Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNBL 4 ÐIÐ Miðvikudgaur 12. apríl 1961 Heimsúkn að Hvanneyri SUNNUDAGINN, 19. marz, fóru Búnaðarþingsfulltrúar og starfs- menn Búnaðarfélags íslands upp að Hvanneyri og Hesti í boði dr. Halldórs Pálssonar og Guðmund ar Jónssonar skólastjóra á Hvánneyri. Komið var að Hvanneyri kl. 12.30 og tóku á móti gestum skólastjórahjónin, frú Ragnhild- ur Ólafsdóttir og Guðmundur Jónsson og leiddu þá ásamt kennurum, ráðunautum og starfsmönnum staðarins að veizluborði. í ræðu, er Guðmundur Jóns- 6on hélt yfir borðum, sagði hann frá ýmsum þeim verkefnum, sem stofnunin hefði með hönd- um og sagði hann m. a.: „Bændaskólinn hér er stofnað- ur 1889 og framhaldsdeild 1947. Hér á búinu eru alls 111 gripir og þar af 70 mjólkandi kýr. Full- mjólka kýr mjólkar 3667 kg. með 3,85% fitu, samtals 14130 fitueiningar. Nythæsta kýrin mjólkaði 5571 eða 20890 fitueiningar. Ein kýrin nr. 215 hefur mjólkað í 14 ár 58391 kg. af mjólk. Kjarnfóður- gjöf er 559 fóðureiningar á full- mjólka kú.“ Þá vék skólastjóri nokkrum orðum að sauðfénu og sagðist honum svo frá: „Meðálvikt á dilkum var hér 1 haust 14,68 kg.. Kjöt eftir á plús gemlinga sem skiluðu lambi er 19,75 kg., -kjöt eftir vetrarfóðraða kind mínus hrúta er 17,75 kg. 91 einlemba gaf 16,61 kg. af kjöti að meðaltali. 66 tvílembur gáfu 26,08 kg. af kjöti að meðal- tali. Tilraunastarfsemi er mikil á Hvanneyri og sér Magnús Ósk- arsson um þá starfsemi og eru nú gerðar tilraunir þar á 1200— 1300 reitum.“ Skólastjórinn sagði, að flest af þessum tilraunum væru fyrir fyrir skömmu byrjaðar og því væri ekki hægt að segja frá þeim á þessu stigi málsins. Hér hafa verið gerðar tilraunir með að bera kalksaltpétur á móti kjarna og komið hefur í ljós að kalksaltpétur gefur meiri upp- skeru og heyið inniheldur meira af kalsíum. Reynslan hefur sýnt Hvanneyrarbúinu að hægt er að dreifa kjarna um 10. maí. Einnig eru á Hvanneyri til- raunir með ýms efni, svo sem kopar, magnium og mangán. Víða erlendis er farið að aka sandi á mýrar 2—5 cm. þykku lagi. Virðist þetta ætla að auka uppskeruna, en ekki er þessi til- raun komin það langt að neitt' verði fullyrt um árangur. Einnig minntist skólastjóri á tilraunir með illgresislyf, en þær eru gerðar í samráði við Agnar Guðnason, ráðunaut. Svo eru skjólbeltatilraunir, og þær eru gerðar í samráði við Einar Sæm- undsson, skógfræðing. Fóðrunartilraunir eru ýmsar og hefur komið í ljós að með túnbeit er hagkvæmast að gefa kolvetnafóður t. d. maís. 'Á Hvanneyri eru gerðar verkfæra- tilraunir og eru þær á vegum verkfæranefndar, framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Ólafur Guðmundsson. Þar eru gerðar tilraimir með flestar þær vélar, sem inn eru fluttar og fer það nú mjög í vöxt, að bændur kaupi ekki vélar, nema að verkfæra- nefnd hafi mælt með þeim áður. Áður en staðið var upp frá borðum, þakkaði forseti Búnaðar þings, Þorsteinn Sigurðsson, fyrir höfðinglegar móttökur. Síðan var gengið um staðinn og farið meðal annars í fjósið og má fullyrða, að þar er umgengni öll til fyrirmyndar og þar hefur verið unnið markvíst að ræktun og kynbótum á undanförnum ár- um. Fjósameistari er Viðar K. Hansen. Einnig var skoðuð efnarann- sóknarstofa stofnunarinnar og þar vinna vísindamennimir, Þorsteinn Þorsteinsson kennari Hvanneyri og Magnús Óskars- son. Þessi efnarannsóknarstofa á vafalaust eftir að gera mikið gagn fyrir íslenzkan landbúnað í nútíð og framtíð. Þaðan var gengið í verkfæra- húsið og þar skoðuð verkfæri og áhöld, en þar hefur ráðsmaður- inn, Guðmundur Jóhannesson, alla umsjón og má geta þess að hann hefur fundið upp sérstak- an mykjudreifara sem bæði mokar í sig sjálfur og dreifir mykjunni, sem léttir mikið undir það starf að