Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 13
f Sunnudagur 9. aprB 1961 MORGUNBLAÐ1» 13 Er „sigurhátíð* í Hull og Grimsby? Ef marka mætti skrif Tímans og Þjóðviljans, mundu menn halda, að atburðir síðustu daga í Grimsby og Hull væri liður í fagnaðarhátíð Breta yfir sigri þeirra í fiskveiðideilunni við ís- lendinga. Raunin er öll önnur. Oeirðir og verkfallshótanir spretta af því, að togaramenn í þessum bæjum „segja að sam- komulagið frá því í febrúar um fiskveiðilögsöguna sé svik við brezkan fiskiðnað", eins og hermt var í einkaskeyti til Morgunblaðsins, sem birtist sl. fimmtudag. Það er vegna þess að brezkir togaramenn vita, að Bretar urðu algjörlega undir í deilunni, sem þeir nú gera slík- an uppsteit. Stjórnarandstæðingar hér á landi reyndu að gera sér mat úr afsökunum brezka fiskimála- ráðherrans, Soames, á dögunum. Svo er að sjá sem þeir hafi búizt við, að Soames mundi leggja meginkapp á að sanna, að brezka stjórnin hafi samið af sér, því að augljóst- væri, að Alþjóðadómstóllinn mundi strax og á reyndi viðurkenna kröfu REYKJAVÍKURBRÉF LaugarcL 8. apríl Lóan og snjórinn Vonandi er snjórinn, sem nú hefur lagzt yfir allt, ekki upp- haf harðinda, er geri verulegan skaða. Enn hefur hann einkum aukið á birtuna og gert landið svo skínandi bjart, að lengi mun í minnum haft. En víst er það merki um óstöðugleik veðurfars á íslandi, að einir mestu snjóar vetrarins skulu koma í byggð samtíníis því sem lóan boðar, að vorið ætti að vera hafið. Þegar nokkum veginn er ör- uggt, að gróandinn sé byrjað- ur í þeim nágrannalöndum, sem við þekkjum bezt, er hér allra veðra von. Því verður að taka eins og öðru, sem að höndum ber og ekki verður við gert. Vetrar- myrkur og frost hafa löngum þjáð Islendinga meira en fann- kyngi, þó að við höfum aldrei fagnað henni eins og gert er í sumum suðlægari löndum, vegna þess að snjórinn veiti gróðri skjól að vetrarlagi. Víxlverkun blota og frosta svipta okkur þesu gagni af fannbreiðunni og vorharðindi stytta oft sumarið illilega. ÞriSjiingi minni afli Á sama hátt og veðurfari á íslandi verður seint treyst, er afli úr sjó harla ótryggur. Svo hefur enn reynzt það, sem af er þessari vertíð. Afli togara var lélegur í fyrra, en hefur þó nú enn hrakað. Úr flestum ver- stöðvum berast þær fregnir, að bátum gangi einnig veiðar mun ver en í fyrra. Hér er þess þó að gæta, að í Vestmannaeyjum á verkfallið ríkan þátt í ófarn- aðinum, en þar ofan á hefur bætzt aflatregða síðan. Að kunnugra manna mati er heildarafli á þorskveiðum til marzloka a. m. k. 40% minni en á sama tíma í fyrra og er þá átt við hvorttveggja, báta og togara. Á móti kemur síldar- aflinn nú, sem segja má að sé alger viðbót við það, sem var í fyrra. Ef tillit er tekið til hans, verður heildaraflinn um þriðj- ungi minni en í fyrra. Fyrir Norðurlandi virðist afli að vísu sæmilegur eða góður og kynni það ásamt tregðu sunnan- lands, að benda til þess, að fiski- göngur væru nú með öðrum hætti en áður. Allt er þetta þó ókannað enda getur breyting orðið á aflabrögðum áður en varir. Því miður hefur veiði síld arinnar, sem nú hefur fengizt á Selvogsbanka, ekki veruleg áhrif á afkomu þessa árs. En hugsanlegt er, að þar sé vísir að síðari uppgripum, einkum vegna þess að kunnugir segja, að síld hafi lengi verið á þessum slóðum, þó að menn hafi hingað til ekki haft tæki til að afla hennar. undirstaða Allt er þetta á hverfanda hveli og ærið valt fyrir heilt þjóðfé- lag að hvíla á svo óvissum und- irstöðum. Það má því ekki leng- ur dragast að kannað verði til hlítar, hverjir möguleikar eru á að hagnýta afl í fossum og hverum til að koma upp fleiri undirstöðu-atvinnuvegum. Til skjótra framkvæmda í þeim efn um þarf samvinnu við erlenda aðila, bæði um lán og áhættu- fjármagn. Mikil ástæða er til að ætla, að raunhæfir möguleikar séu nú fyrir hendi í þessum efnum. Þar er okkur ekki meiri vandi á höndum en