Morgunblaðið - 18.04.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 18.04.1961, Síða 13
Þriðjudagur 18. april 1961 ' MORGlllVBL^ÐlÐ 13 ■ ■ Ollum kynþáttum fullt frelsi og mannréttindi Ræða ThorThors i stjórnmálanefnd Allsherjarþings S.Þ. 7. april s.l. SENDINEFND íslands hefur ekki yrðu óskað að taka þátt í hinni löngu, Iangdregnu og næsta einhliða umræðu, sem hér hafa farið fram um mál það, sem kallast: Suður- Afríkanska kynþáttadeilan, sem sprottin er af apartheid stefnu stjórarninnar í Suður-Afríku. teyfið mér, herra formaður, að gera stutta grein fyrir afstöðu vorri til þeirra tillagna, sem liggja fyrir þessari nefnd, er nú verður gengið til atkvæða um. • ÖLLUM BERA SÖMU u RÉTTINDI T* ísland er eitt þeirra landa, eem stóð að tillögunni lun að (þetta mál skyldi tekið á dagskrá Iþingsins. Síðan málið fyrst kom fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1952, hefur fsland á ihverju ári greitt atkvæði með tillögum, þar sem skorað var á etjórn Suður-Afríku að endur- ekoða stefnu sína í þá átt, að veita öllum kynþáttum í landi sínu íullt frelsi og öll mannréttindi. En þegar árið 1947, þegar mál- efni Indverja í Suður-Afríku voru á dagskrá allsherjarþingsins, veittist mér tækifæri til að taka fram, að það væri eirídregin skoð- un vor, að „öllum þjóðum heims um gjörvallan heim bæri að veita eömu möguleika og sömu rétt- indi, og að mannúð og lýðræði ekyldi ríkja“. Vér komumst mjög ákveðið að orðum um skoðun vora: „Hvar sem er minnsti ekuggi af efa um að fullrar masn úðar sé gætt, þá verður sá skuggi eð hverfa“. [Vér höfum ekki breytt um skoð- un. Oss finnst að ekki sé hægt ®ð leyfa að haldið sé áfram að neita milljónum manna í Suður- Afríku um mannleg réttindi. • REFSIAÐGERÐIR KOMA EKKI AÐ GAGNI ff»'■' Afstaða sendinefndar minn- er til hinna tveggja tillagna, sem hér liggja fyrir, miðast við það eitt, hvernig þessum tilgangi bezt verði náð. Oss þykir miður að hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að þær aðferðir og aðgerð- f ir, sem ráð er fyrir gert í tillögu f hinna 25 Afríku-ríkja, muni ekki (igagna þeim tilgangi og munum •því greiða atkvæði gegn tillög- t unni. Sérstaklega finnst sendi- |:siefnd minni, sem refsiaðgerðir þær, sem 5. grein tillögunnar mæl • sterklega með, muni ekki koma áinu blakka kyni í Suður-Afríku ®ð neinu gagni. Setjum svo að öllum skipum, sem sigla undir ■ fána Suður-Afríku væri bannað að koma í nokkra útlenda höfn. ^Hverjir myndu gjalda þess? Það > jnyndi vitanlega skaða hagsmuni í ekipaeigenda, en myndi það ekki koma enn harðar niður á sjó- mönnum og hafnarverkamönn- um, þegar til lengdar léti, og fþeir færu að missa atvinnu sina? Gerum ennfremur ráð fyrir að eigendur útlendra skipa ættu að Ibanna þeim að sigla til Suður- efrikanskra hafna — hverjum ðræmi það harðast niður á? Ekki hinum færri hvítu mönnum, held ur hinum mörgu svörtu. Það myndu verða þeir, sem fyrstir sviptir atvinnu og látnir líða skort á daglegum nauðsynj- um. Hvað væri við það unnið? Dettur nokkrum í hug að hægt sé að beita stjórn Suður-Afríku beinni kúgun? Ekki bendir for- tíðin til þess. Það virðist augljóst að stjórn landsins muni aldrei láta undan neinni þvingun af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Spurningin er hvort stjórnin muni einhverntíma láta undan