Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 11
1 Sunnudagur 26. marz 1961 MORCUNBLAÐltt 11 Gasofnarnir í Auschwits. tíma var elns og Heydrich og Eichmann vissiu ekki fullko.m- lega hvað aetti að gera. Hér va lega hvað ætti að gera. Hér var aðstaðan önnur en í Póllandi, þar sem Gyðingarnir höfðu lifað í sérstökum Gyðinga- hverfum. Hér á Vesturlönd- um voru þeir blandaðir sam- an við íbúana. IVIadagaskar-áætlunm Þjóðverjar eru í sigurvímu eftir hin miklu hernaðaraf- rek sín og nú þykjast þeir svo vissir um endanlegan sigur í styrjöldinni, að þeir fara að gera áætlun um skiptingu heimsins og yfirhöfuð skipu- leggja stjórn heimsálfanna. Enn eru þeir yfirleitt ekkl íarnir að hugsa um að útrýma Gyðingunum í fjöldamorðum. Aðaláherzlan er enn lögð á að flytja þá brott úr landinu. Og Eichmann byrjar að vinna að hinni stórkostlegu áætlun sinni um flutning allra Gyð- inga á einn stað, til eyjarinn- ar Madagaskar við austur- strönd Afríku. Þetta átti að vera aðeins einn liðurinn í heimsmynd nazista. Og Eich- mann vann mánuðum saman að því að skipuleggja og und- irbúa þessa miklu þjóðflutn- inga. Vichý-stjórnin átti að koma upp þýzkum flotastöðv- um. Skjölin með áætlunum þessum eru enn til. í>að átti að láta alþjóðasamtök Gyð- inga kosta flutningana. Hver maður í flutningunum mátti hafa með sér 200 kíló af far- angri. Skjölin sýn^ hinn sér- staka hæfileika Eichmanns til að skipuleggja og hugsa fyrir hverju smáatriði. Gallinn var bara sá, að sumarið 1040 leið án þess að yrði úr innrás í England, Churchill stappaði stálinu í landa sína og það fór að verða Þjóðverjum ljóst, að þeir ættu langt stríð fyrir höndum. Það er undarlegt að Eichmann heldur áfram fram í júní 1941 að vinna að Madagaskar-áætl un sinni. Þó vissi hann og allir aðrir að styrjöldinni yrði ekki lokið skjótlega og að engir far þegaflutningar yrðu fram- kvæmdir til Indlandshafs með an brezki flótinn ríkti á höf- unum. „THn endanlega lausn“ Það veit enginn hver átti hugmyndina, það kemur held ur ekki málinu við. Það var Hitler sjálfur sem tók ákvörð unina um „Hina endanlegu Iausn“. Enginn velt með vlssu, hve- nær Hitlér tók þessa ákvörð- un. Það var einhverntíma vet- urinn 1940—41. Hann tilkynnti Himmler hana munnlega og er ekki vitað til að Hitler hafi gefið nein skriflega fyrirmæli um hana. Röksemdarfærsla nazistafor Ingjanna var mjög einföld. Fyrst Churchill og Bretar neituðu að gefast upp, styrj- öldinni varð ekki lokið, og ekki var hægt að flytja Gyð- ingana til Madagaskar, — þá var aðeins ein leið eftir til að losna við þá: „Hin endan- lega lausn“. Það varð að taka þá af lífi. Sumarið 1941 var tekið til við að framkvæma þetta miskunnarlaust, en jafn vel nazistunum ofbauð og þeir óttuðust sín eigin handa verk. í maí 1941 tilkynnir Eichmann í umburðarbréfi að brottflutningur Gyðinga frá Frakklandi og Belgíu sé bann aður, „af því að hin endan- lega lausn Gyðingavandamáls ins stendur fyrir dyrum“. Þegar innrás Þjóðverja hófst í Rússland voru sérstak- ar skipulagðar sveitir lögreglu manna með þýzka hernum er leituðu Gyðingá jafnskjótt uppi í þeim bæjum sem tekn- ir voru hernámi. í fyrstunni átti að safna þeim í fangabúð- ir í Rússlandi með sama hætti og í Póllandi. Til þeirra fangabúða voru einnig fluttir Gyðingar frá sjálfu Þýzka- landi, en bráðlega voru tekn- ar upp aðrar aðferðir. Við Minsk í Rússlandi voru 10 þúsund Gyðingar teknir af lífi á tveim dögum. Skýrslur Eichmanns fyrir árið 1942 sýndu að 217 þúsund þýzkir Gyðingar höfðu verið teknir af lífi það árið í fangabúðum í Póllandi og Rússlandi. En Eichmann var fyrst og fremst skipuleggjandinn mikli. Nú lagði hann Mada- gaskar áætlunina miklu á hill una og fór að semja stórkost- lega áætlun um „Hina endan- legu lausn". Eichmann lagði mikla áherzlu á það að þetta færi allt vel og skipulega fram. Um þetta leyti gerðist það í Rúmeníu að miklar Gyð