öðrum, t.d. frændum okkar í Noregi, sem beinlínis sækjast eftir þátttöku útlendinga í virkjun fallvatna sinna. Auðvelt á að vera að búa svo um, að okkur stafi ekki hætta af þvílíku samstarfi. Hitt verður að hafa í huga, að erfitt verður bæði um lántökur og aðild annarra að fyrirtækjum hér, ef ekki tekst að skapa og viðhalda jafnvægi í efnahags- málum innanlands. Ánægjuleg sýning Húsgagnasýningin, sem staðið hefur yfir hér í Reykjavík und- anfarna daga, er ánægjulegt vitni um þá breytingu, sem er að verða á íslenzkum atvinnu- háttum. Til skamms tíma var mikil ásókn að flytja hingað húsgögn erlendis frá. Nú er í fullri alvöru talað um, að ís- lendingar séu samkeppnisfærir £ sölu húsgagna til annarra landa. Enda virðast íslenzk hús- gögn nú vera fyllilega sambæri- leg við það, sem sést t.d. í Dan- mörku, en þaðan er slík fram- leiðsla seld víðs vegar um heim. Ýmsar orsakir eru til þeirrar breytingar, sem á er orðin. ís- lenzkir húsgagnaarkitektar og iðnaðarmenn eru jafnokar stétt- arbræðra sinna í öðrum lönd- um, vinnuafköst hafa aukizt og rétt skráning krónunnar gerir að verkum, að framleiðsla okk- ar á ekki lengur við að etja þær hindranir, sem hið falska gengi skapaði áður. Aukning vinnuafkasta í þess- ari grein ætti að verða öðrum til fyrirmyndar. Ákvæðisvinna hefur þar reynzt báðum til hags, vinnuveitendum og þeim, er verkið vinna. Léleg vinnuafköst eru öllum atvinnurekstri til nið- urdreps. Við Islendingar erum hraust og athafnasöm þjóð og mætti því ætla, að okkur væri ekki áfátt um afköst. Því miður er staðreyndin samt sú, eins og á var drepið í einni af þeim greinum, sem blaðamenn Morg- unblaðsins skrifuðu í skírdags- blaðið. Þar var vitnað til um- mæla verkfræðings, sem náin kynni hefur haft af vinnubrögð- um hér á landi og erlendis. Fljót virkasta ráð til að bæta lífs- kjör hér er sennilega það að bæta úr þessum ágalla. Góður fulltrúi á förum Skýrt hefur verið frá því, að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Tyler Thompson, sé á för- um héðan. Hann hefur verið kvaddur til mikilsverðra trúnað- arstarfa í utanríkisráðuneytinu í heimalandi sínu. Tyler Thomp son hefur dvalið hér í rúmlega eitt ár. Hann hefur gert sér ó- venjulegt far um að kynnast landi og þjóð. Þau hjón hafa ferðast víða um land, enda bæði meðal þeirra, sem ánægju hafa af útiveru, fjallaferðum og skíða göngum. En þau hafa einnig lagt kapp á að kynnast fólkinu m.a. lært nokkuð í íslenzku, sem fæstir erlendra sendimanna, sem hér dvelja, gera að nokkru marki. Öllum þeim, sem á embættis- vegum hafa haft skipti við Tyl- er Thompson, ber saman um, að hann hafi verið úrskurðargóður og velviljaður. Á tímum sívax- andi samskipta í milliríkjavið- skiptum er mikilsvert, að úr- valsmenn veljist til að vera full- trúar þjóðar sinna í erlendum ríkjum. Tyler Thompson er í þeirra hópi. Þess vegna telja allir þeir, er honum hafa kynnst eftirsjá ^ð honum héðan, um leið og þeir, sameinast um að óska þeim hjónum fararheilla. Islendinga til alls landgrunnsins! Jafnvel þó að Soames kynni að óttast að svo fari, spöruðu ís- lenzkir stjórnarandstæðingar honum viðurkenningu þess. Ákafari talsmenn Breta en æstustu óvinir okkar Framsóknarmenn og kommún- istar hafa lagt Soames til rökin með því að halda þeirri fjar- stæðu nú í fyrsta skipti blákalt fram, að stækkunin 1958 mundi ekki hafa hlotið viðurkenningu Alþjóðadómstólsins og þess vegna sé vonlaust, að hann sam- þykki frekari stækkun. Skilj- anlegt væri, að Bretar töluðu svo. En sannarlega hefði það verið talið óráðshjal, ef sagt hefði verið fyrir, að íslendingar myndu hefja slíkan málflutning. Brezkir togaramenn sjá og, að hann fær ekki staðizt. Þeir vita sem er, að alþjóðaréttur í þess- um efnum er í örri þróun. 