Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Flmmtudagur 6. apríl 1961 -íaldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Jón Aðils, Ævar B. Kvaran og Lárus Pálsson í hlutverku_ Þjóðleikhúsið: Nashyrningarnir eflir Eugéne lonesco Leikstjóri: Benedikt Árnason Eftir Eugéne Ionesco Leikstj.: Benedikt Árnason LEIKRITIÐ „Nashymingarnir“ eftir fransk-rúmenska rithöf- undinn Eugéne Ionesco, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á annan í páskum. Er það fyrsta leikritið eftir þennan viðfræga og umdeilda leikritahöfund, sem sýnt er á íslenzku leiksviði. Ionesco er fæddur í Rúmeníu árið 1912 en fluttist þaðan eins árs til Frakklands. Þegar hann var fjórtán ára hvarf hann aftur til Rúmeníu og dvaldist þar til ársins 1938, er hann snéri aftur tU Frakklands. Hafði hann ekki unað sér í fæðingarlandi sínu, enda þótt hann hin síðari árin þar væri prófessor í bókmennta- ögu, velmetinn gagnrýnandi og viðurkennt ljóðskáld. Eftir að Ionesco settist aftur að í Frakklandi átti hann lengi erfitt uppdráttar og varð að sætta sig við illa launuð störf, sem voru honum lítt að skapi. En er á leið tók hann að semja leikrit og var fyrsta leikrit hans, sem flutt var á sviði, La Carlatrice Chauve (Sköllótta söngkonan), frumsýnt í París árið 1950. Eftir þetta samdi Ion- esco hvert leikritið af öðru, þeirra á meðal leikþættina La Lecon (Kennslustundin) og Les Chaises (Stólarnir), sem Leik- félag Reykjavíkur mun frúm- sýna n.k. fimmtudag. Leikrit það, sem hér er um að ræða, Le Rinoceros, eða Nas hyrningamir, eins og það heit- ir í íslenzku þýðingunni, var fyrst sýnt í París árið 1959, og vakti þegar geysiathygli. Hefur það síðan verið sýnt í flestum menningarlöndum heims og hvarvetna verið tekið með mik- illi hrifningu margra, en jafn- framt verið um það deilt eins og önnur leikrit þessa sérkenni- lega og mikilhæfa höfundar. Á það sínar eðlilegu orsakir, því að leikrit Ionescos eru öll sér- stæð mjög að efni en þó einkum efnismeðferð, enda stendur höf- undurinn framarlega í flokki þeirra rithöfunda sem valdið hafa gjörbreytingu á leikritun og leiklistarmálum á síðari tím- um. Hversu varanleg þessi þró- un verður, skal ósagt látið, en víst er um það að margir líta á han^. með tortryggni og van- þóknun, en aðrir hefja hana til skýjanna, svo sem jafnan vill verða þegar sveigt er út af fjárgötum gamallar venju og reynt að kanna nýjar leiðir. Það var því hvorki nýtt né undar- legt fyrirbæri að fyrstu leikrit- um Ionesco’s var tekið með mikl um fáleikum og þau um árabil sýnd, að heita má fyrir auðum bekkjum. Sá þrengingartími höf undarins er nú liðinn hjá. Hann hefur borið sigur af hólmi og nýtur ' nú meiri og almennari hylli en flestir ef ekki allir leikritahöfundar þeir, sem nú eru uppi. í leikritinu „Nashyrningarnir" tekur höfundurinn til meðferðar hina miklu múgsefjun, sem er ett af háskalegustu fyrirbærum vorra tíma og færst hefur í aukana með aukinni tækni og menningu. í borginni, þar sem hinn drykkfeldi og afskiptalausi skrifstofumaður Berenger stund- ar hina hversdagslegu atvinnu sína, breytast íbúarnir hver af öðrum í nashyrning. Hjörðin eykst jafnt og þétt, æðir um göt urnar með öskri og traðki og treður allt undir sem á vegi hennar verður. Jafnvel hinir traustustu menn fá ekki í móti staðið og verða að nashyrning- um áður en þeir vita af. Að lokum leggur hjörðin undir sig borgina með öllum tækjum henn ar, sima, útvarpi og sjónvarpi, en Berenger, hinn einfaldi skrif- stofumaður stendur einn eftir óttasleginn og að því kominn að gefast upp líka, en tekst þó á síðustu stundu að rísa til bar- áttu fyrir hinn mannlega ein- staklingseðli sínu. Um „Nashyrningana" hefur höfundurinn sagt: „Hvers vegna valdi ég að láta persónumar breytast í nashyrninga? Vegna þess að þeir eru heimskustu og grimmustu skepnur jarðarinnar og einnig þær ljótustu. Við sá- um fólkið breytast í nashyrn- inga í Þýzkalandi nazismans. Þar breytti fólkið sjálfu