Morgunblaðið - 18.04.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.04.1961, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. apríl 1961 Mesti landkönnnður Islnnd N tJ Þ E G A R vorar fara skemmtiferðamennirnir að sækja í stórum hópum inn á öræfi landsins. Guð- mundur Jónasson fjallabíl- stjóri ekur með þá yfir Sprengisand, Úlfar Jacob- sen í Kerlingarfjöll eða Jöklafélagið til Gríms- vatna. Og enn aðrir aka á einkabifreiðum yfir Kjöl til Hveravalla eða í Landmannalaugar. Þegar ekið er þannig á fjórum hjólum upp meg- inhálendi landsins virðist það ótrúlegt að fyrir ör- fáum áratugum, einum mannsaldri eða svo, voru þessi svipmiklu öræfi ís- lendinga lokað og óþekkt land. Ekkert mannlegt auga hafði litið sum nátt- úruundur landsins og al- menn þekking á stórum hlutum landsins bókstaf- lega engin. Allt fram undir síðustu alda mót var það meira að segja út bre'id trú meðal almennings, að fjölbýlar ag gróðursælar úti legumannabyggðir, jafnvel heilir hreppir, leyndust í Ó- dáðaiujauni, upp undir V’atna jökli og í Þórisdal. Þær hug mytjdir stöfuðu að sjálfsögðu af því, að mikil landssvæði voru ókönnuð og mönnum því frjálst að láta'hugmyndaflugið mála myndir af þeim. Hin miklu þáttaskil í þekk- ingu þjóðarinnar á sínu eigin landi urðu í lok 19. aldar, þeg ar einn maður réðst í það upp á eigin spýtur af fádæma dugn aði að kanna svo að segja allt ísland, þvert og endilangt. Ekki er verið að gera lítið úr starfi þeirra sem á undan voru komnir, Eggerts Ólafssonar, Sveins Pálssonar, Jónasar Hall grímssonar eða Björns Gunn- laugssonar eða nokkurra út- lendra náttúrufræðinga, þó þáttaskiln séu sett við nafn Þorvaldar Thoroddsen, sem varði tuttugu árum af ævi sinni fyrst við að ferðast um gervallt land og við erfiðustu skilyrði og síðan það sem af leifði ævinni, að vinna úr hin- um margþættu athugunum sín um og koma þeim opinberlega á framfæri í fjölda bóka og ritgerða um landið, náttúru þess og sögu. Minningin um starf þessa mesta landkönnuðar íslands er nú rifjuð upp við lestur á Ferðabók hans, sem Bókaverzl un Snæbjarnar Jónssonar hef ur fyrir nokkru lokið við að gefa út í myndarlegri fjögurra binda útgáfu. 5W * fótspor Jónasar. Þorvaldur Thoroddsen var fyrsti íslendingurinn, sem lagði stund á náttúrufræði við Kaupmannahafnar - háskóla næstur á eftir Jónasi Hall- grímssyni. Þessi tvítugi stúd- ent sigldi þangað til náms sum arið 1875 og fékk þá vissulega að heýra orð í eyra að nátt- úrufræði væri ekki lífvænleg námsgrein og var þá víst oft vísað til örlaga Jónasar, sem þá var dáinn fyrir 30 árum. í fyrstu ætlaði Þorvaldur að leggja stund á dýrafræði, en þá gerðist atburður, sem hafði mikil áhrif á hann og varð til Á uppdrátt þennan af íslandi eru teiknaðar í stórum dráttum leiðimar, sexn Þorvaldur Thor- oddsen fór um á nærri tveggja áratuga landkönnun íslanrs. að móta landkönnunar-hug- myndir hans. Sumarið eftir að hann hóf námið í Kaupmannahöfn var danskur prófessor sendur til fslands til að kanna eldstöðv arnar við öskju í Ódáða hrauni. Tilefni þess var að Askja hafði gosið 29. marz 1875 og hafði það vakið at- hygli á Norðurlöndum, að aska hafði borizt þaðan alla leið til Noregs og Svíþjóðar og öskufalls varð jafnvel vart í Stokkhólmi. Því var leiðang- urinn gerður út, að áhugi manna hafði