Morgunblaðið - 18.04.1961, Page 14

Morgunblaðið - 18.04.1961, Page 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. aprfl 1961 PÓLÝFÓNKÓRINN Tónleikar Söngstjóri: Ingólfur Guðbrandsson Einleikari: Haukur Guðlaugsson Framsögn: Lárus Pálsson og söngvarar kórsins. 6. og síðustu tónleikar kórsins verða í Kristskirkju, Landakoti kl. 9 í kvöld. Nokkur ummæli gagnrýnenda: „Hinn hái standard þessa kórs er þegar þekktur, og ekki veldur kórinn vonbrigðum að þessu sinni. Kórinn flytur þrjú verk, Magniíicat eftir Buxtehude með hljóð- færaundirleik, gullfallegt verk og ágætlega flutt, mót- ettuna Jesu, meine Freude eftir Bach, stórvel sungna, og loks Dauðadans eftir Hugo Distler, en við hann hefur kórinn lagt mikla rækt. Verkið nýtur sín mjög vel í flutningi”, — G.G. í AlþbL „Pólýfónkórinn er í sérflokki meðal íslenzkra kóra. Hann er skipaður ungu fólki. Einkennandi er, hve vel raddirnar falla saman, og hve tær og bjartur blær er á söngnum". — A. í Tímanum. k „Raddirnar eru yfirleitt mjög hreinar og ferskar og hæfa sérstaklega vel viðfangsefnum þessarar tegundar". — B. F. í Þjóðviljanum Margir hafa nú hlýtt á þessa efnisskrá kórsins oftar en einu sinni, en síðasta tækifærið er í kvöld. Aðgöngumiðar í hljóðfæraverzluninni í Vesturveri og í blaðsöluturninum Austurstræti 18 PÖLÍFÖNKÓRINN TIL SÖLU Clœsileg húseign Eignin er tvær íbúðir, sem seljast saman eða hvor í sínu lagi. Málflutningsskrifstofan EGGERT CLAESSEN GUSTAF A. SVEINSSON hæsta réttarlögmenn Þórshamri Höfum fyrirliggjajidi nokkrar vogir fyrir skóla og læknastofur, einnig nýkomnai búðarvogir og baðvogir Ólafur Gíslason & Co. h.f. Hans Hoffmann Minning F. 2. ág. 1879. D. 28. marz 1961. Reykjavík breytip útliti með hverjum degi. Húsin hverfa og mennirnir^ kveðja. Ávallt eykst fjöldinn. Áður þekktust allir og störðu undrandi og spyrjandi á aðkomumanninn. Nú nema menn staðar, ef þeir koma auga á gaml an Reykvíking á götum bæjarins í mannmergðinni. Gömlu kunn- ingjarnir rifja þá upp minning- amar, benda á staðina, þar sem góðir vinir áttu heima og tala um liðnar stundir í sambandi við líf og starf þeirra, sem áður fyrr settu svip á bæinn. Mér var hugsað til gömlu dag- anna, er ég frétti, að vinur minn, Hans Hoffmann hefði kvatt þenna heim. Með honum er horf inn einn af hinum góðu Reyk- víkingum, einn af þeim samferða mönnum, er í friði gekk braut sína og gjörði ekki á hlut ann arra. Þeir, sem lengi hafa átt heima hér í bæ, muna bernsku- og æskustöðvarnar, þar sem Hans I átti heimili hjá elskulegri móð- [ ur. Þar sem nú er Vesturgata 11 var Ingunnarhús, en þar bjó frú Ingunn, og þar annaðist hún son sinn með prýði. Hér í bæ var Hans Inga Hoffmanm, Bjarna- syni fagnað af foreldrum sínum, Bjarna Sigurðssyni og Ingunni Hoffmann. Var Bjarni bróðir Rafns Sigurðssonar, sem var vel þekktur borgari þessa bæjar, og systir Bjarna var Elín kona Runólfs í Norðtungu. Bjarni vann að verzlunarstörfum, en eftir andlát hans var Hans hjá móður sinni, sem barðist áfram með ósérhlífni og dugnaði. Hún var meðal þeirra kvenna, sem þannig er lýst: Berjast í hógværð og brjóta sitt hjarta, brjóta það daglega sundur í parta. Á æskuárunum var Hans um