Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. apríl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 I»JÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir Ieik- ritið „Þjónar drottins" í næst eíðasta sinn i' kvöld og síð- asta sýning leiksins verður Svo n.k. sunnudag. Sýningin hefur hlotið góða dóma bæði hvað leik og sviðsetningu snertir. — Myndin er af Val Gíslasyni í aðalhlutverkinu. KirkjuEega ráðgátan Virkir díigar og sunnudagar í LOK smágreinar minnar í Morgunblaðinu þ. 22. f. m. kvaðst ég mundu benda á nokkur máls atriði, sem stuðluðu að ráðningu þeirrar gátu, hvers vegna mikilí meiri hluti unglinga í Evrópu hirðir lítið um kirkju sína, en mikill meiri hluti þeirra ungl- inga í Bandaríkjunum, sem til heyra enhverri kirkjudeild, sæk ir kirkju sína að staðaldri. Það er kunnugt, að kirkjuleg starf- semi þar vestra byggist mjög á félagslegri afstöðu einstak- linganna, félagslegum áhuga, félagslegu starfi og framlagi fjármuna til ýmissa þátta kirkju starfsii.s. Og söfnuðirnir eru myndaðir með frjálsum samtök- um. Ríkið tekur ekki að sér að halda uppi kirkjulegri allsherj- ar stofnun og starfi, enda hefði slíkt reynzt erfitt og ótækt frá upphafi að taka eina ‘kirkjudeild af mörgum fram yfir hinar, því að innflytjendur tilheyrðu mörg- um kirkjudeildum víðs vegar um Evrópu. I ýmsum löndum okkar ál'fu hefur ein kirkjudeild nser allan veg og vanda af kirkjulegu ^starfi. Þar er eining á yfirborði, Kvenfélag Laugar- nessóknar 20 ára EITT ELZTA kirkjulega kven- félagið í bænum: Kvenfélag Laugamessóknar, var stofnað þennan dag fyrir tuttugu árum síðan, þann 6. apríl 1941. Stofnfundurinn var haldinn í Laugarnesskólanum. Frú Ragn- hildur heitin Pétursdóttir í Háteigi stýrði stofnfundinum. Allt safnaðarstarfið var þá í teikni vonarinnar. — Allt var ógjört og heyrði framtíðinni til En vonin varð ebki til skamm ar. Laugarneskirkjan reis fyrir mikið átak margra, fyrst og f-remst hinnar dugmiklu sóknar- nefndar, en einnig fyrir hina sí- vakandi uppörvun og hið lifandi starf, er kvenfélagið innti af hendum. Þannig var allt leitt fram náðarsamlega af krafti Guðs. En þegar kirkjan var risin, var það kvenfélagið, sem lagði fram ríkasta þáttinn í alla henn ar innri prýði. Sjöarma ljósastikan stóra, sem ekki á neinn sinn líka hér á landi, var þeirra gjöf. Og þannig mætti telja lengi, en verður ekki gjört, því það yrði of langt mál. En nú í tilefni tvítugsafmæl- isins gaf Kvenfélagið kirkjunni tforkunnarfagran enskan gull- saumaðan hökul og gullofið alt- arisklæði, er tékið var til notk- unar um síðastliðin jól. En Kvenfélagð hefir á þessum tuttugu árum, látið margt fleira til sín taka, einnig mannúðar- málin. Til dæmis nú síðari, árin, árlega búið gamla fólkinu í sókninni, sem til var hægt að ná, ógleymanlegar yndisstundir, sem hafa verið mörgum öldruð- um tilhlökkunarefni frá ári til árs. Fyrsti formaður félágsins var frú Þuríður Pétursdóttir að Bergi við Suðurlandsbraut. Hún féll frá 15. des. 1949. Þá tók við frú Lilja Jónasdóttir frá Sandi í Kjós. Hún andaðist 17. febrúar 1953. Báðar þessar konur voru mikilhæfar og mikilsvirtar og farsælar í allri forystu. Núverandi formaður félagsins er frú Geirþrúður Hermanns- dóttir. Hefir félagið blómgazt undir hennar stjórn í athafna- sömu og lifandi starfi. É minnist starfs Kvenfélagsins um liðin tuttugu ár. Ég sé fyrir mér hinar mörgu konur lyfta hverju grettistakinu af öðru, altaf reiðubúnar altaf fúsar að fóma bæði tíma og kröftum og fjármunum, fyrir málefni kirkju sinnar. Ég þakka Guði fyrir félagið. Sannarlega hefir náð hans ekki orðið til ónýtis í starfi þess. Garðar Svavarsson. en