Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. april 1961 M O R G V /V 1? t Á Ð 1Ð 3 8TAKSTESWIÍ Bornin fimm — talið frá vinstri: Margaret og Frank Lennon, Tomy Devanney, Danny McNeiU — og yzt til hægri Marjory litla Hughes, sem b eið bana í fallinu. Ovenjulegur glæpur : i ÞRIÐJUDAGINN 25. marz sl. var 37 ára gömul kona, ungfrú Len Barclay Wad- dell, handtekin í Glasgow í Skotlandi og drcgin fyr- ir rétt, sökuð um að hafa myrt fjögurra ára gamla telpu — og gert tilraun til að ráða fjögur önnur börn (4—7 ára) af dögum. — Verknaðinn framdi konan með þeim hætti, að hún kastað'i eða hrinti börnun- um út um glugga á íbúð sinni, sem er á fjórðu hæð í sambýlishúsi í einu hinna fátæklegri hverfa borgarinnar. — Ekkert liggur enn fyrir um það, af hvaða hvötum konan hefir framið þennan ó- venjulega og óhugnanlega glæp, en málið er í rann- sókn. — • — Ekkert umræddra barna étti heima í húsi þessu, og er ekki fullljóst, hvers vegna þau fóru upp í íbúðina til konunnar, en af þeim óljósu upplýsingum, sem fram hafa komið, virðist helzt mega ráða, að hún hafi kallað til þeirra, er þau voru að leik úti á götunni og spurt þau, hvort þau vildu ekki skreppa upp til 'sín og skoða litla hvolpa sem hún ætti. • Beið strax bana Skömmu eftir að börnin fóru inn í húsið, opnaðist einn glugginn á íbúð ungfrú Barklay Waddell — og veg- farendur sáu börnin, hvert af öðru, birtast í gluggakistunni, og um leið og þau lustu upp angistarópi, hröpuðu þau nið- ur á steinlagða götuna. — Fjögurra ára telpa, Marjory Hughes, beið bana þegar í stað. Öll hin lifðu fallið af, en slösuðust mikið, einkum Danny McNeill (7 ára) og Frank Lennon (einnig 7 ára), sem enn liggja milli heims og helju. Fimm ára gömul systir hins síðarnefnda, Margaret, og Tommy Devann ey (4 ára) meiddust ekki eins mikið, en hlutu þó mjög alv- arlega áverka. • Frá sér af skelfingu Vegfarandi náði að grípa Hyggst Kennedy ekki búa Nato langdræg- um flugskeytum? LONDON, 5. april — (Reuter) Haft er eftir áreiðanlegum heim Hdum, að Bandaríkjastjórn muni hafa ákveðið að stinga und'r stól tilboði Eisenhowers um að vopna herstyrk Atlantsihafsbandalags- ins langdrægum flugskeytum og muní sú ákvörðim hafa valdið töfum á stefnuákvörðun banda- lagsins i hermálum. 1 Talið er að þetta muni hafa í för með sér, að einungis verði gefin stutt skýrsla um stefnu bandalagsins á næsta ári á ráð herrafundinum, sem hefst í Osló tnnan skamms, en þá átti fulln nðarskýrsla um stefnuna að vera tilbúin. Það var Ohristian Herter, fyrr verandi utanríkisráðherra sem lagði fram þetta boð Eisenhow- ersstjómarinn um langdræg flug skeyti til handa NATO. Nú virð ast allar líkur benda til þess að stjórn Kennedys hyggist þegja það boð fyrir borð. Muni forset Acheson ræðir við Adennuer BONN, Vestur-Þýzkalandi, 5. apríl. (Reuter). Tilkynnt var i dag, að Dean Acheson, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og nú ráðgjafi Kennedys í mál- efríum varðandi Atlantshafs- bandalagið, komi tíl Bonn á sunnudag til viðræðna við Kon- rad Adenauer, kanzlara. Acheson er væntanlegur til Haag á morgun, þar sem hann flytur fyrir Alþjóðadómstólnum mál Carwbodiu í deilu Cambodiu v.S: til eins bamsins og draga nokkuð úr fallinu. — Rétt á eftir kom drenghnokki hlaup andi út úr húsinu, eins og fætur toguðu — sýnilega ut- an við sig af skelfingu. Var reynt að stöðva hann og ræða við hann, en drengurinn mátti varla mæla, svo að hann gat ekki gefið neina verulega skýringu á því, hvað gerzt hafði. Helzt var á honum að skilja, að böm- in hefðu farið upp til kon- unnar til þess að fá að sjá einhverja hvolpa, eins og fyrr er sagt. • Æsingar Brátt hópaðist mikill mannfjöldi að húsinu, og urðu 5 > Kona hrinti fimm börnum út um glugga — eitt þeirra lézt samstundis æsingar nokkrar og hróp. Og þegar lögreglumenn komu til þess að handtaka ungfrú Barclay Waddell, áttu þeir fullt í fangi að verja hana fyrir hinum æstu áhorfend- um, sem hrópuðu að henni ókvæðisorðum og reyndu að ná til hennar og berja hana og sparka í hana. inn óska eftir því að NATO verði