nokkurt skeið í Latínuskólanum. Man ég þá félaga og vini, sem þá heilsuðu æskunnar vori. Af sambekkingum Hans Hoffmanns eru nú 2 á lífi, Jón Stefánsson listmálari og Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmuður. Þakjárn Þakjám Nr. 24 8 — 9 og 10 feta plötur hefi ég nú aftur fyrirliggjandi. JÓN HEIDBERG Laufásvegi 2A — Sími 13585. fermingargjöfin RTINA A U T M CT A unga aldri hélt Hans til Danmerkur og var þar í 4 ár við verzlunarnám og starf. Eftir heimkomuna hóf hann starf sitt í Fischersverzlun og síðar hjá Duus. Var hann við það starf i allmörg ár, þaulvanur skrifstofu störfum. Var hann vel að sér i sinni grein, og oft var um þaS talað, hve rithönd hans væri prýðileg. Eins og kunnugt er, hefir Hans lengi starfað í skrif- stofu Rafveitu Reykjavíkur, og áunnið sér hylli fyrir starf, festu og tryggð. Glæsimenni í sjón og reynd var hann ávallt hugþekk ur þeim, er með honum störfuðu. Föstum skrefum gekk hann að skyldustöríum, þéttur á velli og þéttur í lund, drengur góður og vinfastur. Verk sín vann hann með vandvirkni, hávaðalaust, með stillingu og prúðmennsku. Hlédrægur var hann að eðlis- fari, en í hópi góðra vina var hann hrókur alls fagnaðar. Minn ast margir með ánægju slíkra stunda, er frásagnarlist hans fékk að njóta sín. Gladdist hann. er hann kallaði á bros vina sinna. Hans Hoffmann hafði næmt auga fyrir fegurð lífsins, list- elskur og söngelskur. Hlýðinn var hann lögmáli skyldunnar, en jafn framt fagnaði hann þeim stund- um, er hann leitaði sér yndis og ánægju í hugarheimi fegurðar og fróðleiks. Hans átti því láni að fagna að eiga ágætt heimili, er stofnað var 9. júní 1906. Kvæntist hann elskulegri, dugmikilli konu sinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur Þor- grímssonar konsúls. Muna Reyk- víkingar rmargar fagnaðarríkar stundir, er Kristján skemmti bæjarbúum með leiklist sinni. Hafa þau hjónin átt sameigin- legt heimili sitt um 55 ára skeið. Þar átti gleðin heima, og þangað kom sorgin. Börnunum tveimur, Kristjáni og Ingunni, var fagn- að. En harmur var kveðinn að foreldrum Kristjáns, konu hans og heimili, er Kristján andaðist 1955. Sú kemur stund, að ævidegi tekur að halla. En 1 kvöldhúmi ævinnar veittist Hans *ú heill, sem fylgir hinum vakandi kær- leika. Með frábærri alúð og um- byggju vakti kona hans yfir honum fram að síðustu stund hans. Hann varð aðnjótandi þess kærleika, sem spurði: Hvað get ég nú gert fyrir þig? Þannig var vakað yfir hjartkærum eigin- manni, föður, tengdaföður og afa, er hann þurfti mest á hjálp- inni að halda. Ingunn dóttir hans, sem gift er Indriða Níelssyrd húsasmíðameistara, svo og aðrir ástvinir komu til hans og léttu honum stundirnar. Hans Hoffmann átti afmæli 2. ágúst. Þann dag var oft áður fyrr hátíð haldin í Reykjavík. Oft fagnaði Hans þeim degi og átti hátíðlegar stundir með góðum vinum É.g veit, að Hans var trúr og stefnufastur Reykvík- ingur, og bar þá ósk í brjósti, að þessi orS mættu rætast: Auðnan rík aldna prýði Reykja vík. Ég kveð gamlan félaga og æskuvin. Minnugur horfinna stunda áma ég konu hans og ástvinum hans öllum sannra heilla. Bj. J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.