Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudgaur 12. apríl 1961 A. MORGUNBLADINU barst | það til eyrna, að tvær íslenzk- ar konur, Guðrún og Bergljót Lára Rútsdætur, hefðu stofn sett hjúkrunarheimili vestur í Bandaríkjunum. Við lei/uð- nm til systur þeirra, Halldóvu Rútsdóttur, sem vinnur í is- lenzka kionsúlatinu í New York, um frekari upplýsing- ar um hjúkrunarheimili þetia. Varð hún fúslega við beiðni okkar og fyrir nokkrum dög- um barst okkur bréf með svo- hljóðandi samtali við Guð- rúnu og Bergljótu Láru: Mikill skortur á heimilum fyrir aldrað fólk — Fyrir 4 árum kynntumst pf við vestur-íslenzkri konuí f5 Ingibjörgu Sveinsson, sem hafði lært hjúkrun við Land- spíltalann í Reykjavík, þótt Rúts hjúkrunarheimilið á Long Island ísSenzkar systur stofnsetja hjúkrunarheimili á Long Island hún væri fædd og uppaiin í Kanada. Þessi kona hafði þá stofnað hjúkrunarheimili fyr- ir aldrað fólk fyrir 5 árum Hún hafði byrjað með 6 sjúk- linga, en var þá búin að stækka heimilið, svo það tók 30, og hafði stöðugt fólk á bið- lista. Við systurnar fengum þá áhuga fyrir að kynna okkur rekstur slíkra heimila, því að hafði aldrei verið að fullu lokið. Lítið hús fylgdi með á sömu lóð ,skemmtileg 5 herb. bergja íbúð, sem var héntugt fyrir okkur til að búa í. Þetta fannst okkur tiivalinn stað- ur, og vár nú gerðut leigu- samningur til 5 ára, en að þeim tíma loknum gefst okk,- ur kostur á að kaupa land og hús. Nú var allt sett í gang til Guðrún og Bergljót Lára í skrifstofu sinni. um þetta leyti var mikið skrif að hér í blöðin, hve mikill skortur væri á heimilum fyrir aldrað fólk og hve mörgum þeirra væri ábótavant. Þá var það fyrir tveim árum, að Ingi björg bauð okkur að leigja okkur til eins árs hluta af sínu hjúkrunarhemiili, svo okkur gæfist tækifæri til að læra rekstur þess. Þessu góða boði tókum við fegins hendi. Á þessu án bauðst okkur oft tækifærí til að kaupa hjúkrunarheimili, »em þegar voru starfandi, en við kusum heldur að bíða þar til# við fengjum stað, þar sem vði gæt um byrjað sjálfar og haft inn réttingu og annað eftir eigin smekk. Draumurinn rætist Loks rættist svo þessi draumur. í september 1959 var okkur gefinn kostur á 4 ekrum af landi skógivöxnu, úti á Long Island, en þar hafði 46 mílur frá New York borg, verið í eyði í 5 ár óðalssetur, sem erfitt hafði verið fyrir eig andann að losna við, þar sem það var alltof stórt fyrir fjöl- skyldu, og innréttingu þess !______ að fá nauðsynleg leyfi, fyrst og fremst leyfi til að reka bíúkrunarheimili, sem var auðsótt, þar sem við erjm báðar skráðar njúkrunarkon- ur hér (Registered NurseS'. Þá var að fá góða teikningu af innréttingu hússins, eða breyt ingum réttara sagt. Ótal nefnd ir þurftu að samþykkja teikn- inguna og tók það la>Vgan tíma, og loks í byrjun júní 3960 var hægt að byrja verx- ið. Við systurnar vorum fyvir löngu fluttar í litla húsið og fengum okkur vinnu á The Good Samaritan Hospital, hálftíma keyrslu frá okkar heimili, sem kom sér vel íyivr okkur síðar, þar sem við kynntumst þar mörgum góð- um læknum og hjúkrunarkon um, sem hafa sent okkur sjúk linga síðan. Góðir landar og vinir hlupu undir bagga Innrétting hússins