Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBIAÐJÐ Sunnudagur 9. apríl 1961 V, Alltaf ganga skemmtilegar sög- ur af Sir Winston Churchill. í>etta er sú nýjasta. Meðan hann var í vetrarfríi við Miðjarðar- hafið, tók ljós- myndari einn af honum nokkrar myndir. Hann kom með þær til að sýya honum þær og bað gamla manninn að athuga, að þær væru „ó- retoucheraðar". — Eruð þér alveg frá yður, ungi maður, sagði Churchill. Ég harðbanna yður að fjarlægja á 20 mínútum allar þær hrukkur, sem hefur tekið mig 80 ár að fá. fe* ★ Það er erfitt þetta líf fyrir kvikmyhdastjörnurnar. Þegar í svo mikið er lagt að fá júgó- slavneska riddaraliðið til að leika í kvikmynd og kostnaðurinn skipt ir milljónum, þá verður að hafa hana eins eðlilega og unnt er. Anita Ekberg varð því að hlýða og æfa 12 sinnum „dauðasenuna í kviksyndinu" í myndinni, sem nýlega var gerð. í stað þess að sandpyttur gleypi hana eins og handritið segir fyrir um, er hún látin síga í mýrarvatn, og fara alveg á kaf í það. Hér sést hún leika atriðið. ★ ★ ★ Franski málarinn Auguste Renoir þjáðist í ellinni mjög af gigt, svo að stundum hljóð- aði h a n n a f sársauka, þegar h a n n hélt um pensilinn. — En hvers vegna hættið þér ekki að mála, meist- ari, úr því það veldur yður því líkum sársauka? spurði kona ein hann eitt sinn. — Það skal ég segja syður, svaraði gamli maðurinn. — Sársaukinn hverf- ur, en fegurðinn lifir. Adlai Stevenson, sem nú er aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, getur ef hann vill, búið í ósvikinni franskri, gamalli höll rétt utan við New York. 76 ára gömul kona, Michael Gavin, dó nýlega og hafði arfleitt bandarísku stjómina að höll sinni, með því skilyrði að aðalfulltrúinn hjá Sameinuðu þjóðunum setjist þar að. — Eiginmaður hennar hafði keypt þessa gömlu, frönsku höll í Loiredalnum árið 1928, látið rífa hana, stein fyrir stein, flytja til Bandaríkjanna og reisa hana aftur í Jericho á Long Island, rétt utan við New York. • Ljúffeng andans fæða Eg hefi fengið tvö bréf, þar sem mjög er hrósað dagskrár erindum um páskana. Þaul sætinn útvarpshlustandi skrif ar: „Skyldum við ekki geta fengið endurtekin í útvarpinu páskadagskrárerindi þeirra Þórarins Björnssonar skóla meistara og dr. Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors? Þau eru með Ijúffengustu og undirstöðubeztu andans fæðu, sem ég hef lengi fengið, og veit ég, að ég mæli fyrir margra munn. Þar mun því ekki glepja mér heyrn, að ég er gamall Akureyringur eins og þeir góðu menn“. HJÓNASKILNAÐIR og gifting- ar ganga glatt í Hollywood. Ný- lega gekk leikkonan Ginger Rogers í fimmta sinn í hjóna- band, giftist kvikmyndafram- leiðandanum William Marshall. Hér eru þau hjónin að koma úr meþódistakirkjunni í Holly- wood. Þetta er aðeins þriðja hjónaband Marshalls. — ★ — Nú eftir að Saud konungur í Saudi-Arabíu er aftur búinn að Og nokkrir framhaldsskóla nemar taka undir þetta: „Við erum oft fljót til að lasta það, sem miður fer, en öllu seinni á okkur að lofa það, sem vel er. Við biðjum þig að gjöra svo vel að koma á fram’færi við Ríkisútvarpið og dr. Steingrím J. Þorsteins son prófessor þökkum fyrir erindi hans um Shakespeare og íslenzkar