Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 20
N 20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudgaur 12. apríl 1961 OÆTURNAR VITA BETIIfi SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN I--------------- 27 ----------------1 gartners. Sá sem fletti upp nafn inu hans yrði einskis vísari um sérgrein hans. Hún setti upp litla snotra hatt inn sinn og skoðaði sig í speglin um, vandlega. Hún hugsaði með sér, að ennþá væri hún full-álit- leg kona — og furðu ungleg eftir aldri. Ef Philip gengist ekki fyrir öðru en útliti konunnar snnar, hefði hann yfir engu að kvarta Ekki gat hann verið orðinn þreytt ur á henni af því að hún vseri orð in gömul skrukka Nei, vitanlega var það heldur ekki útlitið henn ar, sem hafði orðið þeim að á- steytingarsteini. Hann hafði ekki einu sinni orðið þreyttur á henni, heldur hafði hann blátt áfram aldrei elskað hana. Hann hafði ekki tekið neinum breytingum gagnvart henni, heldur hafði þessi ástæða til þess að hann hafði gifzt henni — hver sem hún nú var — horfið úr sögunni. Hún tók veskið sitt og hanzk- ana og fór út úr herberginu. En meðan hún var á leiðinni niður stigann, opnaðist framdyrahurð- in, og Philip gekk inn, með golf kylfurnar sínar um öxl. Hún leit á hann hissa. Hann var alltaf í golf á laugardögum, en hann kom aldrei svona snemma heim. Hún vonaði bara, að hann færi ekki að vilja borða heima, því að hún hafði sagt Marie, að hún mætti eiga frí. Ekkert þeirra yrði heima í mat. — Ekki bjóst ég Við þér heim svona snemma. Ég er sjálf að fara út. Þú þarft ekki að borða heima í kvöld, er það? — Nei. Ég kom bara til að hafa fataskipti. H-ún horfði á hann og fór að hugsa um, hve útitekinn hann væri, og hvað hann væri ung- legur. Hann var tveim árum eldri en hún, en því skyldi eng- inn maður trúa. — Ætlarðu að skemmta þér? spurði hún gletnislega. —Jæja, ekki er það nú bein- línis. Hún tók að velta því fyrir sér, hvert hann væri að fara og hvort henni myndi vera það á móti skapi ^f hún vissi það. En samkvæmt þegjandi samkomu- lagi höfðú þau vanizt því í seinni ' tíð að segja aldrei hvort öðru neitt um ferðir sínar. Svo langt voru þau komin hvort frá öðru, fannst henni að hvorugt kærði sig um að vita neitt um athafnir hins. En í kvöld var hún forvit- in. — Hvert ætlarðu, Philip? — O, ég ætla bara út að borða Hún roðnaði. Hann kærði sig þá ekki um að segja henni, með hverjum; það var sýnilegt. Hvers vegna hafði hún verið að segja dr. Weingartner, að hún væri viss um að aðrar konur vektu ekki ahuga hans. Hvaðan hafði hún haft þá öruggu sann- færingu? Líklega alveg ósjálf- rátt, eða kannske frá öllum þeim kaldranalegu ummælum sem hann hafði látið sér um munn fara um kvenþjóðina, sem hann virtist hafa fengið eindregna andstyggð á, og að því er hann gaf henni í skyn, vegna þess, hve illa honum hafði tekizt konu valið sjálfum. — Philip? — Já, hvað? Tónninn var hálfönugur, rétt eins og hann vildi losna við hana sem allra fyrst. Allt, sem hún hafði ætlað að segja við hann, fraus á vörum hennar — það voru orð, sem bún hafði ekki sagt við hann árum saman: „Philip, geturðu ekki aflýst þessu, sem þú ætlar að fara og ég afsaka mig hjá Durrington, og svo getum við farið eitthvað út saman? Og jafnvel reynt að laga eitthvað þetta samkomulag okkar, sem er orðið alveg óþol- andi. Jafnvel á þessari elleftu stundu, gæti verið hugsanlegt að bjarga hjónabandinu okkar. Ég er að minnsta kosti reiðubúin að reyna það, og meira að segja að játa, að þetta, sem aflaga hefur farið, sé mest mér að kenna.