koma mykjunni á völlinn. Frá Hvanneyri var haldið að Hesti. Fyrst var komið við í Mávahlíð, sem er næsta jörð við Hest. Búnaðarsamband Borgar- fjarðar á jörðina og hefur byggt þar reisuleg fjárhús. Hestbúið hefur jörðiná á leigu og starfrækir þar afkvæma rannsóknarstöð fyrir sauðfé. Nú eru 3 árgangar I afkvæma- rannsókn. Það eru gemlingar, ær á 2. og 3. vetur samtals 150 kind- ur. Að því búnu var haldið heim að Hesti, féð og fjárhús skoðuð. Dr. Halldór Pálsson, ýfirmaður Hestbúsins skýrði svo frá: Á Hesti eru nú 648 kindur, 492 ,ær og 10 hrútar fullorðnir, 129 gemlingsgimbrar og 17 geml- ingshrútar. Síðastliðið ár voru meðal af- urðir eftir tvílembu 26,9 kg. og eftir einlembu 17,9 kg. Eftir á með lambi 21 kg. og eftir hverja á 20,1 kg. 158 ær skiluðu 2 lömbum, 259 einu lambi, 11 ær skiluðu ekki lambi. Þetta voru lakari afurðir eftir tvílembu, en nokkru sinni áður síðan fjárskipti fóru fram. Mun það orsakast annars vegar af því, að sumar æmar voru mun verr fóðraðar, en venjulega, en fremur trénuðu grös snemma síðastliðið haust, en eins og menn muna voru hey- in lélegar eftir óþurrka sumarið 1959. Þá skýrði dr. Halldór Pálsson frá því, að athugað hefði verið hvaða áhrif mismunandi vetrar- fóðrum 1959—60 hefði haft á af- urðir áa, sem að öðru leyti voru sambærilegar. 74 ær, 3—8 vetra voru prýði- lega fóðraðar, svo að þær þyngd ust yfir veturinn 4,7 kg. að með-- altali, en frá 1. febrúar til 5. maí um 8,6 kg. í öðrum húsum voru 203 4—8 vetra, sem voru svo slaklega fóðraðar að þær léttust um 1,5 kg. yfir veturinn, og þyngdust Saumastörf Viljum ráða stúlkur vanar saumavinnu. Upplýsingar hjá verkstjóranum í verksmiðjunni, Brautarh. 22. VERKSMIÐJAN DÚKUR HF. Sendisveinn óskast strax Heildverzlun KRISTJÁNS SKAGFJÖRÐ HF. Hamarshúsinu. ekki nema 4,1 kg. frá 1. febrúar til vors. Afurðir á dilkakjöti eftir tvílembu úr hópnum, sem betur var fóðraður var 28,57 kg, en 26,50 kg. í hópnum, sem verr var fóðraður. Munurinn 2,07 kg. eftir tví- lembu er meiri en 50 kr. virði. Hver einlemba í betur fóðraða flokknum skilaði 17,76 kg af dilkakjöti, en 17,37 kg. í hinum. Sýnir þetta glögglega, að tví- lembur borga vel ágæt fóður, en einlembur borga ekki mikið eldi. Dr. Halldór Pálsson skýrði frá ýmsu fleira sem unnið er að á búinu og má þar til nefna hvern- ig sauðalitir erfast, skemmtileg rannsókn, sem Stefán Aðalsteins son hefur umsjón með og hefur þegar náðst mikill árangur. Þá bauð bústjóri Einar Gísla- son og kona hans frú Alda Ein- arsdóttir gestum til stofu og voru þar fluttar margar ræður og þakkir fluttar hinum ungu hjónum fyrir smekklegar og rausnarlegar móttökur. Búnaðarþingsmenn voru allir sammála um það, að þessi ferð hefði verið stórfróðleg og skemmtileg og eru þakklátir þeim aðilum, sem gáfu þeim kost að fara þessa ferð. Sv. G. tiVicS ^eíjjum enijum frá þvT núma honum Krusa " Jónas Péfursson, Furöuleg vinnubrögB Framsóknarmanna Á síðasta fundi í sameinuðu Alþingi, miðvikudag fyrir páska, kom til framhalds einnar um- ræðu þingsályktunartilL c/kkar Bjartmars á Sandi um rannsókn á hlutdeild atvinnuveganna i Þjóðarframleiðslunni. Tillagan hafði verið til athugunar í fjár- veitinganefnd og lá fyrir já- kvætt álit frá fimm nefndar- mönnum, stuðningsmönnum rík- isstjórnarinnar í nefndinni. Hafði nefndin gert á 3ja tölulið tillögu okkar Bjartmars, nokkra orða- lagsbreytingu. Frá 4 nefndar- mönnum í fjárveitinganefnd, framsóknar- og alþýðubanda- lagsmönnum, hafði ekkert heyrzt. Magnús Jónsson mælti fyrir till. í stuttu máli af hálfu fjár- veitinganefndar. Eftir að hann hafði lokið máli sínu stóð upp Skúli Guðmundsson og flutti all- langa ræðu, sem átti víst að 'heita „kritik“ á þingsályktunar- tillöguna. Beindi hann ýmsum spurningum til flutningsmanna um það hvernig ætti að fram- kvæma ýmsa þætti hennar. Var á honum að skilja að Alþingi ætti að leysa hina ,,tæknilegu“ hlið málsins. Áður en Skúli hafði lokið máli sínu kvöddu 3 fram- sóknarmenn sér hljóðs til viðbót- ar, þeir Gísli Guðm., Halldór Sig. og Helgi Bergs. Með því var sýnt að þeir ætluðu sér að koma í veg fyrir samþ. till., — og tókst það, þar sem hér var um að ræða síðasta fund sam- einaðs þings á undan þingslit- um, og aðeins nokkrar mínútur til umráða. — í niðurlagi grein- argerðar okkar Bjartmars fyrrir þ.