Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 13
Fimmíudagur 6. aprll 1961 13 MO^VTSBIAÐIÐ ♦♦♦ Verður útlagastjdrn Kúbu mynduð? % rt í< iV v v V % % 'I i Bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune birti fyrir inokkrum dögum grein eftir fréttaritara sinn um málefni Kúbu, (Joseph Njrman) þar sem segir að allar líkur bendi til þess, að innan skamms verði ihynduð útlagastjórn Kúbu með aðsetri í Bandaríkjimum. Muni setlunarverk þeirrar stjórnar að steypa Fidel Castro af stóli for- sætisráðherra á þessu ári. í grein sinni segir Joseph Newman. — Forystumenn hinna tveggja andstöðuflokka gegn Castro sem starfa í Bandaríkjunum komust að samkomulagi 1 Miami, mánu- daginn 20. marz, um að skipa Dr. José Miro Cardona forseta hinnar nýju útlagastjórnar. Dr. Miro Cardona sleit samvinnu við Castro, er hann hafði setið 45 daga sem fvo-.sti forsætisráðherra sijórnar Castros áriá 1959. Dr. Cardona, sem er 59 ára gamall lögfræðingur, kom til New York aðfaranótt 22. marz rneð flugvél frá Miami, í því skyni að vera viðstaddur er hin nýja stjórn yrði opinberlega sett á laggirnar og hann sjálfur skip- aður í forsæti hennar. Ásamt Cardona verða í þessari stjórn 13 ráðherrar auk ráðs 10 þekktra Kúbumanna, sem munu fara með löggjafarvald unz löglega kjörin stjóm hefur náð völdum á Kúbu. í>essar áætlanir eru taldar undanfari hernaðaraðgerða gegn stjórn Castros — hernaðarað- gerða, sem undirbúnar eru um þessar mundir innan Kúbu sem utan og vænta má á vori kom- anda. Jafnskjótt og útlagastjórnin hefur náð fótfestu á Kúbu mun hún flytjast þangað og leita eftir viðurkenningu erlendra stjórna. Er þess vænzt, að Bandaríkin og önnur amerísk lýðveldi verði fyrst til þess að veita slíka við- urkenningu. * * * Jose Varela Castro, ofursti, hefur verið valinn til forystu fyrir uppreisnarliðinu gegn Fidel Castro — þess skal getið að þeir eru ekki skyldir. Varela Castro var einn af forystumönnum bylt ingarinnar 1952, sem Fulgencio Batista, fyrrum einræðisherra Kúbu, stóð að. Síðar — eða nán- ar sagt í byrjun apríl 1955, gerði Varela Castro ásamt Ramon Barquin, ofursta, árángurslausa tilraun til þess að koma Batista frá völdum. Báðir voru þeir teknir höndum og hnepptir fangelsi á „Furueyju", en þar hafði Fidel Castro einnig verið fangi. Þar voru þeir Castro og Barquin til ársins 1959. Þegar Batista hafði verið bolað frá, voru þeir sendir til Evrópu, sem hernaðarráðunautar Castros. Síðar slitu þeir sambandi við hann, og komu til Bandaríkj- anna sem pólitískir flóttamenn. Meðal þeirra, sem taka þátt í myndun hinnar nýju útlaga- stjórnar ásamt Dr. Miro Cardona eru: Dr. Manuel Antonio de Varona, forystumaður Hins lýð- ræðissinnaða byltingarflokks og (Manuel Ray, forystumaður Al- þýðubyltingarhreýfingarinnar, sem mun vera öflugastur þeirra ándstöðuflokka gegn Castro, sem starfa leynilega á Kúbu. Þcssir tveir flokkar. sterkustu andstöðuflökkar Oastros, eiga mestan þátt í skipan Dr. Miros Cardona, og ráðherrar stjórnar- innar eru skipaður úr þeim. Meðal þeira manna, sem til greina koma í ráðherrastöður auk Dr. Varona og Rays eru: — Dr. Feliþe Pazos, fyrrverandi banka- stjóri ríkisbankans á Kúbu, JustoOarillo, fyrrverandi banka- stjóri Búnaðar- og iðnaðarbanka Kúbu; Raul Ghivas, sem áður var einn, af stjórnarmönnum Castros; Carlos Hevia, sem í ógústmánuði 1933 varð forseti útlagastjórnar í 24 klst.; — Manuel Artime, fyrrverandi for- ingi í byltingarhersveit Fidels Castros; Goar Mestre, fyrrver- andi eigandi