Morgunblaðið - 18.04.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.04.1961, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. april 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN sumum konum, og úr því að svo v£ur, þá var ekki annáð en taka því óumflýanlega. . — Auk þess, hélt Philip áfram, — jafnvel ef hún giftist ekki Nigel, og það held ég verði, þó að þú trúir því ekki, þá er hún samt sem áður mjög ung. Hún giftist þá bara seinna og ein- hverjum öðrum. Mamma hennar getur ekki bitið frá henni biðl- ana um alla framtíð. — Og ef hún giftist einhverj- um öðrum, verður hjónabandið sennilega sama sagan og hjá móður hennar. Mér finnst nú samt, að við ættum fyrst og fremst að hugsa um sjálf okkur eins og stendur. — Hreinskilnislega sagt, er ég líka að hugsa um sjálfa mig. Ég kann vel við starf mitt og lifnað- arháttu. Ég er alls ekki viss um það, Philip, að ég mundi nokkuð fara að giftast þér, jafnvel þótt þú ættir hvorki konu né dóttur. Hún hlusaði á sín eigin orð, eins og einhver allt annar væri að tala þau, og velti því fyrir sér, hvort hann myndi trúa þeim. Og komst fljótt að þeirri niður- stöðu, að svo væri ekki. — Það er ekki satt. 1 annað skiptið á ævinni, ertu að reyna að gera sjálfa þig að fórnar- lambL En ég vara þig við því strax, að það ætla ég ekki að láta þig komast upp með. Nú er ég búinn að finna þig aftur og þá ætla ég ekki að sleppa þér. Að minnsta kosti ekki bardaga- laust. Cynthiu létti þegar hún sá þjóninn koma til þeirra með mat inn. Henni þótti hann koma mátu lega til þess að slíta þessum við- ræðum. Þegar hann væri farinn aftur, skyldu þau tala um eitt- hvað annað. Þau urðu að gera það. Og þegar þetta kvöld væri á enda máttu ekki verða fleiri slík. Um það atriði var hún alveg einbeitt og ákveðin, hvað svo sem Philip gæti fundið af mót- mælum. Janet og Nigel komu út úr litla næturklúbbnum, þar sem þau höfðu verið að skemmta sér, og horfðu til beggja hliða, til að svipast um eftir leigubíL — Hversvegna göngum við ekki bara svolítið fyrst og náum okkur svo í bíl seinna, sagði Jan- et. — Þetta er svo indælt veður. Ég vildi gjarna fá ofurlítið frískt loft. — Ertu ekki of þreytt til þess? — Nei, ég held nú ekki! Og svo er ekki orðið það áliðið. — Elskan mín, ég vildi að þú þyrftir ekki að fara svona snemma heim. Janet andvarpaði. Hún benti honum á, að þó að ekki væri kannske orðið sérlega áliðið, þá væru þau samt ekki sérlega snemma á ferðinni. Sannleikur- inn var sá, að þetta hafði ekki verið heitt skemmtikvöld. Hún vissi, að Nigel var óánægður vegna þess að hún gat ekki lofað honum að giftast honum eins fljótt og hann vildi. Og svo hafði verið þetta að sjá Cynthiu og föður sinn í veitingahúsinu og mömmu hennar, þegar hún fór að tala við þau. Að vísu hafði hún ekki stanzað við borðið hjá þeim nema örlitla stund, og úr fjarlægð séð, hafði ekki borið á öðru en allt færi fram í fullri vinsemd. En Janet var nú óróleg samt. Átti hún nú að koma heim og finna foreldra sína í hörku- rifrildi? Mömmu sína með móð- ursýkiskast? f>að virtist hafa verið helzta starf hennar, þessa síðustu daga, að sefa köst hjá móður sinni, og það var líklegra en ekki, að þetta mót þeirra í kvöld gæti komið af stað einu í viðbót. — Hvenær fórstu í rúmið í nótt sem leið? spurði hún. — Ef satt skal segja, var klukk an orðin fjögur. — Einmitt. Og hvað varstu að gera? — Ég var að sýna amerískri stúlku allt það helzta á Mont- martre. Janet snarstanzaði og leit á hann, og Nigel fór að iðrast þess- arar hreinskilni sinnar. Hinsveg- ar fannst honum það ekkert frá- leitt, að hún fengi að vita, að fleiri stúlkur gætu litið á hann en Janet ein. — Sharman? — Já. Janet gekk áfram og skólhæl- arnir hennar glumdu við mann- tóma stéttina. .