Morgunblaðið - 18.04.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.04.1961, Qupperneq 6
9 W MORGVNBLAÐIÐ T>riðjuclagur 18. april 1961 -J Noregsbréf frá Gísla Brynfólfssyni Prestur í Noregi SEM stendur er laust kallskap- ellan-embættið hér í Fjala- prestakalli. Þar sem þetta eru heimahagar sjálfs Ingólfs Arn- arsonar fannst mér vaent run að fá tækifæri til að þjóna þessu embætti um tíma. Hér eru um 4 þús. manns í þrem sóknum: Dalasókn með - 2000 manns, Hólmadalssókn með 1600 manns og Guddalssókn með 300 manns. Sú síðasta er sveitahérað. Þar hefur fólkinu fækkað um næst- um helging síðan um stríð. — Þessu brauði er þjónað af 2 prestum. Er messað hvern helg- an dag í tveim kirkjum eða samkomur haldnar í skólum og samkomuhúsum, sem eru fjöl- mörg í þessu víðlenda presta- kalli. Þetta „pláss“ tilheyrir Sogn og Fjordane, sem er eitt af 20 fylkjum Noregs. Suður- hluti þess er Sognsær, en norð- urhlutinn firðimir, og er Dals- fjörður hluti af Seumfjord. — vinna sumir bændur í verk- smiðjum jafnframt búskapnum. Öll verksmiðjuvinna er í „akk- orði“ og kaupið því misjafnt eftir æfingu og afköstum. Al- gengt tímakaup kvenna mun vera kr. 3,75—4,00 og karla kr. 5,25—5,50 — og svo má marg- falda með 5 til að fá saman- burð á íslenzku kaupgjaldi. Messuferð á páskauar Það var full kirkja — um 300 manns — við messuna í Holme- dal á páskunum. Annars er kirkjusókn um þessar hátíðir ekki eins góð og heima. Fólkið hópast úr bæjunum og upp á fjöllin til að nota snjóinn og sólskinið. T.d. fóru um 17 þús. manns bara úr Bergen, en þar eru íbúar um 115 þús. Hefur kirkjan reynt að ná til þessa útilegufólks með því að fluttar eru guðsþjónustur í fjallahótel- unum, bæði um bænadaga og páska. Holmedalskirkjan Fjalaprestakall liggur beggja megin Dalsfjarðar. Um það er mikið ferðazt á bátum og ferj- um. Fá prestarnir greiddan ferðakostnað til embættisverka eftir reikningi. Landslagið er hér æði hrika- legt. Skiptast á himingnæfandi fjöll og regindjúpir firðir, en undirlendið lítið. Þó lifir um helmingur fólksins hér á land- búnaði, en yfirleitt eru búin smá, eins og víðast hvar hér Vestanfjalls, 3—5 kýr, auk ufig- viðis, og 10—20 kindur, eitt hross. Mjög fáir eiga dráttarvél, enda víða ekki hægt að koma henni við sökum brattlendis. — Iðnaður fer hér vaxandi og Við fengum leigðan lítinn bát og lögðum af stað kl. 9, því héð an frá Dale og út í Holmedal er um 1% tíma ferð. Messan átti að byrja kl. 11. Það er norð-austan gola, skýjað loft, kalt í veðri, svo að við setjumst strax niður í hlýja káetuna. Við höfum farið þetta svo oft áður að okkur er ekkert nýnæmi að horfa á bergþilin, sem vísa lóð- rétt upp beggja megin fjarðar- ins. Við komum við á Leiti í Þursadal. Þar bætist við svo margt kirkjufólk, að báturinn ber naumast fleiri. Nú stöndum við mörg uppi á dekki og ræð- um saman. Bændurnir þurfa margs að spyrja úr íslenzku lHÍ FERD V\\\ 7í. ,?aöf<r\r wm Séð yfir Dalsfjörðinn sveitalífi, en krakkarnir horfa hálfundrandi upp á þennan út- lenda prest, sem segist eiga 50 fjár. Nú streymir fólkið inn í kirkjuna og messan hafst með bæn meðhjálparans og sálmi Gruntvigs: Páskemorgen slukk- er sorgen. Hér er enginn sér- stakur kirkjukór, en hver kirkjugestur hefur sína sálma- bók og syngur. Messan fer fram með líkum hætti og heima. Það er indæl stemming og gott að prédika yfir vorum norsku frændum, en það er sérstaklega hinn ógæti, almenni söngur, sem setur svip sinn á þessa páska- guðsþjónustu. Fjársöfnun til sjómanna- trúboðsins Eftir prédikunina rísa flestir kirkjugestir úr sætum og koma upp í kórinn. Fólkið gengur kringum altarið, sem stendur nokkuð frá kórgólfi, og allir leggja fram einhverja peninga- gjöf. Það er verið að safna fé til sjómannatrúboðsins með þessum hætti. 