Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 13
Bunnudagur 26. marz 1961 MORCVHBZAÐ19 13 Frá „réttarhöldum“ í Ungverjalandi 1957. hann mikilhæfur maður og mundu þó fæstir íslendingar, sem til hans heyrðu síðustu dagana á Genfarráðstefnunni í fyrra, halda, að hann hefði næmt skyn á, hvað væri að gerast umhverfis hann, né hann væri mjúkhentur við þá, sem hann þættist hafa í hendi sér. Fulltrúi kommúnista tók tillögum þeim, sem Dean er talsmaður fyrir, fálega, en von- andi rætist betur úr en á horfist í bili. „IIiu herf ilegustu glæpaverk44 Hinn 7. apríl 1956 birti Þjóð viljinn forystugrein, sem hét: „Réttarglæpir“. Upphaf hennar hljóðar svo: I „Ráðamenn í Sovétríkjunum „En er hægt að segja, að Len in hafi skirrzt við að beita hinum harðneskjulegustu ráðum gegn fjandmönnum byltingarinnar, þegar þess var þörf í raun og veru. Nei, enginn getur sagt það. Vladimir Iljitsi krafðist fullkom ins uppgjörs við fjandmenn bylt ingarinnar og verkalýðisins og greip miskunarlaust til slíkra ráða, þegar þörf gerðist. Rifjið aðeins upp baráttu V. I. Lenins gegn þjóðfélagsbyltingarsinnuð um skipuleggjendum uppreisnar innar gegn ráðstjórninni, gegn gagnbyltingarsinnuðum stór- bændum 1918 og öðrum, er hann hikaði ekki við að grípa til ör- þrifaráða gegn fjandmönnum. En Lenin beitti þeim aðeins gegns raunverulegum fjandmönnum verkalýðsins, ekki gegn þeim, sem gerðu glappaskot eða skjátl aðist, en hægt var að hafa fræði leg áhrif á og jafnvel að láta vera áfram í forystu flokksins“. Rosmngin í Frama' ALLIR þeir, sem kunnugir eru kosningum, vita, að úrslit eru oft háð tilviljunum og atvikum, er ekki hafa almenna þýðingu. Þess vegna þurfa úrslit í ein- Btöku kjördæmi eða félagi ekki eð vera merki um. allsherjar- stefnu. En þegar atkvæðamagn breytist í mörgum félögum, (hverju eftir annað, öðrum aðilan- um til hags, bendir það til ákveð- innar skoðunar og stefnubreyt- logar á meðal alm*nnings. ' Við stjórnarkjör í flestum verkalýðsfélögum að undan- förnu hafa lýðræðissinnar greini- lega unnið á. Eina undantekning- in, sem kommúnistar og banda- naexm þeirra geta stært sig af, er Dagsbrún. Þar varð atkvæða- aukning þeirra hlutfallslega meiri en lýðræðissinna, annars staðar hafa lýðræðisinnar verið í ótvíræðri sókn. • Eftir kosninguna í Frama getur engum dulizt, að sú sókn hefur nú snúizt upp í ófarir kommún- ista og Framsóknar. Af þeirra ihálfu stóð mikið til að þessu sinni. Eftir ósigur sinn í Iðju, töldu þessir bandamenn sér forýna þörf á að vinna Frama. Bandalag þeirra hafði orðið þar ofan á við kosningar til Alþýðu- sambandsþings á s.l. hausti. Þá var þó enn verulegur hluti Fram- sóknarmanna í liði lýðræðissinna. Nú handjárnaði Framsókn sína menn og knúði flesta þeirra til fylgis við kommúnista. Með iþessu átti að tryggja bandalag- inu öruggan sigur. Úrslitin urðu allt önnur. Lýðræðissinnar stór- juku fylgi sitt og hafa aldrei ver- ið sterkari í félaginu en nú. Aukin samheldni undir forystu liins margreynda formanns, Berg Steins Guðjónssonar, eins hæfasta forystumanns í verkalýðshreyf- ingunni, gerði sitt til. Vaxandi andúð almennings á neikvæðu oiðurrifi kommúnista og Fram- sóknar hafði einnig rík áhrif. Stuðningur við þjóðholla upp- byggingu réði úrslitum. „Slíkur dómstóll ávinningur f yrir smáþjóð46 Hvarvetna verður nú vart undr linar yfir óheilindum