Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudgaur 12. aprQ 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Gott frae undirstaöa góörar uppskeru íslendingar taka ekki þátt í frærannsóknaráíinu ALÞJÓÐAFUNDUR haldinn í París um sameiginlega af- fcrigðaskráningu grasfræs, sem selt er milli landa. Á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunnar Evrópu (O.E.E.C.) var hinu 22. og 23 m.arz sl. haldinn Dr. Björn Sigurbjörnsson f París árlegur fundur grasfræ- sérfræðinga um ýmis vandamál grasfræverzlunar í Evrópu. Sund- ánn sáiu fulltrúar frá öllum lönd- um Vestur-Evrópu, ásamt fulltrúa frá Júgóslavíu. Ennfremur sátu fundinn áheyrnarfulltrúar frá Kanada og Bandaríkjunum, en væntanlega verða þessar þjóðir einnig aðilar að sameiginlegum áætlunum Evrópuþjóða um gras fræverzlun. Fulltrúi íslands x fundinum Var að þessu sinni dr. Björn Sig urhjörnsson, sérfræðingur við Atvinnudeild Háskólans, en í fyrra sótti Sturla Friðriksson, magister, fundinn. Fréttamaður blaðsins hafðl tal »f dr. Birni, og fórust honum svo orð um fundinn: Á fundinum var rætt um fram Vindu fimm ára áætlunar um af- Ibrigðaskráningu og eftirlit með grásfræi, sem hafin var innan stofnunarinnar árið 1958. Fimmtán þjóðir taka nú virk- an þátt í þessari áætlun, en fjór- ar aðrar þjóðir, þ. á. m. fsland, viðurkenna hina sameiginlegu áætlun landanna, en hafa ekki enn tekið beinan þátt í henni. Ekkert öryggi í frækaupum íslendinga 'Þátttaka fslendinga I áætlun Iþessari er hin mikilvægasta fyrir landbúnað okkar. Svo til allt tfræ, sem sáð er í íslenzka jörð, er keypt af ýmsum erlendum aðilum, og að miklu leyti eftir vísbendingum, sem afbrigða- xannsóknir Atvinnudeildar Há- skólans og Tilraunastöðvanna hafa gefið. Þótt margir hinna erlendu aðila séu áreiðanlegir, ■hefur ekki verið um að ræða neitt öryggi fyrir því, að hin réttu afbrigði og stofnar berist ftil landsins. Þegar út af bregð- ur, bera bændur skaðann, og njóta ekki fenginnar þekkingar um afbrigðin. Segja má, að afbrigðarann- Isólknir okkar og leiðbeiningar samkvæmt þeim, séu tilgangs- llausar, ef ekki er tryggt, að af- Ibrigðin, sem til landsins flytjast, Béu hin sömu þ. e. a. s. hafi sömu kosti til að bera og þau afbrigði, sem reynd hafa verið í tilraun um. Þegar að því kemur, að hafin verður framleiðsla á grasfræi hér á landi i stærri stíl, er jafn mikilvægt, að fylgt verði hin- Rcett við dr. Bjorn Sigurbjörnsson um sameiginlegu reglum hinna Evrópulandanna um gæði og hreinleika grasaafbrigðanna. Ný lög um fræverzlun Eins og sagt var frá í blöðum fyrir skömmu, voru fræverzlun- ar- og fræframleiðslumál til um ræðu hjá Félagi íslenzkra bú- fræðikandidata í vetur, og kom þar skýrt í ljós áhugi fagmanna á því, að fastar reglur verði sett ar hér á landi um fræinnflutn- ing og væntanlega fræfram- leiðslu. Nú er starfandi nefnd á vegum félagsins, sem vinnur að því að semja uppkast að lög- um um fræverzlun og fram- leiðslu, en engin slík lög eru til í landinu. Munu hin nýju lög verða sniðin í samræmi við sam- eiginlegar reglur O.E.E.C. land- anna um fræverzlun. Eru fræ- þokar þá merktir með sérstök- um merkispjöldum O.E.E.C., sem gefa til kynna skrásetningar númer, tegundar- og afbrigða- heiti og framleiðslustað. Blátt merkispjald einkennir fræ, sem er tekið af fyrstu kynslóð frá úrvalsfræi, en rautt spjald ein- kennir fræ, sem er tekið af ann- arri eða seinni kynslóðum. Til