ingaofsóknir brutust þar út og var það án tilstillis Eich- manns. Hann varð fokvondur yfir þessu og lét sendiherra Þýzkalands í Búkarest af- henda rúmensku stjórninni mótmæli. í mótmælunum sem Eichmann lét semja stóð: „Rúmenar ganga til verks án nokkurrar heildar skipu- lagningar. Það væri auðvitað engin ástæða til að andmæla hinum mörgu aftökum, ef und irbúningur og framkvæmd þeirra hefði ekki verið svo sóðaleg. Yfirleitt skilja Rú- menar líkin eftir á staðnum án þess að grafa þau”. I lok nóvember 1941, hef- ur heildarkipulagi Eichmanns miðað svo vel áfram, að Heydrich yfirmaður hans boð ar til sérstakrar ráðstefnu æðstu nazistaforingjanna, sem er þó er ekki haldin fyr en 20. janúar 1942 í húsi Grossen Wannsee nr. 56—58. Ráðstefn- una sátu þeir Heydrich og Eicbmann, Heinrich Múller og fulltrúar utanríkisráðuneytis og ýmisa annarra ráðuneyta sem höfðu skipti við lepp- stjórnirnar í herteknu lönd- unum. Á þessum fundi var framkvæmdin samþykkt, þ. e. flutningur Gyðinga „austur á bóginn“. Gasklefar teknir í notkun Eichmann stjórnaði og fram kvæmdum áætlunarinnar þar á meðal byggingu hinna miklu gasklefa í Auschwits fangabúðunum í Efrí Slesíu. Fyrsti brottflutningur Gyð- inga var frá nágrannahéruð- um Auschwits, Efri Slesíu. Það er ekki vitað nákvæm- lega hvenær hann fór fram. wi*'iii> inmmn'ii'iwijiii^.w" nniwui. Gyðingarnir voru handteknir í borginni Katowice, færðir um borð í flutningalest sem ók skamma hríð unz hún nam staðar á hliðarspori. Það voru oftast um 1000 manns í þess- um fyrstu lestum sem komu til Auschwits. Þeim var skipt 1 tvo hópa sem voru fluttir til sín hvors hluta skálanna. Far angur þeirra var skiliim eftir á brautarpallinum og fólkið var látið afklæðast um leið og þeim var sagt að það yrði að fara inn í biðklefana til að verða aflúsað. f Allir klefarnir, — þeir voru fimm talsins voru fylltir sam- tímis. Gasheldar dyrnar voru skrúfaðar fastar og gasinu hleypt inn í klefana. Eftir hálftíma voru klefarnir opn- aðir á ný, líkin voru tekin út. Sérstakir hópar Gyðinga voru látnir vinna að því að grafa fjöldagrafir og flytja líkin í þær. Það voru aðeins nokkrir lestarfarmar Gyðinga horfnir inn í gasklefana, þegar sjálfur Eichmann kom í heimsókn til að sjá hvernig þetta gengi. Allt gekk eftir áætlun. En hann bar fangabúðastjóran- Margrét Minning HÚN Maggie er dáin! Stunda- glas hennar er tæmt og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að vandamenn hennar og vinir samgleðjist henni allir með vistaskiptin. Örlögin völdu henni þjáningahlutskiptið hér á okkar jarðneska tilverustigi í gegn um margra ára bil. Því hlutskipti tók hún með þeirri hugprýði og stillingu, sem einkenndi skap gerð hennar. Að kynnast við- brögðum hennar í því sambandi, hefur okkur, sem fylgdumst með henni, orðið dýrmætur reynslu- skóli. Hún gerði sér það snemma ljóst að lagðar voru á hana svo þungar byrðar, að mannlegur máttur gat þar engu um þokað, þrátt fyrir sívaxandi þekkjngu vísindanna á skilgreiningu sjúk- dóma og eínisins yfirleitt. Þjáningin er einn hinna stóru leyndardóma * tilverunnar, sem mennirnir hafa lengst af brotið heilann um. Hversvegna öll þessi þjáning? — Spurningunni verð- ur ósvarað. — Hins vegar verð- ur ekki fram hjá þeim staðreynd- um komizt, að stærstu manns- andar veraldarsögunnar hafa flestir orðið að ganga veg þján- ingarinnar, til þess að ná há- marki síns eigin þroska. Nægir þar að benda á hinn æðsta og mesta meistara lífsins, Jesú Krist. — Getur því nokkur hugs- andi vera efast um ákveðinn til- gang með þjáningunni og sam- færzt um, að í henni felis«t ómæl- andi stærðir, sem lyfta sálum vorum til sívaxandi þroska, sem ber okkúr inn á reginvíddir eilífðarinnar? — Þegar holskeflan er fallin og maðurinn, sem varð fyrir henni, fær ráðrúm til að átta sig á því, sem hefur gerzt, finnur £ hann að ráða er ekki að leita um Höss þau boð frá Himmler að það yrði