ál.till. segir svo: ,,Við leggjum á það ríka áherzlu að sú rann- sókn, er við viljum að gerð verði, geti farið fram sem allra fyrst. Niðurstöður hennar skapa grund- völl fyrir réttu mati á efnahags legu gildi atvinnugreinanna, eiga að fyrirbyggja sleggjudóma, vanmat eða ofmat, krit og of- sjónir. Hún á að styðja að því að gagnkvæmur skilningur ríki meðal fólksins í landinu, hvaða störf eða verkefni, sem það hefir með höndurn." Þessi tilvitnun skýrir tilgang tillögunnar og þann árangur, sem hugsað er að ná. Þekking á því, í hverju lífsbjörg þjóðarinn- ar er fólgin er hin mesta nauðsyn. Hún ætti að vera einn höfuð- þátturinn í almennri fræðzlu skólakerfisins. Til þess þarf að ýta eftir því að þess fróðleiks sé aflað og ekki síður að hann sé settur fram þannig, að flestir geti tileinkað sér þau fræði. Ég hefi oft verið að hugsa um hina svonefndu starfsfræðslu í þessu sambandi. Mér finnst að undirstaða starfsfræðslu hljóti að vera nákvæm þekking á gildi atvinnugreinanna og þjónustu- starfanna. í stuttu máli: Þessi þ.ál.till. okkar Bjartmars fjallar um eitt þýðihgármesta mál ókk- ar. Þetta mál þótti framsóknar- mönhum nauðsyh áð stoðva. Hvað finnst ykkúr um þá af- stöðu, lesendur góðir? Jónas Pétursson. Sjúkur maður á heim’e'ö eftir 10 ára fangelsi Manila á Filippseyjum 7. apríl. (Reuter). HINN sjúki Bandaríkjamaður, Robert Mc Cann, sem fyrir nokkru var sleppt úr fangelsi í Kína, er nú kominn til Filipps- eyja. Hann þjáist nú mjög af sjúk- dómi sínum, sem er krabbamein í Iungum. Er óvíst hvenær hann getur haldi áfram ferðinni til Bandarikjanna, en mjög lefur dregið ai honum á ieiðinni frá Tientsin í Kína. Læknar segja, að hann eigi ekkj iangt eftir ólifað. SAKAÐUR UM NJÓSNIR Saga Mc Canns er mikil og ægileg harmsaga. Hann hefur setið í 10 ár í fangelsi í komm- úníska Kína. Hann hafði þá lengi starfað sem kaupmaður í landinu, en var sakaður um að hafa stundað njósnir. LANGT LEIDDUR Kona Mc Canns, Flora að nafni, hafði nokkru áður farið til Bandaríkjanna. Voru nú liffin 13 ár frá því að þau hjónin höfðu hitzt. Konan hafði margsinnis óskað eftir því við Kína-stjóm að fá að hitta mann sinn í fang- elsinu, en var jafnan synjað um það, þar til nú fyrir nokkru, að Mc Cann var heltekinn af þess- um banvæna sjúkdómi. Þá loks- ins bráðnaði hjarta kommúnist- anna í Peking og þeir leyfðu konunni að koma til Tientzin. Þar hittust þau hjónin aftur, en maðurinn var jafnvel lengra leiddur, en menn höfðu ætlað. Síðan hefur konan fýlgt hinum deyjandi manni á ferðinni heim til Bandaríkjanna. SLÆM AÐBÚ® Hún segir, að hann sé svo sjúkur, að þau hafi aðeins lítið getað talað saman, aldrei meira en 10 mínútur í einu og sjúk» dómurinn hefur tekið hann þann ig, að það er eins og hann geti ekki haldið huganum við neitt umræðuefni og minnið bresti. Mun aðbúð hans hafa verið mjög slæm í kínversku fangabúðunum bg auk þess hefur hann nú þreytzt á ferðalaginu frá Ti- entsin. Þar sem nú er taíið óvíst, að Mc Cann muni komast heim til Bandaríkjanna, er sonur hana Robert yngri nú á leiðinni á móti honum til Filippseyja og Var búizt við að hann kæmi þangað og hitti föður sinn á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.