Morgunblaðið - 18.04.1961, Page 1

Morgunblaðið - 18.04.1961, Page 1
24 síður 48. árgangur 86. tbl. — Þriðjudagur 18. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsim Innrós og uppreisn n Eúbu bardagar — Barizt í Havana ___ Santiago á valdi uppreisnarmanna Hafa þeir handfekið bróður Castros? 1 dögun í gærmogun hófst innrás á Kúbu. Innrásina gera hópar kúbanskra and- stæðinga Castro-stjórnarinnar. Fregnir eru óljósar, en lausafregnir herma, að innrásarliðið hafi gengið á land af skipum á mörgum stöðum á suðurströnd Kúbu. Auk þess hafi flugvélar kast- að niður fallhlífarliði. Sagt er að hatrammir bardagar geisi víða á suðurströndinni. Allt síma- og skeytasamband Kúbu við umheiminn var slitið í gær, en Castro for- sætisráðherra flutti ávarp í útvarp þar sem hann skoraði á þjóð sína að vopnast og hrinda árásinni. En í gærkvöldi heyrðist í útvarpsstöð uppreisnarmanna og hermdi hún að upp- reisnarherinn hefði tekið Santiago de Cuba, aðra stærstu borg landsins. Þá hermdu sömu fregnir að innrásarliðið hefði handtekið Raoul Castro hinn rót- tæka bróður Castros forsætisráðherra. Castro sagði í útvarpinu, að það væru bandarískir málaliðar sem gerðu innrásina. Hann sagði að innrásin væri skipulögð og kostuð af Bandaríkjamönnum. ★ Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði Castro síðar 1 dag. Hann sagði að Bandaríkin myndu forðast alla íhlutun. Hér væri um að ræða innbyrðis baráttu Kúbu- manna. Rusk sagði að Bandaríkjastjórn myndi gera allt sem hún gæti til að hindra þátt- töku bandarískra borgara í bardögum á Kúbu. Hinsvegar kvaðst hann ekki neita því, að uppreisnarmennimir hefðu samúð Bandaríkjamanna með sér. Bandaríska þjóðin teldi, að hér væri um að ræða uppreis* gegn einræðis- og ógnarstjórn. Frá Guatemala Sem fyrr segir eru fréttir af innrásinni á Kúbu enn heldur óljósar. Svo virðist sem innrásar- liðið hafi komið með flubninga- ekipum upp að suðurstönd Kúbu, bæði um miðbik eyjarinnar og eustast í héraðinu Oriente. Það er talið að herliðið komi mest- megnis frá Guatemala og er álit ið að uppreisnarherinn hafi verið að æfingum þar að undanförnu. t innrásarhernum eru vafalaust nær eingöngu kúbanskir flótta- menn, margir þeirra studdu áður Castro, en hafa sagt skilið við hann að undanförnu vegna einræðishneigðar hans. Það er álitið að í innrásarlið- inu hafi verið um 15 þúsund manns, en jafnframt mun and- elæðingum Castros hvarvetna á eynni hafa verið gefið merki um að rísa nú upp. Nú þykir sýnt að lof-tárásin á Kúbu á laugar- daginn hafi verið gerð til að valda æsingi á eynni og auglýsa meðal þjóðarinnar að eitthvað mikilið væri aðsigi. Cardonna fer til Kúbu t>að hefur vakið nokkra at- hygli að foringi Castro-andstæð- inga, dr. José Miro Cardona, fla.ug í morgun frá New York og suður á bóginn. Hann hefur dvalizt í útlegð í New York, en nú telja menn að hann bíði færis að komast til Kúbu tU að mynda cýja frelsisstjórn. Fyrstu fregnir af innrásinni í Kúbu komu frá útvarpsstöð Castros í Havana. Voru lesnar upp ítrekaðar tilkynningar í út- varpsstöðina um að allt þjóð- varnarlið eyjarinnar væri kvatt til vopna. Á milli vopnkvaðninga 1 |>essara voru leikin danslög. Ávarp Castros '1 I>á var tilkynnt að Fidel Castro myndi flytja stutt ávarp. Hann lýsti yfir hernaðarástandi á allri Kúbu og sagði £rá því að banda- rískir málaliðar hefðu gert inn- rás á suðurströnd eyjarinnar. Castro í hættu. Hann bað almenning um að vera rólegan og sagði að her stjórnar- innar væri öruggur um sigur. joarizt í Havana Það er skammt frá Kúbu yfir til Florida, aðeins um 100 mílna sund. Því hafa menn á suður- tanga Flórida getað heyrt óminn úr hersenditækjum á Kúbu. Virð ist mega ráða af þessum útsend- ingum að götubardagar hafi stað- ið í Havana, höfuðborg Kúbu. Einnxg er víst að allharðir bardag ar munu hafa geisað víðar á eynni og hefur heyrzt radíótal þar sem óskað er eftir sjúkra- liði að kanna valinn. Frh. á bls. 2 Þetta et dr. José Miró Car-1 dona foringi kúbanskra upp- reisnarmanna. Hann var á' sín- um tíma einn af nánustu sam starfsmönnum Castros í upp- reisninnj gegn Batista ein- ræðisherra og við valdatöku Castros gerði hann Cardona að forseta Kúbu. En Cardona undi því ekki að Castro dró á langinn að efna loforð sín um lýðræðis- legar kosningar en efldi