—Afbrýðissöm? — Hræðilega! Nigel greip arm hennar undir sinn og þau gengu áfram. Hann vissi sjálfur bezt hve litla ástæðu hún hafði til afbrýðissemi. Svo sára. .sáralitla! En ef sú hræðsla gæti orðið til þess, að hún hugs- aði ofurlítið meira um sjálfa sig og minna um mömmu sína, var hann ekkert fráleitur því að ala ofurlítið á henni. — Og Sharman kom meira að segja hingað til landsins aftur, um leið og ég. Nei, elskan mín, það er ekki ráðlegt að sleppa mér einum til Washington. Hún svífst einskis. — Það þykist ég líka vita. Janet leit beint fram fyrir sig eftir dimmri götunni. Hún ósk- aði þess nú heitast, að hún hefði aldrei spurt Nigel, hvar hann hefði verið í gærkvöldi. Ef hann hafði eytt kvöldinu með Sharm- an — og skemmt sér vel — vildi hún ekki vita það. Henni var það Ijóst, að fyrr um kvöldið, þegar hún var áhyggjuminni og rólegri í skapinu, hafði hún sagt honum, að hún vildi ekki tala um hana. En nú, þegar hún var komin af stað, gat hún ekki stanzað aftur — Kannske þú vildir flytja til- finningar þínar yfir til henn- ar? agði hún. —Æ, elskan mín, láttu ekki út úr þér svona vitleysu. — Hún hefði víst ekkert á móti því. Nigel svaraði engu. Hann ætl- aði sér ekki að fára að hefja neitt heimskulegt rifrildi út af stúlku, sem hann hafði vægast sagt mjög lítinn áhuga á. Hann klappaði Janet á höndina, og sagði henni að láta ekki svona. — Heyri á endemi! En hvern- ig lætur þú sjálfur? Nigel stundi þungan. Þessi elskulega Janet hans var sann- arlega að því komin að sleppa sér í kvöld. Kannske var það vegna þess að mamma hennar hafði rekizt á pabba hennar með Cynthiu, þar sem þau voru að borða saman — og hræddist ein- hverjar hugsanlegar afleiðingar. Sjálf höfðu þau haft sig hæg og alls ekki gefið til kynrra, að þau væru þarna að borða í sama salnum. Það hefði orðið fullmikil fjölskyldusamkoma, ef þau hefðu öllsömun hitzt — og sennilega ekki sem allra vingjarnlegust! Þau höfðu því komið sér burt, að lokinni máltíðinni, og ákváðu sín í milli, að ef hin tvö sæju til þeirra, skyldu þau auðvitað stanza hjá þeim og tala við þau. En það var nú ekki alveg því líkt, því að þau voru svo niður- sokkin í samtal sitt, að þau tóku áreiðanlega ekki eftir neinum, sem framhjá fór. Þau virtust eitt hvað einkennilega samrýmd af fólki að vera, sem er að hittast í annað sinn á ævinni. — Mér finnst leiðinlegt, að þú skyldir ekki verða skotinn í ein- hverri, sem er frjáls að giftast þér, eins og til dæmis Sharman, sem er víst ekki bundin neinum svona fjölskylduerfiðleikum. Mér fyndist þú ekki geta fundið aðra heppilegri. Og hún á auk heldur heima í Washington! — Já, það mætti svei mér at- huga það! Einkum ef þú ert hvergi nærri. Hann leit á fölt andlit hennar undir götuljósinu. — Elskan mín, segðu, að þú kom- ir með mér! Segðu: „Elsku Nigel, ég lofa að giftast þér og koma með þér til Washington, hvað sem raular og tautar“. — Hvernig get ég það, Nigel? — Ekkert hægara. Svona: „Elsku Nigel..“ Janet fór að gráta. Hún var allt í einu svo yfirkomin, að hún gat ekki haft hemil á tárunum lengur. Nokkrum sinnum fyrr um kvöldið, hafði hún átt fullt í fangi að stilla sig. En nú var það eins og steinn væri tekinn úr stíflugarði. Nigel horfði á hana agndofa. — Gráttu ekki, elskan! Það er svo hræðilegt.. Janet snökkti eitthvað og bað hann að fyrirgefa... .og að fara að gráta úti á götu! En hún væri svo alveg frá sér! Nigel tók hana í faðm sér og sagði, að ef hún á annað borð þyrfti að gráta væri honum sama þó að fimmtíu þús- und manns horfðu á það — en hann gæti bara ekki horft á hana svona hrygga. Skáldið ocj nramma litla 1) — Ég er greinilega loksins búin 2) .... að fela þig bak bið blaðið 3) .... en stundum sé ég nú hálf- •ð venja þig af.... við morgunverðarborðið.... partinn eftir því! — Þarna er barnsræninginn þinn McClune . . . Þú ættir að kalla hann hingað áður en hann fer aftur með barnið út í skóg! i