sér og varð að hryllilegum, eyðileggj- andi villidýrum í hjörð“. Og hann segir ennfremur: „Til þess að verjast fjöldahugsjónum er nauðsynlegt að vera mjög mikl- um gáfum gæddur eða að vera barn. — Berenger, söguhetja mín í Nashyrningunum, er hálf- gert bam. Hann er sá eini, sem heldur skynsemi sinni. Hann veit að eitthvað illt er að ske. Hann hefur mannlega samvizku og sú samvizka geymir ýmsan grundvallarsannleika mannkyns- ins“. Og um tilgang sinn með leikritinu ' segir • höfundurinn: „Eg skrifaði það til að hvetja fólk til að varast fjöldadáleiðslu og láta það ekki þjá tilfinning- ar sínar þó að því finnist það standa eitt“. Allt er þetta vitan- ega satt og rétt hjá höfundin- um það sem það nær, en hvort mundi hann eigi einnig hafa haft í huga og þá ekki síður, hið nærtæka dæmi um hina gíf- urlegu múgsefjun sem á sér stað þar sem kommúnisminn ræður ríkjum? Ég held það fari ekki á milli mála. Minnir ekki ösk- ur nashyrninganna og traðkið á framkomu kommúnistaleiðtog- anna á alþjóðafundum. Þar sem þeir berja í borðið, jafnvel með skónum sínum til þess að gefa háværum orðum sínum áherzlu. Og minnir ekki hinn sífelldi ótti fólksins í leiknum, ef drepið er á dyr eða síminn hringir, á ótt- UM ÞÉSSAR mundir eru staddir hér í bænum góðir gestir, þau dr. E. Martin Browne prófessor og leikstjóri og kona hans Henzie Raebum leikkona, sem jafnframt er leikskáld og prófessor. En þau hjónin eru hér á ferð á leið sinni frá New York heim til Englands. Dr. Browne er einn af fremstu og þekktustu leikstjórum Breta og má segja að hann sé sér- fræðingur í verkum hins mikla brezka nóbelskálds T. S. Eliots, enda hefur hann haft á faendi frumstjórn á flestum, ef ekki öll um, leikritum Eliots, bæði í London og New York og enn fremur leikritum eftir aðra ön^- vegishöfunda, brezka núlifandi svo sem Christopher Fry o. fl. Þá hefur dr. Browne verið leikstjóri á vegum hins fræga Old Vic leikhúss í London og Shakespears leikhússins í Stratford-on- Avon. Dr. Browne faefur kynnt sér manna mest hina gömlu helgi- leiki, séð um útgáfu á þeim og uppfærslu á leiksviði og einnig stjórnað sýnngum á alvarlegum leikritum frá síðari tímum. Frú Henzie Raebum var um langt skeið í fremstu röð enskra leikkvenna og lék jafnframt í valdhafanna, sem þjá fjölda hinna óbreyttu borgara í ein- ræðisríkjum kommúnista? Og er það ekki einmitt heimskomm- únisminn, sem höfundurinn hef- ur í huga, er hann leggur Dur- ard, vini Berengers í munn, þeg- ar hann er að því kominn að breytast í nashyrning: „Ég er hættur við að kvænast, ég tek hina stóru alheimsfjölskyldu fram yfir þá litlu? Hvað sem þessu líður þá er þetta leikrit hrópandi aðvörun höfundarins gegn hinni taumlausu múgsefj- un, sem er eitt af skæðustu vopnum einræðisríkjanna í bar- átttunni fyrir heimskommúnism- anum, og því á það brýnt erindi til allra þjóða, einnig vor, því að hér eru líka til nashyrningar og þeir, því miður, ekki svo fáir. Benedikt Árnason hefur haft leikstjórnina á hendi og tekizt það vandasama starf með ágæt- um. Hann hefur vikið lítið eitt frá sviðsetningunni eins og hann sá hana í London og hygg ég að hann hafi gert rétt í því. Annars er auðsætt á sviðsetn- ingu Benedikts að hann hefur skilið viðfangsefnið til hlítar og lagt mikla vinnu í leikstjórnina, enda ber sýningin öll þess ótví- rætt vitni. Hlutverk leiksins eru mörg og misjafnlega veigamikil. Aðalhlut verkið, Bérenger skrifstofumann, leikur Lárus Pálsson. Hér að framan hefur verið gerð nokk- ur grein fyrir þesssari persónu, sem ein fær staðizt þá miklu múgsefjun, sem gerir alla að nashymingum, af því að hann er „hálfgert barn“ eins og höf- undurinn segir. Gegnir hann því svipuðu hlutverki í leiknum og barnið í ævintýrinu fræga, „Nýju fötin keisarans" eftir H. C. Andersen. Lárus var í fyrri hluta leiksins full hlédrægur, eins og hann er svo oft í leik sínum, en er á leið leikinn og átöki urðu meiri, varð leikur hans áhrifamikill og sterkastur