CMQ sjónvarps- og útvarpsstöðvanna á Kúbu og Jose Bosch, eigandi Bacardi romm- og bjórverksmiðjanna. Samkomulagið milli tveggja fyrrgreindra flokka er árángur af þriggja vikna áköfum og oft heitum samningaviðræðum, sem hófust á hótel Commodore í New York í lok síðasta mánaðar. Oft lá við borð að samningar færu út um þúfur og tvísýnt var um úrslit allt þar til samkomu- lagið náðist í Miami, mánu- daginn 20. marz. Á stjómmálastefnu þessarra tveggja hreyfinga er mikill mun ur. Varona og fylgismenn hans eru taldir hlynntir frjálsri sam- keppni og því vinsælir meðal kaupsýslumanna, einkum þeirra, sem áfram er um að endur- heimta eignir þær, sem Castro hefur gert upptækar. Ray og fylgismenn hans eru hins vegar vinstrisinnaðir en andkommúnisk ir. Þeir eru hlynntir þjóðnýtingu fyrirtækja, sem annast almenna þjónustu svo sem samgöngufyr- irtækja,raforkuvera, pósts- og síma. En þeir vilja bæta fyrri eigendum, — sem margir eru Bandaríkjamenn — tjón þeirra. Enn fremur mundu þeir halda í landbúnaðarumbæturnar, eins og þær voru ætlaðar í fyrstu, en ekki samkvæmt sovézkri for- skrift eins og Castro hefur gert. í stuttu móli sagt mundu þeir vilja halda fast við þá stefnu, sem mörkuð var í upphafi bylt- ingar Castros, þ. e. a. s. áður en hún tók að hneigjast í áttina til kommúnisma. Rey, sem er verkfræðingur, var framkvæmdaráðherra í stjórn Castros, þar til hann var sann- færður um, að hún hefði snúizt á sveif með kommúnistum. Markmið hans er að vinna fylgi hinna stóru, mið- og vinstri flokka, sem upphaflega studdu Castro, en sneru síðan við honum baki vegna kommúniskra til- hneiginga hans. * * * Dr. Cardona var einn af fimm mönnum, sem til greina koma í forsæti útlagastjómarinnar. Hin- ir voru: — Dr, Filipe Pazos — en hann er fylgismaður 'Rays — Dr. Varoná, Justo Carrillo og Dr. Emilio Menendez, fyrrver- andi forseti hæstaréttar Kúbu. Ray vildi ek'ki samþykkja Dr. Varona og sá vildi aftur á móti ekki samþykkja Dr. Pazos. Ray og fylgismenn hans voru þó loks taldir á að fallast á skipun Cardona, enda þótt hann sé fylg ismaður dr. Varona. Viðurkenning krefst uppfyllingar vissra skilyrða Bandariska utanríkisráðuneyt- ið neitaði að segja nokkuð um fregnir af fyrirhugaðri stofnun útlagastjórnar, er leitað var álits þess hinn 21. marz s. 1. Starfs- menn ráðuneytisins bentu þó á, að sérhver stjórn, sem leitar eft- ir viðurkermingu Bandaríkja stjórnax verður að uppfylla viss skilyrði. í fyrsta lagi verður hún í ráun og veru að hafa yfirráð yfir því landssvæði, sem hún kveðst stjóma í heimsstyrjöld- inni síðari, þegar útlagastjórnir Evrópuríkja, sem Kitler hafði tekið herskyldi, sátu í London, viðurkenndu Bandaríkin þær stjórnir, sökum þess, að þær höfðu verið við völd hver í sínu landi, þegar þær fyrst voru viðurkenndar. Þann veg yrði því ekki farið um fyrirhug- aða útlagastjórn Kúbu undir forsæti Dr. Miro Cardona. Enn fremur verður sérhver stjórn, sem óskar eftir viðurkenningu Dr. Varona og dr. Cardona Bandaríkjastjómar að standa við[ Skuldbindingar þess rákis sem hún er fulltrúi fyrir. Að sögn talsmanna utanríkis- ráðuneytisins gætu Bandaríkin ekki leyft stjórn sem þessari að starfa á bandarísku landi. Slíkt væri brot gegn hlutleycislöggjöf Bandaríkjanna, sem kveður svo á að ekki megi undirbúa né gera árás á erlenda stjóm af bandarískri grund. Enn fremur sögðu talsmenn utanríkisráðuneytisins, að engu breytti hér um þóbt Bandaríkja- stjórn hafi slitið stjórnmálasam- bandi við stjórn Fidels Castros. Þar