“ Hann leit á úrið sitt, þegar hún svaraði honum ekki strax. — Ég verð að fara að flýta mér, til þess að verða ekki of seinn. I>au strukust hvort við annað í stiganum. Tveir ókunnugir að- ilar, sem fyrir einhverja tilvilj- un höfðu lent undir sama þak- inu. Einhver eymd og eyðileiki greip hana og hún fékk þoku fyr ir augun af tárunum, er ‘hún gekk út úr dyrunum. Guð minn góður hvað þetta gat allt verið vonlaust. Og hvílíkur bjáni hún hafði verið að láta sér nokkurn- tíma detta í hug, að dr. Wein- gartner gæti nokkuð lagað þetta. Philip klæddi sig í dökkleit föt og óskaði þess heitast, að Mar got hefði verið komin út úr hús- inu áður en hann kom inn. Vitan lega var það ósanngjörn ósk. Hún átti húsið engu síður en hann nema fremur væri, því að hún hafði skreytt það og útbúið að öllu leyti og sýnt þvi miklu meiri áhuga en hann. Síðan þau fluttu í það fyrir meira en tíu árum, hafði það verið í hans augum lítið meira en afdrep og þak yfir höfuðið, staður þar sem hann svaf ,og borðaði, staður, sem hann var vanur að flýja frá eins fljótt og hann gat. Hjónaband! Guð minn góður, hvílíkur skrípaleikur! Auðvitað ekki öll hjónabönd. Hann bæði vonaði og vissi, að hjá Janet yrði það allt öðruvísi. En hennar heimili yrði líka byggt á ást og gagnkvæmri virðingu, sem hans eigið hafði aldrei verið. Hvers- vegna hafði hann nokkurntima gifzt Margot, og hversvegna hafði sú spurning verið svo ofar- lega í honum i seinni tíð? Kannske vegna þess, að sam- komulagið hafði aldrei verið verra en nú. Og ef svo væri, skyldi þá ekki vera hreinlegra að binda endi á það fyrir fullt og allt? Og mundi henni ekki líka finnast það ef hún fengist til að hugsa málið vandlega? Vit anlega myndi hann sjá henni vel farborða. Sem betur fór, hafði hann efni á þvi. Og þegar þetta væri komið í kring og hún væri laus við hann yrði hún sennilega miklu ánægðari. Hann vildi, að samkomulag þeirra væri þannig, að þau gætu talað um þetta af fullri skynsemi og sanngimi. Ef hann gæti aðeins sagt við hana: „Sjáðu til, nú þegar Janet er gift, er engin ástæða fyrir okkur að vera að hanga saman. Hún hefur verið eini tengiliður- inn milli okkar. Mér þykir fyrir því, að þetta skuli hafa farið svona klaufalega, og ég er reiðu- búinn að játa, að það er mikið ' mér að kenna. Ég er ekki eigin- maður eins og þú hafðir átt að eignast. Ég hef ekki getað gefið þér þá/ást, sem hver kona á heimtingu á. Nú.. en.. svona hefur þetta nú vgrið. Gallinn var sá, að ég hafði ekki þess konar ást að gefa þér. Áður en ég hitti þig.... “ Hann fékk ákafan hjartslátt. Þarna var öll undirrót þess arna. En það fengi Margot aldrei að vita. Heldur ekkf Cyntia né Jan- et, en hann vissi mætavel sjálfur nú orðið, að allt stafaði þetta af því, að hann hafði aldrei raim- verulega elskað Margot. Það var engum hægt að kenna um það. Cynthia var konan. sem hann hefði átt að giftast. En af því að hún neitaði honum, hafði hann gengið að eiga Margot, og hélt í heimsku sinni að hún gæti eytt endurminningunni um Cynthiu. En það hafði hún aldrei getað. Og Margot hlaut að hafa orðið þess ósjálfrátt vör, að hún var ekki annað en varaskeifa. Frá því fyrsta hafði hún verið vegin og léttvæg fundin. Og því hafði hún með tímanum orðið harð- lynd og gröm, þangað til hún var þessi taugaveiklaða og van- rækta kona, sem hún var nú. Hann fór allt í einu að hata sjálf an sig fyrir það, hvemig hann hafði reynzt henni, og það hat- ur var blandið sjálsmeðaumkun og iðrun. Ef hann gæti bætt úr þessu, skyldi hann gera það, en hann vissi bara ekki, hvernig að því skyldi fara. Það var orð- ið of seint að útrýma Cynthiu úr hjarta sér í annað sinn. Honum hafði mistekizt það í fyrra skipt- ið, endur fyrir löngu. Og nú var það ennþá meir óhugsandi. En nú.. ef hann losnaði og Margot s&mþykkti skilnað. Hann var fljótur að skjóta þeirri hugs un frá sér. Hann mátti ekki hrapa að neinu. Cynthia var í dag furðulega óbreytt frá því, sem hann mundi bezt eftir henni. Þá vildi hún ekkj, giftast honum söum ræktarsemi við móður sína. Hvaða möguleika hafði hann til að vinna hana nú? Hún mundi aldrei samþykkja, að hann færi að losa sig við kon- una sína, til þess að geta gengið að eiga hana. Han fór að óska sér þess, að einhver annar karlmaður væri I tygjum við Margot. Þar gætí verið lausn á málinu. Það var ekki laust við, að honum fyndist það rétt svona og svona að óska þess arna í