Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudgaur 12. apríl 1961 MORCUNBLABIÐ 11 Sigurður Þorkelsson fulltrúi — Minning Fæddur 16. júní 1893 — Dáinn 4. apríl 1961. Hinn 4. þ. m. andaðist í Hrafn- istu í Reykjavík Sigurður Þor- kelsson, fulltrúi í skrifstofu toll- etjóra. Fer útför hans fram í dag frá Kapellunni í Fossvogi. Á þar margur góðum vini á bak að sjá. traustur,, svo að trúa mátti hon- um fyrir hverju sem var eins og sjálfum sér. Hann var stilltur og prúður í framgöngu og var sérlega sýnt um að umgangast fólk. Var hann mjög vinsæll meðal samstarfsmanna sinna og þeirra, er hann átti við að skipta, þó að sum af þeim störfum, sem hann gegndi, svo sem skattheimta á kreppuárunum, væru ekki sér- staklega til þess fallinn að afla vinsælda. Siðustu árin átti Sig- urður við allmikla vanheilsu að stríða. en störf sín rækti hann ávallt með hinni sömu samvizku- semi, meðan kraftar entust. Sigurður Þorkelsson var mik- ill vinur vina sinna og góður félagi. Hann var alvörumaður, en glaður í vinahóp, ljóðelskur og söngelskur, eins og hann átti ætt til. hjálpsamur og bamgóður. Sigurður Þorkelsson var sam- starfsmaður minn og heimilis- maður á þriðja tug ára. Kom ha«n á heimili okkar hjóna, er það var nýstofnað og nutu kona mín og börn, er þau fóru að vaxa upp, ekki síður vináttu hans en ég, og lét hann sér ávalt mjög annt um velferð þeirra. Á ég frá þessum tíma margs og góðs að minnast þó eigi verði það rakið hér, en færa vil ég Sigurði vini mínum einlægar þakkir mínar, konu minnar og barna fyrir órofa vináttu, hjálpsemi og fórnfýsi, um leið og ég bið honum vel- farnaðar á nýjum leiðum. Torfi Hjartarson. Sigurður Þorkelsson var fædd- ur 16. júni 1893 að Litla-Hrauni í Eyrarbakkahreppi. Voru foreldr er hans Þorkell bóni á Gamla- IHrauni, Guðmundsson, bónda og formanns á Gamla-Hrauni, Þor kelssonar og kona hans Eiin Jónsdóttir bónda í Hábæ í Þykkvabæ Jónssonar. Var Sigurð ur kominn af merkum sunn- lenzkum ættum, svo sem Bergs- ætt, Gamla-Hraunsætt og Vík ingslækjarætt. Sigurður ólst upp með foreldr- um sínum, þar til hann missti móður sína 8 ára gamall. Fór hann þá til fósturs að Bár í Flóa. Dvaldist hann eystra þar til harm fór í kennaraskólann, en (þar lauk hann kennaraprófi vor ið 1914. Hann var síðan kennari við unglingaskólann á Eyrar- bakka og barnakennari 1914— 1915, en 1915—1916 var hann skólastjóri við barnaskólann á Stokkseyri. Árið 1916 fluttist SigurðuT til' Reykjavíkur og stundaði þar verzlunarstörf til 1931. Var hann fyrst starfsmaður við verzlun Guðmundar Olsen í Aðalstræti og tók, forstöðu hennar, er Guð- mundur andaðist í janúar 1918. Rak hann verzlunina fyrst fyrir ekkju Guðmundar, en varð síðar eigandi verzlunarinnar. Árin 1926—1929 var Sigurður forstöðu maður Tóbaksbúðarinnar í Aust. urstræti og vann síðan um skeið við Verzlun O. J. Ellingsen, en 1932—1934 var hann starfsmaður við blaðið Heimdall. Haustið 1934 flutti Sigurður til ísafjarðar og var þar fulltrúi eýslumanns og bæjarfógeta til haustsins 1943. Var hann og á þessum árum oft settur sýslu- maður og bæjarfógeti. Haustið 1943 flutti Sigurður aftur til Reykjavíkur og varð fulltrúi í skrifstofu tollstjóra og vann þar síðan til dauðadags. Sigurður Þorkelsson tók virk- en þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann var um skeið í stjórn Verzlunarmannafélagsins Merk- úrs og vann mikið fyrir það félag. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Ernir 1924 og einn af foringjum þess þar til hann fluttist til ísafjarðar 1934, en þá var hann gerður heiðurs- félagi Arna. Þá var hann og í Btjórn Sundfélags Reykjavilkur og tók mikinn þátt í starfsemi ungra sjálfstæðismanna. Á ísa- firði var Sigurður í stjórn Rauða ■krossdeildar ísafjarðar, og eftir að hann kom aftur til Reykja- víkur var hann í stjórn Eyrbekk ingafélagsins í Reykjavík. Sigurður Þorkelsson var góður starfsmaður, ekki sérlega fljót- virkur, en framúrskarandi sam- vizkusamur, vandvirkur og 3/o herb. íbúð Höfum til sölu góða 3. herb. íbúð á hæð í fjölbýlishúsi á hitaveitusvæði ásamt 1 herbergi í risi. MÁHFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14 — Símar 19478 og 22870 tjtgerðameim, frystihús M.s. Hannes Lóðs V.E. 200 er til sölu ásamt öllum út- búnaði nú í vor eða með hausti ef viðunandi tilboð fæst. Báturinn er 65 tonn að stærð, smíðaður 1956 eftir íslenzkri teikningu. í bátnum er 360 ha. June Munktel dieselvél, tveggja ára gömul. Ganghraði um 11 sjómílur. 1 bátnum er ljósavél með 4 þús. vatta rafal, loftþjöppu og smúldælu. Annar 4 þús. vatta rafall er knúinn af aðalvéL 32. volta spenna er í bátnum. Stálrafgeymar eru fyrir rafkerfið. Báturinn er með rafsoðnum olíu- tönkum fyrir 6 þús. L Tvo galvaníseraða vatnstanka er taka 2% tonn £if vatni. Öll yfirbygging er úr alu- minium. Allar mannaíbúðir og stýrishús að innan þiljað- ar með Formica þilplötum. I bátnum eru tvö olíudrifin spil, 4ra tonna trollspil og 3ja tonna línu og netaspil. Allar leiðslur að þeim eru galvaníseraðar. Eftirtalin tæki fylgja bátnum: Talstöð, tvö viðtæki, annað fram 1 hásetaklefa, ljósmiðunarstöð sjálfvirk. Decca radar 48 mílna. Refeltor kompás, stærsta gerð af Atlas mæli með sambyggðri fiskssjá,-nýjasta gerð af Simradmæli með sjájfleitandi síldarastic auk ýmislegs annars af smærri tækjum. Eftirtalin veiðarfæri fylgja: Nælonnót af fullkomiiustú gerð, stálnótabátur, hvorutveggja sera nýtt með öllu tilheyrandi, Reknetatrossa, nýstandsett, svo til ný línuútgerð og einnig fullkomin þorskaneta- útgerð með öllu tilheyrandi. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. Réttur áskilin til að taka hvaða tilboði sem er. eða hafna öllum. Jóhann Pálsson, sími 155, Vestmannaeyjum. Sparr tryggir yður hvitan og ilmandi þvott. Sparr tryggir yður fljótan og góðan árangur. Sparr tryggir yður beztn kaupin. Lö Spcl1]-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.