Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1961, Blaðsíða 24
íþróttir Sjá bls. 22 80. tbl. — Þriðjudagur 11. apríl 1961 Eichmann Sjá bls. 10 Oflugara könnun- arflug frá íslandi ffyrir MATO Moore flotaforingi í stuttri heimsökn hér RÓBERT B. Moore flotaforingi hefir verið hér í stuttri hemi- sókn ásamt konu sinni, en fer væntanlega heim aftur í dag. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, tekur flotafornginn við yfirstjórn varnarliðsins hér á landi 1. júlí n.k. Mun hann þá jafnframt flytja aðalstöðvar sínar frá Nýfundnalandi til ís- lands. • Þriðja heimsóknin Fréttaritari Mbl. hitti Moore flotaforingja sem snöggvast að máli í gær á heimili bandaríska sendiherrans, Tylers Thompsons. Flotaforinginn sagði að þetta væri þriðja heimsókn sín tii ís- lands. Fyrst hefði hann komið hingað fyrir níu árum, og í haust hefði hann baft skamma dvöl hér á landi og meðal annars, komið til Keflavikurflugvallar. Ekki hafði þá verið ákveðið að hann tæki við yfrstjórn varnar- liðsins hér. Flotaforinginn sagðist vera ánægður með þá ákvörðun að hann tæki við yfirstjórn vamar- liðsins. Hann minntist á það, að veðrið hefði yfirleitt verið mjög gott þegar hann hefði verið hér á ferð, og muri betra, en t. d. í Nýfundnialandd. Vlð bentum honum á að veðrahamurinn á Keflavíkurvelli væri ekki alltaf lamb að leika við, en hann gerði lítið úr því og endurtók að hann væri ánægður með sitt nýja starf þar suður frá. t Togarar við ísland BLAÐIÐ átti tal við Pétur Sig- urðsson forstjóra Landhelgis- gæzlunnar, á tólfta tímanum í gærkvöldi, þegar Rán var ný- koomin úr eftirlitsflugi. Voru þá um 30 skip á Selvogsbanka, ís- lendingar og Bretar hvorir innan um aðra í einni bendu. Bátar voru þarna innan um togarana: Pétur sagði slæmt skyggni þar uœ slóðir og austanrok. Verið ræri að athuga staðsetningar þeirra og færa mælingar inn á kort, til þess að ganga úr skugga um það, að enginn væri innan fiskveiðitakmarka. Margir togarar voru á austur- leið í gær og sumir farnir að veiða út af Hvítingum. Nokkr- ir togaranna eru belgískir og aðrir þýzkir, en hinir síðar- nefndu eru djúpt úti. — Belgískt eftirlitsskip var í Reykjavíkur- höfn í gær. • Litlar breytingar — og þó Þá sagði hann að litlar breyt- ingar yrðu á vörnum íslands. Það, sem aðallega gerðist væri að einkennisbúningar varnarliðs manna breyttust: flotinn tæki við þeim störfum á Keflavíkurflug- velli, sem flugherinn hefði haft með höndum. Svipaður fjöldi hermanna myndi dveljast þar suður frá og áður hefur verið. En þó breytingarnar yrðu ekki ýkja miklar, tók hann fram að flotinn fengi öflugri könnunar- flugvélar, sem hefðu betri rat- sjárbúnað og væru langfleygari en vélar þær, er hingað til hefðu annazt könnunarflug frá Keflavíkurvelli. Af því mætti sjá að í ráði væri að efla þennan lið í vörnum Atlantshafsbandalags- ins á íslandi, og hefði það mikla þýðingu fyrir varnir bandalags- ins í heild. Þá bentu þeir á það Thompson sendiherra og Moore flotaforingi, að eðlilegt væri að flotinn tæki við vörnum íslands, þar sem það hefði fallið í hlut sjóhers Atlantshafsbandalagsins að sjá um varnir þess á norður Atlantshafi. • Mikilvæg varnarstöð Aðlokum gat flotaforinginn þess, að varnarstöðvar Atlants- 'hafsbandalagsins á Keflavíkur- flugvelli væru að minnsta kosti jafnmikilvægar vörnum banda- lagsins nú og