vaknað við þessi ódæmi. Þorvaldur fékk að slást í förina til þess að að stoða leiðangursstjórann John strup prófessor við tungumálið og í samskiptum við íslend- inga. Leiðangurinn var um 1 % mánuð í Dyngjufjöllum og á Mývatnsöræfum og fór sér- staklega vel á með þeim John- strup og Þorvaldi og síðustu vikuna voru þeir tveir einir eftir við rannsóknirnar. Um þetta segir Þorvaldur: — Vera mín við Mývatn og skoðun fjalla, hrauna og gíga var mjög fræðandi fyrir mig, en ég hafði ekki fengizt áður við jarðfræðirannsóknir. Nú hafði ég beztu leiðbeiningu, því að Johnstrup var mjög alúðlegur við mig og fræddi mig um margt, sérstaklega eftir að við vorum orðnir tveir einir. ^ Skipulögð landkönnun. Þessi ferð með Johnstrup prófessor hafði með tvennum hætti þýðingarmikil áhrif á Þorvald. í fyrsta lagi beindist áhugi hans hér eftir mest að jarðfræði og í öðru lagi fann hann nú sárt til þeirra van- þekkingar að mikill hluti landsins skyldi vera ókannað ur. Hinar skipulögðu rannsókn- arferðir Þorvaldar hófust sum arið 1882 og stóðu yfir með stuttum hléum, hvert sumar fram til 1898. Ferðirnar voru sem hér segir í stórum drátt- um: 1882 Austurland, með sér- stökum styrk frá landsstjórn- inni til að athuga silfurbergs námuna við Helgustaði í Reyð arfirði. 1883 Borgarfjörður, Reykja- nesskagi, og þaðan fjöllin allt upp að Skjaldbreið og Geysi. 1884 Mývatn, Ódáðahraun og stutt ferð út í Gri 1886 Barðastrandarsýsla, — Strandasýsla og Hornstrandir. 1887 ísafjarðarsýsla. 1888 Þjórsárdalur, Kerlingar fjöll, Kjalvegur. 1889 Suðurland, Fjallabaks- vegur og Veiðivötn. 1890 Mýrasýsla og Snæfells- nes. Nú varð hlé á rannsóknun- um í tvö ár og stafaði það af því að Alþingi felldi niður hinn árlega 1000 króna styrk til Þorvaldar. Þvínæst hélt hann enn áfram: 1893 Vestur Skaftafellssýsla og þar með Eldgjá og Laka- gígar. 1894 Austur Skaftafellssýsla og Múlasýslur. 1895 Vopnafjörður og Norð ur Þingeyjarsýsla. 1896 Suður Þingeyjarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Skagafjarðar sýsla og Húnavatnssýsla aust an Blöndu. 1897 fór að mestu í að rann saka upptök og afleiðingar jarðskjálftanna miklu á Suð- urlandi, en að því verki loknu fór hann um Húnavatnssýslu vestan Blöndu. 1898 Heiðalöndin miklu norð an og vestan Langjökuls. „Þá var lokið skoðunargjörð þeirri sem ég byrjaði 1881, því nú hafði ég yfirfarið landið allt byggðir og óbyggðir", seg ir Þorvaldur í niðurlagi Ferða bókar sinnar. V 30 mánaða ferðalag. Á þessum tæpu tveim. ára tugum hafði Þorvaldur nú ferðazt um ísland þvert og endilangt. Jafnvel með nútíma samgöngutækni yrði það að teljast mikið í fang ráðizt hverjum manni að ætla að kynnast þannig öllu landinu. En hvað þá á þeim tímum, þeg ar engir vegir höfðu verið lagðir og allt varð að fara á hestbaki. Þá bætist það ofan á að svo virðist sem veðráttan á þessum árum hafi verið verri en nú er og olli því m.a. hafís inn sem þá kom oft að landi. Þorvaldur Thoroddsen gerði við lok ferðanna yfirlit yfir þær. Ekki tekur hann þar fram hve miklar vegalengdir hann hafi þurft að ferðast á þessum könnunarferðum. Mér virðist að það hafi verið eitt- hvað á milli 20 og 30 þús. km. Hann greinir frá því að ferða- dagar á Iandi hafi samtals ver ið 870, en það jafngildir um 30 mánaða ferðalagi samfleytt. Af þessum