sem stjóm Cardona getur ekki öðlast viðurkenningu Banda ríkjastjórnar, að svo komnu máli, virðist engax lí’kur til op- inberra samskipta milli banda- ríska utanríkisráðuneytisins og andstæðinga Castros. * * * Stefnuskrá útlagastjórnarinn- arinnar, sem forystumenn hinna tveggja andspyrnuflokka gegn Castro hafa samþykkt, kveðúr svo á, að komið skuli á fót kjör- inni lýðræðisstjóm samkvæmt stjórnarskrá Kúbu frá 1940. Kosn ingar skuli fara fram í landinu innan 18 mánaða frá falli stjórn ar Castros. Þegar útlagastjórnin hefur náð völdum á Kúbu, hyggst hún fá fyrri eigendum í hendur verk- smiðjuhús og aðrar eignir, sem Castro hefur gert upptækar, ut- an þeirra, sem menn höfðu söls að undir sig á valdatímum Bat ista. Þeir, sem opinberlega voru tengdir eim'æðisstjóm Batista hafa verið útilokaðir frá þátt- töku í myndun útlagastjémar- innar. Hún mim fordæma þau stjómmála- og efnahags-tengsl, sem núverandi stjórn Kúbu hefur stofnað til við Ráðstjómarríkin og Kína. Hún mun lýsa yfir stefnu, sem mundi, ef henni tækist að framfylgja henni, skipa Kúbu á bekk með vestrænum ríkjum. Einvígiö um heimsmeistaratitilinn ÞÚSUNDIR MANNA um allan heim fylgjast með hildi þeirra Tals og Botvinnik, sem fram fer í Moskvu í marz og apríl. Það kom mörgum leikmönn um á óvart, að Botvinnik not- færði sér áskorunarrétt sinn til nýs einvígis við Tal, en þeir, sem bezt þóttust vita, voru aldrei í neinum vafa um hvað Botvinnik myndi gera. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa þeir lokið 7 skákum, og hefur Botvinnik hlot Þessa mynd tók fréttaritari blaðsins á Akureyri, Stefán E. Sigurðsson, af togaranum Björgvin, sem strandaði við Gjögra fyrir skömmu. Unnið er nú að viðgerð á togaranum en hann laskaðist nokkuð við strandið. Vélsmiðjan Atli á Akureyri framkvæmir við- gerðina. ið 4% gegn 2% vinningi Tals. Óneitanlega óvænt úrslit ef mið að er við einvígið 1960, en þá hafði Tal hlotið 5, en Botvinnik 2. Það er bersýnilegt að Botvinn ik mætir betur þjálfaður til þessa einvígis, enda er ekki ýkja langt síðan Ólympíuskákmótið í Leipzig fór fram, en þar var Bot vinnik meðal þátttakenda. Ann ars má það markilegt teljast hversu sjaldséður gestur Botvinn ik hefur verið á alþjóðlegum stórmótum.. Þessi tregða Botvinn ik s til þátttöku hefur stundum komið honum í koll t.d. í ein- vígi hans við Smyslof 1957 og gegn Tal 1960. Þess ber þó að gæta að Botvinnik hefur komið sér upp ákaflega ströngu æfingar kerfi, sem hann þjálfar sig eft ir, fyrir hverja stórraun, sem hann tekur þátt í. Það dylst eng um, sem hefur athugað skákir Botvinniks við stórmeistara eins og t.d. Bronstein, Smyslof, Euwe, Keres og Tal, svo einhverjir séu nefndir, að styrkleiki Botvinniks liggur fyrst og fremst í því hversu geysilega nákvæmur hann er í athugunum sínum á skákstíl andstæðings síns, hins mikla járn aga, sem hann hefur á sjálfum sér, þegar hann þarf að leysa af hendi vandasama vörn. Síðast en ekki sízt er geta hans í bið skákrannsóknum, sú mesta, sem ég hef heyrt sögur herma. (En í því sambandi minnist ég sérstak lega tveggja biðskáka frá Amster dam 1954. Það voru skákir hans við Þjóðverjann Unzicher og Búlgaran Minev, að vísu mun hann hafa notið aðstoðar S. Flohr, en það rýrir ekki þessi tvö mestu afrek, serq ég hef orð ið vitni að við skákborð). Leik- fléttusnillingurinn Tal hefur ekki ennþá fengið þá höggstaði á Botvinnik, sem hann fékk í fyrra einvíginu, og þar að auki er hann Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.