gekk mjög vel. Smiði, pípulagning- armenn og rafmagnsmenn þurftum við að sjálfsögðu að hafa, en málningu sáum við að mestu leyti um sjálfar með hjálp vina og vandamanna hér vestra, sem gerðust sjálf- boðaliðar, og var þá oft glatt á hjalla. Kostnaðurinn fór náttúrléga langt fram úr áætl un, en þá hlupu góðir landar og vinir undir bagga. Þegar loks innréttingu og breyting um var lokið, þar á meðal tveir brunastigar, brunatapp- ar í hvert herbergi, bjöllur o. s. frv., var farið fram á end- anlegt samþykki yfivaldanna til að byrja. Þá kom nú reið- arslagið, sem sé, við urðum að láta gera bílastæði fyrir 30 bíla. Það lá við að við gæfumst upp við þennan mikla auka- kostnað. Við fórum þó á stúf- ana enn einu sinni og tókst að koma þessu í kring. í byrj- un október var húsið tilbúið og eftirlitsmenn frá heilbrigð isnefnd New York fylkis komu og skoðuðu hvern krók og kima og var okkur síðan veitt leyfi til að byrja rekst- ur heimilisins. Margar skýrslur Skilyrði er að hafa fastan lækni fyrir heimilið, sem hægt er að ná í nótt sem dag. Annars hefur venjulega hver sjúklingur sinn einkalækni. Heilmiklar skýrslur þarf að gera í sambandi við rekstur- inn, svo sem mánaðarlega skýrslu til hedlbrigðisnefnd- ar um hvern sjúkling fyrir sig, dagleg skýrsla fyrir hvern sjúkling, skýrsla um meðala- gjafir, sem sé líkt fyrirkomu- lag og tíðkast á spítölum yfir- leitt. Sjúkraheimilið er tvær hæðir, kjallarar og stórar svalir, bæði uppi og niðri. Við höfum herbergi fyrir 22 sjúk Jinga, nokkur einkaherbergi og önnur fyrir tvo og þrjá. Mjög stóra borð- og setustofu höfum við og ákaflega stórt og gott eldhús. Sjö baðher- bergi og tvö vinnuherbergi fylgja; höfum við þar meðala- skápa, þvottaskápa og tilheyr- anri sótthreinsunartæki. Þá er og skrifstofa og móttöku- herfcergi. Opnað 12. október Hinn 12. október opnuðum við sjúkraheimilið og buðum þá ásamt velgjörðarmönnum okkar hér allskonar læknum, blaðamönnum o. fl. úr ná- grenninu. Byrjuðum við með þrjá sjúklinga, en höfum síð- an haft milli 20—30, suma þó aðeins til hressingar um styttri tíma. Flestir sjúkling- anna hafa komið af spítölum. Aldur þeirra er um 70—95 ár. Sumir hverjir eru með „Parkinson“-gigt, lærbrot eða krabbamein og þurfa mikillar hjúkrunar við Aðrir eru hress ir ok koma á heimilið til að eyða þar síðustu árunum. Flest er þetta efnað fólk eða á efnaða ættingja, sem greiðir fyrir það, en einnig höfum við fólk sem sveitin greiðir fyrir. Aðalatriðið á heimili sem þessu er góð umönnun, kjarn- gott fæði og sjó um að gamla fólkið hreyfi sig daglega. Við komum til með að hafa um 10 manns í vinnu, þegar hús- inu er að fullu lokið (eigum eftir að innrétta eitt stórt her- bergi og bæta jafnvel við), en við ætlum að vera mest við hjúkrunina sjálfar. Við mun- um reyna að stefna að því að gamla folkinu líði vel hjá okk ur. Okkur þætti vænt um að bæta við, að heimilið heitir „Rút’s Nursing Home“, í minningu föður okkar, Rúts Jónssonar, vélaviðgerðar- manns í Reykjavík, en hann lézt fyrir rúmum fimm árum. Vð myndum gleðjast yfir því, að sem flestir landa kæmu í heimsókn þegar þeir eiga hér leið um. ★ Bergljót Lára Rútsdóttir út- skrifaðist frá