitað hefur únistar og vilja kollvarpa bæjarstjómin ekkert umboð viðreisninni með mikilli kaup frá borgurunum til að greiða að hún hefði kjaraskerðingu í annað kaup en um semst milli kröfupólitík, þótt þeir viti vinnuveitenda og launþega, för með sér þegar fram í sækti hvorki hærra né lægra. Þess Þeir vilja verkföll án kjara- vegna kom auðvitað ekki til bóta, en alls ekki kjarabætur mála að samþykkja tillögu án verkfalla. kommúnista og það vissu þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.