áfram einskonar brjóstvörn vest rænna þjóða en atómvopn verði áfram í höndum Bandaríkja- manna og Breta — í minni mæli. Vitað er að Adenauer kanzlari, er ekki alls kostar ánægður með þessa stefnu Kennedys og hefur lagt að honum að standa við boð Eisenhowers. Hinsvegax kemur Kennedy með þessu lengra til móts við stefnu Breta, en þeir voru ekkí ýkja ánægðir, þegar Herter bar fram boð sitt í desem ber s.l. og Thailands um hof nokkurt á landamærum þeirra. Adenauer hefur dvalizt á Italíu um skeið sér til heilsubótar, en honum er talið mjög í mun að kynnna sér skoðanir Achesons á skipulagningu herja Atlantshafs bandalagsins áður en hann held ur til viðræðna við Kennedy. Einkum er honum í mun að vita hvort stjórn Kennedys hyggst standa við boð stjórnar Eisen- howers um að gera NATO að atómveldi. Á þessari mynd sést glugginn, sem börnunum var hrint út UllT, - • Aðalfundur Fél. bifreiðasmiða AÐALFUNDUR félags bifreiða- smiða var haldinn 26. febrúar s.l. í stjórn voru kosnir: formað- ur Haraldur Þórðarson, Magnús Gíslason, Sigurður fsaksson, Eysteinn Jónsson og Hrafnkell Þórðarson. Úr innlánsde^ " í reikninga fslendingur á Akureyri kemst nýlega m. a. að orði á þessa leið: „Blöð stjórnarandstöðunnar hafa talið það með ósanngjörn- ustu ákvæðum efnahagsmála- löggjafarinnar, að sparisjóður og innlá.nsdeildir skuli leggja Seðla bankanum irokkum hluta at aukningu innstæðuf jár. Þó mundi þetta ákvæði vera sem hvert annað ónýtt pappírsgagn sambandi við innlánsdeildir kaupfélaganna, ef efnahagsmála- ráðstafanrimar léku þær stéttir, sem helzt eiga innstæðurnar, sve grátt sem hin sömu blöð vilja vera láta. En skyldi ekki sönnu nær, að sú aðferð hafi þegar verið upp- tekin, er Björn Pálsson alþingis maður ymprar á eða Ieggur til i grein í Tímanum 17. marz, að ,,viðskiptamenn kaupfélaga“ geti ekki „annað gert en færa pen- inga sína úr innlánsdeildum i viðskiptareikninga". Að minnsta kosti leikúr orð á því að inn- stæðuviðskiptareikningar í sum- um kaupfélögum hækki, þótt innstæður í innlánsdeildum standi í stað eða minnki.“ Víðtæk njósnastarfsemi Rússa Á s. 1. vori, þegar Rússar skutu niður bandaríska flugvél yfir Rússlandi, lézt Sovétstjórnin vera ákaflega hneyksluð á þvi, að Bandaríkin skyldu gera til- raunir til þess að senda njósna- flugvélar inn yfir Rússland. Hafa blöð kommúnrista, bæði í Rúss- landi og út um allan heim, for- dæmt hverskonar njósnastarf- semi og talið hana stórhættu- lega fyrir heimsfriðinn. Þegar á það er litið, að engin ríkisstjórn heldur uppi jafnvíð- tæku njósnakerfi og Sovétstjóm- in sætir það engri furðu, þótt hneykslun hennar yfir njósnum annarra sé yfirleitt ekki tekin alvarlega. Nýlega er til dæmis lokið réttarhöldum í Bretlandi yfir hópi njósnara, sem Rússar hafa kostað þar í landi um langt skeið. Þessum njósnurum Sovét- stjómarinnar var m. a. falið það hlutverk að afla upplýsinga um brezk flotamál og þá sérstaklega -i% um kafbáta. Rússar spöruðu hvorki fé né fyrirhöfn til þess að njósnastarfsemi þes; n ra manna í Bretlandi gæti komið að gagni. Njósnatogarar uppi í landssteinum á íslandi Þess er heldur ekki langt að minnast, að Rússar höfðu njósna togara sína upp í landssteinrum hér á íslandi. Þeir hikuðu jafn- vel ekki við að láta njósnaskip sín birtast í námunda við ör- yggisstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins hér á landi. Enginn dreg- ur heldur í efa að Rússar haldl uppi víðtækri njósnastarfseml hér á íslandi og í flestum öðr- um lýðræðislöndum. Þegar alls þessa er gætt verða hneykslunarræður Sovétleiðtog- anna vegna bandarísku flugvél- arinnar, sem þeir skutu niður yfir Sovétríkjunum, varla tekn- ar alvarlegar. Kjarni máisins er sá, að Sovét- stjóririn telur ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að hún megl halda uppi njósnum um varnar- viðbúnað vestrænna þjóða ojj sjálf vígbúast af kappi. Hina vegar sé það glæpur, ef vestræn- ar þjóðir freisti þess að treysta vamir sínar og vera á annaa hátt viðbúnar ofbeldisárásum af hálfu Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.