bókmenntir á föstudaginn langa. Að því var bæði menntun og skemmtun. Það var ljúfur hljómur í dymbilviku. Viltu koma þeirri umleitan til réttra aðila, að erindið verði endurtekið í útvarpinu? Sumir félagar okkar misstu af því, en við hinir viljum gjarna hlýða á það aftur. Og hvernig er það, skyldi taka öll völdin í sínar henduir, hefur hann tek- ið þá ákvörðun að fara að spara útgjöldin við hirðina og það rækilega-. — Hann byrjaði á að tilkynna öll- um sínum fjöl- mörgu frændum og frænkum að héðan í frá mundu þau ekki eiga von á ekki vera neitt viðlit að fá próf. Steingrím í einhverja framhaldsskóla örfáa tíma næsta vetur til að leiðbeina um ljóðalestur, skilning og flutning?" • Drykkjarsteinn Enn eru uppi umræður um staupa- og drykkj arsteina. Sæmundur Tómasson skrifar: í dálkum bínum undanfarið hafið þið rætt rni-kið um sér staka steina, staupasteina og ölsteina. Mér kom því í hug gamalt og gott steinsnafn, sem ég heyrði oft í æsku, en stein inn sá ég í fyrsta sinni laust fyrir síðustu aldamót. Hann er við gömlu götuna, milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, fleiri amerískum lúxusbílum I gjafir frá honum. Jafnframt hef ur sonum hans verið komið 1 skilning um að þeir verði fram- vegis að láta sér nægja einn lít— inn evrópskan bíl hver. ★ * Konungsdæturnar dönsku eru orðnar laglegustu stúlkur. Sú yngsta, Anne-Marie, var fermd fyrir páskana í hallarkirkjunni í Fredriksborg. Á eftir var regluleg fjölskylduveizla fyrir fermingarbarnið. Afinn og amm an, sænsku konungshjónin, komu akandi frá Svíþjóð og Ólafur Noregskonungur frá Paris. Og auðvitað sátu for- eldramir, Friðrik konungur og Ingiríður drottning, veizluna, ásamt hinum prinsessunum, Benediktu og Margréti ríkis- arfa. Síðan fékk Anne-Marie að fara með foreldrum sínum i páskafrí til Rómaborgar. sem í þá daga var allfjölfarin leið. Þá var margbýli í Krýsu víkurlandi, og auk þess fóru austensveitarmenn oft lesta- ferðir þar um og vermeHn einn ig- Margir áttu því leið hjá steini þessum á ýmsum tím um. Þessi steinn hefur það fram yfir hina, að hann fól bókstaflega nafnið í sjálfum sér. í honum voru þrjár hol ur, nokkuð djúpar, einkum ein, og í þeim var oft kalt vatn. Þar drakk ég vatn úr í fyrsta skipti er ég fór þar um. Og margir hafa svalað þorsta sínum með þessum drykk. Þessvegna ber steinninn það einfalda réttneíni „Drykkjar- steinn". Hann er skammt fyr ir norðaustan ísólfsskála, aust asta bæ í Grindavík. Og þar sem þessi steinn eða klettur stendur, er kalíað Drykkjar- steindalur. Fyrr meir hefur steinninn staðið þar upp úr graáflöt. Sennilega hefur dal urinn verið grasi vaxinn“. • Ari Gíslason skrifar Ari Gíslason skrifar: „Vegna athugasemdar Dýr firðings um Ölstein, skal þess getið að ég fór ekki steina- villt, mér var vel kunnugt um steininn á Hrafnseyrarheiði. En ef Dýrfirðing langar til að leita að þeim stein sem ég talaði um þá er hann í Neðra- Hjarðardalslandi, nokkuð ut- an við Hjarðardalsgil. Ofan við götuna milli bæjanna, nokkuð stór steinn, flatur að ofan o ghjá honum tveir smá hólar með tóftum er heita Þröngholt, þar nokkuð ..-.ra ar ar tvo Stekkur o.s.frv.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.