1 öllum kirkjum Noregs fóma kirkjugestir til þessarar starfsemi á páskadag. Sjómannatrúboðið er frjálst framtak og fær víst engan stuðning frá því opinbera. Um allan heim fylgir það flota Norð manna, bæði kaupskipum og fiskiskipum. Það hefur sínar bækistöðvar, sjómannastofur, kirkjur og gistihús og vinnur ó- metanlegt og fórnfúst starf fyrir sjómennina. Árlega bætast um 7000 unglingar milli ferm- ingar og tvítugs í norsku sjó- mannastéttina. Geta allir ímynd- að sér hverjar hættur bíða þess- ara ungu manna í hafnarhverf- um stórborganna og hvert at- hvarf sjómannastofurnar eru þeim, hver á sínum stað. Sjó- mannatrúboðið á heimili sitt í Bergen og heyrir það undir Bj örgvin j arbiskupinn, Indrebö. Hann er nú á ferð vestanhafs í erindum þess, ætlar að vígja sjómannakirkju í Santos í Brasilíu 23. apríl og heimsækja norskar kirkjur í stórborgum Ameríku. Frá Hrífdælingum Svo heldur messan áfram með sálmasöng, tóni og bæna* gerð. Það eru skírð tvö börn. Öll böm hér í landi eru skírð f kirkju. í hinum fjölmennari söfnuðum er sjaldan messað án þess að skírð séu börn, eitt eða fleiri. Bömin, sem skírð voru i Holmedalskirkju þennan páska- dag, heita Birgit og Ketill. Þau eru bæði frá Divedal. Það er sveit nokkuð innan við Holme- dal. Hún er sérstaklega tengd okkur íslendingiun, því að talið er að þar hafi Ingólfur Amar- son búið. Þama eru um 30 hýli — flest smá — og nokkur tómt- hús. íbúarnir stunda margir verksmiðjuvinnu í Holmedal, jafnframt búskapnum. „En það er nú enginn fyrirmyndarbú- skapur“, bætti einn vinur okkar í Rivedal við, þegar hann sagði okkur frá þessu. Hrífdælingar em mjög umgengilegt fólk (eina og raunar allir hér). Nokkru fyrir páska var þar samkoma J skólahúsinu. Mætti fjöldi manns, sem fylgdist af miklum áhuga Framh. á bls. 11. Þekktur maður hér í bæ orti þetta ljóð um lóuna um daginn undir höfundarnafninu Giov- anni Efrey: • Lóan Fannhvítt frítt, strítt alltaf nýtt bjartasta bros. Komandi, bíðandi, líðandi veðra los. Lifum enn og menn, sumrar senn. Hlý hönd. Giovannl Efrey. • Með tækni Vetrar sig vor, vorfuglum þor, snjóspor fleygum fótum. Þegar hlýnar, jarðirnar sínar, engjarnar þínar litauðug lönd. Lóa mín ljúf, skýjakljúf, strákstúf öllum gjótum. Sjáum til, sjónskil í byl, yrkjum yl. og næmri túlkun „Aðdáandi skrifar: Björn Ólafsson fiðluleikarl lék sólósónötu eftir Baoh í út varpið í gærkvöldi (11. 4.) með yfirburða tækni og næi>'” +”1k un. Á meðan ég naut þessa fagra verks datt mér í hug hve oft við íslendingar höfum hreikn ir sagt frá því að prestar okk ar og lærðir menn hér áður fyrr mæltu á latínu sem móð urmáli sínu. Nú eigum við í Birni Ólafs syni einn slíkan lærdómsmann sem mælir á „alheims- máli fiðluleikara" „sólósónötu Bachs“ með slíkri leikni að hann mundi hvar í heimi sem er vera tekinn í meistara tölu. Hefir Björn nú leikið 5 af 6 sólósónötum Bachs í vetur f útvarpið og hefir með túlkun sinni á þessum erfiðu einleiks verkum enn á ný sannað okkur hvílíkur afburða fiðluleikari hann er. Aðdáandi".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.