Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagnr 6. apríl 1961 Ungling vantar til að bera út blaðið við Fossvogsblett jHornmtl’liifcife Skrifsfofustörf Óskum eftir að ráða stúlku eða karlmann til skrif- stofustarfa nú þegar. Kunnátta í ensku og vélritun er nauðsynleg. — Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar skrif- stofu félagsins, merktar: „Skoðunardeild", eigi síð- ar en 12. þ.m. AUGLÝSING Landssíminn óskar eftir mönnum á tengingar- námskeið (jarðsímatengingar) sem hefst um miðjan apríl. Umsækjendur skulu helzt hafa lokið gagn- fræðaprófi. Aldur 18—23 ára. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um fyrri störf og menntun skulu sendar póst- og símamálastjórninni fyrir 11. þ.m. Reykjavík, 4. apríl 1961 Fóst- og símamálastjórnin Sendisveinn óskast nú þegar allan daginn í. Brynjólfsson & Kvaran Skrifstofuhúsnæði óskast Málaflutningsmann vantcir 2 skrifstofuherbergi í miðbænum nú þegar eða í vor. — Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi nöfn sín í pósthólf 1167 í umslagi merkt: „Lögmaður". LOQUI LUQUENDO DISCITUR Berlitz skólinn tilkynnir Vornámskeið í ensku, þýzku, frönsku, spænsku og ítölsku hef jast í næstu viku. 8 manna hópar. — Innritun frá kl. 1—7. Berlitz skólinn Brautarholti 22 — Sími 12946 Sigríður Stefánsdóttir FRÚ Sigríður Stefánsdóttir fyrr- um húsfreyja í Bakkakoti í Leiru andaðist í Reykjavík 13. okt. sl. liðinn 92 ára gömul. Hún var fædd á Minni-Vatns- leysu 9. maí 1868. Foreldrar hennar voru þau ágætu merkishjón Guðrún Gísla- dóttir og Stefán Pálsson, er þá bjuggu á Minni-Vatnsleysu. Guð rún var annáiuð gæðakona, sem öllum þótti vænt um er henni kynntust. Hún var mjög nærfær- in við sjúka enda lánsöm ljós- móðir, þó ólærð væri. Hún var Ijósa fjölda margra af yngri kyn- slóðinni á Vatnsleysum og var af öllum nefnd Ijósa, bæði yngri og eldri. Það var hennar tignarnafn sem hún bar með mikilli prýði. Stefán heitinn- Pálsson var mikill athafna og dugnaðarmað- ur, heppinn formaður og dugleg- ur bóndi. Hann var góður mað- ur, glaður og gamansamur. Þau hjónin fluttu snemma*á búskap- arárum sínum að Stóru-Vatns- leysu og bjuggu þar rausnarbúi þar til Bjarni sonur þeirra og hans ágæta kona Elín Sæmunds- dóttir tóku við búi og hjá þeim andaðist Guðrún í hárri elli. Sigríður ólst upp á heimili for- eldra sinna og varð snemma gjörvuleg og bráðþroska stúlka. Ungri var henni komið til Reykja víkur til saumanáms hjá ungfrú Guðrúnu Borgfjörð og þótti það hinn bezti skóli ungum stúlkum. Hún var frábærlega vel verki far in og saumaði fram á elliár svo vel að eigi varð að fundið. Ung- um konum á Vatnsleysum var hún hin mesta hjálparhella, sneið fyrir þær og sagði þeim til. Móð- ir mín var ein af þeim, og taldi hún sg alla ævi hafa búið að þess ari ómetanlegu hjálp hinnar ungu stúlku. 19 ára gömul, giftist hún ná- granna sínum og æskuvini Sigur- finni Sigurðssyni úr Vesturbæn- um á StórulVatnsleysu. Foreldr- ar hans voru Oddný Hannesdóttir mikill kvenskörungur og Sigurð- ur Jónsson silfursmiður, annálað- ur gáfumaður, orðheppinn og stilltur. Sigurfinnur var talir.n afbragðs efnilegur ungur maður, duglegur til starfa og drengur góður, og mátti nú segja að ham- ingjusól ungu konunnar væri hátt á lofti. Þau ungu hjónin eignuð- ust efnilegan dreng er hlaut nafn Stefáns afa síns. En þetta var á vertíðinni og róðrar voru stund- aðir af miklu kappi. Sigurfinnur lét ekki sinn hlut eftir liggja við sjósóknina. Þegar drengurinn var mánáðargamall mátti hin unga kona horfa á mann sinn hverfa í hafdjúpið, án þess að nokkuð væri hægt að gera til bjargar, og má nærri geta, hvílíkur ofur- harmur það hefur verið eftir þriggja mánaða hjónaband. En tíminn, sá mikli læknir leggur sín lífgrös við hin dýpstu sár, jafnt sem smærri skeinur. Að fjórum árum liðnum giftist Sigríður í annað sinn ungum og glæsilegum efnismanni Eiriki Torfasyni frá Hóli í Norðurárdal , Mýrasýslu. Eiríkur var kominn af gagnmerku fólki og vel gáfuðu. Faðir hans Torfi Tímóteusson var talinn með gáfuðustu og beztu mönnum, ágætur söngmaður og vel á sig kominn í alla staði. Móðir hans var Guðríður Gutt- ormsdóttir, fríðleiks kona og vel að sér til munns og handa. Þau Sigríður og Eiríkur reistu bú að Bakkakoti í Leiru og gerðu um árabil þann garð frægan. Ekki mun þau hafa sett saman bú af miklum efnum, en blessun var í búi þeirra, því bæði voru þau afbragðs efnileg og