Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 24
3,54 kr. lyrir mjólkurlítra sjá bls. 17 fjb róttir Sjá bls. ZZ 86. tbl. — Þriðjudagur 18. apríl 1961 Tveggja til þriggja metra snjóskaflar víða um Norðurland um sumarmál VETRARRÍKI er nú um allt Norðurland. Sam- gönguæðar eru ófærar vegna snjólaga og víða í byggð er 1—2 mannhæða snjóskaflar. Hvergi sér á dökk- an díl og er nú um sumarmálin vetrarlegra um að litast en nokkru sinni var um allt skammdegið og vetrarmánuðina. Fréttamenn blaðsins á nokkrum stöðum fyrir vestan og á Norðurlandi hafa símað blaðinu og gefa fréttir þeirra svipmynd af ástandinu. Akureyri einangruð Segja má að Akureyri hafi gjörsamlega einangrazt í þessum síðasta veðrahami, en á þriðju- daginn var skall þetta óveður á. Þ -i dag var síðast farið héðan á bílum suður til Reykjavíkur. Þá var einnig flugveður suður. Á miðvikudag komst Húsavíkur- bíllinn til Akureyrar, og síðan engar samgöngur við Akureyri í lofti þar til seint á laugardags- kvöld að tvær flugvélar komust frá Reykjavík hingað. Dalvíkur- leiðin hefur verið lokuð venjuleg um bílum en stórir trukkar hafa brotist með mjólkina. Austur yf- ir til Húsavíkur hefur enginn bíll komizt síðan á miðvikudag- inn var. 1 dag komst hingað stór mjólkurbíll úr Fnjóskárdal, og hafði verið lengi á leiðinni. Skipaférðir hafa engar verið frá Reykjavík hingað til Akur- eyrar frá því 9. apríl. í dag kom Tröllafoss hingað klukkan 3. Hánn kom með 8 farþega frá Reykjavík og var orðinn rösk- lega 12 tímum á eftir áæ’tlun vegna óveðurs á leiðinni. Kuldinn áfram SIGLUFIRÐI, 17. apr. Norð- austan áttin og kuldinn halda hér entn velli, þótt vorið sé í nánd. Eftir langvarandi stór hríðar eru komnir mannhæða háir skaflar á götum bæjar- ins. Það virðist sem uppstytta sé á veðrahamnum og klukk- an 4 í nótt voru snjóýtur send- ar út á göturnar til þess að ryðja snrjó af götum bæjarins og til þess að auðvelda og flýta fyrir því að losa salt- skip sem komið er hingað með farm. Varðskipið Albert er vænt- anlegt hingað í kvöld með varastykki í diselrafstöð Síld arverksmiðju ríkisins, svo útlit er fyrir að létta megi eitt- hvað á strangri rafmagns- skömmtun. Svo lítið er nú vatnið við Skeiðfossvirkjun- ina, að stöðinr er aðeins í gangi þegar mest rafmagnsnotkun er í bænum. — STEFÁN Mestí snjór í 15 ár ÁRNESI, Aðaldal S-I>ing. 17. apríl. Hér hefur verið óslitinn Framh. á bls. 2 Vertíðin hefur brueðizt Stórkostlegír erfiðleikar framundan í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 27. apríl: — í dag mun vertíðaraflinn vera aðeins um það bil tveir fimmtu hlutar þess aflamagns sem kom- ið var á land um sumarmál á vetrarvertíðinni 1960. Eru nú fyr irsjáanlegir stórkostlegir örðug- leikar hjá útgerðinni hér í Vest- manneyjum, af þessum sökum þegar að vertíðarlokum kemur. Mun um li ígt árabil ekki hafa verið annað eins fcskiieysi á mið 60 Norðntenn gróðurseijo tré 31. maí eru væntanlegir hingað 60 Norðmenn, sem munu starfa að skógrækt hér í júnímánuði. Gróðursetning- in fer fram austur i Hauka- dal og Þjórsárdal. Hér er um að ræða áhugafólk. Jafn stór hópur Islendinga fer austur um haf í sömu erindagerðum. um Vestmannaeyjabáta sem á þessari vetrarvertíð. Þó þessi vertíð hafi hafizt nokkuð seint, verður það ekki það sem mestu máli skiptir, held- ur aflaleysið. Hin svonefnda páskahrota, sem jafnan hefur ver ið mjög aflasælt tímabil vetrar- vertíðarinnar, brást nú algjör- lega. í dag eru aðeins sárafáir bátar sem komnir eru með yfir 300 tonna afla, miðað við fisk upp úr sjó. Margir eru með um og yfir 200 tonn. Það er algengt að bátar komi dag eftir dag úr róðri með 400—500 fiska úr 75— 90 netum. >á hefur það skeð, að þó ein- staka báti hafi tekizt að fá sæmi legan afla í eitt skipti eða svo, þá hefur þetta veiðisvæði verið fisklaust næsta dag og aflinn sáratregur. Hefur bátaflotinn verið á stöðugri siglingu í leit að fiski. Mér er kunnugt um að þrír bátar eru hættir veiðum. Ætla tveir þeirra að hefja veiðar með Verður að 18 klst. á Æf/f á kai í snfá JT a Rauíarh öin RAUFARHÖFN, 