fyrir tveimur eða þremur árum. Auðvitað vildum við helzt, að ástandið í heimin- um væri svo gott, að ekki væri þörf á varnarstöðvum, sagði hann en það ástand hefir þvi miður ekki enn skapazt Að lokum má geta þess, að Moore flotaforingi á merkileg- an feril að baki sér. í síðustu heimsstyrjöld gat hann sér gott orð á Kyrrahafi, og á sl. ári var hann skipaður yfirmaður vam- arliðs Atlantshafsbandalagsins í Argentia á Nýfundnalandi. Hann hefir alla tíð starfað í flugdeild bandaríska flotans. Lyfsöluleyfi laust LYFSÖLULEYFI f Iðunnarapó- teki í Reykjavík er auglýst laust til tunsóknar í seinasta tölublaði Lögbirtingablaðs, sem út kom sl. laugardag. Leyfið veitist frá 20. maí nk., en umsóknarfrestur er til 29. apríl. Thompson sendiherra og Moore flotaforingi á heimili sendi- herrans í gær. Féll af og beið SVIPLEGT slys varð hér í bæn- um á laugardaginn Unguir mað- ur féll ofan af svölum á íbúð sinni, og beið bana. Hann hét Bjarni Jónsson, húsgagnasmiður, Goðheimum 10. svölum bana af Pétur Ottesen lærbrotnar PÉTUR OTTESEN, fyrrum al- þingismaður og bóndi, varð fyrir bíl á götu hér í bænum um há- degisbilið í gær og slasaðist. Pétur kom hingað til bæjarins í gærmorgun. Hann átti meðal annars að mæta á fundi hjá Fiski- félagi íslands síðdegis í gær, en af því varð auðvitað ekki. Pétur var við hús Fiskifélags- ins á horni Ingólfsstrætis og Skúlagötu, er hann varð fyrir leigubíl. Var hann fyrst fluttur í læknavarðstofuna Þar kom í ljós að vinstri lærleggur var brotinn. Var Pétur þá fluttur í Lands- spítalann og búið um brotið þar síðdegis í gær. Skemmdarverk 48 rúður brotnar Aflabrögð á Akranesi Akranesi, 10. apríl ALLIR bátarnir eru á sjó héðan í dag, utan tveir. í gær, sunnu- dag, var afli tíu báta alls 64.5 lestir. Aflahæstir þá voru Ás- björn með 19,5 og annar Heima- skagi með 9 lestir. Á laugardag var heildarafli 186.5 lestir. Þá voru aflahæstir höfðu verið mölvaðar með grjot Sveinn Guðmundsson með 16,5, (kasti. Sigrún 15.5 og Svanur 15.4 lest-| Inni í smiðjunni stóð bíll Þórs ir. _ Oddur. Jóhannssonar og hafði grjóti TALIÐ er fullvíst að börn hafi valdið miklum skemmdum á járn iðnaðarverkstæði við Elliðaárvog skammt frá vélsmiðjunni Keili nú um helgina. Smíðju þá, sem hér um ræðir, á Þór Jóhannsson. Er hefja átti vinnu þar í gærmorgun snemma, tóku menn strax eftir því að brotnar höfðu verið rúður í hús- ipu. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að 48 stórar rúður 51x133 cm ringt yfir bílinn, skemmt hann og brotið. Telur eigandinn að það muni kosta sig allt að 7000 krónur að bæta rúðutjónið í smiðjunni. Rannsóknarlögreglan hefur fengið þetta mál til rannsóknar. Er þetta með meiri skemmdar- verkum, sem framin hafa verið hér í bænum á þessu vori. Eru það eindregin tilmæli rannsókn- arlögreglunnar, að þeir, sem upp- lýsingar gætu gefið mál þetta varðandi , geri viðvart. Rann- sóknarlögreglumenn telja öll verkummerki við smiðjuna benda til þess að hér hafi verið að verki börn eða unglingar. Bjarni hafði sjálfur unnið all- lengi að því að koma upp þess- ari íbúð. Hún var á þriðju hæð að Goðheimum 10. Var Bjarni að bora fyrir festingum á öryggis- handriði á 65 sentimetra háum svalavegg, er borinn brotnaði skýndilega. Vildi þá svo hörmu- lega til, að Bjarni hnaut fram yfir sig og féll út af svölunum, niður á freðinn jarðveginn