sambandi við sína eigin konu, aðeins til þess að hann sjálfur gæti farið eins að! Gott og vel. Þá var hann bara fantur. Hann hafði aldrei þótzt vera neinn engill. Heimurinn var fullur af englum og syndurum og hann var bara í syndarahópn- um. Gallinn var aðeins sá, að Cynthia skyldi vera í englahópn um. * Hann leit á úrið sitt og sá, að klukkan var næstum sjö, svo að hann flýtti sér út og hóaði i leigubíl, sem fór framhjá. Hann hafði sett bílinn sinn inn, því að hann vildi ekki þurfa að tefja sig neitt við hann í kvöld. Hann lét aka sér til gistihúss Cynthiu og leyfði sér að hlakka til á leiðinni. Langt var orðið síðan hann hafði hlakkað til nokkurs hlutar. Hann var orðinn ungur aftur og honum fannst sjálfum aitltvarpiö Miðvikudagur 12. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leifcfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 l*ónleikar. — 10:10 V eðurf regnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til— kynningar. — 16:05 Tónleikar, 16:30 Veðurfregnir). 18:00 XJtvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum; VII. (Sigurður Gunnarsson kennari). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 19:00 Tilkynnnigar. — 19:20 Veðurfr. 20:00 Norrænn dagur 13. apríl: Þjóðhöfðingjar Norðurlanda flytja stutt ávörp. — Þjóðsöngv- arnir leiknir. 20:30 Framhaldsleikrit: — ,,Úr sögu Forsyte-ættarinnar'* eftir John Galsworthy og Muriel Levy; ní- undi kafli þriðju bókar: „Til leigu". Þýðandi Andrés Björns- son. — Leikstj.: Indriði Waage. Leikendur: Valur Gíslason, Þor- steinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Helgi Skúlason. Anna Guðmundsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Klemens Jónsson. 21:15 Tónleikar: Pastoral-svíta op. 19 eftir Lars-Erik Larsson (Sifón,- íuhljómsveit leikur; höf. stj.). 21:30 „Saga mín", ævinminningar Paderewskys; IX. (Arni Gunnars son fil. kand). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: „Bréfið", smásaga eft ir Liam O’Flaherthy, í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 22:25 Harmoníkuþáttur (Henry J. Ey- land og Högni Jónsson). 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 9:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:50 „A frívaktinni": Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14:40 „Við, sem heima sitjum'* (Vigdís Finnbogadóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. —- 16:05 Tónleikar — 6:30 Veður- fregnir). 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18:30 Tónleikar. Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfregu ir — 19:30 Fréttir. 20:00 Norrænn dagur: Dagskrá flutt að tilhlutan Norræna félagsins. a) Avarp (Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, formaður félagsins). b) Þjóðleg tónlist Norðmanna (Gunnar Knudsen leikur á fiðlu og spjallar við hlustend- ur). c) Norræn ljóð 1 þýðingu Magnús ar Asgeirssonar (Lársu Páls- son leikari). d) „Álfhóll", forleikur eftir Kuhlau (Meðlimir úr konung- legu hljómsveitinni í Kaup- mannahöfn leika; Hye-Knud- sen stjórnar). e) Erindi: Að fimm árum liðnum (Magnús Gíslason námsstjóri), 21:00 Norrænir karlakórar. syngja. 21:20 Lestur fornrita: Páls saga bisk- ups; II. (Andrés Björnsson). 21:45 islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22:30 Isl. tónlist: Hátíðarkantata eftir Emil Thoroddsen (Guðrún A, Símonar, Ketill Jensson, Guð- mundur Jónsson, Þjóðleikhúskór lnn og Sinfóníuhljómsveit íslande flytja; dr. Victor Urbancic stj. Lesari Jón Aðils). 23:10 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Og hvernig finnst svo Lottu 2) Hann er mjög fallegur .... 3) .... þú ert alveg eins og risa- litlu nýi pelsinn hennar frænku? / vaxin kanína í honum. — Læknir, þér gáfuð drengn-| — Jú, ég gerði það! | komið með mér til herbergis | að þú komir .... Og takir Bm sprautur,' er það ekki? ' — Er yður þá sam þótt þér 1 barnsins? Og McClune, ég vil | hundinn með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.