ebki margskipting. Hins vegar er félagstilfinning fólks í slíkum kirkjum oft mjög sljó og hjá mörgum alls engin. Þess eru einnig mörg dæmi, að skráðir meðlimir kirkjunnar gerast and- stæðingar hennar óg þess boð- skapar, sem hún hefur að flytja. Slíkt hefur auðvitað mjög slæm áhrif á kirkjuna sem félagsskap. Þessir menn hafa full réttindi innan safnaðarins. Sumir skipta sér ekkert af réttindum sínum nema til að nota þau — eða misnota — við hentug tækifæri, svo sem prestkosningar og þess háttar. Þetta allt og margt fleira veldur félagslegri lömun og sundrung í kirkjulífinu. Sá fé- lagsskapur einn getur vaxið og þrifizt eðlilega, sem hefur sam- hentu fólki á að skipa, fúsu til að leggja lið félagsskapnum til heilla. Það er nauðsynlegt hverj- um félagsskap að finna verka- menn fyrir verkefnin, sem kalla að, og finna eitthvað handa sem flestum að starfa til þarfa. Þá getur félagsskapurinn tekið framförum og vaxið, alveg eins og andi og líkami hvers uppvax andi manns tekur eðlilegum þroska einnig við áreynslu að settu marki. Annað veigamikið atriði, sem mér hefur virzt ýmsum koma ókunnuglega fyrir, skal nú athug að. í löndum, sem hafa kristin fræði sem fasta námsgrein í skól um, er sú fræðsla að sjál'fsögðu eingöngu bundin virkum dögum. Stendur hún yfir meiri hluta árs ins í nokkur ár. Þegar svo börn- in fara afar sjaldan í kirkju (með öðrum heimamönnum) á sunnudögum, byggist upp í vit- und þeirra sú hugmynd og til- finning ósjálfrátt, að viðtal við þau um kristin fræði og allt þess konar tilheyri virkum dög- um einum, sunnudagar séu alger- lega undanþegnir. Þá eru nú á- fangar prófanna, þar með tvö burtfararpróf í kristnum fræð- um, barnapróf og unglingapróf. Þessi lokapróf okkar í skólanum eru svo sem ekki all'taf til að tryggja framtíðar áhuga á náms- greininni, hver sem hún er, að ég ekki segi meira. Og um ferm- inguna er oft haft á orði af kennimönnum kirkjunnar, að helzt Kti út fyrir, að börnin skoði 'hana sem eitt af lokapróf- unum, eins konar burtfararpróf. Sumir munu vilja minna mig á, að mörg börn sæki sunnudaga skóla. En slík börn eru ebki nema lítið brot af heildartölunni. Og sú skólasókn rénar mjög þegar börnin nálgast unglingsaldurinn. í landi eins og Bandaríkjunum er sunnudagurinn hins vegar not- aður rækilega til kennslu krist- inna fræða. Er það starf að all- miklu leyti bundið við kirkju- húsin. Helgi Tryggvason. Serviettur (danskar) Musselmalet M&ge Tranquebar Empire Bl& blomst Rosenbor.g Hjertgræs Flora Danica Frijsenborg Erantis Frímerkjasalan Lækjargata 6 A. Bifreiðastjóri óskast Bifreiðastöð Steindórs Sími 18585 SÝNINC 4 eftirprentunum franskra málverka í Bogasal Þjóð- minjasafnsins er opin daglega til 10. ágúst frá kl. 2—10 e.h. Alliance francaies Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast Sæla Café Brautarholti 22 Bátavél til sölu 12—14 ha. nýr ,,Penta“ bátamótor með öllu tilheyr- andi til sölu. — Upplýsingar í síma 33349. Til sölu 3ja—4ra herb. íbúð í björtum kjallara í Hvassa- leiti, tilbúin undir tréverk. — Upplýsingar í síma 16155. Til leigu skrifstofuhúsnæði rúmir 200 ferm. — Tilboð merkt: „Skrifstofa — 1708“, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. apríL Ný sending Þýzkar kvenhúfur GLUGGINN Laugavegi 30 Auglýsing frá Skóvinnustofunni, Þórsgötu 23 Hef tekið við rekstri skóvinnustofunnar. Afgreiðum skó- og gúmmiviðgerðir með mjög stuttum fyrir- vara. Helgi Hjörleifsson skósmíðameistari flllt er falt á götum Parísarborgar, — en þér fáið aðeins hinar alveg réttu fegrunarvörur frá LANCÖME le parfumeur Je Paris ’ \VD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.