skynsamlegum rökum og skilja stefnu vorra tíma. Hverjum get- ur dottið í hug í alvöru, að slit stjórnmálasambands við Suður- Afríku, eins og tillaga Afríku- ríkjanna fer fram á, muni stuðla að skynsamlegri íhugun málsins af hálfu stjórnarinnar? Mundi það ekki fremur auðvelda það verk okkar að styðja réttan mál- stað, ef útlendir stjórnarerind- rekar í Suður-Afríku eiga kost á að halda fram skynsamlegri skoðun og sanngirni gagnvart þjóð og stjórn Suður-Afríku. • FÖRUM VARLEGA Vér skiljum vel að þetfca mál veki djúpar tilfiningar hjá sendi- nefndum Afríku-ríkja, en oss finnst að Sameinuðu þjóðirnar eigi enn á ný að fara varlega í sakirnar, og einmitt til þess að reyna af fremsta megni að spilla ekki aðstöðu né hagsmunum hins mikla meirihluta af blökkumönn um, sem Suður-Afríku byggir. íslenzku sendinefndinni finnst tillaga sú, sem hér liggur fyrir frá Ceylon, Malaya og Indlandi, ná betur þeim tilgangi að hjálpa milljónum blökkumanna í Suður- Afriku, og vera líklegri til þess að hafa góð áhrif í þá átt. Sú á- lyktun gerir sterkar, jákvæðar kröfur. Þar eru endurteknar all- ar fyrri umkvartanir og tilmæli, og farið fram á að stjórn Suður- Afríku endurskoði stefnu sína i kynþáttamálum í samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og skyldur sínar henni sam- kvæmt. Vér munum þess vegna greiða henni atkvæði, og í þeirri von, að málstaður réttlætisins muni bráðlega mega sín betur. • VINNA BUG A RANG- LÁTRI STEFNU Að lokum vil eg segja, herra formaður, að íslenzka sendinefnd in er lítt trúuð á þá aðferð að hóta refsiaðgerðum. Samkvæmt sfcofnskrá vorri, ber að gæta mestu varúðar við að beita slík- um aðgerðum, og talið, að þær séu fyrst og fremst á verksviði öryggisráðsins. Því baráttan fyr- ir frelsi hins mikla meirihluta af íbúum Suður-Afríku er ekki háð af neinum hefndarhug, held- ur stjórnast hún af ósk um að vinna bug á ranglátri og skað- legri stefnu og hennar aðferðum, og til að bæta hag og kjör hins svarta kyns í Suður-Afríku. Rétt í þessu lagði Mexico fram, fyrir hönd 18 ríkja í Suður-Amer- íku tillögur til breytinga á till. Indlands. Við álítum að þess- ar breytingartillögur séu til bóta og skýringa og munum því greiða þeim atkvæði. Við vonum að Ind land, Ceylon og Malaya geti fall- izt á þessar till. svo að ekki komi til ágreinings um þær. Tillögur iðnrekenda samþykktax a síðasta drsþingi F.Í.I. Endurskoðun tollskrárinnar Ársþing iðnrekenda bendi á, að tollskránni hefur eigi verið breytt undanfarin þrjú ár, en vegna stöðugrar tilkomu nýrra efnivara og breyttra framleiðslu hátta er nauðsynlegt, að tollskrá in sé endurskoðuð með skömmu millibili með tilliti til iðnarins. Beinir ársþingið því til fjármála ráðherra, að við endurskoðun tollskrárinnar verði fullt tilfit til framtíðarþarfa iðnaðarins og m. a. sett ákvæði til þess að koma í veg fyrir dumping (undir boð), sem skaða myndu innlenda framleiðslu. Hækkun tollvörugjalds Ársþing iðnrekenda 1961 mót- mælir harðlega fram kominni til lögu á alþingi um enn frekari álögur á innlenda tollvörufram- leiðslu (sælgætisframleiðslu) og bendir jafnframt á, að meiri hækkun á þessari framleiðslu mun leiða til stórfelldrar sölu- minnkunar á þessum vörum og minnkandi tekna rikissjóðs of tollvörugj aldinu. Ennfremur átelur þingið harð- lega, að framleiðslutollur