ferðadögum telur hann að 142 hafi verið rigning ardagar, 90 þokudagar, 27 kaf aldsdagar og 5 daga sandrok. Er þetta aðeins ábending iim það hvílíkum erfiðleikum hin óblíða veðrátta gat oft valdið. Þetta birtist oft í ferðabók hans, maður les vonbrigðin, þegar hann hafði klifið há fjöll, en einmitt þegar upp er komið er þokan fallin yfir. ^ Þátiur Ögmundar. „Það var áríðandi á rann sóknarferðum“, segir Þorvald ur á einum stað, „að hafa góða fylgdarmenn. Var ég sérstak- lega heppinn í því efni hafði alltaf aðstoð sama manns. ög mundur Sigurðsson skólastjóri í Hafnarfirði, var lærisveinn á Möðruvallaskóla, þegar ég lagði af stað í hina fyrstu lang ferð mína til Austurlands 1882 og var þá og síðar með mér á öllum aðalferðum nema á Snæ fellsnesi 1890. ögmundur átti ferð, sem hann varð að vera án hans. Á einum stað segir Þorvald ur: — Engir munu hafa dvalið jafnlengi á öræfum íslands og v,ið. Björn Gunnlaugsson, sem áður hafði farið mest allra manna um óbyggðir hafði að eins legið 40 nætur í tjaldi á 13 sumrum, en við Ögmundur 188 nætur á 14 sumrum, stund um samf ley tt svo vikum skipti. ^ Með 7—12 hesta. Þorvaldur lýsir útbúnaði sínum við ferðir í óbyggðum. Hér koma kaflar úr því: — Mest ríður á að hestarnir séu í góðu standi. Það kom aldrei fyrir á 17 ára ferðalagi að hestur meiddist hjá okkur. Sumir hestarnir urðu ótrú- lega leiknir í því að komast klungróttar leiðir í urðum og brunahraunum og ratvísi sumra var ótrúleg. / - Við höfðum jafnan birgðir með okkur af ýmsurh varareið skap, varagjarðir, reiða, tauma ólar, skeifur, nagla og járninga áhöld, stundum pottaðar skeif ur og naglahausa, þegar við vorum á ferð um mikil hraun, sem eru járnafrek. — í sífelldum votviðrum, sem oft eru seinni hluta sum ars á Suðurlandi og á útkjálk um vestra og nyðra hröktust hestarnir mest. Tala hestanna hjá okkur var nokkuð mismun andi eftir ástæðum (oftast 7—12). Þorvaldur telur upp helztu verkfæri sem hann hafði með sér á ferðunum, svo sem. horna mæli, loftvog, hitamæli bæði venjulegan og fyrir hveri, hallamæli, mælikompás, klino meter, podometer o. s. frv., útbúnað til að þurrka og pressa plöntur, spiritusglös undir smádýr, hamra og meitla til steinathugana. Vasa bækur, ritfæri, teikniverkfæri, því að allt verður jafnóðum að skrifa upp og lýsa, sem skoð að er, annars fellur það í gleymsku eða verður óáreið- anlegt. Á seinni árum hafði Þorvaldur með sér ljósmynda- vél. Ekki var hægt að hafa mikið af bókum með, þó hafði hann alltaf með sér Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Landlýs ingu Kaalunds og uppdrátt fs lands sem Björn Gunnlaugs son hafði gert. Ferðafélagarnir Þorvaldur Thoroddsen og Ögmundur Sigurðsson eigi lítinn þátt í því, að ferð irnar tókust vel. í tjaldvistum var ögmundur óviðjafnanleg ur, sá um allt innan tjalds og utan, eins og bezta húsmóðir svo ég gat sjálfur gefið mig að rannsóknunum". Lýsir Þor valdur miklu þakklæti til ög mundar og segir að viðbrigð- in hafi verið mikil í þeirri einu Lifið í tjaldinu. — Fatnaður okkar á f erða laginu var vanalegur, íslenzk ur vaðmálsfatnaður og stutt reiðstígvél. í þeim gekk ég upp á alla fjallatinda, því mjög óþægilegt er að ganga í lausaskriðu á íslenzkum eða dönskum skóm, oft fer möl og Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.