í leikslok. Jón, hinn þróttmikla og sjálf- umglaða vin Berengers, sem þó verður með þeim fyrstu til að bugast af nashyrningasýkinni, leikur Róbert Arnfinnsson. Hlut verkið er allmikið og Róbert gerir því hin ágætustu skil. Eink um er afbragðsgóður leikur hans, er hann fer smám saman að breytast í nashyrning með tilheyrandi raddbreytingu og látæði. Daisy, vinkonu Berengers og samstarfsmann, leikur Herdís Þorvaldsdóttir. Daisy stenzt kvikmyndum og I sjónvarpi, en lagði leiklistina á hilluna um all mörg ár, en tók þó þráðinn upp aftur síðar. Hún hefur einnig samið nokkur leikrit. S. 1. mánudagskvöld fluttu þau hjónin í Þjóðleikhúsinu þætti úr nokkrum leikritum T. S. Eliots, en þau voru „Murder in the Cathedral" (1935), „The Family Reunion" (1939), „The Coktail Party“ (1949) og „The elderly Statesman", sem var sérstaklega skemmtilegt. T. S. Eliot hefur almennt verið talinn brautryðjandi nýrrair ljóð rænnar stefnu í enskum skáld- skap og endursagnar þar í landi á leikritagerð í bundnu máli. Ár ið 1928 kom út eftir hann hið merka irit „Easay of Poetic Drarna" og árið 1935 samdi hann í bundnu máli leikritið „Murder in the Cathedral", sem þegar vakti geysihrifningu, er það var frumsýnt í Canterbury-dómkirkj unni, en leikritið fjallar um píslardauða Tómasar Becket’s erkibiskups, sem myrtur var við háaltarið í Canterbury-dómkirkj- unni 1170 og tekinn í dyrlinga- tölu tveim árum síðar. Leikkvöld þetta hófst jneð því undir leikslokin játuðu þau hvort öðru ást sína, hún og Berenger. En sú sæla stendur þó ekki lengi (enda var ástar- senan lítt sannfærandi), því að áður enn varir hefur Daisy tekið sýkina og læðist út frá elskhug- anum. Hlutverkið er ekki sér- lega mikið, en Herdís fer vel með það. Dudard, samstarfsmann Bep- engers, ungan lögfræðing og að því er virðist hleypidómalausan, leikur Rúrik Haraldsson Dudard er hressilegur í tali og allt virt- ist í fyrstu benda til þess að hann muni ómóttækilegur fyrir nashyrningasýkinni, en smám saman, þegar hann er staddur heima hjá Berenger, fer hann að verða undarlegur í fram- komu og lýkur því með því að hann hringsnýst út um dymar og heldur beina leið í hjörð nas- hyrninganna. Er leikur Rúrika mjög skemmtilegur og hnitmið- aður er nashymingurinn í hon- um er smám saman að ná valdi á honum. Lárus Pálsson og Herdís Þorvaldsdóttir Haraldur Björnsson leikur Bot- ard, sem einnig er samstarfsmað ur Berengers. Botard er gamall héraðsskólakennari og þykist þvi vita allt betur en aðrir, enda mikill „skeptiker". Þegar sagan um nashymingana fréttist i skrifstofuna, þar sem hann vinn ur, tekur hann fregninni með megnustu fyrirlitningu og vísar að séra Jakob Jónsson ávarpaðl leikhúsgesti og kynnti fyrir þeim •hina erlendu listamenn um leið og hann bauð þá velkomna. -Þá gerði dr. Browne í stuttu máli grein fyrir skáldskap Eliots og hófst síðan flutningur þeirra hjónanna á leikþáttunum. Þvl miður voru leikhúsgestir mjög fáir, en óhætt er að fullyrða að þeir fylgdust allir með leik og framsögn þeirra hjóna af mikilli athygli, enda leyndi sér ekki að hér var hámenntað leikhúsfólk að verki, sem skildi verk skáldsina og stíl þess til hlítar og hafði fullkomið vald á framsögn text- ans, með hinum margvíslegu blæ- brigðum hans. Kvöldstund þessi var, þó að hún væri ekki löng, listrænn við burður, sem verða mun minnis- stæður öllum þeim, sem þarna voru viðstaddir. Á þriðjudagskvöldið er kemur. mun dr. Browne flytja fyrirlest- ur í háskólanum um trúarleg leikrit, ensk frá miðöldiun og á miðvikudagskvöld fyirirlestur á sama stað um trúarleg leikrit, frá vorum dögum. Eru fyrirlestr- amir fluttir á vegum guðfræði- deildar háskólans og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Ég vil að lokum þakka þessum mikilhæfu gestum komuna hing- að, Sigurður Grimsson. annn við ofsóknir og njósnir einna lengst múgsefjunina, og Framh. á bls. 17. Elliot kynntur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.