þess að íslenzkir bændur geti notið þess öryggis um gæði fræs, sem áætlun O.E.E.C. gerir ráð fyrir, þarf að stórefla af- brigðaprófanir og frærannsókn- ir hér á landi, en eins og stend- ur berst sú starfsemi í bökkum sökum fjárskorts og getur þvi hvergi nærri fullnægt þeim lág- markskröfum, sem íslenzkur landbúnaður gerir til hennar. íslendingar út undan fyrir eigin handvömm Hreint og heilbrigt fræ er und irstaða ræktunar á nytjajurtum og úrvalsfóðri og því undirstaða alls landbúnaðar. Til þess að -stuðla að notkun á úrvalsfræi hefur Matvæla- og Landbúnaðar stofnun Sameinuðu Þjóðanna (F.A.O.) gert árið 1961 að al- heimsfræári, og hefur í því til- efni hrundið af stað margs kon- ar starfssemi til að efla skilning þjóðanna á mikilvægi fræs og á hlutverki úrvalsfræs í að forða hungurvofunni frá mannkyninu. Nær allar menningarþjóðir heimsins taka þátt í þessu al- þjóðafræári, og er raunalegt til þess að vita, að fulltrúar F.A.O. á íslandi sáu ekki ástæðu til þess, að við tækjum þátt í þessari við- leitni, enda höfum við farið á mis við margg konar fyrir- greiðslu og gagnsemi af þessum sökum. Að lokum sagði dr. Björn. Við höfum ekki efni á að van- rsíkja svo mikilvægan þétt í landbúnaðarframleiðslunni, sem notkun góðs fræs er, og allra sízt með því að gera okkur leik að því að vera útundan í sam- eiginlegu átaki þjóðanna um að efla notkun á góðu fræi. Við höfum heldur ekki efni á því að dragast sífellt afturúr í vís- indalegum rannsóknum á þessu sviði sem öðrum, sem eru undir- staða undir öllum verklegum framförum. Það er ekki nóg að eignast traktora, reisa nýjar hlöð ur og auka bústofninn. Fyrr en jarðvegur, gróður og bústofn er nýttur af vísindalegri þekkingu, er ekki hægt að tala um raun- verulegar framfarir í búskapar- málum okkar. _ — ☆ COLORADO SPRINGS — Það er komið vor hér við rætur Klettafjalla. Að vísu er snjór enn í fjöllum og næturloftið er hráslagalegt. En dagarnir eru sólríkir og hlýir — og hóp ur íslenzkra blaðamanna, sem hér er á ferð, kann vel að meta það. Hér efst á hásléttunni er um við í álíka hæð og hábrún öræfajökuls, en í vestri gnæfa Klettafjöllin, skógi vaxin upp á hæstu tinda. — Ferðamenn irnir eru farnir að flykkjast hingað. Colorado Springs er einn frægasti ferðamannabær Bandaríkjanna og hefur margt að bjóða auk hins heilnæma loftlags. Herskáir Indíánar réðu lögum og lofum hér end aður hleðstí ur fyrir löngu og landnemarn ir háðu marga orrustuna við þá í nágrenni Colorado Springs. Um þennan bæ lágu líka leiðir guligrafaranna, þeg ar þeir fóru upp í fjöllin til að leita auðs og efna — og þegar þeir komu aftur, klyfj aðir gulli eða snauðari en nokkru sinni. — Colorado Springs og nágrennið varð- veita ýmsar minjar frá þess- um liðnu dögum auk þess sem hér er nýtízkulegur bær allra heimsins lystisemda. Það er sex stunda munur á Colorado og Reykjavík. Nokkr ir ferðafélaganna hafa ekki fært klukkuna síðan við fórum að heiman, sennilega til þess að fylgjast sem bezt með því hvenær eiginkonan fer að sofa á kvöldin — og hvenær börn in vakna á morgnana. Þegar við förum að hátta hér um 12 leytið er klukkan orðin 6 að morgni heima og ef við héld- um enn vestur á bógin, til Utha, Nevada og Kaliforníu, sem eru næstu ríki fyrir vest an, lengist bilið enn um tvær stundir. _ — Annars minnir þetta á ísfirðinginn, sem fór á Búkarest-mótið forðum daga og spurði hvað klukkan væri: „Mín klukka sýnir