1 þeirri þróun hefur Alþjóðadóm- stóllinn haft forystu, sbr. dóm- inn í máh Breta og Norðmanna 1951. Þess vegna telja þeir, að brezka stjórnin hafi samið af sér, með því að lofa að láta Alþjóðadómstólinn skera úr og þar með hverfa frá valdbeitingu. Hinir trylltu togaramenn í Eng- landi vilja með engu móti hverfa frá valdbeitingunni, sem þeir vita að er þeirra sterkasta vopn. E. t. v. kann þeim að takast að valda nokkrum skaða um sinn, og þar með verða brezku þjóðinni til álitshnekkis. Þegar til lengdar lætur verða vonandi þeir ofan á, sem betur vilja og skilja að um er að gera að setja niður deilur og vand- ræði þjóða á milli en ekki magna. Hvað sem því líður, verður ekki um það deilt, að ekki er unnt að fá skýrari sönn- un fyrir sigri Islendinga í sjálfri landhelgisdeilunni en þessi viðbrögð í Grimsby og Hull. Hættuleg heimsfriði Hringl Framsóknarmanna i utanríkismálum er nú orðið hneykslunarefni margra í þeirra hópi og til aðhláturs meðal ann- arra, svo sem fram kom í leið- ara Alþýðublaðsins 24. marz sh, þar sem segir: „Tíminn skrifar mikið um ut- anríkisstefnu Framsóknarflokks- ins þessa daga, og segir hana vera á þá lund, að Island skuli vera áfram í Atlantshafsbanda- laginu, en láta vamarliðið hverfa á brott. Það er ljóst, að Framsóknarflokkurinn hefur formlega tekið upp baráttu fyrir brottför hersins, og telur á- stand heimsmála hafa breytzt svo mjög til batnaðar, að það sé hættulaust. Merkilegt er, hvernig Fram- sóknarmenn meta friðarhorfur í heiminum. Þegar þeir voru 1 stjóm fyrir tæpum áratug, var útlitið þannig, að þeir stóðu all- ir sem einn með komu varnar- liðsins. Rétt í þann mund, sem þeir klufu sig út úr ríkisstjóm vorið 1956, batnaði ástandið i heiminum svo, að þeir höfðu forystu um tillögu um brottför hersins. Ekki var Framsókn fyrr komin aftur í ráðherrastólana en málin breyttust og herinn var látinn sitja. Hélzt það hættu ástand samfellt meðan Fram- sóknarmenn héldu ráðherrastól- unum. Þegar þeir fóru úr stjórn, tók heimsástandið þegar að batna aftur og er nú orðið svo friðvænlegt, að Framsókn tek- ur upp andstöðu við herinn á ný. Það er bezt að halda þess- um flokki utan við ríkisstjórn, þvi ella má treysta þvi, að heimsástandið versni strax og Framsókn kemst í stjóm, svo óhjákvæmilegt verði að hafa varnarlið“. Framsókn marg- rofið samvinnu í utanríkismálum Hinir hóglátari Framsóknar- menn skilja í hverja sjálfheldu hringl þeirra í utanríkismálum hefur sett þá. Þess vegna hafa þeir öðru hvoru uppi tal um nauðsyn samvinnu allra flokka eða a. m. k. lýðræðisflokkanna í þessum mikilsverðu málum. Þeir, sem svo tala, gleyma því, að Framsókn hefur hvað eftir ann- að rofið eða forsmáð slíka sam- vinnu. Þegar Framsókn samþykkti brottrekstur varnarliðsins á flokksþingi sínu 1956, var hún enn í stjómarsamvinnu við Sjálfstæðismenn. Engu að síður hafði hún ekkert samráð við Sjálfstæðisflokkinn um þá kú- vendingu, er 1 samþykktinni fólst. Skömmu síðar beitti hún sér fyrir ályktun Alþingis um sama efni í samvinnu við þá- verandi stjórnarandstæðinga og í opinberri andstöðu við sam- starfsmenn sína í ríkisstjóm, stærsta flokk þjóðarinnar. Og þegar kosningaúrslitin 1956 sýndu, að Sjálfstæðisflokkurinn vann á í fylgi og mest þar sem almenningur var kunnugastur á- hrifum varnarliðsins á þjóðlíf- ið, þá sagði Tíminn, að þetta sýndi, að hugarfar manna væri þegar orðið svo spillt, að reka yrði herinn áður en spillingin yrði ennþá meiri! Slík var þá virðingin fyrir skoðun almenn- ings, sem ótvírætt var andsnú- inn kúvending Framsóknar i vamarmálunum. Síðan liðu ekki nema nokkrir mánuðir, þangað til Framsókn hvarf frá þeirri yfirlýsingu Her- manns, að betra væri að vanta brauð en hafa her í landi. Ó- þarft er að taka fram, að það afturhvarf var ekki í neinu sam- ráði við Sjálfstæðismenn, enda reynt að dylja þá og þjóðina í heild þess, sem var að gerast. Ófa^ur ferill Framsóknar í landhelgismálinu Ekki er ferill Framsóknar 1 landhelgismálinu fegurri. Þsur Framih. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.