hagsýn, hepp- lék hvert verk í hendi beggja. Eiríkur var smiður agætur, hepp- inn formaður og duglegur hóndi. Hann var bæði hreppstjóri og odd viti í sinni sveit og mun hafa gengt fleiri oþinberúm störfum. Heimili þeirra var rómað fyrir fegurð og prýði og voru hinar högu hendur beggja-hjqnanna þar að verki. Áldrei hef ég séð fallegri og sældarlegri stofuþlóm en hjá Sigríði og fyrsti blóma- garðurinn, sem ég sá hér á suður nesjum var þar. Heimilið var oft mjög jölmennt og starf húsfreyjunnar afar mikið og fjölþætt, en allt var þar unnið með frábærum dugnaði, hrein- læti og myndarskap, og mátti segja að bú þeirra blómgaðist með hverju árinu sem leið. En þrátt fyrir margskonar vel- gengni sneyddi sorgin og þungar raunir ekki hjá garði þeirra góðu hjóna. Þau eignuðust 9 börn hvert öðru fallegra og efnilegra, þau er til þroska komust. En 6 af þess um yndislegu bömum misstu þau fyrir innan fermingu. Elztu dæturnar tvær og fyrsta soninn misstu þau á sama árinu, og þá var ekkert barn eftir í Bakka- koti, því Stefán sonur Sigríðar ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Vatnsleysu. Seinna misstu þau svo ungbarn og síðan með nokk- urra ára bili 9 ára dreng og 8 ára stúlku, þá gáfuðustu og fegurstu Saumasfúlkur óskast nú þegar. Helzt vanar CARABELLA Laugavegi 31 Afgreiðslusfarf Kona á aldrinum 25—40 ára óskast við ís- og sæl- gætisafgreiðslu. — Þarf helzt að hafa unnið við starfið áður. — Tilboð merkt: „Dugleg — 1873“, sendist afgr. Mbl. fyrir 12. þ.m. Afgreiðsl ustarf Okkur vantar stúlku til afgreiðslustarfa Vaktaskipti. Bifreiðastöð Steindórs Hafnarstræti 2 — Sími 18585 telpu á þeim aldri, sem ég hafl nokkurn tíma kynnzt. Engin get- ur vitað hve djúp voru sárin sem þessi stórkostlegi missir risti í sálir foreldranna, því það var ekki um það rsett. Þau hjónin gengu sjálf frá jarðneskum leif- um barna sinna. Hann smíðaði kisturnar en hún saumaði í þær og gekk frá öllu. Enginn mátti snerta við þeim helgidómi iiema þau. Yfir börnunum, sem eftir lifðu vakti móðirin með viðkvæmri um. hyggju og ást, enda komust þau öll til prýðilegs þroska og urðu hið mes.ta efnisfólk. Þegar þaú Sigríður og Eiríkur bjuggu í Leirunni voru þar mörg býli og þótti mannmargt. að þeirra tíma. hætti. Ekki var allt þetta fólk efnum búið og oft börðu veikindi og aðrir erfiðleikar þar að dyrum. Sigríður var, eins og móðir hennar mjög nærfærin við veika og óvallt boðin og búin til hjálpar er veikindi eða dauða bar að garði og ekki vílaði hún fyr- ir sér að taka að sér Ijósmóður. störf ef á þurfti að halda og heppnaðist henni það ágætlega. Ótaldar munu gjafirnar er hún færði þessu fólki eða lét færa, enda sendi hún þær ávalt svo lítið bar á. Hún var ávalt bezt þegar mest á reyndi Árið 1926 fluttust þau til Reykjavikur og reistu sér hús að Bárugötu 32. Þar bjuggu þau og störfuðu þar til nú fyrir nokkr um árum, að þau fluttu á elli- heimilið Grund og þar andaðist Eiríkur árið 1956, 97 ára gam- all. Börn Sigríðar eru þessi: Stefán Sigurfinnsson, fyrrum bóndi á Auðnum, kvæntur Jóhönnu Sig- urðardóttur, Guðrún Eiríksdóttir gift S. Walton búsett í Hull, Jón Eiríksson loftskeytamaður kvænt ur Ingibjörgu Gísladóttur og Guð björg Eiríksdóttir gift Markúsi ísleifssyni húsasmíðameistara. Öll eru þau búsett í Reykjavík nema Guðrún, sem nú er búin að missa sin góða mann, en dvel- ur áfram í húsi sínu þar. Þau Sigríður og Eiríkur ólu að miklu leiti upp Sigríði Stefánsdóttur, sonardóttur Sigríðar, sem gift er Bjarna Einarssyni skipasmíða- meistara, búsett í Njarðvíkum. Öll eru börn þeirra hjóna prýð- isfólk. Þau Sigríður og Eiríkur lifðu saman í 65 ára ágætu hjóna- bandi. Það sópaði að þeim hvar sem þau komu, svo fríð og glæsi- leg vorú þau bæði og framkoma þeirra tíginmannleg. í stjórnmálum voru þau sam- hent sem öðru, sterkir sjáifstæð- ismenn til hinztu stundar. Slysávarnarstarfsemin var Sig- ríði mjög kær og lagði hún henni iið á meðan kraftar entust. Nú hvíla þáu bæði við hlið. barna sinna í stóra leiðinu í Út- skálakirkjugarði. Löngu og gagn merku lífi er lokið. Hugljúfar minningar geyma börn þeirra, ættingjar, afkomendur og vinir um hin ágætu höfðingshjón. Fyrir hönd okkar systranna kveð ég okkar ágætu vinkonu með innilegum þökkum fyrir ást- úð og gæði. Megi guð blessa henni enduf- fundi við stóra ástvinahópinn sinn. Jónína Guðjónsdóttir Framnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.