í húsa garðinum. Lézt hann við fallið. Bjarni Jónsson var fertugur að aldri. Han lætur eftir sig konu og þrjú börn. Hann hafði að undanförnu unnið við húsasmið- ar á vegum bæjarins, m.a. við Bæjarspítalann. r Arekstur í Borgarf irði Akranesi, 10. apríl DÁLÍTINN spöl fyrir ofan Borg- arnes varð bílaárekstur sl. föstu- dag. Lýður Jónsson„ yfirfiski- matsmaður, var þar á leið vestur i Ólafsvík á jeppa sínum. Með honum voru Svíi og Oddur fiski- matsmaður. Ók sá síðarnefndi. Stór, hlaðinn mjólkurbíll kom brunandi á móti þeim. Mjólkur- bílatjórinn hemlaði, og misstfi. um leið stjórn á bílnum. Varð árekstri ekki forðað. Jeppabíll- inn er illa farinn. Lýður hlaut skrámu á handlegf, mjólkurbíl- stjórinn á enni. — Oddur. Botvinnik enn í sókn 10. einvígisskák þeirra Tals og Botvinniks var tefld í gær. Eftir ósigurinn í 9. skákinni lék Tal nú byrjunina mjög frumlega. Hann færði kóngspeð sitt fram í fyrsta Ieik og lék því svo aftur áfram, þegar Botvinnik svaraði eins og áður með Karo-Kan vörn. Næstu leikir Tals voru einnig tómir peðsleikir. Þessi fuðulega byrjun kom þó Botvinnik ekki úr jafnvægi, og eftir aðeins 13 leiki var Tal sjálf ur kominn í vanda. Botvinnik tefldi djarflega og stíft til vinn- ing's, og tókst honum smámsam- an að auka yfirburði sína. Þegar skákin fór í bið hafði Botvinnik að visu ekki nema eitt peð yfir en Tal á í slíkum erfiðleikum í biðstöðunni, að ekki er ósennilegt að Botvinnik hafi aukið forskotið sitt fyrir kvöldið upp í 3 vinninga, og staðan í einvíginu verði þá 614 — 314 Botvinnik í hag! Dagur fríinerkis- ins í dag í DAG er dagur frímerkisins og af því tilefni gefur póststjórnin út sérstakan póststimpil og verð- ur hann notaður á allar póstsend- ingar, sem póststofan hér i Reykjavík annast í dag. Sérstök silkiprentuð umslög hafa einnig verið gerð í tilefni dagsins Maður bráðkvadd- ur á dansleik ÞAÐ gerðist á skemmtun Fáks f Skátaheimilinu á laugardags- kvöldið, að einn samkomugest- anna, varð bráðkvaddur. Var þetta Benedikt Benediktsson, sem lengi hefur verið lagermaður hjá Slippnum. Benedikt var 71 árs að aldri. Friðrik Ólafssyni boðið til Moskvu STÓRMEISTARINN Friðrik Ól- afsson, sem fyrir skemmstu varð skákmeistari íslands 1961, . verður að sjálfsögðu aðalmaður- * inn í landsliði íslendinga á hinu fyrirhugaða Norðurlandaskák- móti hér í sumar. En áður en það mót hefst, mun hann taka þátt í vormóti skákmanna austur í Moskvu þar sem ef að líkum lætur, munu margir heimskunn- ir skákmenn keppa. Friðrik Ólafssyni barst fyrir nokkrum dögum boðsbréf austait frá Moskvu, og er honum boðix* þáttaka í móti sem stendur yfir dagana 29. maí til 11. júní. Að því er hermir í boðsbréf* inu munu skákmenn frá Banda- ríkjunum, Aregentínu, Júgóslav- íu, Ungverjalandi og Rússlandi taka þátt í mótinu. Friðrik hefur ákveðið að taka þessu góða boði Rússa. Cunnar Thoroddsen flyi- ur hátíðarrœðu í Höfn NORRÆNA félagið í Danrmörku hefur farið þess á leit við Gunn- ar Thoroddsen, fjármálaráð- herra,, formanu N. F að hann flytji aðalræðuna á hátíð félags- ins í ráðhúsinu í Frederiksberg á Norræna deginum á fimmtudag. inn kemur 13. apríl Dönsku korr- ungshjóoin verða heiðursgestlr félagsins á hátíðinnl. Gunnar Thoroddsen, ráðherra fór utan á mánudaginn 10. þ. m. (Frétt frá Norræna íélaginu:)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.