nefnilega enn Búkarest-tíma“, sagði hann til skýringar. mL Rafmagnað Ioft. Colorado Springs er sann- kölluð paradís ferðamanna. Hér stunda menn aliar hugsan legar íþróttir, synda og liggja í sólbaði — og fara jafnvel á skíði upp í fjallshlíðina þar sem snjórinn er framleiddur án aðstoðar veðurguðanna og sprautað yfir brekkurnar. Á sunnudögum ríða kúrekar ó- temjum og indíánar dansa stríðsdansa, alit fyrir ferða- meim. Mikil heilsuhæli hafa risið í Colorado Springs enda er loftið hér þurrt og heilnæmt. Það er líka mjög rafmagnað og kemur fávísum útlending- um oft óþyrmilega á óvart. Þegar þú tekur upp símatólið og ætlar að hringja færðu straum, hrekkur í kút og miss eftir Harald J. Hamar ir „tólið". Sama gerist, þegar þú skrúfar frá krananum, kveikir á lampanum — eða jafnvel, þegar þú opnar dyrn ar. Verst er þó, þegar virðu- legir útlendingar eru kynntir fyrir virðulegum heimamönn- um og kveðjur eiga að vera virðulegar. Handabandið „gef ur straum", gestirnir hrökkva við, kippa að sér hendinni og bölva á móðurmálinu. Lítið fer þá fyrir virðuleikanum hjá sumum. Okkur er sagt, að þurra loft ið — svo og hæðin, sem við erum í, valdi einkum þessari rafmögnun. Heimamenn eru orðnir þessu vanir, eins og lög gera ráð fyrir. Þeir eru alltaf með fullan straum. — Aldrei er rafmögnun jafnáberandi og þegar gengið er eftir dúnmjúk um gólfteppum, því þá ,hleðst‘ maður í 3—4 skrefum — og síðan er neistaflug í allar átt ir. Dálaglegur fjandi það. Á slóðir landnema og gull- grafara. í gær fórum við að kanna slóðir landnemanna og gull- grafaranna, fórum til fjalla, til Cripple Creek, draugabæj arins svo nefnda. Þegar gull- æðið greip menn hér um slóð- ir, um og eftir aldamótin, var Cripple Creek um 50 þús. manna bær. Nú búa þar 6—700 hræður og hafa einkum tekj ur af ferðamönnum, sem koma til þess að virða fyrir sér hálf hrunin hús, tóma og rykfallna verzlunarglugga, eyðilegar göt ur og troðninga. Þarna blasa alls staðar við smáholur og grjótbyngir, upp um fjöll og firnindi. Heppnin var ekki alltaf með gullgröfur unum, því sumir grófu holu eft ir holu og fundu aldrei neitt. Mörgum varð því lífið erfitt þarna uppi í 9 þús. feta hæð. — En aðrir höfðu heppnina með sér, komu niður á gullæð — og þeir fóru á krárnar og spilavítin á hverju kvöldi. Þá var mikið líf í tuskunum í Cripple Creek og menn létu hverjum degi nægja sínar þján ingar. Ævintýramenn voru á hverju strái og skammbyssurn ar voru stundum látnar skera úr deilum um gull og fallegar stúlkur. Dýpstu námurnar í Cripple Creek eru meira en kílómetri og námugöngin þar eru hundr uð eða jafnvel þúsundir kíló- metra að lengd. Nú eru aðeins fjórar námur starfræktar í hér aðinu og gullmyllan vinnur að eins um tíunda hluta af því, sem hún gæti afkastað. Gull verðið er það lágt, að einung is beztu námurnar skila arði. Þarna finnst ekki lengur hreint gull. * Samtals mun hafa verið unnið gull fyrir 750 milljónir dollara í Cripple Creek. Nú er verðmæti vinnslunnar að- eins nokkrar þúsundir á mán uði. Einu sinni til tvisvar í viku er ekið með gullstöng frá Cripple Creek til Denever. Vopnaður vörður fylgir, enda þótt menn í Cripple Creek beri ekki lengur skammbyssur í belti og Indíánar sækist ekki lengur eftir höfuðleðrum þeirra hvítu. Einhver sagði, að vopnaði vörðurinn væri til þess áð verjast afturgöngum gullgrafaranna í Cripple Creek. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.