Framsóknar í hinum mikilsverðustu málum. Nýjasta dæmi þessá eru greinar Þórðar Valdimarssonar síðustu daga í Alþýðublaðinu. Þórður er áður þekktur af mörgum skrifum eínum í Tímanum, einkum um Utanríkismál. Afstaða Framsókn- ®r í landhelgismálinu hefur geng- ið fram af Þórði og síðastliðinn fimmtudag vitnar hann í leiðara í Tímanum, er birtist hinn 20. desember 1951. Hefur Þórður þetta eftir Tímanum þá: „Þegar að um þessi mál — land helgismálin — var rætt síðast- 'liðið haust var meðal annars minnzt á það í þessu blaði — Tímanum — hve mikilvægt það væri fyrir smáþjóð að til væri REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 25. maiz alþjóðadómstóll, þar sem smá- þjóðir gætu leitað réttar síns. Annars væru þær ofurseldar yfir drottnun stórvelda, eða að minnsta kosti væri þeim auð- veldara að láta kenna aflsmunar. Á þetta var bent vegna þess til- efnis, að málgagn kommúnista hafði farið svívirðilegum orðum um dómstólinn í Haag og haldið því fram að smáþjóðir ættu að einskisvirða hann. Úrskurður hans í landhelgisdeilu Norð- manna og Breta hefur nú sýnt hver ávinningur það er fyrir smá- þjóð, að slíkur dómstóll er til. Kommúnistar hafa hinsvegar sýnt hér eins og oftar, að þeir reyna að óvirða og eyðileggja allt það sem eykur öryggi og rétt smáþjóða og munu flestir geta rennt grun í af hvaða ástæðum það er“. Þessi tilvitnaði leiðari Tímans birtist tveimur dögum eftir að al- þjóðadómstóllnn kvað upp dóm sinn í máli Breta gegn Norðmönn um í landhelgisdeilu þeirra. Leið arinn sýnir glögglega, að þá skildu Framsóknarmenn, hvílíka úrslitaþýðingu dómurinn hafði fyrir framþróun landhelgismáls- ins okkur í hag. Nú hafa Fram- sóknarmenn tekið sér stöðu með kommúnistum til að „svívirða“, „óvirða og eyðileggja allt sem eykur öryggi og rétt smáþjóða". Engin furða er, þótt fylgið hrynji af þeim, sem svo fara að. Kvað hef ur brey tzt frá 1958? Það er ekki einungis í landhelg- Lsmálinu og afstöðunni til alþjóða dómsstólsins, sem Framsókn hef- ur lagzt hundflöt í þjónkun sinni við kommúnista. Svo er að sjá sem hið sama sé nú að ske í varn armálunum. í forystiígrein Tím- ans hinn 23. marz s.l. segir: „Ástandið í alþjóðamálum er nú hvergi nærri eins uggvæn- legt og það var á árinu 1949—50, þegar hér var enginn her. Flest bendir til að náizt ekki aukið samkomulag milli austurs og vesturs á næstunni, þá muni ástandið haldast svipað og nú er. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt og sjálfsagt, að við fær- um skipan öryggismálanna í svipað horf og það var fyrstu misserin eftir að við gengum í AtlantshafsbandalagiÓ". Samkvæmt þessu virðist ætlun Framsóknar vera sú, að víkja varnarliðinu úr landi. Orðalag forystugreinarinnar er að vísu mun ákveðnara en var í þeirri ályktun aðalfundar miðstjórnar flokksins, sem drepið var á í síð- asta Reykjavíkurbréfi, þar sem einungis var sagt: „að unnið sé að því að herinn hverfi sem fyrst úr landi". Það orðalag er svo rúmt, að allar dyr eru látnar opnar* En hvað um það. Hinu þarf Framsókn að svara, að hverju leyti ástandið sé nú betra en 1957 og 1958, þegar hún sjálf hafði úrslitaráð og hreyfði hvorki legg né lið til að standa við loforðið frá 1956 um að reka herinn þegar í stað. Og víst væri vert fyrir hana að gera sér þess grein, af hverju batinn í alþjóðamálum frá 1949—’50 stafar. Raunar er ljóst, að Tíminn