af inn lendri tillvöruframleiðslu skuli vera hærri en af sams konar inn fluttri vöru. Hhitafé Iðnaðarbankans Ársþing iðnrekenda 1961 bein- ir því til iðnaðarmálaráðherra, að hann hlutist til um að Alþingi felli niður hámarksákvæði um hlutafé Iðnaðarbankans, til þess að iðnrekendur og iðnaðarmenn geti eflt bankann með hlutafjár auka, eftir því sem þeir telja nausynlegt. Binnig skorar árs- þingið á Alþingi að heimila sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Iðn- aðarbankanurw, þannig að bank- inn verði algjör einkabanki. Erlent fjármagn Ársþing iðnrekenda 1961 bein- ir því til ríkisstjómarinnar að hið fyrsta verði sett almenn lög- gjöf um réttarstöðu erlends einkafjármagns, sem bundið yrði íslenzku atvinnulífi. Áður en slík löggjöf er sett, er ekki hægt að búast við, að erlendir aðilar festi fé sitt í atvinnurekstri á ís landi. Má í þessu efni t. d. hafa hliðsjón af reynslu Norðmanna og löggjöf þeirra um þetta efni. Efling iðnlánasjóðs Ársþing iðnrekenda 1961 lýsir óánægju sinni yfir því að ekki skuli enn hafa verið framkvæmd fyrirheit um aukið framlag til iðnlánasjóðs. Skorar þingið á rík isstjórnina að framkvæma ýtar- legar og rökstuddar tillögur nefndar þeirrar, sem fjallað hef ur og skilað áliti um lánsfjármál iðnaðarins og eflingu iðnlána- sjóðs. Sýningaskáli Ársþing iðnrekenda 1961 lýsir ánægju sinni yfir því, að ríkis- stjómin skuli hafa veitt vilyrði fyrir útvegun 10 millj. kr. láns- fjár til byggingar sýningahússins í Laugardal. Vonar ársþingið, að húsið rísi af grunni á þessu og næsta ári og gefi möguleika til allsherjar- iðnsýningar haustið 1962, en þá er liðinn áratugur frá síðustu iðnsýningu. Rekstrarfjárþörf Ársþing iðnrekenda 1961 vill enn einu sinni skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að Seðlabankinn endurkaupi hrá- efna- og framleiðsluvíxla iðnað- arins. Átelur þingið harðlega, að ríkisstjórnir þær ,er verið. hafa við völd síðan tillaga Sveins Guð mundssonar um þetta efni, var samþykkt, skuli allar hafa virt ótvíræðan viljan Alþingis að vettugi. í þessu sambandi vill ársþing- ið einnig benda á skýrslu nefnd- ar þeirrar, er rannsakað hefur lánsfjármál iðnaðarins. Hagnýting náttúruauðæfa Ársþing iðnrekenda telur nauð synlegt að athugaðir séu mögu- leikar á frekari hagnýtingu nátt- úruauðlinda landsins. Vill árs þingið í þessu sambandi benda á framkomna möguleika á þessu sviði, er komið hafa fram fyrir frumkvæði og samstarf iðnrek- endasambands Norðurlandanna. Skipulagsmál afvinhufyrirtækja Ársþing iðnrekenda 1961 bend- ir á, að til þess að standast sam- keppni við erlendar iðnarþjóðir þurfi að bæta til muna skipulag og verkhagræðingu á vinnustöð- Nauðsynlegt er að tiltækir séu sérfræðingar í skipulagningu at vinnufyrirtækja og sérstaklega á sviði vinnuhagræðingar og verkkönnunar .