Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 9. apiil 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Fósturdóttir Beatrice og Guð- mundar, Auður Kristjánsdóttir, er enn í bernsku. Son á Guð- mundur, Pál að nafni, búsettan í Hafnarfirði, kvæntan Huldísi Ingadóttur. Eiga þau 3 börn. — Guðmundur er mikill áhuga- maður um búskap og ber hag landbúnaðarins mijög fyrir brjósti. Viðurkennir þá staðreynd, að nauðsynlegt er að auka fram- leiðslu búanna og efla fjöl- breytni þeirra. Um leið og ég þakka honum góða viðkynningu á liðnurr; árum, er það afmælis- ósk mín til hans, að honum megi enn um langan aldur endast lif og heilsa til búskapar, þó svo, að honum gefist nokkurt tóm til að þjóna listhneigð sinni og hugðarefnum. Fjölskyldu hans allri sendi ég beztu árnaðaróskir. — Friðjón Þórðarson. iLAXDÆLA greinir frá því, er fUnnur djúpúðga gefur land skip- verjum sínum. Þar segir svo m. a.: „Herði gaf hon Hörðadal all- an út til Skraumuhlaupsár. Hann I ibjó á Hörðubólstað ok var mik- 'ill merkismaðr ok kynsæll". — dVIenn Harðar, frændur og vinir, iHörðarnir, byggðu dal þennan hinn fríða, sem við þá var kennd ur. Á Hörðabóli má ætla, að niðjar landnámsmannsins hafi íbúið um langan aldur. Vera má, að Guðmundur Kristjánssön, ibóndi að Hörðabóli, sem fyllir j Bjötta tug ævi sinnar í dag, sé j íkominn af niðjum Harðar að 1 langfeðgatali, þótt eigi verði sú eettartala rakin hér. i Guðmundur er fæddUr í Sel- lárdal í Hörðadalshreppi 9. apríl 1901. Foreldrar hans voru Krist jján Guðmundsson, er síðast bjó að Hamri í Hörðadal og kona íhans, Ólafía Katrín Hansdóttir. ITrá 6 ára aldri ólst Guðmundur upp að Skarði í Haukadal hjá j íósturforeldrum sínum. Kristínu ÍÓlafsdóttur og Jóni Guðmunds- syni, er var föðurbróðir hans. I Haustið 1919 fór Guðmundur ®ð heiman suður til Reykjavíkur og hóf nám í myndskurði hjá Ríkharði Jónssyni, myndhöggv- ara.’ Var Guðmundur listhneigð- ur að eðlisfari og laginn til allra verka. Um þessar mundir útskrif nðist frá sama lærimeistara ung- jur bóndasonur úr Miðdölum, ‘lÁsmundur Sveinsson, mynd- Ihöggvari. Mun námsframi hans an. a. hafa ýtt undir þá ákvörðun Guðmundar að leggja stund á myndskurðarlist. Árið 1924 lauk Guðmundur námi hjá Ríkharði. Stofnseíti hann bráðlega sitt eigið verk- stæði í Reykjavík og rak það, ýmist einn eða í félagi með öðr lim, fram á vor 1952. Lengi var fþað staðsett að Óðinsgötu 6 B, og munu margir Reykvíkingar oninnast Guðmundar frá þeim tíma, enda varð hann víðkunn- «r fyrir listmuni sína og vandað handbragð. Tvo nemendur út- ekrifaði hann, þá Friðrik Frið- leifsson og Þráin Árnason, mynd »kera í Reykjavík. i Árið 1952 verða þáttaskipti í eevisögu Guðmundar. Hann á- kveður þá að leggja niður vinnu eína í höfuðstaðnum og skipta é góðri íbúð, er hann átti þar, og jörð vestur í Dölum. Það vor fluttist hann með fjölskyldu eína að Hörða-bóli og hefur bú- ið þar síðan. Ek-ki hefur Guð- mundur, frekar en margir aðrir, komizt hjá áföllum og ýmsu-m erfiðleikum í búskap sínum, enda hefur hann unnið að marg Iháttuðum framkvæmdum. Þó hygg ég, að hann iðrist ekki * þeirrar ákvörðunar að hverfa aftur á vit átthaganna og yrkja jörð feðra sinna. Sextugur i dag: Guðmundur Kristj- ánsson bóndi X—SIG 1/lC 9658 Hörðabóli , Kona Guðmundar er Beatrice, norskrar ættar. Gengu þau í hjónaband árið 1931. Hefur hún átt við heilsuleysi að stríða hin síðari ár og orðið að dveljast langdvölum fjarri heimili sínu. Þau hjón eiga einn son, Erling, sem nú býr í félagi við föður sinn að Hörðabóli. Hann er kvæntur Ragnhildi Hafliðadótt- ur frá Ögri við ísafjarðardjúp og eiga þau tvær ungar dætur. Nýtt tannkrem með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi. bví aðeins það gerir tennur vðar skínandi hvítar og gefur vður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chloroþhene. Samtímis því, sem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, bl-andast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og drepur sóttkveikjur um leið og það hreinsar munninn. lega með SIGNAL og njótið Burstið því tennur yðar reglulega þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. t Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota SIGNAL strax í dag. Þetta er istæSan fyrir J>vf, a8 SIGNAT. iunilieldur munnskolunarefni í bverju rauðu striki. * ■ * Hús við Austurbrún Höfum til sölu nýtt hús við Austurbrún. í húsinu eru 2 íbúðir. Sér inngangur í hvora íbúð. Á hæðinni eru 4 herbergi, eldhús og bað. Niðri eru 3 herbergi, eldhús og bað og geymslur og þvottahús fyrir báðar íbúðirnar. — Upplýsingar gefa undirritaðir. Lögmenn Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Tjarnargötu 16 — Símar: 1-1164, 2-2801 MALFLiUTNINGS - OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstræti 14, H. h. — Símar: 19478 og 22870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.