veit þetta ofur- vel, því að hann segir: „Það er tvímælalaust, að Atlantshafsbandalagið hefur átt drýgstan þátt í að skapa það jafnvægi, er tryggt hefur heims- friðinn seinustu 10 árin“. Ef svo er, hæfir þá íslending- um að hafa forgöngu um að veikja þessa tryggingu fyrir heimsfriðnum? Þurfa íslendingar síður en aðrir á heimsfriði að halda? Eiga þeir að láta sitt eftir liggja til að tryggja hann? Mörg veður í lofti Því miður veit enginn enn, hvort ástand í alþjóðamálum batnar, það helzt í svipuðu horfi eða því hrakar. Skoðanir manna á þessu breytast dag frá degi. Ýmsir telja stórstyrjöld ólíklega, en þó því aðeins, að lýðræðis- ríkin haldi til jafns við hina í vopnabúnaði. Samkomulag um takmörkun á kjarnorkuvopn- um mundi vafalaust verða til góðs, en engan veginn eyða allri hættu. Þá mundi enn meira en nú reyna á samskonar vígbúnað og varnir og úrslitum réðu í sið- ustu heimsstyrjöld. Ef lýðræðis- ríkin væru þar vanbúin, mundi ásókninni gegn þeim sleitulaust haldð áfram og hver óvarinn landsskiki girtur járntjaldi Aust- an-manna. Talið er, að Rússar hafi ríka hagsmuni af því að semja um takmörkun kjarnorkuvopna vegna þess að þeir óttist, dð kommúnistar í Kína fái þau ógn- artæki í hendur. Þess vegna eru meiri líkur nú en nokkru sinni fyrr, að samkomulag komizt á um þessi efni. Allt er það þó mjög á huldu. Krúsjeff virðist vera í fýlu við Kennedy af því, að hinn síðarnefndi er ekki óðfús til fundar við hann né líklegur til neinskonar undansláttar. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti borið fram tillögur, sem ætla hefði mátt að líklegar væru til sátta. Æðsti ráðgjafi Kennedys forseta í þessum efnum og af- vopnunarmálum yfirleitt er McCloy, sem fyrir einum áratug gat sér mikið frægðarorð sem æðsti maður Bandaríkjanna í Þýzkalandi, einmitt þegar þess- ar tvær þjóðir voru að vingast á ný. Talsmaður Bandaríkjamanna á Genfarráðstefnunni um kjarn- orkuvopn er hins vegar Dean, sá hinn sami, er var aðalfulltrúi þeirra á sjóréttarráðstefnunum 1958 oe 1960 í Genf. Vafalaust er og nokkrum alþýðuríkjanna hafa lýst því yfir að þar í löndum hafi um skeið viðgengizt mjög al varlegt ástand í réttarfarsmálum. Saklausir menn hafi verið teknir höndum, þeir hafi verið ákærðir gegn betri vitund með upplogn- um sakargiftum og fölsuðum gögnum, sumir þeirra hafi á ein hvern óskiljanlegan hátt verið knúðir til að játa á sig afbrot, sem þeir höfðu aldrei framið. Sumir þessir menn voru teknir af lífi, aðrir settir í fangelsi. Ráðamenn í þessum löndum játa þannig að þar hafi verið framin hin herfilegustu glæpa- verk sem hljóta að vekja við bjóð og reiði heiðarlegs fólks um heim allan“. Þessi grein var birt tæpum tveim mánuðum eftir að Krúsjeff hélt sína frægu ræðu um Stalin á fundi kommúnista í Moskvu í febrúar 1956. Sumt af því, sem Krúsjeff skýrði frá í þeirri ræðu, var kunnugt áður a.m.k. í megin atriðum. Engu að síður hafði Þjóðviljinn varið ósómann, sem við öllum öðrum blasti. Það var ekki fyrr en einum og hálfum mánuði eftir að Krúsjeff hafði talað, sem Þjóðviljinn þorði að taka undir það sem heiðarlegir menn höfðu sagt, þegar 20 árum áður. Og jafnvel þá lét Þjóðvilj- inn svo sem játningarnar hefðu verið knúðar fram á „einhvern ó skiljanlegan hátt“. Sjálfur hafði Krúsjeff þó berum orðum tekið fram, að þær hefðu fengizt eftir að menn „gátu ekki lengur