Ákvæðisvinnu eða afkastaverðlaunun verður að telja æskilega, þar sem þeim verður við komið, en þeim verð- ur aðeins komið á með góðum árangri með aðstoð sérfróðra manna. Ársþingið væntir þess, að F.f.I. í samstarfi við IMSI, hið nýstofnaða Stjórnunarfélag ís- lands og aðra viðkomandi aðila, vinni að skjótri framkvæmd þessa máls. Þjálfun iðnverkafólks Ársþing iðnrekenda 1961 álítur að koma þurfi á skipulagðri þjálf un iðnverkafólks og væntir þing- ið þess, að kynnisför sú, sem farin var til Hollands og Sví- þjóðar sl., þar sem þessi mál voru tekin til athugunar, verði gagnleg til að flýta undirbún- ingi þessa máls. Þjálfun verkstjóra Ársþing iðnrekenda 1961 harm ar, að Alþingi skuli ekki hafa farið að tillögum F.f.I. um, að IMSÍ yrði falin stjórn fyrirhug- aðra verkstjóranámskeiða, þar sem flestir þeir aðilar, er þessi mál varða eiga aðild að stjóm IMSÍ, enda telur þingið, að ný- samþykkt lög um verkstjóranám skeið nái ekki æskilegum til- gangi sínum. Tæknifræðsla Ársþing iðnrekenda lítur svo á, að tafarlaust verði að gera stórt átak til þess að auka tækni kunnáttu íslendinga. Vill þingið í því sambandi benda á eftirfarandi: Að auka þarf stórlega tækni- 'kennslu í landinu með stofnun sjálfsætðis tækniskóla (teohnic- um). Verði athugunum og und- irbúningi að sfcofnun slíkt skóla hraðað sem mest vegna hinna brýnu þarfa atvinnuveganna fyrir tæknimenntað fólk. Að nauðsyn sé að gefa þeim, sem leggja vilja stund á tækni nám, kost á að minnsta kosti hliðstseðri fjárhagslegri fyrir- greiðslu og veitt er námsmönn- um í öðrum framhaldsnámsgrein um. Ársþingið felur stjórn F.f.I. að skipa þriggja manna nefnd til þess að vera stjórninni til ráðuneytis um framkvæmd þessa máis. Rannsóknamá.l Ársþingið ítrekar fyrri sam- þykktir sínar um rannsóknamál og fagnar þeim vísi að samstarfi, sem hafið er við Búnaðardeild at vinnudeildar Háskólans og sam- þyikkir, að unniS sé áfram að þes« um málum á sama hátt og síðast- liðið ár. Almennt um viðskiptamál Ársþing iðnrekenda 1961 fagn- ar au'knu viðskiptafrelsi, sem leitt hefir til alhliða hagkvæm- ari reksturs iðnfyrirtækja. Ársþingið vill þó leggja sér- staka áherzlu á eftirfarandi: 1. Að dregið verði úr inn- kaupaskyldu á efnivöru frá Clearinglöndunum. 2. Að iðnfyrirtækjum, sem að einhverju eða að öllu leyti keppa við frjálsan innflutning fullunn inna vara, verði ávallt tryggður frjáls innflutningur á efnivöru til sinnar framleiðslu. 3. Að fyrirframgreiðslur vegna greiðsluheimilda verði tafar- laust lagðar niður, þar sem þær binda fé um langan tíma og auka þar með á hinn almenn rekstrar- fjárskort fyrirtækja. 4. Að innborganir á glóbal greiðsluheimildir verði ekki til lengri tíma en á almennar greiðsluheimildir, á meðan þær eru ekki felldar niður. Verðlagsmál Ársþing iðnrekenda 1961 álykt ar eftirfarandi: Aukið viðskiptafrelsi hefir komið í veg fyrir skort á inn- lendum og erlendum iðnaðarvör- um. Innlend iðn og verzlunar- fyrirtæki geta nú aflað sér hrá- efna og fullunninna vara eftir rekstursgetu og hafa því meiri möguleika á fullkomnari nýtingu framleiðslutækja sinna. Frjáls samkeppni innlendra iðnfyrir- tækja og erlendar iðnaðarvörur hindra vöruskort og óeðlilega hátt verðlag í skjóli hans. Með skírskotun til þessa rök- stuðnings og að sú skoðun sé að ryðja sér til rúms, að verð- lagslöggjöfin þjóni ekki ætluðum tilgangi, reynsla sé af því feng- in, að það spilli frjálsri og hag- kvæmri verðmyndun, dragi úr samkeppm og baki rikisstjóði milljóna einhliða útgjöld, skorar ársþingið á háttvirt Alþingí og rí'kisstjórn að leggja verðlags- eftirlitið að fullu niður. Fríverzlun Ársþing iðnrekenda 1961 er því fylgjandi, að íslendingar ger- ist aðilar að öðru hvoru við- skiptabandalagi Evrópu, ef hægt Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.