því meir einræðisvöld sín. I júlí s.1. flúði Cardona land. Hann beiddist hælis í Bandaríkjunum sem pólitisk- ur flóttamaður. í janúar s.l. var hann kjörinn formaður byltingarráðs Kúbu-manna, sem beitir sér fyrir því að steypa Castro af stóli. Samúð en ekki virk aðstoð New York 17. apríl. (NTB) Raoul Roa utanríkisráðherra Kúbu sagði í ræðu í stjórn- málanefnd SÞ að Banda- ríkastjórn hefði skipulagt innrásina á Kúbu og stæði fjárhagslega undir henni. ( Stevenson fulltrúi Banda- ríkjanna, svaraði ásökunum Roa. Hann sagði að það væri algerlega rangt að Banda- ríkjamenn hefðu nokkuð komið við sögu í atburðunum á Kúbu. Þeir hefðu hvorki skipulagt innrásina þar né veitt henni neinn virkan stuðning. Ekki frá bandarísku landi. Stevenson sagði að innrásin gæti ekki verið gerð frá banda rísku landi, hvorki frá Florida né öðrum stöðum. Hann sagði að Bandaríkin hefðu samúð með Kúbumönn um þeim sem flúið hefðu ein Frh. á bls. 2 Chanter fréttamaður Daily Telegraph; Yerkfallið í Crimsby gef- ur enn sfaðið góða sfund VERKFALLIÐ í Grimsby er á yfirborðinu vegna fisk- landana íslendinga þar í borg, en Llewelyn Chanter hinn kunni fréttamaður Daily Telegraph segir í skeyti til Mbl., að allt ann að búi undir verkfallinu. Það sé kjaradeila og undir niðri sjóði andúðin og baráttan milli brezkra togaraeigenda og Dennis Welch. Vorblómin hafa þolað frosfin SÍÐDEGIS í gær varð Ingólfur Davíðsson á vegi blaðamanns frá Mbl., á götu í Miðbænum. — Nú eiga blessuð blómin erf- iða daga? — Ó, nei, ekki vil ég sam- þykkja það, sagði Ingólfur. Ég var einmitt í dag að athuga þetta. Ég hef gengið allvíða um. Það er mikil seigla í vorblómunum. Víða sá ég undir húsveggjum blómstrandi krókusa, vetrargos- ar, stjörnuliljur og vorboða (Er- anthis) Þessi blóm voru allvíða sprungin út áður en páskahretið gerði, sagði Ingólfur. — Og þó frostið hafi verið sumar nætur 8—11 stig, þá hafa þessi harð- gerðu blóm lifað hinar köldu nætur af. Það er auðvitað skýr- ingin á því að ættir eiga þau að rekja til Alpafjalla, ofan við skógarlínuna og eins austur til Síberíu. Vandræðalegt. Chanter segir í skeytinu, að verkfallið sé vandræðalegt bæði fyrir brezkan sjávarútveg og ríkisstjórnina. Það er undarlegt, að deilur skuli nú vera hafnar um Parísarsamninginn 1956, þeg ar mörg ár eru liðin frá gerð hans. En þetta hefur getað gerzt vegna þess að öllum þeim sem starfa að brezkum sjávarútvegi líkar stórum illa við brezk-ís- lenzka landhelgissamninginn. Togaraeigendur telja það þó hart að skipstjórar á togurun um skuli hefja verkfall, því að þeir segja að fulltrúar allra aðilja í brezka sjávarútveginum hafi lofað að virða Parísarsamn- inginn. Togarskipstjórar neita þessu og halda því fram, að þeir hafi aldrei verið beðnir um að gefa neitt slíkt loforð. Uppgjör við togaraeigendur. Það má ekki gleyma því að togarayfirmenn eru ekki ein- ungis að hefna harma sinna á íslendingum, heldur þykjast þeir eiga margt eftir óuppgert við brezka togaraeigendur. Þeir Vilja fá hærri laun, fá að vera lengur í heimahöfn, og að út- gerðin greiði fæði þeirra um borð í togurnum. Vafalaust hafa skipstjórar og stýrimenn þannig aðeins verið I að bíða eftir góðu tækifæri til að gera verkfall og urðu land anir íslenzku togaranna þannig ágætt tilefni fyrir þá. Sumir telja að brezkir togara eigendur hafi verið með óþarfa ögranir við yfirmenn með því að fá íslenzka togara til að landa fiski á þessum tíma, en það er víst að þeir geta ekki hindrað slíkar landanir, sam- kvæmt Parísar-samningnum. Ætla að buga Welch. Einnig telja sumir, að togara eigendur hafi gjarnan viljað láta skerast í odda við Dennis Welch og að þeir vilji reyna að brjóta niður óhrif hans. Llewelyn Chanter segir að lokum, að vel begi vera að verkfallið fí Grimsby standi enn alllengi og geti verkfallið orðið öllum aðiljum góður lær dómur. Telur Chanter að það væri betra, að fslendingar séu ekki ihikið að flagga með það að þeir ætli að halda áfram útvíkkun landhelginnar. Slíkt komi sér illa fyrir brezku stjórnina, sem hefur gert þessa erfiðu og óvinsælu samninga við ísland. Telur hann að þessir at burðir sýni, að þörf sé á að allar hinar vestrænu fiskveiði- I þjóðir geri með sér marghliða ' samning um fiskveiðilögsöeu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.