þolað hinar villimannlegu pynt- ingar“. „Hikaði ekki við að grípa til örþrif a- ráða gegn f jand- iiiömiunum44 Enginn efi er á því, að ástand ið í Sovétríkjunum er nú um margt betra en það áður var. Gallinn er sá, að á meðan ein- ræði ríkir, þá eru allir háðir duttlungum einræðísherrans og klíku hans. Annar kann að vera hinum skárri. En allt öryggi al- mennings innanlands og utan skortir meðan sama stjórnarfyrir komulag helzt. Þess ber að minn ast, að Krúsjeff ásakaði Stalin út af fyrir sig ekki fyrir að hafa beitt ofbeldi, kúgun, fölsun og pyntingum, heldur fyrir að hafa beitt þessum ráðum gegn komm- únistum! Andstæðingar kommún ista eru rétt-lausir í þeirra aug- um. Það, sem gekk fram af Krú- sjeff og hann fordæmdi í ræðu sinni var, að Stalin hefði beitt sömu ráðum gegn flokksbræðr- um sínum og Lenin beitti gegn andstæðingunum sem hann hælir Lenin á hvert reipi fyrir að hafa gengið milli bols og höfuð á. Um þetta segir Krúsieff t.d. í ræðu sinni' „Enga glæpi drýgt gegn flokkmim44 Síðan heldur Frúsjeff áfram og segir: „Lenin beitti harðneskju að- eins þegar mest reið á, þegar arðránsstéttirnar voru enn við lýði og í harðri andstöðu við bylt inguna, — þegar baráttan fyrir lífi ráðstjórnarríkisins var sem bitrust, jafnvel borgarastyrjöld. Stalin beitti hinsvegar örþrifa- ráðum og fjöldakúgun, þegar byltingin var búin að sigra og ráðstjórnarríkið farið að styrkj ast ,þegar arðránsstéttunum hafði verið útrýmt og hið sósíalistiska skipulag fest haldgóðar rætur á öllum sviðum þjóðarbúskapsins, þegar flokkupr okkar hafði náð sér pólitískt og eflzt bæði að félagatölu og í fræðilegu tilliti. Það er augljóst, að Stalin sýndi með þessu í fjölmörgum tilfell- um umburðarleysi sitt, hrotta- skap og gerræði. í stað þess að sanna, að hann hefði á réttu að standa í pólitískum efnum og í stað þess að skjóta máli sínu til fjöldans, kaus hann oft leið kúg unarinnar og hinnar líkamlegu út rýmingar, ekki aðeins gagnvart raunverulegum fjandmönnum, heldur og gagnvart einstakling- um, sem enga glaepi höfðu drýgt gegn flokknum eða ráðstjórn- inni“. „Gátuekkilengur þolað Jiinar villi- mannlegupynt- ingar66 Ásökunarefni Krúsjeffs gegn Stalin sézt glögglega af þessum orðum í ræðunni: „Miðstjórnin, sem hefur í hönd um margar heimildir um hrotta legt geræði gagnvart forystusveit flokksins, skipaði innanflokks- nefnd háða eftirliti forsætis mið stjórnar, til þess að rannsaka, hvað það hefði verið, sem gerði unnt að beita meirihluta þeirra miðstjórnarmanna og varamanna miðstjórnnr, sem kosnir voru á 17. þing Kommúnistaflokks Ráð stjórnarríkjanna (bolsjevika) slíkri fjöldakúgun. Nefhdin hefur kynnt sér geysi mikið af gögnum í skjalasöfnum NKVD og ýmis önnur skjöl og leitt í ljós margar staðreyndir um fölsun gegn kommúnistum, upplognar ákærur og hryllilega misnotkun hins sósíalistiska rétt arfars — sem hafði í för með sér dauða saklausra manna. Það er orðið ljóst, að margir þeirra fram herja í flokknum, ráðstjórnar- kerfinu og atvinnulífinu, sem 1937—’38 voru stimplaðir „fjand- menn“, voru í rauninni aldrei fjandmenn, njósnarar, skemmd- arvargar o.s.frv. heldur alltaf ær legir kommúnistar; þeir voru stimplaðir þannig og ákærðu oft sjálfa sig (eftir skipun rann- sóknardómaranna — falsaranna) um hin a'varlegustu og ólikleg Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.