Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORCT'yBL 4 Ð1Ð Fimmtudagur 6. apríl 1961 VONBRIGÐI MIKIL urðu vonbrigði körfu- knattleiksunnenda yfir tapi lands liðsins móti Svíum og Dönum. Það hefur og komið á daginn að fsiendingar voru mjög óheppnir eihkum í leiknum við Dani. Dan- irf viðurkenna sjálfir að isL leik mlnnirnir hafi >rátt leikinn“ og sýnt meiri og betri þjálfun og kpnnáttu en Danimir — en V&na harðs leiks hafi þeim ver- iðfvísað út af 5 talsins og það ká|taði ísland sigurinn. ‘ífþróttafréttastjóri Berlingske ITmende Prip Andersen segir um lefkina. fcað voru allir áhorfendur með fslendingum er þeir léku gegn Svíum í Næstved. Leikurinn var mjög spennandi og Jeik 53—45 iyrir Svía. Einar Matthíasson var stigahæstur skoraði 13 stig. íslendingar áttu leikinn gegn Dönum. Dönum tókst að vísu að ná forskoti í hálfleik 28—20 en þegar 35 sekundur voru eftir af leik hafði ísland yfir 45—43. Þá náðu Danir mjög góðum lokaspretti og trygðu sigur sinn með 4 stiga mun. ísl. liðið er sýnilega vel þjálf- að úr leikjum við Bandaríkja- menn á Keflavíkurflugveli. Stærð þeirra er og til mikilla hagsbóta en harður leikur liðsins kostaði sigur þess í þessum leik. Vítaköst á liðið voru tíð og 5 mönnum var vísað af leikvelli fyrir brot. Einar Matthiasson fyrirliði sagði að liðið hefði verið óheppið með dómara. Úrskurðir þeirra hefðu verið öðruvísi en liðið ætti að venjast. Beztur fslendinga er Þor- steinn Hallgrímsson sem leikur körfuknattleik á alþjóðamæli- kvarða. Einnig hljóta þeir mikið lof Guðmundur Þorsteinsson og Einar Matthíasson. Þorsteinn skoraði 14 stig í leiknum gegn Dönum, Guðmundur 8, Einar 7. fsl. liðið hafði oft forystu í leiknum í síðari hálfleik. Unnu i gœr- kveldi Kaupmh. í gærkvöldi. fSLENZKA körfuknattleiks- liðið vann Kaupmannahafn- armeistarana Sisu í kvöld með 56:47. Sisu hafði fyrst yfirhönd- ina í leiknum, var 9 stigum yfir um tima, en i hálfleik stóðu leikar 22:22. — Prip. henta bezt fyrir Clœsileg árshátíB Siálfstœðismanna í Arnessýslu S. L. miðvikudagskvöld var árs- hátíð Sjálfstæðismanna í Árnes- sýslu haldin í Selfossbíó. Form. fulltrúaráðsins Helgi Jónsson, fulltrúi, setti samkomuina með ávarpi, og stjórnaði henni, en síðan fluttu ræður; Sigurður Ó. Ólafsson forseti Efri-deildar og Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra. Ræddi Sigurður um afgreiðslu mála á nýloknu Al- þingi og afstöðu flokka til þeirra. Ráðherrann ræddi hins vegar aðallega um framtíðarverkefni þjóðarinnar og minntist á hin margvíslegustu verkefni er tek- in yrðu til meðferðar í sam- bandi við framkvæmda áætlun er ríkisstjórnin léti nú vinna að. Sagðist ræðumönnum vel að vanda, og var máli þeirra mjög vel tekið. Þá söng Guðm. Jóns- son óperusöngvari nokkur lög með aðstoð Fritz Weisehappel. Að því loknu var spurninga þáttur er Skúli Ágústsson forstj. stjómaði. Voru verðlaun veitt þeim er bezt stóðu sig í þeim getraunum, en síðan hófst dans- inn, er stóð fram eftir nóttu. Ríkti almenn ánægja meðal samkomugesta, með árshátíð þessa og þótti hún vel undir- búirin og röggsamlega stjórnað. Gjöf í minningarsjóð ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRINN gaf á dánardegi dr. Urbancic 4. apríl sl. kr. 3.000,00 — þrjú þúsund krónur —- í minningarsjóð þann um dr. Urbancic sem kórinn stofn aði á dánardegi hans þann dag árið 1958, sem þakklætisvott fyr- ir mikið og heilladrjúgt tónlistar starf hans í þágu íslenzku þjóð- arinnar. Úthlutun úr minningarsjóðnum fer árlega fram á afmælisdegi dr. Urbancic 9. ágúst. Sr. Guðmundur Benedibtsson Burði í Fijótum sextugur í DAG er séra Guðmundur á Barði sextugur. Það er gott til þess að vita, að jafnvel hinar af skektustu sveitir á íslandi eiga enn nokkru mannvali á að skipa. Jafnan er snjóþungt á vetrum í Fljótum norður og sveitin þá mjög einangruð, en heyrt hefi ég sagt að þar búi kjarnafólk, eins og víðar í dreifbýlinu hér á landi. Séra Guðmundur Bene- diktsson er fæddur að Hrafna- björgum í Svínadal hinn 6. apríl 1901. Faðir hans var Benedikt Helgason bóndi þar, og móðir hans, kona hans Guðrún Ólafs- dóttir, alsystir Guðmundar Ólafs sonar, alþingismanns og héraðs- höfðingja að Ási í Vatnsdal, en Guðmundur hlaut nafn eftir þessum merka frænda sínum. Séra Guðmundur sat tvo vetur í Akureyrarskóla, og tók þaðan stúdentspróf vorið 192:8. Var hann í hópi fyrstu stúdentanna, er brautskráðir voru frá skólanum árið sem hann hlaut menntaskóla réttindi. Guðfræðipróf frá Há- skóla íslands tók séra Guðmund ur árið 1933, og var vígður til Barðs í Fljótum hinn 23. júlí sama ár. Þessu embætti hefur hann gegnt til þessa dags, eða í nærri 28 ár. Giftur var hann hinni ágætustu konu, Guðrúnu Jónsdóttur, bónda á Kimbastöð- um í Borgarsveit Jónssonar, en varð fyrir þeirri þungu sorg að missa hana löngu fyrir aldur fram, fyrir hálfu öðru ári síðan. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin og á lífi, og eru hin mannvænlegustu. Margir merkir prestar hafa setið hið kunna prestsetur Barð í Fljótum, en ekki þyki mér ó- líklegt, að séra Guðmundur muni síðar meir verða talinn hafa setið þann stað eigi síður en fyrirrennarar hans með mikl um sóma, og þá sérstaklega vegna mannkosta hans og hæfi- leika. í skóla var Guðmundur tápmaður mikill, og ætíð tillögu- góður, félagi var hann ágætur, og vinfastur við alla þá er hann batt kunningsskap við. Á þessum merkisdegi séra Gu8 mundar vil ég senda honum og fjölskyldu hans kærar kveðjur og beztu heillaóskir, og óska þesa að hann eigi enn eftir að skila drjúgu og gifturíku starfi fyrir land sitt og þjóð. Rvík 5. apríl 1961, Baldur SteingHmsson. Arshátíð verður í Sjálfstæðishúsina laugardaginn 8. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Heiðursgestur: é> A. J. BERTELSEN — 85 ára 17. apríl — iR-ingamir Svavar Gests og Ómar Ragnarsson sjá um skemmtiatriðin. Upplýsingar og aðgöngukort hjá formanni félagsins, Smiðjustíg 4 símar 10634 og 10777. — Dökk föt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.