Hjúkrunar- kvennaskóla íslands, Land- spítalanum, árið 1941 og fór árið 1943 til Bandaríkjanna til framhaldsnáms við f John Hopkins Hospital í Baltimore, Maryland, og var þar í tvö ár. Síðan hefur hún mest- megnis stundað hjúkrun, með al annars í Oaliforníu, Pensyl- vaníu og New York ríki og einnig tíma og tíma við Land- spítalann í Reykjavík. Guðrún Rútsdóttir útskrif- aðist frá Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn árið 1942, og vann við sama spítala þar til stríðipu lauk. Þá fluttist hún heim til íslands og vann við Landakotsspítalann í 6 ár. Hún flutti til Bandaríkjanna árið 1951 og vann við hjúkrun í New York og Florida. HjúkrunarheimiM þeirra systra, Rút’s Nursing Home er við 695 Terry Road, Haupp auge, L.I., N.Y. T^T Tyr T||T ridge LA —f. á — ——0— v,— —^ SVEITAKEPPNI meistaraflokka hjá Bridgefélagi kvenna er ný- lega lokið, og bar sveit Eggrún- ar Arnórsdóttur sigur úr být- um, hlaut 25 stig af 36 mögu- legum. 1 keppninni stóku þátt 10 sveitir, og voru úrslit eigi ráðin fyrr en í síðustu umfera keppninnar, enda munaði að- eins 1 stigi á 3 efstu sveitun- um. Auk Eggrúnar eru í sveit- inni Kristjana Steingrímsdóttir, Ósk Kristjánsdóttir og Magnea Kjartansdóttir. — Röð 6 efstu sveitanna var þessi: Stig 1) Sv. Eggrúnar Arnórsd. 29 2) — Laufeyjar Þorgeirsd. 24 3) — Dagbjartar Bjarnad. 24 4) — Elínar Jónsdóttur 23 5) — Júlíönu Isebarn 23 6) — Sigríðar Ólafsdóttur 20 ★ Spilið, sem hér fer á eftir eí spilað í keppni í Englandi ný- lega. Tveir frægir enskir spil- arar opnuðu á spil Vesturs, sem vægast sagt eru mjög léleg, og nú skulum við athuga hvernig spilið fór á þessum tveimur borðum. A A G 8 V K D 9 2 ♦ Á G 7 6 ♦ 8 5 ♦ 9 7 3 --„----♦ 942 y 8 6 4 N V 10 7 3 ♦ 9 4 2 V A* 10 3 ♦ G 7 6 4 S *ÁKD ------- 3 2 ♦ K D 10 5 V Á G 5 ♦ K D 8 5 + 10 9 Á öðru borðinu sat hin-n kunni spilari Schapiro með spil Vesturs og opnaði á 1 spaða. Norður sagði 1 grand, Austur doblaði og Suður redoblaði. — Vestur (Schapiro) sagði nú 2 lauf og Norður og Austur sögðu pass, en Suður áleit 3 grönd vera góð og sagði þau. Spilið tapaðist því A-V áttu ekki i vandræðum með að taka 5 slagi á lauf. — Á hinu borðinu var Tarlo, einnig kunnur ensk- ur spilari, með spil Vesturs og hann opnaði á einu laufi. Norð- ur doblaði og Austur sagði 2 lauf. Suður sagði hér einnig 3 grönd, en Austur, sem ekki átt- aði sig á hinni veiku opnun Vesturs og sagði 4 lauf, sem varð doblað og kostaði 900. Miimkandi neta- veiði Dalvíkurbáta DALVÍK, 6. apríl. — Aflabrögð hafa verið ágæt undanfarið bæði á þorsk- og hrognkelsabáta Heita mátti að páskavikan væri samfelld aflahrota á okkar mæli kvarða. Mestur varð þó aílinn laugardaginn fyrir páska og aft ur annan páskadag. Síðan hefur netaveiðin farið minnkandi og ekki verið meira en 3—6 tonn í lögn eftir nóttina. Ber mest á geldfiski sem er smærri og hor aðri en gotufiskurinn. Að því er togveiðina snertir virðist hún vera að glæðast. í fyrradag kom vs. Björgúlfur með 40 tonn og í dag er Björg vin að landa 60 tonna afla eftir viku úthald. Er það nær ein- göngu þorskur, fremur smár, Fer hann að mestu í frystingu, en hitt í skreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.