Eg hefði átt að vita það að hund — Úlfur komdu með barnið! j urinn væri hvi skynj gæddur að hann gæti gert þetta! . hvað með hótunarbréfið? Én Hún reyndi að taka sig saman. Hún þurrkaði af sér tárin á vasa- klút Nigels og sagði, að sér liði strax skár. En svo bætti hún við: — Þetta er bara allt svo von- laust, Nigel. Svo óskaplega og óendanlega vonlaust. Þú verður að hugsa þig alvarlega um, elsk- an mín. Hvaða gagn er þér í því að vera ástfanginn af einhverri stelpu heima í Englandi, sem eins vel er til, að geti aldrei gifzt þér? Ég veit ekki nema við ættum að láta þessu vera lokið. Fyrir þig væri það að minnsta kosti miklu betra, held ég. Nigel svaraði hressilega: —» Viljið þið nú bara hlusta á vit- leysuna í stelpunni! — aÞð er ekki vitleysa, heldur einmitt bláköld skynsemi. Ég held við ættum að ganga beint að hlutunum. —Gott og vel, við skulum ganga beint að þeim og athuga, hvernig málin standa. En fyrst skulum við gera okkur ljóst meg instaðreynd málsins: Við elsk- umst og við viljum giftast. — Já, það getur nú líka átt við um fjölda fólks, sem vill en get- SlUtvarpið Þriðjudagur 18. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Féttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurf regnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 14:40 „Við, sem heima sitjum“ (Dag-* rún Kristjánsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til— kynningar. — 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir). 18:00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir 20:00 Neistar úr sögu þjóðhátíðarára* tugsins; VI. erindi: Vitnað til les enda Húnrauðs-bréfs (Lúðvík Kristjánsson rithöfundur). 20:30 Islenzkt tónlistarkvöld: Þórarinn Guðmundsson 65 ára 27. f.m. —■ Blandaður kór, Sigurveig Hjalte* sted, ívar Helgason og Tryggvi Tryggvason og félagar syngja þrettán lög eftir Þórarin; höf* undur stjórnar kórnum. Fritz Weisshappel og félagar úr hljóm sveit Ríkisútvarpsins leika und- ir. — Dr. Hallgrímur Helgason flytur inngangsorð. 21:10 „Eg berst á fáki fráum'*: Dag- skrá að tilhlutan Landssambands hestamannafélaga (Gestur Þor- grímsson hefur umsjón með hönd um). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson). 22:30 Tónleikar: Tivoli-hljómsveitin I Kaupmannahöfn leikur lög eftir H. C. Lumbye; Tippe Lumbye stjórnar. 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar —• 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar — 6:30 Veður* fregnir). 18:00 Útvarpssaga barnanna! „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum: IX, (Sigurður Gunnarsson kennari). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. v 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Fraifihaldsleikrit: — „Úr sögu Forsyte-ættarinnar" eftir John Galsworthy og Muriel Levy; tí- undi kafli þriðju bókar: „Ti| leigu". Þýðandi Andrés Björns- son. — Leikstj.: Indriði Waage. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stepheu sen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Helgi Skúlason, Margrét Guð- mundsdóttir o. fl. 20:45 Dagskrá háskólastúdenta síðasta vetrardag: a) Stúdentaráð fjörutíu ára: Við- töl við fyrsta formann ráðs- ins, Vilhjálm Þ. Gíslason út- varpsstjóra, og núverandi for- mann, Hörð Sigurgeirssou stud. ökon. b) Stúdentakórinn syngur; Sig- urður Markússon stjórnar. e) Háskólinn og íslenzk menn- ing: Umræðuþáttur stúdenta. Þeir eru: Heimir Stefánsson stud. mag., Ingólfur Guð- mundsson stud. theol., Magnús Líndal Stefánsson stud. med , Ölafur B. Thors stud. jur. og Pétur Urbancic stud. mag. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Gamlar danslagasyrpur: Fimm manna hljómsveit leikur undir stjórn Renalds Brauner. 22:40 Djassþáttur: Lög frá liðnum vetri (Jón Múli Arnason). 23:45 Dagskrárlov

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.