17. þ. m. Hér hefur verið samfeldur illviðra kafli um þriggja vikna skeið. Snjóað hefur upp á hvern dag meira og minna og hefur sett hér niður meiri snjó en ég minnist að hafa séð hér um allmörg undanfarin ár. Vindur hefur staðið af hafi. Víða hefur dregið í skafla og við hús manna eru þeir sums staðar hálf önnur mannhæð. Á landi er ekki fært öðrum farartækjum en snjóbílum og beltistraktorum. Er vetrarlegt yfir að líta, því hvergi sér á dökkan díl eftir svo langvar andi hríðarveður. Hér hafa menn áhyggjur út af netum bátanna. Allmikið af rretum trillubáta hafa verið í sjó undan farna daga en hvassvirði hefur verið og ótt ast bátamenrn verulegt neta tjón. Hér slotaðj hríðinni eft- ir háílegið í dag. — EINAR. safna vatni sólarhring ÓLAFSFIRÐI, 17. apríl. — Heita má að hér hafi snjóað stanzlaust í fjóra daga, en áður var hér svotil snjólaust. Er nú svo komið, að umbrotafærð er fyrir sleða- hesta, en allir mjólkurflutningar fara fram á sleðum eða með belt- isdráttarvél. Gamla rafstöðin hér í bænum hefur dugað til þess að sjá bæjar- búum fyrir nægu rafmagni, en svo mikill vatnsskortur er nú við Skeiðfossvirkjun, að til þess að geta starfrækt stöðina 6 tíma á sólarhring, verður að safna vatni til þess í 18 klst. Undanfarna fimrn daga hefur enginn bátur komizt á sjó vegna óveðurs. í dag er batnandi veður. — Jakob. línu en hinn þriðji ætlar á síld- veiðar við Reykjanes. — Bj. Guðm. Þerstirnir á myndinni eigaj heima á Akureyri. — Ljósmyndarinn smellti af, þeg ar hann var á hálfs annars m. færi, án þess að styggð kæm- ist að þröstunum, meðan þeir gæddu sér á brauðmol- um, sem hugulsamur borgari hafði breitt á fannhvítt mat- borð þeirra. Spekt skóigar- þrastanna hefur verið óvenju- mikil, síðan páskahretið dundi yfir á dögunum. Brezkir togarar eyðileggja net FRÉTTARITARI Mbl. í Höfn í Homafirði símaði í gær að þang- Vetrarríki á Flateyri FLATEYRI, 17. þ. m. Það sem af er þessum mánuði hafa bát- arnir héðan farið á sjó átta daga. Hefur aflinn þá verið sæmileg- ur 3—9 tonn mestmegnis stein- bítur. Hér er nú meira vetrarríki en menn minnast síðan veturinn 1953. Það er um það bil meters- þykkt snjólagið á götunum. Þessi snjór féll í hríðum sem hér hafa geisað undanfarna fjóna daga, en heita má að þessi vetur hafi að öðru leyti verið snjólaus því alltaf hafa bændur auðveldlega getað komið mjólkinni hing- að. í dag er verið að ryðja göt- unar, í logni og sólskini. — Kristján. JöRUNDUR, F.U.S. í Húnavatns- •sýslu heldur aðalfund á Blöndu- ósi laugardiagirm 22. aipríl og hefst hann kl. 5 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ámi Guðmundsson, formaður Víkings, F.U.S. Sauðárkróki mæt ir á fundinum. Félagsmenn em hvattir til að fjölmenna. Um kvöldið gengst félagið fyrir almennri samkomu á Hótel inu, Blönduósi. Verður fyrst spilað Bingo, ea síðan verður dansleikur. að hefðu borizt fregnir um að Austfjarðarbátar, sem sækja á mið í vestanverðri Meðallands- bugt hafi orðið fyrir nokkru netatjóni, er brezkir togarar hefðu valdið. Munu þrir bátar hafa misst netin. Höfðu skipsmenn náð að minsta kosti nafni og númeri þessarar skipa, og höfðu tveir togaranna verið litlir Aberdeen- togarar. Pétur Sigurðssoa forstjóri Landhelgisgæzlunnar, staðfesti þessa frétt við Mbl. í gærkvöldi. Kvað 'hann varðskipið Óðin. hafa verið sendan á vettvang til þess að kanna málið. Hefði skýrsla frá skipherranum borizt í gærkvöldi og hefði hún verið send dómsmálaráðuneytinu til athugunar. Óveður í Húnavatns- sýslu BLÖNDUÓSI, 17. april. f hríðinni á föstudag og laugar- dag var afspymuveður víða I Austur-Húnavatnssýslu. Þá fuku 30—40 hestar af heyi á Miðgili í Langadal. Heyið var í tótt, og fauk allt ofan veggja. Á laugar- daginn féllu niður mjólkurflutn ingar í Langadal og frá Skaga- strönd. í gær var mjölk úr Langadal flutt tii Blönduóss um. fremri Blöndubrú og Svínvetn- ingabraut. Norðanverður Langi dalur er enn ófær bilum, og þung fært er á Skagastrandarvegi. Um meiri hluta sýslunnar er annars mjög snjólétt. — B. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.