að safna öllu gulli úr tönnum líkanna og hárið skyldi skera af konum og safna saman. Það var síðan flutt í bólsturgerðir útumallt Þýzkaland. Enn í dag hvíla vafalaust margir Þjóðverjar á dýnum sem eru stoppaðar með hári frá Auschwits. En gullfyllingarnar fóru til Ríkis bankans og þaðan vafalaust til banka í hinu hlutlausa Svisslandi. Það mun hafa myndað meginhluta þeirra 200 milljón sterlingspunda sem forsprakkar nazista höfðukomið fyrir í bönkum í Svisslandi. Það var annatími fyrir höndum í Auschwits. Áður en yfir lauk höfðu verið sendir þangað farmar frá naestum öllum hinum herteknu lönd- um. Sami maðurinn Rudolf Höss var fangabúðastjóri all- an tímann. Á síðustu dögum stríðins eyðilagði hann allar skýrslur fangabúðanna. En það er nú talið að um 1,135,000 Gyðingar hafi látið lífið í gasklefunum í Ausch- wits. Gestsdóttir meðal mannanna. Hann verður því að leita styrks í kjarna síns eigin sjálfs, með guði ein- um. Gera upp við sjálfan sig. Hann mun brátt komast að raun um það, að hann býr yfir auði, sem aldrei þverr, en felur í sér það grómagn, sem viðheld- ur og endurskapar lífið um ald- anna raðir. Það er óhagganlegt .lögmál, sem speglast í ölilum verum, sem lífsanda draga. Þetta var lífsskoðun Maggie í stórum dráttum. Þessvegna hélt hún þeirri einstæðu sálarró, sem umvafði nærstadda eins og and- blær hins tæra lofts. Hún hafði afburða næmi fyrir fegurð og göfgi í hvers konar mynd, frá því smæsta til hins stærstá og kunni að njóta þess, hvort sem það birtist henni úti í náttúr- j unni, í tónum, Ijóðum, litum, eða ljósbrotum. Hún bar djúpa lotning fyrir öllu æðra í tilver- unni, og hennar stærsta gleði var að miðla öðrum öllu, sem hún átti. Dauði var ekki til í eiginlegri merkingu fyrir henni, heldur sem voldug vera í þjónustu lífs- ins, sem, að vísu, kemiur oft óboðinn gestur, og veldur þá djúpum sárum, með sprota sín- um, en líka eins oft sem ljúfur vinur með líknarhendur, sem leysa sálirnar úr fjötrum þján- inganna. Maggie var fædd 24. ágúst 1910 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru þau hjónin Ragn- heiður Egilsdóttir og Gestur Arnason, prentari, sem hafa búið í rúma hálfa öld í Miðstræti 5 hér í Reykjavík. Bræður hennar eru þeir; Egill Gestsson. deildar- stjóri hjá Almennum Trygging- um h. f. og Árni Gestsson, framkv.stjóri ,,Globus“ h. f. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1928. Vann síð- an sem bókari í Ríkisprentsm Gutenberg og síðar sem ritari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þann 14. nóvember 1936 gift- ist hún Guðna Jónssyni, Vil- hjálmssonar, skósmiðs í Reykja- vík, hinum ágætasta dreng. Samleið þeirra varð stutt, því Guðni veiktist fyrsta árið, sem þau voru í hjónabandi. Hann dó í október 1940. Fluttist hún þá aftur til foreldra sinna og dvalist hjá þeim síðan. Umhyggja þeirra og fórn í gegn um allar hennar sáru þján- ingar verður aldrei lögð á meta- skálar eða með orðum lýst. — Að eiga slíkt hæli er gæfa, sem, því miður, of fáum hlotnast. Sigrún Gísladóttir. , ÞJALIR Fjölbreytt úrval. „Öberg“ sænskar „Nicholson“ U.S.A. „Baiter“ svissneskar. Rússneskar „Sandviken“ sagir . Járnsagir, 4 gerðir Skrúfþvingur 10—150 cm Sporjárn Brjóstborvélar Borsveifar Járn- og tréborar Steinborar Dúkknálar Körnerar Höggpípur Tommustokkar TENGUR 48 misnumandi gerðir Skrúfstykki Skaraxir, með skafti Klaufhamrar, 4 gerðir Kúluhamrar Smíðabamrar Múrhamrar Múrskeiðar Múrbretti Stálsteinar Hallamál, alm. og' mangan Vinklar, Griptengur Blikkskæri, 7 gerðir Boltaklippur Meitlar margar gerðir Smergelvélar Smergelsteinar Smergelafréttarar V erkf ærabrýni Skiftilyklar Rörtengur Skrúfjárn •--------- Varahlutir í skiftilykla og rörtengur •--------- „Ridgid“-rörsnittibakkar „Ridgid“-rörskerahjól •--------- Tin í rúllum Tin í stöngum 50% og 100% Lóðfeiti, Lóðvatn Ver æ 0. Elkgsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.